Skýrslur

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – B‐hluti. Notkun myndgreiningar við rannsóknir á samsetningu vöðvaþráða í lömbum / Development of analytical methods – The use of image analysis for analysing lamb muscle

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Matvælasetur Háskólans á Akureyri

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – B‐hluti. Notkun myndgreiningar við rannsóknir á samsetningu vöðvaþráða í lömbum / Development of analytical methods – The use of image analysis for analysing lamb muscle

Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á gæðum matvara eftir uppruna þeirra og mismunandi meðhöndlun og því mikilvægt að geta fylgst með gæðum vinnsluhráefna og matvöru með sem auðveldustum og áreiðanlegustum hætti. Myndgreining er áhugaverður kostur sem getur gefið upplýsingar sem eru aðgengilegar og sýna vel uppbyggingu vefja og áhrif mismunandi þátta á samsetningu og eiginleika afurða. Skýrslan er samantekt um aðferðir til greiningar á mismunandi gerðum vöðvafruma í lömbum. Í samantekt má segja að litanir hafi tekist vel og að unnt hafi verið með greinilegum hætti að aðskilja mismunandi gerðir vöðvaþráða í hrygg‐ og lærisvöðva lamba. Undanskilin er þó sú aðferð sem nýtt hefur verið til aðgreiningar á vöðvaþráðum af Gerð II í undirgerðirnar IIA og IIB, en í ljós kom að svörun með þeirri aðferð var ekki afgerandi og því rétt að benda á notkun annarra og nákvæmari aðferða.

Research reveal variable quality of food products, depending on the origin, processing and other treatment of the product. Hence, it is considered of importance to be able to easily monitor the quality of the raw material. Image analysis is considered an interesting choice of analytical method which allows detection of tissue structures and analysis of the effects of various factors on tissue structure and various quality parameters. The report compiles methods used for identifying different types of cells in the muscle of lambs. The main results show that it is possible to distinguish different types of muscular fibers in lambs. Classification of the Type II fibers, based on their oxidative activity using the NADH‐TR method, however, proved inaccurate. More accurate methods such as the SDH method are therefore recommended.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla ‐ Notkun myndgreiningar til að meta hryggsúlugalla strax á lirfustigi þorskeldis / Development of analytical methods – The use of image analysis for detection of spinal deformities of fish larvae

Útgefið:

01/01/2009

Höfundar:

Jónína Þ Jóhannsdóttir, Rut Hermannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Matvælasetur Háskólans á Akureyri

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – Notkun myndgreiningar til að meta hryggsúlugalla strax á lirfustigi þorskeldis / Development of analytical methods – The use of image analysis for detection of spinal deformities of fish larvae

Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á gæðum matvara eftir uppruna þeirra og mismunandi meðhöndlun og því mikilvægt að geta fylgst með gæðum vinnsluhráefna og matvöru með sem auðveldustum og áreiðanlegustum hætti. Myndgreining er mjög áhugaverður kostur sem getur gefið upplýsingar sem eru aðgengilegar og sýna vel uppbyggingu vefja og áhrif mismunandi þátta á samsetningu og eiginleika afurða. Ýmiskonar gallar eru algeng vandamál í þorskeldi og talið er að þetta geti m.a. takmarkað vaxtarmöguleika og valdið auknum afföllum. Beinagrindargallar s.s. hausfetta koma ekki í ljós fyrr en á seinni stigum lirfueldis og því mikilvægt að þróa auðvelda aðferð til greiningar fyrr í ferlinu. Við myndgreiningu á þorsk‐  og lúðulirfum var stuðst við litunaraðferð með tvöfaldri litunarlausn þar sem bein og brjósk eru lituð (Alazarin red og Alcian blue). Ýmsar útgáfur voru prófaðar við aðlögun aðferðarinnar sem reyndist nauðsynlegt til þess að fá sem skýrasta mynd af útliti hryggsúlunnar. Best reyndist að lita yfir lengri tíma (yfir nótt) en lengja þarf aflitunar tímann (bleaching) frá upphaflegri aðferðalýsingu til að minnka lit í holdinu. Niðurstöður gefa vísbendingar um að myndgreining sé góð aðferð til að meta gæði lirfa og best sé að lita eingöngu beinin því brjósk í uggum og andliti geta skyggt á efsta hluta hryggsúlunnar.

