Fréttir

Stefnumarkandi samningur Martaks og Matís

Martak ehf. sem sérhæfir sig í lausnum fyrir matvælavinnslur, einkum rækjuvinnslu og rannsóknafyrirtækið Matís hafa gert með sér rammasamkomulag um að efla þekkingu við vinnslu sjávarafurða.

Um er að ræða stefnumarkandi rammasamning sem gengur út á að auka nýtingu hráefnis, lengja líftíma framleiddrar vöru, auka nýtingu á því sem til fellur við framleiðslu, svokallaða aukahráefni, og draga úr orku- og vatnsþörf í öllum stigum framleiðslunnar.  Mikil tækifæri eru að mati Martaks og Matís í því að bæta núverandi vinnsluferla við vinnslu sjávarafurða og minnka þannig umhverfisáhrif framleiðslunnar. „Sem metnaðarfullt fyrirtæki sem horfir stöðugt til þess að bæta eigin framleiðslu og stuðla að hagkvæmni og nýtingu viðskiptavina okkar teljum við afar mikilvægt að fá aðgang að þeirri þekkingu og fagmennsku sem Matís býr yfir,“ segir Stefán Haukur Tryggvason, framkvæmdastjóri Martaks.

Samstarf þekkingar og framleiðslu: Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Stefán Haukur Tryggvason, framkvæmdastjóri Martaks undirrita stefnumarkandi samning um samstarf fyrirtækjanna um þróun framleiðslulausna sem auka hagkvæmi og nýtingu hráefnis og spara orku og vatn.

Auk þessa mun Matís verða Martaki innan handar varðandi umsóknaskrif til tækni-, vísinda- og nýsköpunarsjóða og mun Matís veita ráðgjöf meðal annars í hvaða sjóði er álitlegast að sækja um í og hvernig best verður staðið að þeim umsóknum. „Fyrir okkur er mikilvægt að tengja saman þekkingu og framleiðslu til að stuðla að framþróun í matvælaiðnaði. Eitt af markmiðum okkar er að efla nýsköpun í matvælaiðnaði og því ómetanlegt að vinna með framsæknu fyrirtæki á sviði framleiðslulausna í matvælaiðnaði,“ segir Sveinn Margeisson, forstjóri Matís.

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla.

Martak ehf. er í hópi öflugustu útflutningsfyrirtækja Íslands og í fararbroddi í þróun og framleiðslu á lausnum og búnaði til vinnslu sjáfarafurða þó einkum rækjuafurða. Hjá fyrirtækinu starfar metnaðarfullt starfólk með mikla reynslu í lausnum fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið er með tvær starfsstöðvar, vöruþróun, framleiðsla, sala og þjónusta á Íslandi og þjónusta og sala í Kanada, auk umboðsmanna og dreifingaraðila í Bandaríkjunum og víðs vegar um Evrópu.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Haukur Tryggvason í síma 422-1800 og Sveinn Margeirsson í síma 422-5000.

Fréttir

Hvítfiskur í Norður-Atlantshafi – leiðir til aðgreiningar frá ódýrari fiski

WhiteFishMall verkefninu er nú nýlokið en í því verkefni var markmiðið að tryggja enn frekari aðgreiningu á bolfiski úr Norður-Atlantshafinu frá ódýrari hvítfisktegundum, sem nú streyma inn á okkar helstu markaðssvæði, sér í lagi inn á Bretlandsmarkað.

Vinna við verkefnið hófst í byrjun árs 2012 og hafa farið fram markaðsrannsóknir í Bretlandi á meðal fiskneytenda, auk þess sem viðtöl og fundir hafa verið haldnir með aðilum sem starfa í þessum geira við vinnslu, sölu og markaðsstarf. Viðhorf rýnihópa sem samanstanda af dæmigerðum fiskneytendum í Bretlandi hafa hefur verið könnuð gagnvart bolfiskafurðum frá N-Atlantshafi og hvernig bæta megi upplifun þeirra við innkaup, matreiðslu og neyslu.

Nánari upplýsingar um WhiteFishMall verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins en loka skýrsluna má finna á vefsvæði Nordic Innovation.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Jónas R. Viðarsson.

