Skýrslur

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Útgefið:

01/01/2015

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Edgar Henriksen, Audun Iversen, Durita Djurhuus, Tønnes Berthelsen, Heather Manuel, Tom Brown, David Decker

Styrkt af:

NORA (510-080), Nordic Council (AG-fisk 80-2013), Canadian Centre for Fisheries Innovation (CCFI)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Coastal fisheries are an important part of the North Atlantic marine sector and a vital part of a successful regional development in the area. This report provides an overview of the coastal sectors in the Faroe Islands, Greenland, Iceland, Norway and Newfoundland & Labrador, summarising the key issues that affect the sectors in each country and the contribution of the fleets towards their national economy and the micro- & macro societies. The report addresses how fisheries management in each country affects the coastal sectors, but there are strategies in place in all of the countries that favour the coastal fleet in one way or another. The report also provides an overview of the fleet structure, catch volumes, catch values, fishing gear, regional distribution of landings, employment and operational environment in the sectors of each country. In 2013 the N-Atlantic coastal fleet consisted of 17 thousand vessels and provided full time employment for 18 thousand fishermen. In addition there are a considerable number of fishermen that have coastal fisheries as secondary source of income or as a hobby and. The sector also produces a large number of jobs in processing and supporting industries. It can therefore be estimated that the N-Atlantic coastal fleet provides livelihood for at least 50 thousand families, which are primarily located in small fishing villages were the communities rely heavily on the sector for survival. Total landings of the N-Atlantic coastal sector in 2013 amounted to 680 thousand MT, valued at 815 million EUR. The report though clearly shows that the N-Atlantic coastal sector is highly fragmented, not only between countries but also within individual countries. The vessels range from being very modest old-style dinghies that fish few hundred kilos a year to industrialised state-of-art fishing vessels that catch up to two thousand tonnes of fish a year, which can be valued at over 4 million EUR. The N-Atlantic coastal sector is an important part of the Nordic marine sector and will continue to be so. The fleet has though been going through big changes in recent years, where the number of vessels and fishermen have been decreasing significantly. Big part of the fleet is struggling to make ends meet and recruitment of young fishermen is very limited. A relatively small part of the sector is though running profitable businesses and providing high paying jobs. This is the part of the fleet that accounts for majority of the catches and has invested in new vessels, gear, technology and quotas. It seems unavoidable that this optimisation will continue with the coastal fleet consisting of fewer, better equipped and more profitable vessels.

Veiðar smábáta og tengdar atvinnugreinar eru mikilvægur partur af sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi í N-Atlantshafi. Greinin skiptir einnig mjög miklu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu. Í þessari skýrslu er leitast við að gefa yfirlit yfir smábátaflotann í Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Nýfundnalandi & Labrador (NL), þar sem tekinn eru saman helstu atriði sem hafa áhrif á greinina í hverju landi fyrir sig, þróun flotans á undanförnum árum og hvernig greinin hefur áhrif á þjóðarhag og nærsamfélög. Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um hvernig fiskveiðistjórnun og ýmis önnur stjórnvaldsleg úrræði snerta smábátageirann. En í þeim löndum sem skýrslan nær til leitast yfirvöld við að styðja smábátaútgerð með ýmsum lögum og reglugerðum sem hygla smábátum á einn veg eða annan. Skýrslan veitir einnig yfirlit yfir stærð og samsetningu, afla og aflaverðmæti, veiðarfæri, landfræðilega dreifingu, atvinnusköpun og rekstrarskilyrði smábátaflotanna í áðurnefndum löndum. Árið 2013 samanstóð smábátaflotinn í N-Atlantshafi* af um 17 þúsund bátum og 18 þúsund sjómönnum í fullu starfi. Að auki var umtalsverður fjöldi manna sem höfðu smábátasjómennsku að hlutastarfi eða að tómstundariðju. Smábátaflotinn skapaði einnig mikinn fjölda starfa í landi við vinnslu afla og í ýmsum stoðgreinum. Áætla má að a.m.k. 50 þúsund fjölskyldurí N-Atlantshafi* hafi lífsviðurværi sitt af veiðum, vinnslu og þjónustu við smábátaflotann. Flest þessara starfa eru í sjávarsamfélögum sem treysta afkomu sína að mjög miklu leyti á smábátaflotann. Heildarafli smábátaflotans í N-Atlantshafi* á árinu 2013 var 680 þúsund tonn og var aflaverðmætið um 815 milljónir Evra (um 130 milljarðar ISK á verðlagi ársins), en hlutur Íslands í þessum tölum var um 13% af aflamagni og 16% af aflaverðmæti. Skýrsla þessi sýnir þó að smábátaflotinn í N-Atlantshafi er mjög fjölbreytilegur, bæði milli landa og innan landa þ.s. bátar geta verið allt frá því að vera gamaldags trillur á skaki sem veiða bara nokkur kíló á ári upp í fullkomnustu hraðfiskbáta sem veiða jafnvel allt að tvö þúsund tonnum af afla á ári. Smábátaflotinn í N-Atlantshafi gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á svæðinu og mun halda áfram að gera svo. Flotinn hefur hins vegar breyst töluvert á undanförnum árum, þar sem fjöldi báta og sjómanna hefur fækkað umtalsvert. Stór hluti flotans er rekinn með tapi og nýliðun í stétt smábátasjómanna er takmörkuð. Tiltölulega lítið hlutfall flotans er aftur á móti rekinn með góðum hagnaði og skapar vel borguð störf. Þessi hluti flotans stendur að baki meirihluta aflans og er einnig sá hluti sem hefur fjárfest í nýjum bátum, veiðarfærum, tækni og veiðiheimildum. Það virðist óhjákvæmilegt að þessi hagræðing haldi áfram innan smábátaflotans í N-Atlantshafi þ.e. að skipum fækki, en þau sem eftir verið séu stærri, betur tækjum búinn og skili eigendum og áhöfn meiri arði.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Coastal fisheries in Iceland / Smábátaveiðar við Ísland

