Skýrslur

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Elvar Steinn Traustason, Ásbjörn Jónsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 037‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Markmið verkefnisins var að skoða breytingar sem verða í makríl við geymslu á ís. Þróa QIM skala fyrir ferskan makríl og bera hann saman við niðurstöður úr mati á soðnum fiski og QDA (quantitative descriptive analysis) til að ákvarða lok geymsluþols.   Út frá QDA niðurstöðum má álykta að makríll geymdur í 9 daga á ís sé kominn að mörkum geymsluþols. Ferskleikaeinkenni í bragði og lykt (fersk olía) eru þá farin að minnka og skemmdareinkenni (þrái og beiskja) að taka yfir.

The aim of the project was to look at the changes in mackerel at storage on ice. Develop a QIM spectrum for fresh mackerel and compare with cooked fish, QDA (quantitative descriptive analysis) to decide maximum shelf life.   From the QDA results, one can conclude that maximum shelf life for fresh mackerel is 9 days on ice. At that time freshness in taste and odour are decreasing and characteristic of spoilage (rancidity and bitter) dominates.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus) / Development of Quality Index Method and storage life of thawed mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/07/2010

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Patricia Miranda Alfama, Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, UNU Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus) / Development of Quality Index Method and storage life of thawed mackerel (Scomber scombrus)

QIM aðferðin (Quality Index Method) er hlutlæg, fljótleg og áreiðanleg skynmatsaðferð sem þróuð hefur verið til að meta ferskleika fisks. Markmið rannsóknarinnar var að útbúa QIM einkunnaskala fyrir þíddan makríl (Scomber scombrus) sem geymdur var í ís við 0°C og prófa notkun hans í geymsluþolstilraun. Makríllinn var metinn með skynmati eftir QIM og DA aðferð (generic descriptive analysis), einnig voru taldar örverur (TVC og H2S myndandi) og mælt histamín í allt að 9 daga frá uppþíðingu. Niðurstaða rannsóknarinnar var QIM aðferðin fyrir þíddan makríl sem var þróuð og prófuð í geymsluþolsrannsókn. Gæðastuðull – QI (heildarsumma einkunna) jókst línulega með geymslutíma á ís. QIM aðferðin fyrir þíddan makríl byggir á mati á gæðaþáttum einsog útliti á roði, áferð, lit og formi augna, lit og lykt tálkna, útlit slíms í tálknum og tálknblaða og upplausn innyfla og getur heildarsumma fisksins orðið 19 að hámarki. Í verkefninu var einnig þróuð aðferð (general descriptive analysis-DA) til að meta soðinn makríl. Helstu einkenni makrílsins strax eftir þíðingu var lykt og bragð af ferskri olíu, málmlykt og sæt lykt/bragð sem dofnaði heldur með geymslutímanum. Það sem takmarkaði geymsluþolið voru skynrænir eiginleikar sem lýsa skemmdareinkennum, einsog þráalykt og –bragð sem getur verið áberandi í feitum fiski eftir lengri frystigeymslu. Samkvæmt skynmati á soðnum makrílflökum er geymsluþol þídds makríls eftir fimm mánaða frystigeymslu um 4-6 dagar. Heildarfjöldi örvera og H2S myndandi örvera var minni en yfirleitt sést við lok geymsluþols af völdum örvera. Histamín mældist ekki (< 5 ppm) í þíddum makríl á geymslutímanum sem var 9 dagar á ís.

The Quality Index Method (QIM) is an objective, rapid and reliable sensory method. The aim of the present study was to develop a QIM scheme for frozenthawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus) stored in ice at 0°C and evaluate the scheme in a shelf life study. The mackerel was evaluated with sensory evaluation (QIM and generic descriptive analysis (DA)), microbial counts (Total viable counts (TVC) and H2S-producing bacteria) were estimated and histamine measured for up to nine days. The main result of this study vas the QIM scheme to evaluate freshness of frozen-thawed Atlantic mackerel storage in ice which was developed and tested in a shelf life study. The quality index – QI (sum of scores) increased linearly with storage time on ice. The QIM for thawed mackerel is based on the evaluation of quality parameters dealing with the appearance on back and belly side, texture, colour and form of eyes, mucus, colour and odour of gills and appearance of gill filaments and dissolution of viscera. The maximum sum of scores (QI) can be 19. A method to evaluate cooked mackerel was also developed (general descriptive analysis-DA). Newly thawed mackerel had fresh oil, metallic and sweet odours and flavours. The main limitation of length of shelf life in chilled storage after thawing were sensory characteristics describing spoilage such as rancid odour and flavour which can be prominent in fatty fish species after extended frozen storage. According to sensory evaluation of cooked mackerel, the shelf life of thawed mackerel after five months of frozen storage is around 4-6 days. Counts of TVC and H2S producing bacteria were relatively low at the end of shelf life. Histamine was not detected (< 5 ppm) in the thawed mackerel during the storage time of nine days on ice.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Cyprian Ogombe Odoli, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Optimal storage conditions for fresh farmed tilapia (Oreochromis niloticus) fillets

