Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.
Höfundur: Kristín Edda Gylfadóttir
Í verkefninu var gerð úttekt á hlutfalli kjöts, fitu og beina í lambakjöti. Í úttektina voru valdir skrokkar úr kjötmatsflokkunum O-2, R-2, R-3, U-2, U-3, U-3+, og E-3, níu skrokkar úr hverjum matsflokki, alls 63 skrokkar. Skrokkar úr þessum flokkum ná yfir 92% framleiðslunnar miðað við skiptingu í kjötmatsflokka árið 2021. Skrokkar voru valdir á þremur mismunandi sláturdögum, í tveimur sláturhúsum, norðanlands og sunnan, með þeim hætti að fagsviðsstjóri kjötmats hjá Matvæla-stofnun, valdi alla skrokka og staðfesti að hver skrokkur væri hefðbundinn skrokkur í sínum matsflokki en ekki á mörkum flokksins. Daginn eftir slátrun var skrokkunum skipt í tvennt. Öðrum helmingi var skipt í læri, frampart, slag og hrygg samkvæmt hefðbundinni skiptingu, en hinum helmingunum var skipt í þrjá þyngdarflokka, léttir undir 14,5 kg, miðlungs 14,5 – 16,8 kg og þungir 16,9 – 19,0 kg. Helmingarnir voru síðan partaðir á mismunandi hátt, þar sem hlutar fóru í hinar ýmsu afurðir. Nákvæmisúrbeiningu var beitt fyrir báða helminga lamba-skrokkanna til að finna skiptingu hinna ýmsu stykkja og afurða í kjöt, fitu, bein og sinar. Rýrnun var einnig fundin vegna taps við úrbeiningu.
Kjötnýting (kjöthlutfall) fyrir lambaskrokkana í heild var 59,0 (50,7-67,3)%, fituhlutfall var 16,2 (9,7-28,0)%, hlutfall beina var 17,7 (13,4-22,1)% og hlutfall sina var 6,3 (4,4-8,1)%. Rýrnun við nákvæmisúrbeiningu var 1,1 (0,0-2,5)%. Meðalkjötnýtingin var hæst í matsflokknum U-2 nema fyrir framparta þar sem nýtingin var heldur hærri í E-3. Innan holdfyllingarflokkanna U og R kom glöggt fram hvernig hlutfall fitu breytist í samræmi við skilgreiningar á fituflokkum.
Hlutfall kjöts, fitu og beina í mismunandi gæðaflokkum staðfestir að kjötmatið er raunhæft og í samræmi við skilgreiningar sem liggja að baki matinu.
Hlutföll kjöts, fitu, beina, sina og rýrnunar voru fundin fyrir 30 lambakjötsafurðir úr völdum þyngdarflokkum. Hátt kjöthlutfall fékkst fyrir læri án kjúku, mjaðmabeins og rófubeins úr þungum skrokkum (74%) og læri með skanka án mjaðmar bæði úr léttum og miðlungs skrokkum (69%).
Mælingar voru gerðar á næringarefnum í lambakjötsstykkjum og lambakjöts-afurðum. Þungmálmamælingar voru gerðar á lambakjötsstykkjum. Þessar niðurstöður munu nýtast við merkingar umbúða og við upplýsingagjöf til neytenda og söluaðila. Lambakjötið var það ríkt af B12-vítamíni, fólat vítamíni, kalíum og sinki að leyfilegt er að merkja þessi efni sem hluta af næringargildismerkingu kjötsins á umbúðum. Þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín, blý og arsen voru ekki mælanlegir í kjötinu, þ.e. voru undir þeim mörkum sem mögulegt var að mæla með öryggi. Þessi mörk eru mjög lág og því er mögulegur styrkur þungmálmanna afar lágur.
Sýnataka á lambainnmat og öðrum hliðarafurðum fór fram í þremur sláturhúsum, hjá SS á Selfossi, KS á Sauðárkróki og Norðlenska á Húsavík. Sýna var aflað af lifrum, nýrum, hjörtum, lungum, eistum, vélinda, brisi, milta, og blóði. Efnamælingar voru gerðar á völdum næringarefnum og þungmálmum. Lambainnmaturinn og hliðarafurðirnar eru auðugar af járni og seleni en þessi efni eru mikilvæg næringarefni. Öll sýnin ná marktæku magni af seleni. Þegar um marktækt magn er að ræða er merking á umbúðum matvæla leyfileg samkvæmt merkingareglugerð. Flest sýnin náðu marktæku magni af járni. Þungmálmurinn kadmín var mælanlegur í lifur og nýrum en ekki öðrum sýnum. Kvikasilfur, blý og arsen voru ekki mælanleg í sýnunum, þó með þeirri undantekningu að kvikasilfur í nýrum var mælanlegt.
Niðurstöður efnamælinga kalla á athygli og endurbætur á merkingum og upplýsingagjöf.
Meat, fat, and bone ratios of Icelandic lamb – Chemical composition of lamb meat and side-products
Meat, fat, and bone ratios of Icelandic lamb meat, were studied. Carcasses from the EUROP classes: O-2, R-2, R-3, U-2, U-3, U-3+, and E-3 were selected, nine carcasses from each class, a total of 63 carcasses. Carcasses from these classes represent 92% of the lamb meat production in Iceland as reported for 2021. Carcasses were selected during three slaughtering days, in two slaughterhouses in north and south Iceland. The EUROP classifications of carcasses were confirmed by a specialist from the Icelandic Food and Veterinary Authority.
