Skýrslur

Betri nýting vatns í bleikjueldi / Efficient rearing systems for Arctic charr

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Ragnar Jóhannsson, Helgi Thorarensen, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Betri nýting vatns í bleikjueldi / Efficient rearing systems for Arctic charr

Vatnsþörf í fiskeldi er óhemju mikil og það sem endanlega takmarkar stærð og framleiðslugetu fiskeldisstöðva er aðgengi að heitu og köldu vatni. Markmið verkefnisins var að prófa ódýra og einfalda leið til þess að draga úr vatnsnotkun í bleikjueldi. Í upphafi verkefnisins var gert var ráð fyrir því að hægt væri að nýta vatn í bleikjueldi fjórfalt betur en nú er gert. Hins vegar kom í ljós að það er hægt að nýta vatnið sjöfalt betur. Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að hægt er að framleiða í kringum sjö sinnum meira af lífmassa í fiskeldi á landi með því vatnsmagni sem notað er í dag. Markmiðum verkefnisins var því náð og gott betur. Til þess að það sé hægt þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

• Mjög mikilvægt er að losa grugg sem fyrst úr vatninu. Því er tromlusía nauðsynlegur búnaður og ber að sía allt vatnið við hvern hring endurnýtingar. Í síunni ætti að notast við 100 μm dúk en hann hreinsar allar agnir sem minnkað geta virkni eldiskerfisins.

• Nægur straumur verður að vera í eldiskerjunum og æskilegt er að vatnskiptahraði sé ekki minni en 45 mínútur til að tryggja sjálfhreinsun og til að fullnægja súrefnisþörf fiska við mikla þéttni.

• Lífhreinsir er nauðsynlegur útbúnaður þegar endurnýting er meiri en 0,03‐0,05 L kg‐1 ∙mín‐1 . Hann losar ammoníak úr eldisvökvanum. Lífhreinsirinn sem notaður var í þessari rannsókn hefur sýnt sig að virkar vel og einkaleyfi hefur fengist á hönnun hans

Aquaculture requires large volumes of water are required for aquaculture and the size and production capacity of fish farms is in most places ultimately determined by access to water and geothermal heat. The objective of this project was to reduce water requirements in Arctic charr aquaculture. Through simple reuse of water the plan was to reduce water requirements fourfold compared with standard reference values in Arctic char fish farms in Iceland. This goal was achived and at the end the reuse was sevenfold. The conclusions of the project are that by using the same amount of water used today and with a simple reuse of it the annual increase in production of Arctic char can be sevenfold the annual production of today. But to make that possible, the following points have to be kept in mind:

• It is necessary to minimize the turbidity in the water with all means. A drum‐filter of 100  μm is therefore needed in the recirculation system.

• The current in the rearing system has to be sufficient and the water change ratio should not be less than 45 minutes to secure self-cleaning and to fulfil the oxygen need of the fish reared in high density.

• A bio filter is needed if the recirculation exceeds 0,03‐0,05 L kg‐1 ∙mín‐ 1 . It phases out the ammonia in the rearing system. The bio filter used in this project has shown that it works and the design of it has a patent

Skoða skýrslu
IS