Fréttir

Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum

Árið 1999, eftir holskeflu Campylobacter-sýkinga hérlendis, var eftirliti með kjúklingum aukið. Í dag eru tekin sýni úr hópum allra eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2-5 dögum fyrir fyrirhugaða slátrun. Ef bakterían greinist er allur kjúklingurinn úr viðkomandi hópi frystur að slátrun lokinni.

Ástæðan fyrir því að þessi leið var valin byggðist á rannsóknum sem gerðar voru hjá forverum þeirra rannsóknastofa sem sameinuðust í Matís og sýndu fram á að með frystingu fækkaði bakteríunni um allt að 99%. Þar með dró mjög mikið úr þeirri hættu sem fylgdi meðhöndlun kjúklinga og krosssmitun bakteríunnar í önnur matvæli.  

Þar sem frystar alifuglaafurðir seljast á mun lægra verði en ferskar leiddi frystikrafan til þess að  alifuglabændur hertu mjög á öllum fyrirbyggjandi aðgerðum sem drógu þannig mjög fljótlega úr mengun eldishópa. Þessar aðgerðir, auk fræðslu til almennings um rétta meðhöndlun hrárra kjúklingaafurða, hafa gert það að verkum að í dag er árlegur fjöldi greindra sjúkdómstilfella af innlendum uppruna í mönnum aðeins brot af því sem greindist 1999 og fjöldi eldishópa sem greinist með bakteríuna er sömuleiðis aðeins lítið brot af því sem var áður en frystikrafan var innleidd árið 2000.

Með þessum aðgerðum hefur Ísland skapað sér sérstöðu þegar kemur af fátíðni Campylobacter-sýkinga, en ekkert annað land hefur náð að fækka smittilvikum með sama hætti og á jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli og hafa önnur lönd m.a. Noregur unnið að uppsetningu svipaðs kerfis íhlutandi aðgerða.

Nánari upplýsingar veitir Franklín Georgsson, sviðsstjóri Mælingar og miðlunar hjá Matís.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Ársskýrsla Matís fyrir starfsárið 2014 er nú komin út. Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Meginþema skýrslunar í ár snýr að stóru leyti að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu. Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrsla Matís 2014

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Skýrslur

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Útgefið:

01/01/2015

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Edgar Henriksen, Audun Iversen, Durita Djurhuus, Tønnes Berthelsen, Heather Manuel, Tom Brown, David Decker

Styrkt af:

NORA (510-080), Nordic Council (AG-fisk 80-2013), Canadian Centre for Fisheries Innovation (CCFI)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Coastal fisheries are an important part of the North Atlantic marine sector and a vital part of a successful regional development in the area. This report provides an overview of the coastal sectors in the Faroe Islands, Greenland, Iceland, Norway and Newfoundland & Labrador, summarising the key issues that affect the sectors in each country and the contribution of the fleets towards their national economy and the micro- & macro societies. The report addresses how fisheries management in each country affects the coastal sectors, but there are strategies in place in all of the countries that favour the coastal fleet in one way or another. The report also provides an overview of the fleet structure, catch volumes, catch values, fishing gear, regional distribution of landings, employment and operational environment in the sectors of each country. In 2013 the N-Atlantic coastal fleet consisted of 17 thousand vessels and provided full time employment for 18 thousand fishermen. In addition there are a considerable number of fishermen that have coastal fisheries as secondary source of income or as a hobby and. The sector also produces a large number of jobs in processing and supporting industries. It can therefore be estimated that the N-Atlantic coastal fleet provides livelihood for at least 50 thousand families, which are primarily located in small fishing villages were the communities rely heavily on the sector for survival. Total landings of the N-Atlantic coastal sector in 2013 amounted to 680 thousand MT, valued at 815 million EUR. The report though clearly shows that the N-Atlantic coastal sector is highly fragmented, not only between countries but also within individual countries. The vessels range from being very modest old-style dinghies that fish few hundred kilos a year to industrialised state-of-art fishing vessels that catch up to two thousand tonnes of fish a year, which can be valued at over 4 million EUR. The N-Atlantic coastal sector is an important part of the Nordic marine sector and will continue to be so. The fleet has though been going through big changes in recent years, where the number of vessels and fishermen have been decreasing significantly. Big part of the fleet is struggling to make ends meet and recruitment of young fishermen is very limited. A relatively small part of the sector is though running profitable businesses and providing high paying jobs. This is the part of the fleet that accounts for majority of the catches and has invested in new vessels, gear, technology and quotas. It seems unavoidable that this optimisation will continue with the coastal fleet consisting of fewer, better equipped and more profitable vessels.

