Skýrslur

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Björn Margeirsson, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Óðinn Gestsson, Emilía Martinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AtVest (Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Mikill ávinningur er í bættri stjórn á virðiskeðju útflutnings á ferskum fiskhnökkum til dreifingar í verslanakeðjum í Bretlandi. Með bættum aðferðum við pökkun væri hægt að auka geymsluþol vöru, sem er grundvallaratriði í þessum viðskiptum. Með loftæmdum umbúðum væri hægt að flytja vöru í krapakeri með lágu hitastigi (niður í -1 °C) sem bæði myndi lækka flutningskostnað verulega og gæti jafnframt lengt geymsluþol vörunnar. Einnig gefur aðferðin möguleika á pökkun með neytendaupplýsingum sem gerir frekari pökkun erlendis óþarfa. Í flutningi með flugi væri hægt að pakka allri vöru í 12 kg frauðplastkassa í stað 3 kg, eins og algengast er í dag, og spara þannig verulegan flutningskostnað. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar og lífsferilsgreiningu til að bera saman mismunandi pakkningalausnir fyrir sjó- og fluflutning. Ferskir ýsubitar í lofttæmdum umbúðum í keri með krapaís, sem geymt var við dæmigerðan hita í gámaflutningi, reyndist hafa 3–4 dögum lengra geymsluþol en hinir tilraunahóparnir, væntanlega aðallega vegna betri hitastýringar. Samræmi milli niðurstaðna skynmats og örverumælinga var almennt gott. Lægstu umhverfisáhrif allra hópa voru kerahópsins með sjófluttar, lofttæmdar umbúðir en þá útfærslu mætti enn frekar bæta með tilliti til blöndunar ískrapans og fiskhitastýringar og þar með geymsluþols.

The aim of the project was to compare alternative packaging methods of fresh fish loins to the traditional packaging. Comparison was made between packages in terms of temperature control and product storage life by simulating air and sea transport from Iceland to UK in air climate chambers. The evaluation was made by the sensory panel and microbialand chemical analysis by the Matís laboratory in Reykjavík. Furthermore, the environmental impact of the aforementioned transport modes and packaging methods was assessed by means of LCA (Life Cycle Assessment). About 70–75% of Iceland’s exports of fresh fillets and loins are transported by air and the rest by container ships. Increased knowledge on the advantages and disadvantages of the packages used for this fresh fish export will facilitate the selection of packages and improve the quality and storage life of the products. By using vacuum-packaging it is possible to use 12 kg packages in air freight instead of the traditional 3– 5 kg packages; but the market is increasingly demanding smaller individual packages. Sea transported larger packages use less space in shipping, lowering freight cost and environmental impact. Vacuum packed haddock loins immersed in slurry ice in a fish tub stored at sea transport temperature conditions proved to have a 3–4 day longer storage life than all the other experimental groups, probably mainly because of better temperature control. Good agreement was obtained between the sensory- and microbial evaluation. Finally, the sea transport-tub-group was found to be the most environmental friendly and could be improved with regard to product temperature control and thereby storage life.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, María Guðjónsdóttir, Emilía Martinsdóttir (Matís); Radovan Gospavic, Nasimul Haque, Viktor Popov (WIT); Guðrún Ólafsdóttir, Tómas Hafliðason, Einir Guðlaugsson, Sigurður Bogason (UoI)