Útgefið:

15/03/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

NORA and AG‐fisk (The Nordic working group for fisheries cooperation)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Coastal fisheries in Iceland / Smábátaveiðar við Ísland

The Icelandic coastal fleet includes around 2.000 vessels and is divided into different categories. Within the Icelandic fisheries management system the coastal fleet is split up in two main groups, operated within the Individual Transferable Quota system (ITQ) and the Jig and Line system (J&Ls). The coastal fleet is then influenced by the fisheries legislations in many other ways, like the regional quota system, the lumpfish system, the leisure fishing system, the coastal jigging system and many other ascendance. Vessels categorised as being apart the coastal fleet are less than 15 meters long and under 30 gross tonnage in size. The fleet is an important contributor to the national economy and is considered a key element for regional development in the country. More than 97% of the coastal catches in Icelandic waters are demersal species, but the rest are pelagic spices and other. Cod is the by far the most importantspecies caught by coastal vessels, with haddock trailing in second place. The coastal fleet has significant role in Icelandic economy landing more than 17% of the total demersal catch, at the value of 170 million Euros in the fishing year 2012/13. Around 1.600 fishermen are working full‐time within the J&Ls and approximately 700 have temporary employment on coastal vessels, manly within the Coastal Jigging system during the summer months.

Smábátafloti Íslendinga telur rúmlega 2.000 báta og skiptast þeir í tvo megin flokka, bátar sem veiða innan aflamarkskerfilsins (stóra kerfið) og krókaaflamarkskerfisins (litla kerfið). Smábátaútgerð á Íslandi er háð mörgum öðrum greinum fiskveiðistjórnunarkerfisins, svo sem byggðakvótum, kerfi um grásleppuveiðar, frístundaveiðar og strandveiðar svo eitthvað sé til talið. Á Íslandi eru smábátar skilgreindir sem fiskveiðibátar sem eru 30 brúttótonn eða minni að burðargetu og innan við 15 metra langir. Smábátaflotinn er mikilvægur fyrir hagkerfi landsins, hvort sem litið er til fjölda starfa, verðmæta eða áhrif á byggðaþróun. Um 97% af afla smábátaflotans eru botnfisktegundir, en aðeins um 1% eru uppsjávartegundir. Smábátar veiddu um 17% af heildarafla botnfisktegunda landsmanna á fiskveiðiárinu 2012/13 og voru verðmætin 26,6 milljarðar króna. Þorskur er langsamlega mikilvægasta tegund þessa flota. Um 1.600 fiskimenn eru í skipsrúmi á smábátum sem veiða innan krókaaflamarkskerfisins og aðrir 700 hafa tímabundna atvinnu innan geirans, aðallega þá við strandveiðar á sumrin.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæði strandveiðiafla 2011

