Skýrslur

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Markmið verkefnisins var að þróa og koma upp aðferðum fyrir hraðvirkar greiningar á óæskilegum bakteríum í landbúnaðar‐ og sjávarafurðum sem og öðrum matvælum. Með hefðbundnum aðferðum eins og notaðar eru í dag fást niðurstöður eftir 3 og allt upp í 7 daga en með þeim aðferðum sem þróaðar voru í þessu verkefni er hægt að fá niðurstöður á nokkrum klukkustundum eða innan sólarhrings. Aðferðin byggir á real‐time PCR aðferðafræði og sértækri mögnun á erfðaefni sjúkdómsvaldandi baktería og annarra óæskilegu baktería. Komið var upp greiningaraðferðum fyrir helstu sýkla (Salmonella, Campylobacter , Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) í mjólk, kjöt‐  og fiskmeti sem og fyrir sértækar skemmdarbakteríur í matvælum. Niðurstöður verkefnisins koma til með að bæta þjónustu við matvælaiðnaðinn á Íslandi með því að greina miklu fyrr óæskilegar örverur svo hægt verði að grípa inn í framleiðsluferla og auka þar með öryggi neytenda á landbúnaðar‐ og fiskafurðum.

The aim of this project was to develop and set up new methods for rapid identification of undesirable bacteria in food and feed. With today’s conventional and accredited culture methods results can be expected after 3 and up to 7 days. With the new methods to be taken in use and was developed in this project, the time of diagnostic procedure will decrease to few hours or to one working day. The detection methods are based on real‐time PCR technology and a specific amplification of genetic material of the undesired bacteria. Diagnostic methods for the most common pathogens (Salmonella, Campylobacter, Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) in meat‐, milk and fish products was developed through as well as quantitative assays for the main spoilage bacteria in fish. The results of the project will be used to improve the service for the Icelandic food industry on the domestic‐ and overseas markets by having rapid diagnostic methods for bacterial contamination at hand.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Hannes Hafsteinsson, Ásbjörn Jónsson, Valur Norðri Gunnlaugsson, Birna Guðbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson

Styrkt af:

Rannsóknarsjóður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka áhrif háþrýstings (400-900 MPa) á dauða bakteríunnar Listeria monocytogenes og gæðaþætti (myndbyggingu, áferð og lit) í kaldreyktum laxi eftir meðhöndlun í 10, 20, 30 og 60 sekúndur. Áhrif á heildarfjölda loftháðra baktería, mjólkursýrugerla og Bacillus gróa voru einnig rannsökuð. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, önnur í Júlí 2005 og hin í Nóvember 2006. Rannsóknin sýndi að meðhöndlun með háþrýsting í stuttan tíma væri árangursrík til að bæta gæði og öryggi kaldreyktra afurða. Vegna breytinga í útliti og áferð afurðanna er þörf á frekari rannsóknum. Þessi nýja aðferð lofar góðu til að mæta kröfum um lengra geymsluþol á reyktum laxi. Rannsóknin hefur mikið gildi fyrir iðnaðinn, vegna þeirrar nýjungar að nota háþrýsting í stuttan tíma (sekúndur) til að eyða bakteríunni Listeríu í reyktum laxi og auka þannig geymsluþol þessarar verðmætu afurðar.

The main object of this research was to study the effects of high pressure processing (400-900 MPa) on the survival of Listeria monocytogenes and the characteristics (microstructure, texture and colour) of cold smoked salmon when it was processed for 10, 20, 30 and 60 seconds. The changes in counts of total aerobic bacteria, lactic acid bacteria and Bacillus spores were also studied. Two experiments were carried out, one in July 2005 and the second in November 2006. It is concluded here that the combination of high pressure and short time treatment is very effective to improve the quality and safety of cold smoked products. However, because of the changes in the visual appearance and texture, further studies are necessary. This new development is promising to meet requirements for prolonged shelf life of ready-to-eat cold smoked salmon with high microbiological quality and safety. This study is of high industrial relevance because it combines the innovative approach of using high pressure processing for short time (seconds) to reduce the number of Listeria in cold smoked salmon and thereby extend the shelf life of this valuable product.

Skoða skýrslu
IS