Veiðar smábáta og tengdar atvinnugreinar eru mikilvægur partur af sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi í N-Atlantshafi. Greinin skiptir einnig mjög miklu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu. Í þessari skýrslu er leitast við að gefa yfirlit yfir smábátaflotann í Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Nýfundnalandi & Labrador (NL), þar sem tekinn eru saman helstu atriði sem hafa áhrif á greinina í hverju landi fyrir sig, þróun flotans á undanförnum árum og hvernig greinin hefur áhrif á þjóðarhag og nærsamfélög. Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um hvernig fiskveiðistjórnun og ýmis önnur stjórnvaldsleg úrræði snerta smábátageirann. En í þeim löndum sem skýrslan nær til leitast yfirvöld við að styðja smábátaútgerð með ýmsum lögum og reglugerðum sem hygla smábátum á einn veg eða annan. Skýrslan veitir einnig yfirlit yfir stærð og samsetningu, afla og aflaverðmæti, veiðarfæri, landfræðilega dreifingu, atvinnusköpun og rekstrarskilyrði smábátaflotanna í áðurnefndum löndum. Árið 2013 samanstóð smábátaflotinn í N-Atlantshafi* af um 17 þúsund bátum og 18 þúsund sjómönnum í fullu starfi. Að auki var umtalsverður fjöldi manna sem höfðu smábátasjómennsku að hlutastarfi eða að tómstundariðju. Smábátaflotinn skapaði einnig mikinn fjölda starfa í landi við vinnslu afla og í ýmsum stoðgreinum. Áætla má að a.m.k. 50 þúsund fjölskyldurí N-Atlantshafi* hafi lífsviðurværi sitt af veiðum, vinnslu og þjónustu við smábátaflotann. Flest þessara starfa eru í sjávarsamfélögum sem treysta afkomu sína að mjög miklu leyti á smábátaflotann. Heildarafli smábátaflotans í N-Atlantshafi* á árinu 2013 var 680 þúsund tonn og var aflaverðmætið um 815 milljónir Evra (um 130 milljarðar ISK á verðlagi ársins), en hlutur Íslands í þessum tölum var um 13% af aflamagni og 16% af aflaverðmæti. Skýrsla þessi sýnir þó að smábátaflotinn í N-Atlantshafi er mjög fjölbreytilegur, bæði milli landa og innan landa þ.s. bátar geta verið allt frá því að vera gamaldags trillur á skaki sem veiða bara nokkur kíló á ári upp í fullkomnustu hraðfiskbáta sem veiða jafnvel allt að tvö þúsund tonnum af afla á ári. Smábátaflotinn í N-Atlantshafi gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á svæðinu og mun halda áfram að gera svo. Flotinn hefur hins vegar breyst töluvert á undanförnum árum, þar sem fjöldi báta og sjómanna hefur fækkað umtalsvert. Stór hluti flotans er rekinn með tapi og nýliðun í stétt smábátasjómanna er takmörkuð. Tiltölulega lítið hlutfall flotans er aftur á móti rekinn með góðum hagnaði og skapar vel borguð störf. Þessi hluti flotans stendur að baki meirihluta aflans og er einnig sá hluti sem hefur fjárfest í nýjum bátum, veiðarfærum, tækni og veiðiheimildum. Það virðist óhjákvæmilegt að þessi hagræðing haldi áfram innan smábátaflotans í N-Atlantshafi þ.e. að skipum fækki, en þau sem eftir verið séu stærri, betur tækjum búinn og skili eigendum og áhöfn meiri arði.

Skoða skýrslu

Fréttir

Registration of more than 400 thousand horses

Matís is closely involved with many agriculture breeding projects, helping farmers to improve their stocks; Matís performs the genetic analysis of the Icelandic horse for  the WorldFengur database. WorldFengur is the official FEIF register of the Icelandic horse breed.

The database was established in year 2000, and consists of unique DNA identification of each horse, pedigree information, and information on breeders, owners, offspring’s records, photos, results on breeding evaluations on the Icelandic stock and results from assessments. Currently there are more than 400,000 horses registered in WorldFengur from across Europe and the USA. The backbone of the database is the unique identification number (FEIF ID-number) of each horse, paired with its genotype, this allows a record and pedigree for all Icelandic horses, allowing their sale, entrance into shows, and for better breeding programs.

In addition Matís is the only Icelandic provider of the test for the DMRT3 mutation. This mutation indicates whether or not a horse has the ability to perform both pace and tölt (Icelandic) which is a form of slow trot. Most Icelandic horses with two copies of the A variant (AA) can perform both gaits, while horses with one copy (CA) can only perform tölt. This means that we can now genetically test a horse’s potential ability to perform these gaits. This testing can be done when the horse is very young (i.e. before training is started). It can also be carried out on the stallion and broodmare to determine if they are a good combination to breed.

Sheep farmers have also profit from Matís researches, as Matís offers testing for the ‘þokugen’ gene, which increases fertility in ewes, allowing farmers to increase the productivity of their flocks. Matís is as well enabling a practical test for sheep breeders to detect Scrapie. Scrapie is a fatal degenerative disease that affects the central nervous system in sheep and can be passed from sheep to sheep. Positive diagnosis of Scrapie can result in a flock being quarantined and animals destroyed. Fortunately, sheep can have genetic resistance to Scrapie that can be detected with a simple and inexpensive DNA test. By offering DNA testing to farmers, breeders can select for, and breed resistant animals. Buyers can also be assured that they are buying resistant sheep.

For additional information, please contact Anna K. Daníelsdóttir, director at Matís.

IS