Skýrslur

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Viggó Þór Marteinsson, Franklín Georgsson

Styrkt af:

Matís, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Rannsókn á algengi Salmonella og Campylobacter í íslenskum kjúklingaafurðum á neytendamarkaði 

Með upptöku megin hluta af matvælareglum og matvælalöggjöf ESB (178/2002 og 102/2010) er ljóst að innflutningur á ferskum kjötafurðum til Íslands gæti orðið að raunveruleika, en hingað til hafa stjórnvöld lagt algert bann á slíkan innflutning.  Í þessu samnengi er þörf á að afla gagna um öryggi íslenskra afurða á markaði með tilliti til örverumengunar. Yfirgripsmikil gögn eru til um tíðni Salmonella og Campylobacter í kjúklingaeldi á Íslandi og við slátrun undanfarinna ára en vöntun hefur verið á upplýsingum um stöðu mála á neytendamarkaði.    Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna tíðni þessara sýkla í íslenskum ferskum kjúklingaafurðum á markaði. Í heildina voru 537 sýni tekin yfir 12 mánaða tímabil frá Maí 2012 til Apríl 2013 frá þrem stærstu framleiðendum landsins. Teknar voru til rannsóknar 183 pakkningar af heilum kjúklingum, 177 pakkningar af bringum og 177 pakkningar af vængjum.    Öll sýnin í rannsókninni reyndust neikvæð bæði fyrir Salmonella og Campylobacter.  Því er ljóst að staða þessara mála er mjög góð hér á landi og jafngóð eða betri en gengur og gerist í öðrum ríkjum.

With the adoption of the main parts of the EU food legislation (178/2002 and 102/2010) it is evident that import of fresh meat and poultry could be possible even though at present it is still prohibited by the Icelandic government. In this respect it is advisable to keep data on the safety of Icelandic products already on the market for current reference.   Extensive data are available of the frequency of Salmonella and Campylobacter at the breeding and slaughtering steps in the poultry supply chain in Iceland but no systematic data collection has been done at the retail level in recent years.    The aim of this study was therefore to estimate the frequency of contamination of the above mentioned pathogens in consumer packs of Icelandic poultry production. A total of 537 samples were collected in a 12 month period from May 2012 to April 2013 from the three largest domestic producers.  Total of 183 packs of whole chicken were analysed, 177 packs of fillets and 177 packs of wing cuts. All samples measured negative both for Salmonella and Campylobacter.    It is therefore confirmed that the monitoring scheme and intervention policy in Icelandic poultry production is effective and that the status of contamination of these pathogens in fresh retail poultry packs is as good as, or better than in other EU states.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Markmið verkefnisins var að þróa og koma upp aðferðum fyrir hraðvirkar greiningar á óæskilegum bakteríum í landbúnaðar‐ og sjávarafurðum sem og öðrum matvælum. Með hefðbundnum aðferðum eins og notaðar eru í dag fást niðurstöður eftir 3 og allt upp í 7 daga en með þeim aðferðum sem þróaðar voru í þessu verkefni er hægt að fá niðurstöður á nokkrum klukkustundum eða innan sólarhrings. Aðferðin byggir á real‐time PCR aðferðafræði og sértækri mögnun á erfðaefni sjúkdómsvaldandi baktería og annarra óæskilegu baktería. Komið var upp greiningaraðferðum fyrir helstu sýkla (Salmonella, Campylobacter , Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) í mjólk, kjöt‐  og fiskmeti sem og fyrir sértækar skemmdarbakteríur í matvælum. Niðurstöður verkefnisins koma til með að bæta þjónustu við matvælaiðnaðinn á Íslandi með því að greina miklu fyrr óæskilegar örverur svo hægt verði að grípa inn í framleiðsluferla og auka þar með öryggi neytenda á landbúnaðar‐ og fiskafurðum.

The aim of this project was to develop and set up new methods for rapid identification of undesirable bacteria in food and feed. With today’s conventional and accredited culture methods results can be expected after 3 and up to 7 days. With the new methods to be taken in use and was developed in this project, the time of diagnostic procedure will decrease to few hours or to one working day. The detection methods are based on real‐time PCR technology and a specific amplification of genetic material of the undesired bacteria. Diagnostic methods for the most common pathogens (Salmonella, Campylobacter, Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) in meat‐, milk and fish products was developed through as well as quantitative assays for the main spoilage bacteria in fish. The results of the project will be used to improve the service for the Icelandic food industry on the domestic‐ and overseas markets by having rapid diagnostic methods for bacterial contamination at hand.

Skoða skýrslu
IS