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Í þessari rannsókn voru gerðar prófanir á tæknilausnum sem þróaðar voru í EU verkefninu Chill‐on þar sem sett var upp hermitilraun til að   líkja eftir raunverulegum flutningum á fiski frá Íslandi til Evrópu. Hitastigssveiflur, sem fiskurinn varð fyrir, miðuðu að því að herma eftir flutningi frá Íslandi til Frakklands með skipi. Bretti af þorskhnökkum í frauðplastkössum voru flutt til Vestmannaeyja með skipi og til baka aftur til Matís í Reykjavík. Sýni úr þessum brettum voru síðan borin saman við samanburðarsýni sem geymd höfðu verið við undirkældar aðstæður hjá Matís. Þorskhnökkum var jafnframt pakkað í neytendapakkningar (bakka) strax eftir vinnslu og síðan eftir 6 daga og voru geymdir við undirkældar eða kældar aðstæður. Einnig voru gerðar örveruvaxtartilraunir þar sem Listeria monocytogenes, Escherichia coli og Salmonella Dublin var bætt út í þorskhnakka sem geymdir voru í frauðplastkössum við aðstæður sem líktust geymslu‐ og flutningsferli við útflutning. Hitastigsmælingar, skynmat, örveru‐  og efnafræðilegar mælingar voru notaðar til að setja fram gögn til að prófa og sannreyna QMRA/SLP líkönin og magngreiningu á Pseudomonas bakteríum með qPCR tækni.

The aim of the cod wet trials and the corresponding shelf life study was to include scenarios to test and demonstrate the functionality of some Chill‐on technologies in a simulated cod supply chain. Temperature fluctuations were induced according to the actual scenario in the supply chain of cod from Iceland to France via sea freight. The study included sample groups created at the point of processing after packaging in EPS boxes. The reference group was stored at Matís under superchilled conditions. Simulation trials for downward distribution were performed at Matís upon receipt of the pallets shipped to the Westman Isles from Reykjavik (Iceland‐Europe freight simulation) and compared with the reference group. Repackaging of loins in retail trays was performed on days 0 and 6 with storage under superchilled and chilled conditions, respectively. In addition, a pathogen challenge trial was performed by spiking loins (5 kg) with Listeria monocytogenes, Escherichia coli and Salmonella Dublin, followed by storage in EPS boxes under temperature conditions simulating export and distribution. Temperature recordings along with microbial, chemical and sensory analyses from the groups evaluated provided necessary data to test and validate the QMRA/SLP models and the quantitative molecular (qPCR) method to estimate counts of pseudomonads.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Sólarhringsgreining óæskilegra örvera í matvælum / 24-hour detection of undesirable microbes in food

Markmið verkefnisins var að þróa og koma upp aðferðum fyrir hraðvirkar greiningar á óæskilegum bakteríum í landbúnaðar‐ og sjávarafurðum sem og öðrum matvælum. Með hefðbundnum aðferðum eins og notaðar eru í dag fást niðurstöður eftir 3 og allt upp í 7 daga en með þeim aðferðum sem þróaðar voru í þessu verkefni er hægt að fá niðurstöður á nokkrum klukkustundum eða innan sólarhrings. Aðferðin byggir á real‐time PCR aðferðafræði og sértækri mögnun á erfðaefni sjúkdómsvaldandi baktería og annarra óæskilegu baktería. Komið var upp greiningaraðferðum fyrir helstu sýkla (Salmonella, Campylobacter , Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) í mjólk, kjöt‐  og fiskmeti sem og fyrir sértækar skemmdarbakteríur í matvælum. Niðurstöður verkefnisins koma til með að bæta þjónustu við matvælaiðnaðinn á Íslandi með því að greina miklu fyrr óæskilegar örverur svo hægt verði að grípa inn í framleiðsluferla og auka þar með öryggi neytenda á landbúnaðar‐ og fiskafurðum.

The aim of this project was to develop and set up new methods for rapid identification of undesirable bacteria in food and feed. With today’s conventional and accredited culture methods results can be expected after 3 and up to 7 days. With the new methods to be taken in use and was developed in this project, the time of diagnostic procedure will decrease to few hours or to one working day. The detection methods are based on real‐time PCR technology and a specific amplification of genetic material of the undesired bacteria. Diagnostic methods for the most common pathogens (Salmonella, Campylobacter, Listeria monocytogenes, Vibrio parahaemolyticus) in meat‐, milk and fish products was developed through as well as quantitative assays for the main spoilage bacteria in fish. The results of the project will be used to improve the service for the Icelandic food industry on the domestic‐ and overseas markets by having rapid diagnostic methods for bacterial contamination at hand.

Skoða skýrslu
IS