Fréttir

Sykursýkishamlandi virkni í bóluþangi – MSc. fyrirlestur í næringarfræði

Margrét Eva Ásgeirsdóttir heldur fyrirlestur um sykursýkishamlandi virkni í bóluþangi (Fucus vesiculosus) og furutrjáberki sem könnuð var með notkun 3T3-L1 fitufrumumódels. Fyrirlesturinn fer fram í Verinun, Vísindagörðum sem staðsettir eru á Sauðárkróki. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 10:00-11:00 (salur: Esja-311).

Markmiðið var að kanna áhrif útdrátta úr bóluþangi og furutrjáberki á fituuppsöfnun í 3T3-L1 fitufrumumódeli, hindrandi áhrif þeirra gegn α-glucosidase ásamt andoxunarvirkni.

Þrír þangútdrættir hindruðu fituuppsöfnun í 3T3-L1 frumunum án þess að hafa áhrif á lifun þeirra og sýndi F. vesiculosus vatnsútdráttur bestu virknina með 35% hindrun í styrkleika 0,1 mg/mL. F. Vesiculosus sýruútdráttur sýndi einnig góða virkni með 19% hindrun í sama styrkleika. Þá höfðu bæði þang- og furutrjábarkar útdrættir sterka andoxunarvirkni svo og hindrunarvirkni gegn α-glucosidase. Furutrjábörkurinn hafði mestu andoxunarvirknina í ORAC með 2869 µmol TE/g og sami útdráttur hafði góða hindrunarvirkni gegn α-glucosidase með 1,3 µg/mL IC50 gildi.

Frekari rannsókna er þörf til að bera kennsl á þá ferla sem hindra fituupp-söfnunina. Einnig geta in vivo rannsóknir veitt upplýsingar um hvort þessara áhrifa gæti einnig í lifandi verum. Þetta gæti leitt til þróunar og framleiðslu á fæðubótarefni sem hægt væri að nota til að koma í veg fyrir offitu og þá efnaskiptasjúkdóma sem henni tengjast.

Verkefni til meistaragráðu í matvælafræði unnið á Líftæknismiðju Matís á Sauðárkróki.

Leiðbeinendur: dr. Eva Küttner , dr. Hörður G. Kristinsson og dr. Björn Viðar Aðalbjörnsson

Prófdómari: dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir

Skýrslur

Saltfiskþurrkun við íslenskar aðstæður (R13 078-12)

Útgefið:

01/02/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Gísli Kristjánsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS – Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Saltfiskþurrkun við íslenskar aðstæður (R13 078-12)

Þurrkaður saltfiskur er vinsæl neysluvara í Suður-Evrópu og Suður-Ameríku. Töluvert magn af þeim saltfiski sem fluttur er frá Íslandi er þurrkaður í Portúgal, áður en hann er seldur til neytenda þar í landi eða fluttur áfram til Brasilíu. Áhugi er fyrir því að skoða fýsileika þess að flytja þurrkunarferlið hingað til lands og auka þannig virðisauka afurðar. Markmiðið með þessu verkefni var að byggja upp þekkingu við framleiðslu á þurrkuðum saltfisk úr íslensku hráefni, sem hefur verið saltaður og þurrkaður við íslenskar aðstæður með notkun jarðvarma. Ennfremur að þróa þurrktækni sem getur framleitt sambærilega afurð og jafnvel betri en er á markaði í dag. Til að ná þessum markmiðum voru tilraunir gerðar með þurrkun á saltfiski í íslenskum grindarklefa (pýramídaþurrkara). Áhrif þurrkunar á mismunandi tegunda fisks, sem var verkaður við mismunandi söltunaraðferðir og meðhöndlun fyrir þurrkun og meðan á þurrkun stóð, voru bornar saman. Niðurstöður sýndu að munur var á þurrkhraða milli fisktegunda (langa, keila og þorskur). Einnig var munur milli þorsks sem var pækilsaltaður og þorsks sem var pæklaður og sprautaður með Carnal fosfati. Enginn þyngdarmunur mældist milli pæklaðs fisks, með eða án fosfats frá sama framleiðanda í þurrkun. Nokkur ávinningur í formi hraðara þyngdartaps í þurrkun náðist með því að fergja fiskinn, meðan á þurrkun stóð. Hita- og rakastig í þurrkklefanum var mjög stöðugt og ekki marktækur munur á þurrkhraða í fiski, staðsettum á mismunandi stöðum í klefanum. Niðurstöður mælinga á vatns- og saltinnihaldi á mismunandi stöðum í fiskholdi sýndu minnsta vatnsinnihaldið á yfirborði fisksins eftir þurrkun.

