Þér er boðið að taka þátt í rannsóknarverkefni um staðbundin matvælakerfi sem unnið er innan Evrópuverkefnisins Cities2030. Cities2030 er styrkt af Horizon2020 áætlun Evrópusambandsins. Í því eru 41 þátttakandi sem deila svipaðri sýn á það hvernig hægt er að bæta matvælakerfi. Könnunin er þróuð af Cities2030 verkefninu og samræmd af Ca’ Foscari háskólanum í Feneyjum (frekari upplýsingar má finna á: www.cities2030.eu).
Tilgangur
Könnunin miðar að því að bera kennsl á hindranir og veikleika staðbundinna matvælakerfa með borgar-matvælakerfanálgun (e. city-region food system approach). Sem hluti af þessari rannsókn erum við að safna skoðunum fólks í fjölmörgum Evrópulöndum og reynslu þeirra af staðbundnum matvælakerfum. Gögnin verða notuð af Cities2030 verkefninu til að þróa framtíðarráðleggingar með ítarlegum rannsóknum.
Þátttaka
Könnunin er rafræn og algjörlega nafnlaus. Þátttaka þín í könnuninni er valfrjáls og ætti að taka um 10 mínútur að svara henni. Þú getur neitað að taka þátt í könnuninni eða hætt í henni hvenær sem er (án refsingar). Að svara hverri spurningu er skilyrði.