Fréttir

Ráðstefna um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi – upptaka

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þann 13. september síðastliðinn fór fram samnorræn ráðstefna um umhverfisáhrif sjávarútvegsins og orkuskipti í greininni. Ráðstefnan var haldin á vegum AG Fisk en það er samráðsvettvangur um sjávarútvegsmál sem starfar þvert á öll Norðurlöndin fyrir tilskipan Norrænu Ráðherranefndarinnar sem Ísland leiðir árið 2023.

Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís stýrði viðburðinum fyrir hönd AG-Fisk. Margir af helstu sérfræðingum Norðurlandanna í málaflokknum fluttu erindi auk þess sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, flutti opnunarávarp. Ráðstefnan fór fram á ensku.

Ráðstefnan var tekin upp í heild sinni og eru upptökurnar aðgengilegar í spilurum hér að neðan.

Svipmyndir frá viðburðinum:

Upptaka frá ráðstefnunni, fyrsti hluti:

Upptaka frá ráðstefnunni, annar hluti:

Upptaka frá ráðstefnunni, þriðji hluti:

Frekari upplýsingar um viðburðinn og glærur frá þeim erindum sem flutt voru má nálgast á verkefnasíðu hans hér: Norrænt netverk um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi