Skýrslur

Afurðir íslenskra geita – Möguleikar og sérstaða

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Afurðir íslenskra geita – Möguleikar og sérstaða

Verkefnið „Aukið virði og sérstaða geitfjárafurða“ er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og er unnið á Matís í samstarfi við Geitfjárræktarfélag Íslands. Gerð var greining á styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum í geitfjárræktinni. Íslenski geitastofninn er lítill og er í útrýmingarhættu. Því þarf að fjölga í stofninum til að hann haldi velli. Besta ráðið í þessari baráttu er að finna sem flesta notkunarmöguleika fyrir afurðir geitanna. Um fjölmargar athyglisverðar afurðir er að ræða, mjólkurafurðir, kjötafurðir, stökur (gærur), skinn, garn o.fl. Geiturnar sjálfar gefa fjölmörg tækifæri í ferðaþjónustu og tískuvörugeirinn getur unnið úr afurðum geita. Fjölmargar heimildir um gæði og hollustu geitamjólkur og geitakjöts voru kannaðar og eru niðurstöður teknar saman í skýrslunni. Geitamjólk er að ýmsu leyti frábrugðin kúamjólk þótt sömu meginefnin séu í báðum mjólkurtegundum. Geitamjólk inniheldur heilsueflandi efni eins og lífvirk peptíð og konjúgeraða línolsýru. Geitakjöt er mjög magurt og er með próteinríkasta kjöti. Það inniheldur konjúgeraða línolsýru eins og mjólkin. Loks er gefið yfirlit um mögulegar afurðir úr geitamjólk og geitakjöti.

The project “Added value and special status of goat products” is supported by the Agricultural Productivity Fund and carried out at Matis in cooperation with the Association of Goat Farmers in Iceland. SWOT analysis of goat farming in Iceland was carried out. The Icelandic goat stock is small, and extinction is a possibility. Therefore, it is necessary to increase the number of goats in the country. The best solution is to use to stock and increase the production of goat products. Many different products can be produced. The goats and their products are of interest to tourists. The fashion industry can use some of the goat products. A literature review was carried out on quality and wholesomeness of goat milk and goat meat. Results are listed in the report. Goat milk is different from cow milk although the same nutrients are found in both milk types. Goat milk contains health promoting compounds, e.g. bioactive peptides and conjugated linoleic acid. Goat meat contains little fat and is rich in protein. It contains conjugated linoleic acid as the milk. Finally, the possible goat products from milk and meat are revied.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bleikja á sérmarkaði / Arctic Charr for the niche market

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Birgir Þórisson, Gísli Kristjánsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ‐ Forverkefni

Bleikja á sérmarkaði / Arctic Charr for the niche market

Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum forverkefnis um markaðssetningu á íslenskri eldisbleikju á sérmarkaði (e. niche market) í Þýskumælandi Evrópu. Upplýsinga var aflað hjá sérfræðingum á sviði markaðs‐  og sölumála í Þýskalandi með tölvupósti og viðtölum framkvæmdum í síma. Í skýrslunni er SVÓT‐greining fyrir hugsanlega markaðssókn á sérmarkaði. Niðurstöður SVÓT‐greiningar auðvelda yfirsýn yfir hvern þátt svo nýta megi styrkleika og tækifæri en draga úr áhrifum veikleika og ógnana. 

This report describes the results of pre‐project on the marketing of Icelandic farmed Arctic charr in German‐speaking Europe´s niche market. Information was gathered from experts in the field of marketing and sales in Germany both by e‐mail and interviews over phone. The report includes a SWOT analysis of the potential niche markets for Arctic charr. The results of the SWOT analysis give an overview of the current market situation for Arctic charr and strengthens the opportunities while reducing the impact of weaknesses and threats when Arctic charr is marketed.

Skoða skýrslu
IS