Skýrslur

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Útgefið:

01/11/2009

Höfundar:

Rannveig Björnsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo, Böðvar Þórisson, Þorleifur Ágústsson, Björn Þrándur Björnsson, Guðbjörg Stella Árnadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Heildarmarkmið verkefnisins var að bæta eldistækni í þorskeldi með notkun nýrrar gerðar ljósa í því markmiði að stjórna kynþroska hjá þorski. Um er að ræða ljós sem gefa frá sér eina bylgjulengd sem dreifist betur um vatnsfasann samanborið við halogen ljós sem hefðbundið eru notuð og hefur þessi nýja gerð ljósa reynst mjög árangursrík í forrannsóknum. Jafnframt var kannað hvort ljósastýring strax á seiðastigi gæti hugsanlega ýtt undir þessi áhrif í kvíaeldinu. Stöðug meðhöndlun með ljósunum á seiðastigi hafði ekki áhrif á vöxt seiðanna en vísbendingar voru um færri vaxtargalla seiða. Ljósastýring á seiðastigi virtist þó hafa neikvæð áhrif á vöxt fisksins eftir flutning í sjókvíar auk þess sem mikið var um óútskýrð afföll í þeim hóp. Ljósastýring fiska í kvíum hafði jákvæð áhrif á vöxt fisksins samanborið við fisk sem haldið var við náttúrulega ljóslotu í sjókvíaeldi. Í verkefninu voru jafnframt þróaðar og staðlaðar nýjar aðferðir til mælinga á styrk vaxtarhormóna í þorski og reyndist aðferðin bæði næm og örugg. Ekki tókst að sýna fram á samband vaxtarhraða og styrks vaxtarhormóna í blóði fiskanna í þessari rannsókn en aðferðin veitir mikla framtíðamöguleika við rannsóknir á t.d. vaxtarhraða villts þorsks. Einnig var í verkefninu unnin ítarleg rannsókn á áhrifum sjókvíaeldis á fjölbreytileika og tegundasamsetningu botndýralífs undir kvíum. Vart varð víðtækra breytinga á tegundasamsetningu botndýra þrátt fyrir lítið álag samfara eldi í kvíunum yfir þriggja ára tímabil.

The overall aim of the project was to improve cod farming technology through delaying sexual maturation of cod by the use of a new lighting technology. The novel lights emit only one wavelength that is more effectively dispersed in water compared to the metal halogen lights traditionally used. Continuous manipulation using the novel light technology during the juvenile stage did not affect fish growth or survival. Indications of reduced frequency of deformities were however observed in this group. Light manipulation during the juvenile stage was furthermore found to negatively affect fish growth following transfer to sea cages and significantly higher unexplained loss of fish was observed in this group. Continuous light manipulation during on growing in sea cages resulted in significantly improved growth of the fish compared with fish exposed to ambient light. New methods were furthermore developed for measuring the concentration of growth hormones in cod. A relationship between fish growth and the concentration of growth hormones could not be established. The method however provides an important tool for future studies of the growth of e.g. wild cod. Detailed studies of species diversity in bottom layers below the sea cages were also carried out, revealing extensive changes in species composition during the three-year study.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Sigríður Guðmundsdóttir, Agnar Steinarsson, Matthías Oddgeirsson, Bergljót Magnadóttir, Ívar Örn Ásgeirsson, Berglind Gísladóttir, Eyjólfur Reynisson, Sólveig K. Pétursdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Maja Herold Pedersen, Birgitte B. Budde, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir

Styrkt af:

AVS sjóður (R 41-04)

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Markmið A-hlutans var að auka hagkvæmni við stríðeldi þorsks með því að auka lifun hrogna/lirfa og stuðla að auknum vexti lirfa í startfóðrun. Niðurstöður sýna að samsetning örveruflórunnar skýrði betur afföll en heildarörveru- eða Vibrio talningar. Víðtæk greining á örveruflóru eldiskerfa og afkomutölur á lirfustigi leiddu til ákvörðunar á æskilegum og óæskilegum bakteríum. Efnamælingar við þorskeldi á hrogna- og lirfustigi sýndu að lítil uppsöfnun efna átti sér stað í eldisvökvanum, nema við upphaf þurrfóðrunar. Val bætibaktería var ákveðið út frá ákveðnu skimunarferli og væntanlegri notkun við þorskeldi. Notkun bætibaktería við böðun hrogna og/eða lirfa var skoðuð en samfelld böðun frá hrognastigi áfram yfir í lirfustigið leiddi yfirleitt til betri afkomu, meiri vaxtar og lífsþróttar. Einnig hafði notkun bætibaktería áhrif á örveruflóruna og þroskun lirfa stuttu eftir klak, sem var m.a. staðfest með mælingum á próteinum úr ónæmiskerfinu. Notkun bætibaktería í seiðaeldi var könnuð og benti hún til aukins vaxtarhraða. Ekki tókst að sanna að aukið sjúkdómsþol næðist með notkun bætibaktería við seiðaeldi, en jákvæðar vísbendingar fengust þar um. Helstu flöskuhálsar við þróun forvarnaraðferða voru lifandi fæðudýrin, sem höfðu í för með sér mikið örveruálag. Þróun probíotískra hjóldýra með öðrum bætiörverum gaf ekki góða raun. Athuganir á sýkingarmætti bætibakteríanna í þorskseiðum sýndu að þær ollu hvorki sjúkdómseinkennum né orsökuðu dauða.

The aim was to increase the competitiveness and success of cod aquaculture by increasing survival and development from hatching through the larval stage. This was achieved by developing preventive methods to control important chemical and biological parameters. The results revealed that differences in microbiota composition between different larval treatments explained the success or lack thereof, better observed than total microbial or Vibrio counts of rearing water or larvae. Microbiota analysis and survival rates have hence led to the definition of desirable and undesirable bacteria, the latter being especially Vibrio sp. Assessment of selected chemical parameters was performed at pre- and posthatching periods, indicating NH3 build-up in the rearing water upon dry feeding. The selection of probiotic bacteria was based on a specific screening and their anticipated use in cod farming. Application of selected bacteria was tested for surface treatment of eggs and/or larval bathing, and the continuous use before and after hatching usually led to increased survival, growth and tolerance as well as influencing larval microbiota and immunological development. Application of selected probiotic bacteria was also tested with cod juveniles with increased growth rate. Disease resistance of probiotic-fed juveniles to fish pathogens was not confirmed. Development of probiotic rotifers proved difficult due to their high microbial load. Probiotic strains applied i.p. to cod juveniles were not found to be virulent

Skoða skýrslu
IS