Fréttir

E. coli STEC í nauthakki – Uppruni matarborins smits staðfestur með heilraðgreiningu á Matís

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Matís getur greint hvort E.coli STEC sé í matvörum

Undanfarnar tvær vikur hafa sérfræðingar Matís unnið hörðum höndum að því að rekja uppruna hópsýkingar af völdum E. coli STEC sem upp kom í leikskóla í Reykjavík um miðjan október. Rannsóknin var unnin í nánu samstarfi við Matvælastofnun, Sóttvarnarlækni, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Fjöldi matvæla, sem lágu undir grun, voru skimuð fyrir
E. coli STEC en þessi baktería getur leynst víða. Fljótlega kom í ljós að hakk, sem notað var í matseld á leikskólanum, var langlíklegasti uppruni smitsins. Mikill fjöldi bakteríustofna var ræktaður úr hakkinu og að lokum tókst að einangra þrjá stofna sem innihéldu einkennandi meinvirknigen og voru af sömu sermisgerð og stofn sem einangraður var úr sjúklingi. Erfðamengi þessara fjögurra stofna var að lokum heilraðgreint á Matís. Sú greining leiddi í ljós að stofnar úr hakkinu og sjúklingi voru erfðafræðilega eins. Matís var brautryðjandi í innleiðingu þessarar aðferðafræði hér á landi til að rekja uppruna matarborinna sýkinga.

Matís vill að lokum vekja athygli á að fyrirtækið býður upp á greiningar á E. coli STEC í matvælum. Matís er tilvísunarrannsóknastofa (NRL) í þessum greiningum hér á landi. Það þýðir að Matís uppfærir sífellt aðferðir sínar í samræmi við nýjustu þekkingu og aðferðir í Evrópu. E. coli STEC er baktería sem getur valdið alvarlegum veikindum.

Fréttatilkynning MAST

Skýrslur

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Landssamband kúabænda, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Neytendasamtökin

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Um miðjan janúar 2010 var gerð könnun á innihaldi og merkingum nautahakks. Átta sýni voru tekin af forpökkuðu nautahakki í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Merkingar á umbúðum voru kannaðar með tilliti til ákvæða í reglugerðum. Gerðar voru mælingar á kjöttegundum, sojapróteini, fitu, próteini og vatni. Lagt var mat á viðbætt vatn og viðbættar trefjar/kolvetni með útreikningum. Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að öðrum kjöttegundum var ekki blandað saman við nautahakkið og sojaprótein greindist ekki. Samkvæmt útreikningum var viðbætt vatn í 6 sýnum af 8 en fyrir eitt af sýnunum sex var vatn ekki í innihaldslýsingu. Á umbúðir tveggja sýna var merkt 12% viðbætt vatn en útreikningar gáfu ekki svo mikið viðbætt vatn til kynna. Samkvæmt innihaldslýsingum er kartöflutrefjum aukið í 4 vörur af 8. Trefjarnar binda vatn en notkun á slíkum efnum er heimil samkvæmt reglugerð. Samanburður við næringargildismerkingar leiddi í ljós að fita var í þremur tilfellum yfir uppgefnu gildi og prótein var í tveimur tilfellum undir merktu gildi. Merkingar á umbúðum uppfylltu í nokkrum tilfellum ekki kröfur í reglugerðum. Næringargildismerkingu vantaði fyrir tvö sýni. Nokkuð vantaði upp á að merkingar á heimilisfangi og undirheiti væru fullnægjandi. Álykta má að þörf sé á að bæta merkingar á umbúðum fyrir nautahakk. Reglugerð um kjöt og kjötvörur nr. 331/2005 er óljós um atriði eins og viðbætt vatn og því er full ástæða til að endurskoða reglugerðina.

A survey on the composition and labelling of minced beef was carried out in January 2010. Eight products of prepacked minced beef were sampled from supermarkets in Reykjavik. The labels were compared to provisions in regulations. The products were analyzed for meat species soy protein, fat, protein, ash and water. Added water and added carbohydrates/fiber were calculated from analytical values. The main results of the survey were that other meat species were not added to the minced beef and soy protein was not detected. According to calculations, water was added to 6 out of 8 samples but for one of the samples water was not listed as an ingredient. In two products added water was less than the 12 percentage stated on the label. Potato fibers were according to the labels added to 4 products. This is in accordance with regulations. Fat percentage was higher than declared in three products and protein was less than declared in two products. Labelling did not fulfil regulation requirements in some cases. Nutrient labelling was lacking in 2 samples. Addresses of producers and subtext in the name of the products were sometimes missing. The Icelandic regulation on meat and meat products No. 331/2005 is unclear on how to estimate and calculate added water and needs to be revised.

Skoða skýrslu
IS