Skýrslur

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Útgefið:

22/12/2014

Höfundar:

Roland Körber, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Margrét Björk Sigurðardóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Þýska ríkið / Icelandic ministry of industries and innovations, The German state

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Nauðsynlegt að Ísland hafi fullnægjandi getu og innviði þannig að stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar hafi getu til að fylgjast með því að matvælaöryggis sé gætt í samræmi við alþjóðlega staðla og reglugerðir. Verkefnið „Örugg Matvæli“ var tvíhliða verkefni milli Íslands og Þýskalands og megintilgangur þess var að auka matvælaöryggi á Íslandi og vernda neytendur með tilliti til öryggis og heilnæmis matvæla á íslenskum markaði. Verkefnið var unnin í samvinnu Matís, Matvælastofnunar (MAST) og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins á Íslandi og þýska Matvæla og landbúnaðar-ráðuneytisins auk lykilstofnana á sviði matvælaöryggis í Þýskalandi þ.e.a.s. Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES). Til að bæta innviði á Íslandi voru sérhæfð greiningartæki til rannsókna á matvælaöryggi keypt í gegnum opið útboð og sett upp í aðstöðu Matís í Reykjavík. Þýskur ráðgjafi var staðsettur á Íslandi í 6 mánuði til að veita faglega þekkingu á sviði matvælaöryggis sem nauðsynleg var fyrir framgang verkefnisins ásamt því að samhæfa vinnu í verkefninu. Þýskir sérfræðingar frá BfR og LAVES komu til Matís og Matvælastofnunar til að þjálfa sérfræðinga þessara stofnana í verkferlum sem skilgreindir voru sem forgangsatriði á sviði efnagreininga og opinbers eftirlits á sviði matvælaöryggis. Einnig voru haldnir kynningarfundir til að upplýsa helstu hagsmunaaðila á Íslandi um framgang verkefnisins og til að auka vitund þeirra um mikilvægi matvælaöryggis í allri framleiðslu- og fæðukeðjunni. Við lok verkefnisins höfðu íslenskir sérfæðingar verið þjálfaðir í verkferlum á afmörkuðum forgangsviðum við eftirlit og efnagreiningar á sviði matvælaöryggis. Verkefnið hefur því bæði stuðlað að bættri rannsóknaraðstöðu og getu beggja íslensku stofnananna hvað varðar sýnatöku og efnagreiningar á mikilvægum matvælaöryggisþáttum svo sem eftirliti með leifum plöntuvarnarefna og óæskileg efnum í matvælum og fóðri.

To ensure a high level of protection for human health and consumers’ interest in relation to food safety, it is essential that Iceland has the appropriate infrastructures to carry out inspections and official controls of food products in line with the requirements of the European food legislation. A bilateral project between Iceland and Germany was established and carried out 2014 to assist Iceland to achieve this goal. The objective of the project was to strengthen Iceland´s ability to ensure food safety and protect consumer interests in relation to food safety. The bilateral project was carried out in collaboration between Matís, Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST) and the Ministry of Industries and Innovations in Iceland from the Icelandic side and the German Federal Ministry of Food and Agriculture, Federal Institute for Risk Assessment (BfR) and Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) from the German side. The laboratory infrastructure for food safety analysis in Iceland wasimproved by procuring new laboratory equipment through an open tender process and install them at Matísfacilities in Reykjavík. A German Resident Advisor resided in Iceland for 6 months to provide the necessary professional experience in areas of food safety covered by the project and coordinate the project activities. German experts from BfR and LAVES came to Matís and MAST to train experts of these institutes in procedures identified as priority analytical and official control proceduresto ensure food safety in Iceland. A number of stakeholder events were also carried out to inform key stakeholders of project activities and increase their awareness of importance of food safety in the entire food chain. At the end of the project the majority of the priority procedures were implemented at the Icelandic institutes and the Icelandic experts that participated in the project were well informed and trained. The project has therefore contributed significantly to the improvement of both institutional and laboratory capacity in Iceland concerning sampling and analysis in important areas such as monitoring for residues of plant protection products, contaminants in food and feed as well as genetically modified food and feed.

Skoða skýrslu
IS