Þessi skýrsla er hluti verkefnisins „Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis.“ Meginviðfangsefni voru að kanna farvegi helstu hliðarafurða grænmetisframleiðslu á Íslandi, koma með hugmyndir að vöruþróun, leita heimilda um eiturefni sem gætu hindrað notkun í matvæli og að lokum að áætla gróflega magn þeirra hliðarafurða sem til falla á ársgrundvelli. Þar að auki voru gerðar efnamælingar á völdum hliðarafurðum.
Í skýrslunni er að finna samantekt um ályktanir og tillögur. Talið er að miklir möguleikar séu á verðmætasköpun úr þeim hliðarafurðum sem falla til við framleiðslu grænmetis á Íslandi. Ein leið til verðmætasköpunar er einangrun á lífvirkum efnum til notkunar í matvæli, fæðubótarefni og snyrtivörur. Möguleikar felast einnig í gerjun og súrsun hliðarafurða og vinnslu þeirra til íblöndunar í matvæli. Úrgangur frá garðyrkjunni þarf einnig að hafa farvegi sem leiða til nýtingar. Matvælaöryggi á alltaf að vera fyrsta viðfangsefnið þegar afurðir eru þróaðar úr hliðarafurðum. Því er nauðsynlegt að gera mælingar á óæskilegum efnum í hliðarafurðum áður en nýjar vörur eru fullþróaðar.
_____
This report is a part of the project „Improved quality, shelf-life and reduced waste in the vegetable value chain.“ The main tasks were studies of (a) current utilization of by-products from the vegetable production, (b) possible product development, (c) information on toxins in the by-products, (d) amount of available by-products. Additionally, nutrient analyses were carried out on selected by-products.
The report includes conclusions and proposals. It is concluded that there are considerable possibilities for value creation from vegetable by-products. One of the possibilities is the use of bioactive compounds from by-products for food, supplements and cosmetic products. Other possibilities are fermentation and addition of homogenized by-products to foods. Wastes from horticulture should also have routes for utilization. Food safety should always be considered when food uses of by-products are considered. Therefore, by-products should be analysed for contaminants and toxicants.