Útgefið:

15/09/2011

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sveinn Margeirsson, Guðjón Gunnarsson, Garðar Sverrisson, Örn Sævar Holm, Þórhallur Ottesen

Styrkt af:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Gæði strandveiðiafla 2011

Í lok sumars óskaði sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytið eftir því við Matís, Matvælastofnun og Fiskistofu að gerð yrði úttekt á gæðum strandveiðiafla. Matvælastofnun hafði þá þegar, í samstarfi við Fiskistofu, hafið átak sem sneri að aflameðferð almennt hjá öllum dagróðrabátum og nýttist sú vinna í verkefnið. Stýrihópur var myndaður um verkefnið og ákvað hann að sjónum yrði aðallega beint að nokkrum grundvallaratriðum sem áhrif hafa á afurðagæði þ.e. ísun og kælingu, ormum í holdi, stærð og flokkun, blóðgun og slægingu, röðun og frágang í ker, lit roðs og verklag á fiskmörkuðum. Mælingar og önnur gagnasöfnun fór fram í júní, júlí og ágúst. Gögnum var safnað á eftirfarandi hátt:

• Fiskistofa og MAST mældu hita í afla við löndun víðsvegar um land.

• Fiskmarkaðirnir juku hitastigsmælingar í sínum afla og létu verkefninu í té niðurstöðurnar.

• Starfsmenn MAST könnuðu ýmis atriði er snúa að meðferð afla meðal smábátasjómanna.

• Starfsmaður Matís tók viðtöl við þá aðila sem höndla hvað mest með afla strandveiðibáta.

• Starfsmenn Matís heimsóttu fiskmarkaði til að kanna verklag.

Niðurstöður úttektarinnar sýna að strandveiðifiskur er misjafn að gæðum. Strandveiðibátar stunda veiðar yfir heitasta árstímann þegar fiskur er í slæmu ástandi af náttúrulegum ástæðum, þeir halda sig gjarnan nærri landi þar sem fiskur er smár, meira er um orm og liturinn á roðinu er dekkri (þaraþyrsklingur); þeir landa jafnan óslægðum afla og stærðardreifing er mikil. Aðgengi að ís er takmarkað í sumum höfnum, slægingarþjónusta er almennt ekki lengur fyrir hendi og flutningur á óslægðum afla milli landshluta á þessum árstíma getur farið illa með hráefnið ef aflameðferð hefur ekki verið fullnægjandi. Það er því ýmsum vandkvæðum bundið fyrir strandveiðiflotann að tryggja gæði aflans. Sá áhrifaþáttur sem hefur hvað mest að segja um gæði strandveiðiafla er kæling. Almennt má segja að strandveiðiflotinn komi vel út í samanburði við hina hefðbundnu dagróðrabáta hvað kælingu varðar og er ekki hægt að greina marktækan mun á milli þessara útgerðaflokka. Einnig benda niðurstöður úttektarinnar til að kæling strandveiðiafla hafi batnað frá fyrra ári. Þess ber þó að gæta að þörf er á að bæta kælingu enn frekar til að fullnægja kröfum sem settar eru fram í reglugerðum. Flokkun og slæging eru einnig atriði sem áhrif hafa á gæði strandveiðiafla. Mikilvægt er að fiskmarkaðir og viðskiptavinir þeirra finni ásættanlegar leiðir til að tryggja að kaupendur fái afhenta þá stærð af fiski sem þeir telja sig vera að kaupa, en yfirvöld munu þurfa að huga að breytingum á reglugerðum um slægingu til að tryggja hámarksgæði strandveiðiafla. Hvað varðar aðra áhrifaþætti á gæði þá er eðlilegast að markaðslögmál fái að ráða þ.e. að verð og gæði fari saman, en til að svo megi fara þarf að auka sýnileika gæðaþátta hjá fiskmörkuðunum og auka kynningu. Átak var gert í fræðslu, mælingum og eftirliti hjá dagróðrabátum sumarið 2011 og er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að haldið verði áfram á þeirri braut næsta ár.

Skoða skýrslu
IS