Skýrslur

Coastal fisheries in Iceland / Smábátaveiðar við Ísland

Útgefið:

15/03/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

NORA and AG‐fisk (The Nordic working group for fisheries cooperation)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Coastal fisheries in Iceland / Smábátaveiðar við Ísland

The Icelandic coastal fleet includes around 2.000 vessels and is divided into different categories. Within the Icelandic fisheries management system the coastal fleet is split up in two main groups, operated within the Individual Transferable Quota system (ITQ) and the Jig and Line system (J&Ls). The coastal fleet is then influenced by the fisheries legislations in many other ways, like the regional quota system, the lumpfish system, the leisure fishing system, the coastal jigging system and many other ascendance. Vessels categorised as being apart the coastal fleet are less than 15 meters long and under 30 gross tonnage in size. The fleet is an important contributor to the national economy and is considered a key element for regional development in the country. More than 97% of the coastal catches in Icelandic waters are demersal species, but the rest are pelagic spices and other. Cod is the by far the most importantspecies caught by coastal vessels, with haddock trailing in second place. The coastal fleet has significant role in Icelandic economy landing more than 17% of the total demersal catch, at the value of 170 million Euros in the fishing year 2012/13. Around 1.600 fishermen are working full‐time within the J&Ls and approximately 700 have temporary employment on coastal vessels, manly within the Coastal Jigging system during the summer months.

Smábátafloti Íslendinga telur rúmlega 2.000 báta og skiptast þeir í tvo megin flokka, bátar sem veiða innan aflamarkskerfilsins (stóra kerfið) og krókaaflamarkskerfisins (litla kerfið). Smábátaútgerð á Íslandi er háð mörgum öðrum greinum fiskveiðistjórnunarkerfisins, svo sem byggðakvótum, kerfi um grásleppuveiðar, frístundaveiðar og strandveiðar svo eitthvað sé til talið. Á Íslandi eru smábátar skilgreindir sem fiskveiðibátar sem eru 30 brúttótonn eða minni að burðargetu og innan við 15 metra langir. Smábátaflotinn er mikilvægur fyrir hagkerfi landsins, hvort sem litið er til fjölda starfa, verðmæta eða áhrif á byggðaþróun. Um 97% af afla smábátaflotans eru botnfisktegundir, en aðeins um 1% eru uppsjávartegundir. Smábátar veiddu um 17% af heildarafla botnfisktegunda landsmanna á fiskveiðiárinu 2012/13 og voru verðmætin 26,6 milljarðar króna. Þorskur er langsamlega mikilvægasta tegund þessa flota. Um 1.600 fiskimenn eru í skipsrúmi á smábátum sem veiða innan krókaaflamarkskerfisins og aðrir 700 hafa tímabundna atvinnu innan geirans, aðallega þá við strandveiðar á sumrin.

Skoða skýrslu
IS