Skýrslur

Örverur til auðgunar fiskeldisseyru /  Microorganisms for aquaculture sludge enrichment   

Útgefið:

21/12/2023

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir, Matís, Alexandra Leeper, Sjávarklasinn, Clara Jégousse, Sjávarklasinn, Ólafur H. Friðjónsson, Matís, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Matís, Hörður Guðmundsson, Matís og Birgir Örn Smárason, Matís

Styrkt af:

Hringrásarsjóður

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Megin markmið verkefnisins „Örverur til auðgunar fiskeldisseyru“ var að þróa aðferð til að meðhöndla hliðarstrauma frá fiskeldi (seyru) með örverum svo seyran geti nýst sem áburður fyrir landbúnaðinn.  

Miðað við hraðan vöxt fiskeldis á Íslandi skiptir sköpum fyrir sjálfbærni iðnaðarins að finna lausnir fyrir hliðarstrauma og efla þannig hringrásarhagkerfið. Innleiðing lausna er stuðla að nýtingu hliðarstrauma, og efla hringrás, eru í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Lagaumhverfi um nýtingu fiskeldisseyru sem áburð er bæði umfangsmikið og á köflum nokkuð flókið, þ.e. hvað má og hver veitir leyfi. Sem dæmi um kröfur til nýtingar seyru sem áburð þá verður að bera seyru á beitartún fyrir 1. desember ef nýta á svæðið til beitar, skepnum má þá beita á svæðið 5 mánuðum síðar eða í fyrstalagi 1. apríl.  

Í verkefninu var unnið að því að auðga nítrat í seyrunni með örverum til að auka möguleika á nýtingu seyrunnar sem áburðarefnis. Stofnað var til auðgunarræktunar með það að markmiði að auðga fyrir ammoníak-oxandi bakteríum í seyrunni. Einnig var gerð efnagreining á seyrunni til að meta næringarefnahlutfall hennar. Niðurstöður efnamælinga benda til þess að seyra geti verið tilvalin sem viðbót eða íblöndunarefni við til dæmis lífbrjótanlegan búfjáráburð Mikilvægt er að halda áfram með verkefni er stuðla að því að auka verðmæti hliðarafurða á borð við seyru til að halda næringarefnum innan hringrásarhagkerfisins. Nýting seyru sem áburðar er til hags fyrir bæði fiskeldisfyrirtæki sem og íslenskan landbúnað.  
_____

The primary objective of the project “Microorganisms for aquaculture sludge enrichment” was to develop a method for treating side streams from aquaculture (sludge) using microorganisms, thereby rendering the sludge suitable for use as agricultural fertilizer. 

Given the rapid expansion of aquaculture in Iceland, finding solutions for side streams is imperative to sustain the industry and enhance circular economy practices. Implementing solutions that encourage side stream utilization aligns with the United Nations’ sustainable development goals. 

The legal landscape for utilizing fish farm sludge as fertilizer is extensive and, in certain aspects, complex, delineating what is permissible and who grants permission. For instance, applying sludge to pasture for grazing requires adherence to specific timelines, such as application before December 1st, with grazing permitted no earlier than 5 months later or on April 1st. 

The project focused on enriching the sludge’s nitrogen content with microorganisms. An enrichment culture was established to promote ammonia-oxidizing bacteria in the sludge, increasing its potential as a fertilizer. Chemical analysis of the sludge was conducted to evaluate its nutrient content. The results indicate that the sludge can serve as an ideal supplement or additive, for instance, with biodegradable livestock manure. Continuing projects that enhance the value of like sludge is crucial for maintaining nutrient cycles within the circular economy. The use of sludge as fertilizer is mutually beneficial for both aquaculture companies and Icelandic agriculture. 

Skoða skýrslu
IS