Skýrslur

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Marvin I. Einarsson

Styrkt af:

AVS S10015-10 (smáverkefni/forverkefni)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Markmið þessarar skýrslu var að velta upp þeirri spurningu hverjir séu helstu kostir og gallar mismunandi flutningsumbúða fyrir heilan ferskan fisk (gámafisk), og hvort val á umbúðum hafi áhrif á gæði og verðmæti aflans. Í skýrslunni er fjallað um útflutning á gámafiski, virðiskeðju gámafisks, þau ílát sem notuð hafa verið við geymslu og flutning á gámafiski, og þau atriði sem hafa ber í huga við frágang, geymslu og flutning á heilum ferskum fiski. Auk þess er stuttlega fjallað um samband verðs og gæða á afla sem seldur er á uppboðsmörkuðum. Þá er fjallað um tilraun sem gerð var með að flytja út gámafisk í fjórum mismunandi tegundum íláta, þar sem kanna átti hvort munur væri á gæðum, þyngdartapi og verðmætum aflans. Þessi tilraun gaf hins vegar ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar til að hægt sé að fullyrða eitthvað um hvort tegund flutningsíláta hafi áhrif á áðurnefnda þætti. Sú þróun sem verið hefur í framleiðslu og sölu á kerjum sýnir hins vegar að fleiri og fleiri útgerðir eru að velja minni ker, og ætti það því að vera góð vísbending um að stærð keranna skipti máli. Tilraunin sýndi hins vegar klárlega að það yrði verulegum erfiðleikum háð að ætla að kassavæða íslenska flotann að nýju. Íslenskir sjómenn eru orðnir vanir kerunum og hafa lítinn áhuga á að fara til baka; auk þess sem uppsetning í lestum er í dag hönnuð fyrir ker. Þar að auki er algengt að í afla íslenskra skipa séu fiskar sem passa einfaldlega ekki í kassana, sökum stærðar. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að í einstaka tilfellum gætu kassar verið álitlegur kostur við útflutning á heilum ferskum fiski t.d. sólkola eða „skötuselsskottum“.

The aim of this report is to identify the main pros and cons of different storage containers for whole fresh fish, and to speculate if the choice of storage containers has an effect on the quality and sales price of the catch. The report includes a discussion on the exports of unprocessed fish to the UK, the value chain of those exports, the storage boxes used and the things that need to be considered during handling, storage and transport of those catches. The report does as well discuss briefly the linkage between quality and price at auction markets. The report also covers an experiment that was made where four types of tubs and boxes were used to transport fish to the UK, in order to study applicability and effects on quality, drip loss and prices. The experiment did however not give clear enough results to allow for any conclusions to be made on the issues. The study did however suggest that the applicability of using boxes onboard Icelandic fishing vessels is lacking. Fishermen prefer to use tubs and the onboard setup is made for tubs. The sales agents in the UK did also agree on this, as they are not able to guarantee that using boxes will have any effect on prices. They did however suggest that some high-price species or products would likely attain price premium if transported in small boxes e.g. lemon sole and monkfish tails.

Skoða skýrslu
IS