Skýrslur

Þróun á búnaði og ferli fyrir ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu / Development of a process for enzyme treatment of liver before canning

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Irek Klonowski , Sigurjón Arason, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Þróun á búnaði og ferli fyrir ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu / Development of a process for enzyme treatment of liver before canning

Markmið verkefnisins var að auka verðmæti og nýtingu lifrar til niðursuðu, með því að þróa leið og vinnsluferil fyrir ensímhreinsun á himnu af lifur til að losa hringorma sem staðsettir eru á yfirborði lifrarinnar. Ennfremur var markmiðið að þróa aðferð og búnað til pækilsöltunar á lifur fyrir niðursuðu. Afrakstur og ávinningur verkefnisins fólst í þróun á tækni með ensímum sem er árangursrík til að losa um himnu og hringorma á yfirborði lifrar fyrir niðursuðu. Aköst vinnslunnar jukust og nýting jókst úr 60% í 80‐85%. Fjárfestingin telst arðbær og arðsemi heildarfjárfestingar (ROTA) skilar sér inn aftur innan fárra ára.

The aim of this project was to increase the profitability in the production of canned liver, by developing a process to remove the ringworms from the membrane at the surface of the liver with enzymes, before canning. Furthermore, to develop a process for brining of liver before canning. The yield and the profit of the project consisted of a development of a technique with enzyme which successfully remove membrane and ringworms from the surface of the liver before canning. The efficiency of the production increased along with the yield from 60% to 80‐85%. The investment is profitable and the return on total asset will be in a few years.

Lokuð skýrsla – Closed report

Skoða skýrslu
IS