Skýrslur

Örveruflóra í íslensku grunnvatni / Microbial flora in Icelandic groundwater

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Sveinn Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Árni Rúnarsson, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Rannsóknasjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Örveruflóra í íslensku grunnvatni / Microbial flora in Icelandic groundwater

Í verkefninu „Vatnsauðlindir Íslands“ var lagt út í töluverðan kostnað við öflun grunnvatnssýna víða um land og einnig við greiningar á ýmsum eðlis‐  og efnafræðilegum eiginleikum sýnanna. Ekki var gert ráð fyrir skoðun á líffræðilegum einkennum vatnsins en þeim möguleika var þó haldið opnum fyrir hluta sýnanna með því að nota síur fyrir örverur til varðveislu við ‐20°C. Í verkefninu „örveruflóra í Íslensku grunnvatni“ var markmiðið að athuga hvort hægt yrði að nota síurnar sem höfðu verið geymdar frystar í nokkur ár til að kortleggja örveruflóru í íslensku grunnvatni. Af þeim 59 síum sem höfðu varðveist við  ‐20°C og tekin til rannsókna, náðist að greina 19 með t‐RFLP greiningu enn einungis 5 með 16S rRNA klónagreiningu. Úr stærstum hluta sýnanna var ekki hægt að ná upp PCR mögnun á tegundagreinandi geni. Þessar lágu heimtur benda til þess DNA örveranna á síum hafi ekki varðveist vel og hafi brotnað niður við langtíma geymslu. Einnig er mögulegt að fjöldi örvera hafi verið lágur og þar með lítið DNA verið til staðar. Það er hinsvegar ekki hægt að útloka að hægt yrði að nota sýnin til að kortleggja örverufjölbreytileikann úr fleiri grunnvatnssýnunum ef viðameiri prófanir verða gerðar eins og t.d. breyting á PCR aðstæðum og notkun á öðrum DNA polymerasa ensímum. Þau sýni sem hægt var að klóna og nota til að raðgreina 16S rRNA gen voru tekin á bilinu 3‐83°C. Niðurstöðurnar sýndu að sýnin samanstanda að miklu leiti af almennum umhverfisbakteríum sem eru algengar í umhverfi s.s. vatni,jarðvegi og gróðri. Mikill fjölbreytileiki var milli sýna og mikið af örverum sem eru enn óræktanlegar.

Within the project “Vatnsauðlindir Íslands” considerable efforts and cost was spent to collect and analyze various physical and chemical properties of groundwater samples from around the country. Biological characteristics were not analyzed within the project but filtered microbial samples were kept and preserved at  ‐20°C for potential future analyses. In this project “Örveruflóra í íslensku grunnvatni”, the aim was to analyze the preserved filters and see if they could be used for mapping the microbiological flora in Icelandic groundwater. OF the 59 filters analyzed, 19 could be analyzed with t‐RFLP and only 5 with 16S cloning. The great majority of the samples did therefore not give any PCR amplification for the 16S gene. These low recoveries indicate that the DNA of the microorganisms on the filters has degraded during the long term storage. It is also possible that the number of bacteria on the filters was low and therefore limited DNA present. It can however not be overlooked that the samples could be used for mapping microbial groundwater diversity with more extensive testing of PCR conditions and different DNA polymerase enzymes. The samples that could be cloned and sequenced where sampled from water of temperatures varying from 3‐83°C. The results showed that the samples consist largely of environmental bacteria common in e.g. soils, water and vegetation. A great diversity was observed between the samples and numerous microorganisms that are still uncultivable.

Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Sigríður Guðmundsdóttir, Agnar Steinarsson, Matthías Oddgeirsson, Bergljót Magnadóttir, Ívar Örn Ásgeirsson, Berglind Gísladóttir, Eyjólfur Reynisson, Sólveig K. Pétursdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Maja Herold Pedersen, Birgitte B. Budde, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir

Styrkt af:

AVS sjóður (R 41-04)

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Markmið A-hlutans var að auka hagkvæmni við stríðeldi þorsks með því að auka lifun hrogna/lirfa og stuðla að auknum vexti lirfa í startfóðrun. Niðurstöður sýna að samsetning örveruflórunnar skýrði betur afföll en heildarörveru- eða Vibrio talningar. Víðtæk greining á örveruflóru eldiskerfa og afkomutölur á lirfustigi leiddu til ákvörðunar á æskilegum og óæskilegum bakteríum. Efnamælingar við þorskeldi á hrogna- og lirfustigi sýndu að lítil uppsöfnun efna átti sér stað í eldisvökvanum, nema við upphaf þurrfóðrunar. Val bætibaktería var ákveðið út frá ákveðnu skimunarferli og væntanlegri notkun við þorskeldi. Notkun bætibaktería við böðun hrogna og/eða lirfa var skoðuð en samfelld böðun frá hrognastigi áfram yfir í lirfustigið leiddi yfirleitt til betri afkomu, meiri vaxtar og lífsþróttar. Einnig hafði notkun bætibaktería áhrif á örveruflóruna og þroskun lirfa stuttu eftir klak, sem var m.a. staðfest með mælingum á próteinum úr ónæmiskerfinu. Notkun bætibaktería í seiðaeldi var könnuð og benti hún til aukins vaxtarhraða. Ekki tókst að sanna að aukið sjúkdómsþol næðist með notkun bætibaktería við seiðaeldi, en jákvæðar vísbendingar fengust þar um. Helstu flöskuhálsar við þróun forvarnaraðferða voru lifandi fæðudýrin, sem höfðu í för með sér mikið örveruálag. Þróun probíotískra hjóldýra með öðrum bætiörverum gaf ekki góða raun. Athuganir á sýkingarmætti bætibakteríanna í þorskseiðum sýndu að þær ollu hvorki sjúkdómseinkennum né orsökuðu dauða.

The aim was to increase the competitiveness and success of cod aquaculture by increasing survival and development from hatching through the larval stage. This was achieved by developing preventive methods to control important chemical and biological parameters. The results revealed that differences in microbiota composition between different larval treatments explained the success or lack thereof, better observed than total microbial or Vibrio counts of rearing water or larvae. Microbiota analysis and survival rates have hence led to the definition of desirable and undesirable bacteria, the latter being especially Vibrio sp. Assessment of selected chemical parameters was performed at pre- and posthatching periods, indicating NH3 build-up in the rearing water upon dry feeding. The selection of probiotic bacteria was based on a specific screening and their anticipated use in cod farming. Application of selected bacteria was tested for surface treatment of eggs and/or larval bathing, and the continuous use before and after hatching usually led to increased survival, growth and tolerance as well as influencing larval microbiota and immunological development. Application of selected probiotic bacteria was also tested with cod juveniles with increased growth rate. Disease resistance of probiotic-fed juveniles to fish pathogens was not confirmed. Development of probiotic rotifers proved difficult due to their high microbial load. Probiotic strains applied i.p. to cod juveniles were not found to be virulent

Skoða skýrslu
IS