Skýrslur

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar / Computer controlled scraping knives for filleting machines

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Jónas Rúnar Viðarsson, Ásbjörn Jónsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar / Computer controlled scraping knives for filleting machines

Skýrsla þessi greinir frá framgangi og niðurstöðum verkefnisins „Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar“ sem styrkt var af AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins var að þróa og smíða tölvustýrðan búnað til að stjórna hreyfingum sköfuhnífa í flökunarvél að gerðinni F-189-PLC frá Fiskvélum. Vonir stóðu til að tölvustýrðu sköfuhnífarnir myndu bæta flakanýtingu og gera kleift að flaka smærri fisk en áður hefur reynst mögulegt með ásættanlegum árangri. Mælingar á flakanýtingu vélarinnar eftir breytingar sýna að nýting hefur aukist um 0,81%, þegar verið er að flaka meðalstóran þorsk (u.þ.b. 2 kg). Ekki reyndist hins vegar unnt sökum hráefnisskorts, að mæla hvort vélin skilaði betri árangri við flökun á mjög smáum fiski (<0,7 kg). Tölvustýrðu sköfuhnífarnir virðast fylgja skurðarkúrfunni betur en eldri búnaður og einnig að þeir nái lengra inn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukinn hreyfanleiki sköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið. ><0,7 kg). Tölvustýrðu sköfuhnífarnir virðast fylgja skurðarkúrfunni betur en eldri búnaður og einnig að þeir nái lengra inn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukinn hreyfanleiki sköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið.

This is a report on the progress and results of the project „Computer controlled scraping knives for filleting machines“. The aim of the projects was to develop and build a computer guided device to control movements of scraping knives in the F-189-PLC filleting machine from Fiskvélar. The goal was to increase filleting yield and make it possible to fillet smaller fish than has been possible before. Measuring filleting yield of the machine after it has been fitted with the new device shows that yield has improved by 0,81%. Unfortunately the success of the machine when filleting very small fish (<0,7 kg) has not yet been carried out due to lack of raw material. The new device appears to guide the knives better along the cutting curve and allow them to cut closer to the bones. Improved manoeuvrability of the knives is also reducing strain on the flesh of the fish. ><0,7 kg) has not yet been carried out due to lack of raw material. The new device appears to guide the knives better along the cutting curve and allow them to cut closer to the bones. Improved maneuverability of the knives is also reducing strain on the flesh of the fish.

Skoða skýrslu
IS