Skýrslur

Neytendakönnun um saltfisk: áhrif saltmagns á upplifun neytenda / Consumer liking of desalted cod containing different levels of salt concentration

Útgefið:

15/10/2025

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Cecile Dargentolle

Styrkt af:

AG-Fisk, NORA

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Saltfiskur hefur í aldaraðir verið ein mikilvægasta útflutningsvara Íslendinga og á sér djúpar rætur í sögu og matarmenningu þjóðarinnar. Þrátt fyrir það er þekking og neysla á saltfiski innanlands takmörkuð, einkum meðal yngri kynslóða. Neytendakönnun sem Matís framkvæmdi árið 2019 sýndi skýrt að áhugi og neysla minnkaði eftir aldri, og að saltfiskur væri oft talinn of saltur. Þessar niðurstöður vöktu þörf fyrir ítarlegri könnun á upplifun neytenda af saltfiski með mismunandi saltstyrk.

Í verkefninu Saltfiskkræsingar, sem er þriggja ára norrænt samstarf Íslands, Noregs og Færeyja, var framkvæmd neytendakönnun sumarið 2025. Markmið hennar var að kanna hvernig saltmagn í útvötnuðum saltfiski hefði áhrif á geðjun og upplifun neytenda, og hvort munur væri eftir aldri. Þátttakendur voru annars vegar 18–35 ára og hins vegar 55–75 ára. Alls tóku 106 þátt í könnuninni, og smökkðu saltfisk sem var mis saltur (~1,1%, ~1,7% og ~2,5%). Metin var heildargeðjun, saltbragð og hentugar matreiðsluaðferðir, auk þess sem þátttakendur svöruðu spurningum um þekkingu, reynslu og neysluvenjur tengdum saltfiski.

Niðurstöðurnar gefa mikilvægar vísbendingar um að útvatnaður saltfiskur sem inniheldur um ~2,5% salt sé of saltur, sérstaklega að mati yngri neytenda, en að ~1,1% saltstyrkur sé of lágur. Saltmagn hefur afgerandi áhrif á geðjun og um 1,7% saltstyrkur virðist vera hæfilegt jafnvægi milli bragðs, áferðar og væntinga neytenda. Mikil dreifing í svörum sýnir að ekki er til eitt „rétt“ saltmagn, heldur þarf að huga að fjölbreyttu vöruúrvali sem höfðar til ólíkra hópa. Þekkingar- og reynslumunur á milli kynslóða kallar á aukna fræðslu og kynningu, sérstaklega með áherslu á að gera saltfisk aðgengilegan og áhugaverðan fyrir yngra fólk.
_____

Salt-cured fish has long been one of Iceland’s most valuable export products, yet domestic knowledge and consumption remain limited, particularly among younger generations. A consumer survey conducted by Matís in 2019 indicated declining interest with age and frequent perceptions of the product as overly salty. To address these issues, a consumer test was carried out in 2025 within the Trendy-Cod project, a three-year Nordic collaboration between Iceland, Norway, and the Faroe Islands.

The consumer survey aimed to evaluate consumer perceptions of desalted fish with different salt levels and to identify potential generational differences. A total of 106 participants, aged 18–35 and 55–75, assessed fish samples with ~1.1%, ~1.7%, and ~2.5% residual salt. Participants rated overall liking, saltiness, and preferred cooking methods, and provided information on their knowledge and consumption habits. Findings show that salt level strongly influences liking. Fish with ~2.5% salt was often considered too salty, particularly by younger consumers, whereas ~1.1% was judged too bland. A concentration around 1.7% appears to represent the best compromise between taste, texture, and consumer expectations. The results highlight the need for diversified product ranges and improved education to increase acceptance, especially among younger consumers.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Markmið verkefnisins var að þróa brauðmeti, kex og aðrar vörur eingöngu úr íslensku hráefni. Farið var í það að þróa hafrakex úr byggi. Reynt var að hafa eins hátt hlutfall af íslensku hráefni í uppskriftunum og mögulegt væri. Framleiddar voru átta tegundir af kexkökum. Þrjár þeirra voru valdar út og settar í neytendakönnun þar sem 120 manns tóku þátt. Marktækur munur fannst á tveimur þeirra bæði hvað varðaði heildareinkunn og það hvort að neytendur gátu hugsað sér að kaupa vöruna. Neytendunum var skipt upp í tvo hópa eftir neyslu þeirra á hafrakexi. Þeir sem borðuðu hafrakex tvisvar sinnum í mánuði eða oftar greindu mun á vörunum þremur og gáfu þeim hærri heildareinkunn heldur en þeir sem borðuð hafrakex sjaldnar en tvisvar sinnum í mánuði. Varan sem neytendum líkaði best við var með 67,2 % af íslensku hráefni, þar af 6,2% byggmjöl. Hins vegar var það sýni sem neytendum líkaði verst með 67,4% af íslensku hráefni, þar af 9,1% byggmjöl. Svo virðist sem eitthvert hámark sé á því hversu mikið byggmjöl má nota í kexkökurnar. Markhópurinn fyrir hafrakex með byggi eru þeir neytendur sem borða hafrakex reglulega þar sem niðurstöður sýndu að þeim líkaði í heildina betur við allar kextegundirnar.

The aim of the project was to develop bread, biscuit and other products exclusively made from Icelandic raw material. Digestive biscuits made from barley were developed. The ratio of the Icelandic raw material in the recipes was kept as high as possible. Eight types of biscuits were produced. A consumer study with 120 participants was carried out and three biscuits were chosen out of the eight in the beginning. Significant differences were found between two products regarding the overall liking of the products and if the consumer could envision that he was going to buy the product. The consumers were divided in to two groups regarding their own consumption of digestive biscuits. Those who consumed digestive biscuits two times or more per month could distinguish a difference between the three products and gave them higher scores on the overall liking then the consumer who consumed digestive biscuits rarer than two times per month. The product that the consumers liked the most had 67.2 % Icelandic raw material, thereof 6.2% barley. However, the product that the consumers liked the least had 67.4% Icelandic raw material, thereof 9.1% barley. It seems that there is some limit to how much barley can be used in the recipes for the biscuits. The target consumer group for digestive biscuits with barley are the consumers that eat digestive biscuits regularly as the finding of this study showed that they overall liked all the biscuits more.

Skoða skýrslu
IS