Skýrslur

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Albert Haraldsson.

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Mikilvægasta framleiðsluvara 3X Technology er RoteX búnaður, sem notaður er í matvælavinnslum víða um heim sem blóðgunarbúnaður, til kælingar og uppþíðingar á fiski til vinnslu. Búnaðurinn er vatnsfrekur og hafa viðskiptavinir komið að máli við 3X Technology um möguleika þess að endurvinna vinnsluvatn, enda vatnskostnaður verulegur víða í matvælaframleiðslu. Einnig er hefur aukin áhersla í umhverfismálum áhrif og búast má við auknum kröfum varðandi nýtingu á vinnsluvatni og losun á því eftir notkun út í umhverfið. Til að leysa þetta vandamál hefur fyrirtækið hannað frumgerð af hreinsibúnaði, FiltreX, þar sem ekki hefur fundist heppilegur búnaður á markaði til að uppfylla þessar þarfir. Búnaðurinn var prófaður í rækjuvinnslu Kampa Ísafirði og fiskvinnslu H.G. í Hnífsdal. Búnaðurinn virkaði vel til að hreinsa frárennsli úr þessum verksmiðjum og umtalsvert magn af próteini var fangað áður en vatnið var losað í sjóinn. Mælingar á lífrænum efnum ollu vonbrigðum þar sem ekki tókst að sýna fram á verulega lækkun með COD mælingum. Mikil mótsögn er fólgin í þessum niðurstöðum og ljóst er að gera þarf frekari rannsóknir á áhrifum síunar á frárennslisvatni með tilliti til umhverfisáhrifa, þ.e.a.s. lífræn efni fyrir og eftir síun. Sótt hefur verið um styrk til TÞS sem notaður verður til frekari rannsókna ef niðurstaða verður jákvæð. Ljóst er hinsvegar að föngun próteina með FiltreX getur skilað umtalsverðum tekjum fyrir rækju‐ fiskvinnslur.

3X Technology´s most important product is the RoteX machine, used mainly in food production around the world as bleeding equipment, for cooling and thawing of fish for processing. The machine is water intensive and customers have urged 3X Technology’s to find a solution for recycling processing water, as use of water is becoming more expensive, as well as the intensive environmental concern for disposal of waste water. To solve this problem, the company has developed a prototype of filtration equipment, FiltreX, since a suitable solution to meet these needs has not been found on the market. The device was tested in Kampishrimp‐factory in Isafjordur and H.G. fish‐factory in Hnifsdalur. The equipment functioned well for filtering effluent water from these plants, and a significant amount of protein was captured before the water was discharged into the sea. Measurements of organic offscouring gave a disappointing disillusionment and failed to significantly reduce COD measurements. A major contradiction liesin these results and it is clear that there needsto be further research on these matters, i.e. to lower organic material between before and after filtration. Application for further subvention to TÞS will be used for further research if the results will be positive. It is clear, however, that the capture of proteins with FiltreX can give significant revenue for the shrimp‐processing plants.

Skoða skýrslu
IS