Dried salted fish is a popular consumer product in Southern Europe and South America. Large quantities of salted fish export from Iceland are further processed into dried salted products in Portugal, before consumed in Portugal or exported to Brazil. By drying the salted fish in Iceland an added value could be achieved, before export. The aim of the project was to build up expertise in the production of dried salted fish from Icelandic ingredience, using geothermal energy. Furthermore, to develop a drying technology which can produce a similarproducts and even better that is on the market today. To achieve these objectives, attempts were made by drying the salted cod in Icelandic, grid cell (pyramid dryer). Fish of different species, different salting methods and treatment for drying and during the drying period, were compared. The results showed signifcant difference in drying rate between fish species (ling, tusk and cod). Also there was a difference between cod which was picle salted and brined cod injected with Carnal phosphate. No differences in weight loss was observed between brined cod, with or whitout phosphate, from the same producer. Some advatages can also be achieved by compressing the fish during drying, which speeds up the weight loss. The humitidy and temperature in the drying tunnel were stable and no difference could be found in drying rate of fish in different locations in the drying tunnel. Results from water and salt content in different locations in the fish, showed the lowest water content on the surface of the fish after drying.

Skoða skýrslu

Fréttir

Allt vitlaust eftir viðtal í Bítinu á Bylgjunni

Í síðastliðinni viku var viðtal við Ásthildi Björgvinsdóttur en fyrirtækið hennar, Ástrík, www.astrik.is, framleiðir popp meðal annars með karamellu og sjávarsalti. Í lok viðtalsins talaði Ásthildur eilítið um Matís og sagði að fyrirtækið væri „snilld“.

Eftir þetta viðtal varð eiginlega allt vitlaust hjá Matís í fyrirspurnum um hvernig fyrirtækið getur aðstoðað frumkvöðla og smærri fyrirtæki við að koma matarhugmyndum á framleiðslustig eða koma minni framreiðslu í stærri einingar til sölu hér á landi og erlendis.

En hvernig getur Matís hjálpað?

Eins og Ásthildur orðaði það þá er Matís snilldar fyrirtæki sem gefur aðilum kleift að nota löglega og vottaða aðstöðu, hjálpar í þessum málum til að byrja með og kemur með ábendingar og býður fram aðstoð.

Við ætlum ekki að mótmæla þessum orðum! 🙂

Viltu vita meira um hvernig Matís getur hjálpað? Kíktu þá að þessa síðu okkar, www.matarsmidjan.is.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.

Viðtalið við Ásthildi má finna á vefsíðu Bylgjunnar, www.bylgjan.is.

Fréttir

Neysla Íslendinga á seleni, arseni, kadmíum og kvikasilfri úr sjávarafurðum

Lilja Rut Traustadóttir heldur fyrirlestur til meistaraprófs í Háskóla Íslands 3. febrúar nk. en rannsókn hennar byggir á aðferðafræði heildarneyslurannsókna. Niðurstöður rannsóknarinnar má nýta til stefnumótunar í lýðheilsu og þá sérstaklega sem ráðleggingar til ungra kvenna um hollustu sjávarafurða.

Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu N-132, þann 3. febrúar kl. 15-16.

LiljaRut_Auglysing_MS_fyrirlestur

Um rannsóknir á heildarneyslu aðskotaefna

Matís er þátttakandi í athyglisverðu Evrópuverkefni (www.tds-exposure.eu) þar sem þróaðar verða aðferðir til meta hversu mikið af óæskilegum aðskotaefnum fólk fær úr matvælum.

Verkefnið heitir Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna úr matvælum, Total Diet Study Exposure, og er unnið í samstarfi við 19 Evrópulönd og er verkefnið styrkt að hluta úr 7. rannsóknaáætlun Evrópu (FP7).

Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjór hjá Matís, er aðal tengiliður Matís í þessu verkefni og veitir hún nánari upplýsingar um rannsóknina.

Fréttir

Aukin afköst við kælingu makríls – fyrlestur til meistaraprófs við HÍ

Sindri Rafn Sindrason flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Heiti verkefnisins er “Aukin afköst við kælingu makríls”. 

Ágrip

The objective of this study was to investigate the possibility of combining two existing cooling systems, Refrigerated Sea Water system (RSW) and Chilled Sea Water (CSW), to see if the outcome could be beneficial for fisheries to implement in their production. The main principle behind the idea is to add ice, preferably slurry ice, to help the RSW system to cool the catch down to an optimum temperature. The anatomy of the mackerel is discussed as well as seasonal variation and other important aspects of the species.

A closer look into the two cooling systems in question as well as the Icelandic mackerel quota was taken. One of the main objectives was to calculate the ice requirements for the different cooling systems, as well as compare their oil consumption and cooling rate of the product. Similar cooling treatments can also be used at other stages in the production line. Therefore the study also included a small experiment on using slurry ice to pre-cool the processed mackerel before plate freezing. Verkefnið er hluti af norræna meistaranáminu AQFood.

Leiðbeinendur

  • Sigurjón Arason, prófessor við Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís
  • María Guðjónsdóttir, lektor við Háskóla Íslands
  • Aberham Hailu Feyissa, lektor við DTU
  • Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Háskóla Íslands

Prófdómari

  • Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá Vínbúðinni

Hvenær hefst þessi viðburður: 

28. janúar 2016 – 15:00

Staðsetning viðburðar: 

VR-II

Nánari staðsetning: 

Stofa 138

Fréttir

Fundur á Blönduósi um heimavinnslu matvæla

Nokkrar konur í Austur-Húnavatnssýslu komu saman á dögunum og ræddu möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði. Í framhaldinu var ákveðið að boða til fundar þar sem Óli Þór Hilmarsson frá Matís heldur erindi til kynningar og fræðslu um hvað þurfi að gera til að koma slíku í gang, en frá þessu segir á www.huni.is.

Nánari upplýsingar um fundinn á Blönduósi má finna á www.huni.is.

Upplýsingar um Matarsmiðjur Matís má finna á www.matis.is/matarsmidjur.

Fréttir

Þrjú útflutningsleyfi fyrirtækja í gegnum Matarsmiðju Matís

Á dögunum fékk Margildi svokallað A leyfi útgefið af Matvælastofnun til framleiðslu, sölu og dreifingar á lýsi úr uppsjávarfiskum en slíkt leyfi gerir þeim kleyft að flytja framleiðsluvörur sínar til annarra Evrópulanda.

Þó svo að ekki sé ætlunin að hefja mikla framleiðslu á lýsi hér í Matarsmiðju Matís á Vínlandsleið, þá er leyfið samt sem áður skilyrði þess að geta sent framleiðsluvörur til kynningar á innlenda sem erlenda markaði. Margildi er þriðja fyrirtækið til að fá A leyfi í Matarsmiðju Matís í Reykjavík. Arctic seafood var fyrst til að fá slíkt leyfi fyrir krabbavinnslu sína og fyrir um mánuði síðan fékk Trít sitt A leyfi, en megin starfssemi Trít er að útbúa matargjafakörfur. Starfssemi Trít hér í Matís snýst um framleiðslu afurða úr villtri gæs s.s. gæsaconfi og  gæsalifrarmús ásamt tilheyrandi meðlæti eins og lauksultu og sérstakri sósu.

Það að þrjú fyrirtæki séu komin með útflutningsleyfi til Evrópu á sínar vörur, auk þess sem allnokkrir frumkvöðlar og smáframleiðendur eru með leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfestir að aðstaða Matís á Vínlandsleið uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja.

Leyfisveitingar eru með tvennum hætti hér á landi. Matvælastofnun sinnir eftirliti og gefur út starfsleyfi fyrir framleiðsluvörur úr dýraríkinu en Heilbrigðiseftirlitið veitir leyfi og er með eftirlit á vörum úr jurtaríkinu. Viðfangsefni þeirra sem eru með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti eru af ýmsum toga; viskíframleiðsla á frumstigi, bjórbruggun, súkkulaðigerð, smákökubakstur, deiggerð, sinnepsgerð, safagerð og bulsugerð, eru dæmi um vörur sem þegar eru komnar í framleiðslu og væntanlegt á næstu vikum er snafsagerð og eftiréttagerð.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís og nánari upplýsingar um matarsmiðjur Matís má finna www.matis.is/matarsmidjur/

Fréttir

Losum okkur við farveg klíkumyndunnar og raunverulegir hæfileikar blómstra

Eitthvað í þessa veru orðar Alda Möller þetta í áhugaverðu viðtali við Intrafish fyrir stuttu. Intrafish er fréttaveita um sjávarútvegsmál en Alda er fyrrum starfsmaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins (Rf er forveri Matís).

Viðtalið ber nafnið “Women in Seafood” og má finna í heild sinni á vef Intrafish.

IS