Skýrslur

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi / Produksjon av kvalitetsrotatorier for oppdrett av torskeyngel

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Jónína Þ Jóhannsdóttir, Agnar Steinarsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi / Produksjon av kvalitetsrotatorier for oppdrett av torskeyngel

Mikill áhugi er fyrir því að leita leiða til að stjórna eldisaðstæðum á öllum stigum fiskeldis. Stýring örveruflóru í umhverfi og meltingarvegi lirfa er m.a. talið geta dregið úr afföllum sem verða á fyrstu stigum eldis sjávarfiska. Mikill fjöldi baktería fylgir að jafnaði fóðurdýrum í þorskeldi en notkun endurnýtingarkerfa við ræktun hjóldýra hefur meðal annars þá kosti að minni fjöldi baktería nær fótfestu í kerfunum samanborið við loturæktir. Notkun bætibaktería til stýringar bakteríuflóru hefur aukist mikið á liðnum árum og hefur í sumum tilfellum stuðlað að auknum vexti og gæðum lirfa. Jafnframt því að efla samstarf þorskseiðaframleiðenda á Norðurlöndum þá er markmið verkefnisins að þróa aðferðir sem auka stöðugleika og hagkvæmni í framleiðslu fóðurdýra. Byggt er á endurnýtingarkerfi sem hannað var af Sintef í Noregi og er í þessum hluta rannsökuð áhrif og viðvera valinna bætibaktería í kerfinu. Helstu niðurstöður meðhöndlunar með tveimur völdum bakteríustofnum sýndu að hjóldýrin þoldu vel meðhöndlunina og aukin uppskera dýra fékkst við meðhöndlun með bakteríunum í frostþurrkuðu formi. Mikil fækkun varð á fjölda baktería í lífhreinsi við meðhöndlun með fljótandi bakteríurækt og náði bakteríufjöldi í lífhreinsi ekki upphaflegum fjöldi á því tímabili sem tilraunin stóð yfir, en nokkur aukning varð þó í fjölda mjólkursýrubaktería. Þó svo magn mjólkursýrubaktería í hjóldýrum hafi aukist fyrst eftir meðhöndlun þá reyndust bætibakteríustofnar ekki ná fótfestu í kerfinu eða leiða til breytinga á samsetningu bakteríuflórunnar þegar meðhöndlað var í þessum styrkleika. Verkefnið er styrkt af Nordisk Atlantsamarbejde (NORA) og unnið í samvinnu Matís, Hafrannsóknastofnunar, SINTEF, Fiskaaling, IceCod og Stofnfisks auk Nordland Marin Yngel.

There is an increasing interest in controlling environmental parameters during the first production stages of aquaculture and controlling bacterial numbers is among various environmental parameters that are believed to promote increased survival of larvae. Elevated bacterial numbers are introduced into the system through the live feed, but numbers of bacteria have been found to be greatly reduced by the use of recirculation culturing system as compared with batch culturing systems. Furthermore, the use of potentially probiotic bacteria in aquaculture has increased over the past years and has in some cases contributed to increased growth and quality of marine larvae. In addition to promoting collaboration between cod producers within the Nordic countries, the main goal of the current project is to develop methods for stable and advantageous production of live feed animals (rotifers). The project is based on a recirculation culturing system engineered by SINTEF and the present part of the project deals with the effect of treatment and persistence of selected probiotic bacterial strains in the system. The overall results indicate that the rotifer cultures were not negatively affected by the bacterial treatment and treatment using freeze-dried preparations of the two probiotic strains even resulted in improved harvesting of the live feed. A drop in bacterial numbers within the bio-filter unit was, however, observed following the addition of liquid bacterial cultures, indicating negative effects of the bacteria on the bacterial community of the bio-filter unit. An increase in the numbers of lactic acid bacteria was observed in the rotifer cultures following treatment, but the probiotic bacterial strains were neither found to become established as a part of nor affect the dominating bacterial community of the system using the concentrations applied. The project was supported by the Nordisk Atlantsamarbejde (NORA) and is a collaboration between Matís, Hafrannsóknastofnunar, SINTEF, Fiskaaling, IceCod, Stofnfiskur and Nordland Marin Yngel.

Skoða skýrslu
IS