Skýrslur

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

SafeFoodEra

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Sveppaeitur (mýkótoxín) eru fjölmörg efni sem geta myndast í sumum tegundum myglusveppa. Sveppaeitur geta haft margvísleg skaðleg áhrif á menn og dýr. Teknar voru saman allar fáanlegar upplýsingar um sveppaeitur í matvælum á íslenskum markaði. Rannsóknir skortir á myndun sveppaeiturs í íslensku umhverfi en líklegt er að sum efnin myndist ekki á akri hér á landi vegna lágs umhverfishita. MYCONET verkefnið var evrópskt netverkefni um sveppaeitur í hveiti til matvæla- og fóðurframleiðslu. Unnið var að þróun kerfis til að leggja mat á nýframkomna hættu af völdum sveppaeiturs, einkum þeirra efna sem myndast í Fusarium sveppum. Sérstök könnun var gerð á þörfum eftirlitsaðila, fyrirtækja og bænda fyrir upplýsingar um sveppaeitur. Vísbendingar um áhættu af völdum sveppaeiturs voru kannaðar og þeim raðað eftir mikilvægi. Við þetta var beitt svokallaðri Delphi-aðferð. Ítarlegra upplýsinga var síðan aflað um mikilvægustu vísbendingarnar. Smíðað var módel til að spá fyrir um tilvist sveppaeiturs út frá vísbendingum um nýframkomna áhættu.

Mycotoxins are a varied group of contaminants that can be formed in molds. They can be harmful for humans and animals. Information about mycotoxins in foods on the Icelandic market was collected. Research on mycotoxins in Iceland have been limited but it is likely that some of the mycotoxins do not form in open fields because of low temperature. The MYCONET-project was an European network of information sources for identification of emerging mycotoxins in wheat-based supply chains. Main emphasis was on mycotoxins produced by Fusarium spp. The needs of stakeholders and other end users (risk managers) were investigated. The most important indicators for emerging mycotoxins were identified together with evaluation of their relative importance by the Delphi method. Information sources on these key-indicators were evaluated. Finally, an information model was developed to predict emerging mycotoxin risk from indicators and information sources.

Skoða skýrslu
IS