Tilgangur tilraunanna var að finna bestu geymsluaðstæður fyrir fersk tilapíuflök með því að ákveða geymsluþol með skynmati, örverutalningum og eðlis- og efnafræðilegum mælingum. Nílartilapía (Oreochromis niloticus) alin í endurnýtanlegu vatnshringrásarkerfi var flökuð og pökkuð í 100% lofti og loftskiptum pakkningum 50% CO2: 50% N2 MA fyrir geymslu við 1˚C og -1˚C. Lýst er þróun QIM-einkunnaskala og skynmatseiginleikum ferskra og soðinna tilapíuflaka og notkun skalans í geymsluþolstilraun. Línulegt samband fannst milli gæðastuðuls og geymslutíma (r > 0.93) fyrir alla geymsluhópa. Niðurstöður skynmats og örverutalninga sýndu að flök sem pakkað var í lofti höfðu geymsluþol 13-15 daga við 1˚C og 20 daga við -1˚C. Við lok geymsluþols í loftpakkningum var heildarörverufjöldi og fjöldi pseudomonads örvera log 7 CFU/g í holdi. Í flökum í loftskiptum pakkningum var lagfasi lengri og heildarfjöldi örvera var undir log 4 CFU/g eftir 27 daga geymslu bæði við 1˚C og -1˚C. Samt sem áður höfðu loftskiptar aðstæður slæm áhrif á lit flaka skömmu eftir pökkun en litur flaka hefur veruleg áhrif á val kaupenda. Efnafræðilegar mælingar eins og TVB-N og TMA voru ekki góður mælikvarði á skemmd tilapiuflaka. Bestu geymsluaðstæður fyrir tilapíuflök er pökkun í lofti og geymsla við stöðugt lágt hitastig -1°C. Skýrsla þessi er byggð á helstu niðurstöðum úr meistaraprófsverkefni Cyprian Ogombe Odoli.

The main aim was to establish optimal storage conditions for fresh tilapia fillets by determining its shelf life by sensory and microbiological evaluation, as well as monitoring its physical-chemical properties. Nile tilapia (Oreochromis niloticus) farmed in recirculation aquaculture system was filleted and packaged in 100% air and 50% CO2: 50% N2 MA prior to storage at different temperature; 1˚C and -1˚C. This report further describes the development of a Quality Index Method (QIM) scheme and a sensory vocabulary for fresh and cooked tilapia fillets accordingly and application in a shelf life study. The application of the QIM scheme for tilapia fillets showed a linear relationship between QIM scores and storage time (r > 0.93) for all samples. The results from sensory analysis of cooked samples as well as microbial growth indicated that fillets packaged in 100% air had a shelf life of 13-15 days during storage at 1˚C and 20 days during storage at -1˚C. At the end of shelf life in 100% air packaged groups, TVC and pseudomonads counts reached log 7 CFU/g in flesh. In MA packaged fillets, the lag phase and generation time of bacteria was extended and recorded total counts below the limit for consumption (< log 4 CFU/g) up to 27 days of storage at both 1˚C and -1˚C. However, MA packaging affected negatively the colour characteristics of the fillets soon after packaging (as from d6) but colour is an important indicator of quality and a major factor in influencing retail purchase decisions. Chemical analyses (TVB-N and TMA) were not good indicators of spoilage of tilapia fillets in the present study. 100% air packaging at -1˚C storage temperature is the optimal storage conditions for fresh tilapia fillets. The report is based on the master thesis of Cyprian Ogombe Odoli.

Skoða skýrslu
IS