Fréttir

Námskeið í þörungalíftækni

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Í samstarfi við Háskólann í Cambridge, SAMS (Scottish association for Marine Science), Fraunhofer og Culture Collection of algae & protozoa býður Matís upp á námskeið í þörungalíftækni. Námskeiðin eru hluti af EIT-food verkefninu Algae Biotechnology

Markmið þessara námskeiða er að veita grunn þjálfun og fræðslu í þörungalíftækni. Fjallað verður um ræktun þörunga, vöxt þeirra og líftækni á rannsóknarstofum og í tilraunaaðstöðu. Þátttakendur munu fá innsýn í reynsluheim sérfræðinga bæði frá iðnaðar- og frumkvöðlasjónarmiði. Þetta getur hjálpað þátttakendum að stofna eða bæta eigin starfsemi sem snýr að þörungum.

Boðið er upp á námskeið bæði á netinu og í eigin persónu og mun það tryggja uppbyggingu og eflingu tengslanets fyrir alla þátttakendur víða að úr heiminum.

Námskeiðið er opið öllum með BA-, MSc- eða doktorsgráðu eða umtalsverða reynslu úr fiskeldisgeiranum eða matvælakerfinu, sérstaklega fólki frá löndum innan ESB og EIT Food tengdum löndum.

Þrjár leiðir til þess að taka þátt í námskeiðinu:

  • 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) sem fylgt er eftir með 5 daga staðnámskeiði (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)
  • Aðeins 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) (60 laus pláss)
  • Aðeins 5 daga staðnámskeið (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)

Nánari upplýsingar um námskeiðið ásamt upplýsingum um skráningu má finna á vefsíðu verkefnisins hér: Algae Biotechnology

IS