Þann 13. september síðastliðinn fór fram samnorræn ráðstefna um umhverfisáhrif sjávarútvegsins og orkuskipti í greininni. Ráðstefnan var haldin á vegum AG Fisk en það er samráðsvettvangur um sjávarútvegsmál sem starfar þvert á öll Norðurlöndin fyrir tilskipan Norrænu Ráðherranefndarinnar sem Ísland leiðir árið 2023.
Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís stýrði viðburðinum fyrir hönd AG-Fisk. Margir af helstu sérfræðingum Norðurlandanna í málaflokknum fluttu erindi auk þess sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, flutti opnunarávarp. Ráðstefnan fór fram á ensku.
Ráðstefnan var tekin upp í heild sinni og eru upptökurnar aðgengilegar í spilurum hér að neðan.
Svipmyndir frá viðburðinum: