Fréttir

Nýsköpun og þróun á vörum og þjónustu eru mjög mikilvæg fyrir sjálfbæran vöxt fiskeldis

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Matís var þátttakandi í verkefninu Aquaculture Innovation Network for northern Periphery and Arctic (AINNPA) sem styrkt var af Northern Periphery and Arctic Programme (NPA). Verkefnið, sem var forverkefni samstarfsaðilana fyrir undirbúning stærra verkefnis, snérist um að tengja saman lítil og meðalstór þróunarfyrirtæki á NPA svæðinu við fiskeldisiðnaðinn.

Nýsköpun og þróun á vörum og þjónustu eru mjög mikilvæg fyrir sjálfbæran vöxt fiskeldis. Minni fyrirtæki í fiskeldisgeiranum hafa ekki alltaf aðgang að nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum sem geta hjálpað fiskeldisfyrirtækjum að vaxa. AINNPA verkefninu var ætlað að taka á þessu vandamáli með því að tengja saman aðila og flytja þekkingu að fiskeldisiðnaðinum og opna nýja markaði fyrir lítil- og meðalstór þróunarfyrirtæki sem hafa ekki áður verið í samstarfi við fiskeldisiðnaðinn.

Samstarfsaðilar verkefnisins, University of Stirling (Bretland), Aquaculture Research Station of the Faroes (Færeyjar), SINTEF (Noregur) og Indigo Rock Marine Research Station (Írland) hafa allir langa reynslu í rannsóknum og nýsköpun fyrir fiskeldi, hver á sínu sviði. Aðilarnir hittust á fyrsta fundi verkefnisins í höfuðstöðvum Matís snemma árs 2017 og lögðu línurnar fyrir komandi mánuði.

Niðurstöðum verkefnisins var skilað til NPA sjóðsins í september. Þeim er ætlað að vera grunnur fyrir áframhaldandi samstarf aðilanna.

IS