Fréttir

Samstarf Náttúrustofunnar og Matís skilar nýjum hugsunum

Samstarf Náttúrustofu Vestfjarða og Matís vegna rannsókna á umhverfismálum strandsjávar hefur án efa skilað sér í nýjum hugsunum og nálgunum, að sögn Þorleifs Eiríkssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða.

Þorleifur segir í samtali við Útvegsblaðið að samstarfið sýni þá möguleika sem felast í klasasamstarfi eins og Íslenska sjávarklasanum.

Rannsóknarsamstarf Náttúrustofu Vestfjarða og Matís hefur verð allt frá athugunum á ákjósanlegum staðsetningum fyrir fiskeldi yfir í það hvað verður um lífræn umframefni sem ofauðga botn og sjó. Samstarfið hófst þegar Náttúrustofa Vestfjarða kom að rannsóknum Matís varðandi tilraunir við að nota ljós til að seinka kynþroska þorsks. Þá kom Náttúrustofan einnig að rannsókn Matís á umhverfisþáttum fiskeldis sem fyrirtækið vann með fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum.

Vegna samstarfsins hefur Náttúrustofa Vestfjarða getað í auknum mæli þróað ýmsar kenningar sem hægt er að alhæfa ! út frá. Þá hafa rannsóknirnar leitt fram niðurstöður sem nýtast fiskeldi betur en þröngar þjónusturannsóknir. „Frá þeim tíma hefur samvinna okkar gert Náttúrustofu Vestfjarða kleift að færa sig yfir í hreinar akademískar grunnrannsóknir á umhverfismálum strandsjávar til viðbótar við ráðgjöf og þjónustu rannsóknir fyrir einstök fyrirtæki. Við höfum meðal annars stundað rannsóknir á því hvað verður um lífræn umframefni sem berast út í umhverfið og áhrif þeirra á lífríkið í sjónum. Það verkefni hefur þróast yfir í að vera okkar stærsta samstarfsverkefni,“ segir Þorleifur við Útvegsblaðið.

Ný hugsun og nálganir hafa komið í kjölfar samstarfsins. „Þegar kemur að okkar verkefnum er aðalatriðið að vinna að rannsóknum sem stuðla að vistvænu fiskeldi. Þær rannsóknir hafa síðan þróast yfir í stærri verkefni þar sem við erum að reyna að skilja þessi umhverfismál í stærri heild. Við vorum að ljúka grunnrannsóknarverkefni sem við köllum „Lífríki fjarð! a.“ Þar er um að ræða grunnrannsókn á þolmörkum íslenskra fjarða fyrir lífrænni mengun.“

Aðrar rannsóknir hafa verið unnar í samstarfi við Matís að sögn Þorleifs, t.d. á þróun eldiskvía og hvaða ásætur festast á kvíarnar. Þá vinnur Náttúrustofa Vestfjarða, í samstarfi við Matís, að því að skoða sameldi þorsks og kræklings, en of snemmt er að greina frá þeim niðurstöðum.

Frétt þessi birtist á vefsvæði Bæjarins Besta, www.bb.is (asta(at)bb.is)

IS