Skýrslur

Nýting og næringargildi íslensks alifuglakjöts

Útgefið:

23/03/2020

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Matfugl ehf, Reykjagarður hf, Ísfugl ehf

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og næringargildi íslensks alifuglakjöts

Markmið verkefnisins var að bæta upplýsingar um nýtingu og næringargildi kjúklinga og kalkúna sem framleiddir eru á Íslandi og styrkja þannig stöðu búgreinarinnar í samkeppni við innflutning. Með nákvæmnisúrbeiningu voru fundin hlutföll einstakra kjúklinga- og kalkúnahluta. Efnamælingar voru gerðar á þeim þáttum sem þarf fyrir næringargildismerkingar. Að auki voru gerðar mælingar á steinefnum og vítamínum í völdum kjúklingahlutum. Í ljós kom að íslenskir kjúklingar eru nú fituminni, með minna af mettuðum fitusýrum og orkuminni en áður var samkvæmt samanburði við gömul gildi í ÍSGEM gagnagrunninum. Styrkur nokkurra steinefna og vítamína í kjúklingakjöti var það hár að hægt er að bæta þeim í næringargildismerkingu. Niðurstöður fyrir næringarefni nýtast við uppfærslu ÍSGEM gagnagrunnsins og upplýsingar um nýtingu verða hluti af Kjötbókinni og nýtast kjötiðnaði og kjötkaupendum.  

The purpose was to obtain new data for dissection yields and nutrient value of Icelandic chicken and turkey and by this strengthen the position of the poultry production in Iceland. Detailed dissection yields were determined for several chicken and turkey parts. Nutrients were analysed for nutrient declarations. Additionally, minerals and vitamins were analysed in selected products. Fat, saturated fat and energy in chicken meat were lower than reported earlier. The concentrations of some of the minerals and vitamins were high enough to allow nutrient declaration. The nutrient data are made available in the ISGEM database. The dissection yield data will be available in the Icelandic Meat Book and will be important for the meat industry and meat buyers. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Næringargildi geitaafurða – Kjöt og mjólk

Útgefið:

11/01/2019

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Svanhildur Hauksdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Næringargildi geitaafurða – Kjöt og mjólk

This report on the nutrient content of goat meat and goat milk is a part of the project “Added value and special status of goat products”. The project is supported by the Agricultural Productivity Fund and carried out at Matis in cooperation with the Association of Goat Farmers in Iceland. Goat carcasses were cut into legs, loin, forequarters and flanks. Proportions of meat, bones and waste were determined. On the average meat was 66% of the carcasses, bones 31% and waste 3%. The meat was analysed for proximates. The protein content was high (21% protein for meat from the whole carcass). Fat content was generally low (4-24%). Goat milk was sampled from spring until autumn 2018. Each milk sample was collected from composite milk from 3-57 animals. Fat content was on the average 3,9%, protein 3,7% and lactose 3,9%. The contents of polyunsaturated fatty acids and omega-3 fatty acids were higher than in Icelandic cow milk. The results should be valuable for promotion of goat products, work on nutrient declarations and product development.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Svanhildur Hauksdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Annabelle Vrac, Helga Gunnlaugsdóttir, Heiða Pálmadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og  fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Gerðar voru mælingar á meginefnum (próteini, fitu, ösku og vatni), steinefnum (Na, K, P, Mg, Ca) og snefilefnum (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) í helstu tegundum sjávarafurða sem voru tilbúnar á markað. Um var að ræða fiskflök, hrogn, rækju, humar og ýmsar unnar afurðir. Mælingar voru gerðar á fitusýrum, joði og þremur vítamínum í völdum sýnum. Nokkrar afurðir voru efnagreindar bæði hráar og matreiddar. Markmið verkefnisins var að bæta úr skorti á gögnum um íslenskar sjávarafurðir og gera þær aðgengilegar fyrir neytendur, framleiðendur og söluaðila íslenskra sjávarafurða. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla á vefsíðu Matís. Selen var almennt hátt í þeim sjávarafurðum sem voru rannsakaðar (33‐ 50 µg/100g) og ljóst er að sjávarafurðir geta gegnt lykilhlutverki við að fullnægja selenþörf fólks. Fitusýrusamsetning var breytileg eftir tegundum sjávarafurða og komu fram sérkenni sem hægt er að nýta sem vísbendingar um uppruna fitunnar. Meginhluti fjölómettaðra fitusýra í sjávarafurðum var langar ómega‐3 fitusýrur. Magn steinefna var mjög breytilegt í sjávarafurðum og koma fram breytingar á styrk þessara efna við vinnslu og matreiðslu. Lítið tap varð á snefilefnunum seleni, járni, kopar og sinki við matreiðslu. Mælingar voru gerðar bæði á seleni og kvikasilfri þar sem selen vinnur gegn eituráhrifum kvikasilfurs og kvikasilfur er meðal óæskilegra efna í sjávarafurðum. Kvikasilfur reyndist í öllum tilfellum vel undir hámarksgildum í reglugerð. Hrogn og hrognkelsaafurðir höfðu þá sérstöðu að innihalda mjög mikið selen en jafnframt mjög lítið kvikasilfur.

Proximates (protein, fat, ash and water), minerals (Na, K, P, Mg, Ca) and trace elements (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) were analyzed in the most important Icelandic seafoods ready to be sent to market. The samples were fish fillets, roe, shrimp, lobster, and several processed seafoods. Fatty acids, iodine, and three vitamins were analyzed in selected seafoods. A few seafoods were analyzed both raw and cooked. The aim of the study was to collect information on the nutrient composition of seafood products and make this information available for consumers, producers and seafood dealers. The information is available in the Icelandic Food Composition Database. Selenium levels were generally high in the seafoods studied (33‐50 µg/100g) and seafoods can be an important source of selenium in the diet. Fatty acid composition was variable depending on species and certain characteristics can be used to indicate the fat source. Polyunsaturated fatty acids were mainly long chain omega‐3 fatty acids. The concentration of minerals was variable, depending on processing and cooking. Small losses were found for selenium, iron, copper and zinc during boiling. Both selenium and mercury were analyzed since selenium protects against mercury toxicity and data are needed for mercury. Mercury in all samples was below the maximum limit set by regulation. Roe and lumpsucker products had the special status of high selenium levels and very low mercury levels.

Skoða skýrslu
IS