Skýrslur

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði / Quality evaluation of frozen fish sold at the Icelandic consumer market

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Páll Gunnar Pálsson, Gyða Ósk Bergsdóttir, Heiða Pálmadóttir

Styrkt af:

Neytendasamtökin, sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytið

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði / Quality evaluation of frozen fish sold at the Icelandic consumer market

Könnuð voru gæði á frystum og pökkuðum fiski í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu.  Upplýsingar á umbúðum fiskvaranna voru skráðar og síðan voru gerðar mælingar á þyngd fisks og umbúða, íshúð, vatnstapi við uppþýðingu, vatnsinnihaldi, próteinum, salti, fosfötum og suðunýtingu. Í þeim sýnum sem voru til athugunar náði nettóþyngd fisks ekki merktri þyngd. Íshúð var aðeins til staðar á sumum sýnum. Íshúð var í samræmi við merkingar fyrir tvö sýni en yfir merktu gildi fyrir eitt sýni. Nýting fisksins við suðu var á bilinu 69‐79%. Þegar íshúð og vatnstap við uppþíðingu var tekið með í reikninginn varð nýtingin 50‐79%. Magn fosfata í frysta fiskinum var undir hámarksgildi sem sett er í reglugerð. Í einu sýni greindist þrífosfat og er það vísbending um að fosfati hafi verið bætt í fiskinni við vinnslu.. Salt í sjö sýnum var á bilinu 0,1‐0,4% og má telja það náttúrulegt salt í fiskholdinu. Í tveimur sýnum var salt á bilinu 0,7‐2,0% og bendir allt til að þessi sýni hafi tekið upp salt, t.d. við kælingu í ískrapa með salti. Merkingar á geymsluþoli og næringargildi fyrir sumar vörurnar voru ekki settar upp eins og gert er ráð fyrir í reglugerðum. 

Quality of frozen fish sold at supermarkets in Reykjavik was evaluated. Labelling information was recorded and the following parameters were measured: weight of fish, weight of packaging, weight of ice glaze, drip, water content, protein content, salt, phosphates and cooking yield. For the samples under investigation, net weight of fish was below weight stated on the label. Ice glaze was only found for some of the samples. Measured ice glaze was consistent with that stated on the label for two samples but was above the stated value for one sample. Cooking yield of the samples was 69‐79%. When the ice glaze and drip were taken into account the yield was 50‐79%. The concentrations of phosphates were below the maximum value set by regulation. Triphosphates were detected in one sample, indicating the use of phosphates during processing. Salt in seven samples was in the range 0,1‐0,4%, this can be regarded as original salt in the fish. In two samples salt was in the range 0,7‐2,0%, indicating the use of ice and salt under handling of the fish. Information on shelf life and nutrient value for some of the samples did not totally meet the requirements of regulations.

Skoða skýrslu
IS