Research reveal variable quality of food products, depending on the origin, processing and other treatment of the product. Hence, it is considered of importance to be able to easily monitor the quality of the raw material. Image analysis is considered an interesting choice of analytical method which allows detection of tissue structures and analysis of the effects of various factors on tissue structure and various quality parameters. Various deformities are commonly observed in aquacultured fish and may limit growth and contribute to reduced survival. Spinal deformities do not appear until late during the larval stages and therefore it is important to develop an accessible method for early detection of these deformities. Cod and halibut larvae were analyzed using image analysis following double staining of bone and cartilage (Alazarin red and Alcian blue). Various adjustments of the method were tested in order to get a clear view of the spinal cord. The most successful results were obtained when staining was carried out overnight and the bleaching time extended in order to minimize staining of the flesh. The results indicate that image analysis using staining is practical for detection of spinal deformities of fish larvae. The most successful results were obtained using staining of only the bone tissue as staining of the cartilage as well would predominate the uppermost part of the spine.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á smásærri byggingu aleldis- og villts þorsks / Comparison of microstructure between farmed and wild cod

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á smásærri byggingu aleldis- og villts þorsks / Comparison of microstructure between farmed and wild cod

Markmið þessa verkþáttar var að byggja upp þekkingu með myndgreiningu til að auðvelda vinnslu og vöruþróun eldisþorsks. Í verkefninu ,,Framtíðarþorskur” leiddi myndgreining í ljós merkilegar niðurstöður þar sem mikill munur kom fram á uppbyggingu holdsins í villtum þorski og áframeldisþorski. Tilgangur þessa verkþáttar var að skoða þennan mun nánar og reyna að finna ástæður fyrir honum. Niðurstöður verkefnisins staðfestu þennan mikla mun á millifrumubili eins og áður hafði sést, en hann kom einungis fram í sýnum sem tekin voru af lifandi fiski. Lítill munur kom fram á sýnum sem tekin voru fyrir dauðastirðnun (pre-rigor) hvort sem um var að ræða eldis- eða villtan fisk. Eftir dauðastirðnun (post-rigor) voru eingöngu tekin sýni af villtum fiski þar sem vinnslueiginleikar eldisþorsks voru slakir eftir dauðastirðnun. Í ljós kom að millifrumubilið jókst aftur í villtum fiski við dauðastirðnun. Fjölmargar aðrar mælingar voru gerðar á þessum sýnum í verkþætti 4 í þessu verkefni og mátti sjá nána tengingu við niðurstöður fyrir hlutfall millifrumubils í þessum sýnum. Hreyfanleiki vatnssameinda var minni í villtum þorskvöðva sem var í samræmi við að millifrumubil var meira en í eldisfiski. Aftur á móti var vatnsinnihald hærra í villta þorskinum. Niðurstöður gáfu því til kynna að uppbygging og eiginleikar vöðvans væri nokkuð ólík hjá þessum hópum. Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 3.

In previous project there was much difference in gap between cells samples from wild and farmed cod. In this project phase the aim was to confirm this difference and try to identify the reason for it. The results showed a difference in microstructure between wild cod and farmed one, when samples were taken from live fish. This difference was not a distinct, when samples from pre-rigor and post rigor fish where analyzed. In project phase 4 these samples where used for number of measurement. The results from the microstructure analysis were in harmony with results from measurement of water content and water mobility.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Valur N. Gunnlaugsson, Jónína Ragnarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Þessi skýrsla lýsir niðurstöðum myndgreiningar á þorski. Metin voru áhrif kæliaðferða eftir veiði á vöðvabygginu þorsks. Ekki var hægt að greina mun á flökum eftir því hvort fiskurinn hafði verið geymdur í vökvaís eða flöguís í lest eða verið kældur sérstaklega á dekki. Fylgst var með breytingum á vöðvanum við saltfiskverkun og áhrif af sprautun metin. Við söltun drógust frumur saman og millifrumubil jókst. Greinilegur munur var á flökum eftir því hvort þau voru sprautuð eða ekki. Við útvötnun dró aftur úr mun vegna sprautunar.

Results from image analyses on cod are discussed in this report. The effects of chilling methods after catch on microstructure of cod fillets were also evaluated. No significant effects were observed, neither when extra chilling was added on deck nor with regard to different ice types (liquid ice/flake) used for storage of the fish. Changes in the fish muscle during heavy salting were examined and the effects of injection as the initial step in the process studied. During salting muscle cells shrank and the ratio of extracellular fluid increased. Significant effects of injection were observed after salting but during rehydration the difference decreased again.

Skoða skýrslu
IS