The carcasses were divided into halves the day after slaughtering. One half was divided into traditional cuts: leg, forequarter, saddle, and flank. The other half was used for study of various cuts, where each product was made from one of three selected carcass weight ranges: light carcasses below 14.5 kg, medium carcasses 14.5-16.8 kg and heavy carcasses 16.9-19.0 kg. Deboning was carried out on all products and yields were reported (meat, fat, bones, tendons). Wastage due to cutting, and deboning was reported.
Tissue ratios for whole lamb carcasses were on average 59% meat, 16% fat, 18% bones, and 6% tendons. Wastage during cutting and deboning was 1,1%. The meat yields were highest for class U-2, except for forequarter which had a bit higher meat yield for class E-3. For conformation classes U and R, it was clear that fat yields were related to the definitions of fat thickness for fat classes 2, 3 and 3+.
Yields were reported for meat, fat, bones, and tendons in 30 meat products. Highest meat yields were for leg products (74% and 69%).
Selected nutrients were analysed in legs, forequarters, saddles, flanks, and several products. The results will be used for labelling and dissemination. Lamb meat was rich in vitamin B12, folate, potassium, and zinc. These nutrients can be used for nutrition declarations of the meat. The heavy metals mercury, cadmium, lead, and arsenic were below the quantification limits in lamb meat. The quantification limits were very low.
Sampling of lamb organ foods and side-products was carried out in three slaughterhouses. The following side-products were sampled: Liver, kidneys, heart, lungs, testicles, gullet, sweetbread, spleen, and blood. Selected nutrients and heavy metals were analysed. These products were generally rich in selenium and iron which can be used for nutrition declarations in most cases. The heavy metal cadmium was reported for liver, and kidneys, cadmium was however below the quantification limit in other products.
Aðgengi að hágæða próteini, framleiddu á sjálfbæran hátt verður sífellt takmarkaðra en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Aukin áhersla hefur verið lögð á sjálfbærari neysluvenjur og lífsstíl í vestrænum samfélögum með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Til að mæta aukinni þörf fyrir prótein þurfa neytendur að draga úr neyslu á dýrapróteini og auka neyslu annarra próteina. Slík prótein eru ekki aðeins hefðbundin plöntuprótein heldur einnig nýprótein eins og einfrumungar sem eru tiltölulega ný á matvælamarkaði í Evrópu.
Innan Evrópuverkefnisins NextGenProteins, þróaði matvælaframleiðandinn Grímur Kokkur í samvinnu við Matís, grænmetisrétti sem innihéldu próteingjafann Torula. Áherslan var aðallega lögð á tilbúna grænmetisrétti sem innihalda nýprótein í því magni að hægt sé að merkja réttina sem próteingjafa (að minnsta kosti 12% hitaeininga (kcal) úr próteini af heildar hitaeiningum).
Þessi skýrsla lýsir tilraunum á þróun á brauðuðum grænmetisbollum sem innihalda Torula og döðlufyllingu og brauðuðum risottobollum sem innihalda Torula. Metnir voru skynrænir eiginleikar, næringarefni og upplifun neytenda af bollunum. Skynmat framkvæmt af þjálfuðum skynmatsdómurum benti ekki til neinna galla varðandi skynræn gæði og viðbrögð neytenda voru almennt mjög jákvæð. Ennfremur innihéldu vörurnar báðar meira en 12% kcal úr próteinum. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að vöruþróun tilbúinna grænmetisrétta sem innihalda Torula hafi tekist vel.
_____
Access to high quality, sustainably produced proteins is becoming increasingly restricted due to a growing world population, increased pressure on natural resources and climate change, while at the same time the global protein demand has never been higher. There has been increased emphasis towards more sustainable consumption habits and lifestyle in western societies with the aim to reduce negative environmental effects. To meet the increased need for protein, consumers need to reduce their consumption of animal protein and increase their consumption of alternative proteins. Alternative proteins are not only traditional plant proteins but also from novel sources such as single cells which are relatively new to the food market in Europe.
Within the European project, NextGenProteins, the food producer Grímur Kokkur developed series of vegetarian meals containing the alternative protein source Torula in collaboration with Matís. The focus was mainly placed on vegetarian ready meals containing the alternative protein ingredient in a ratio which enables the producer to claim the ready meals are a source of protein (at least 12% kcal from protein of total kcal).
This report summarises and describes trials of the development of breaded vegetarian cakes containing Torula and date filling and breaded risotto cakes containing Torula, with regard to sensory characteristics, nutrients and consumer liking. Sensory evaluation by trained sensory panellists indicated no defects regarding sensory quality, and both products were very well perceived by consumers. Further, the products both contained more than 12% kcal from proteins. From these results it can be concluded that the product development of the oven-ready vegetarian meals with Torula was successful.
Skoða skýrslu
Fiskur og annað sjávarfang gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja fæðuöryggi, atvinnu og efnahag í heiminum, og þá sér í lagi á Norðurlöndunum. Sjávarfang af Norrænum uppruna kemur auk þess almennt úr sjálfbært nýttum stofnum, er sérlega heilnæmt til neyslu og er í flestum tilvikum með mjög takmarkað kolefnisspor í samanburði við aðra próteingjafa. Það má því að vissu leyti halda því fram að Norrænt sjávarfang sé „sjálfbært ofurfæði“. Neytendur eru hins vegar oft ekki vissir um hvort sjávarfang sé umhverfisvænn kostur. Norrænn sjávarútvegur stendur nú frammi fyrir því tækifæri að taka forystu í orkuskiptum, og þannig geta státað að því að bjóða upp á besta og umhverfisvænasta sjávarfang sem völ er á.
Vinnuhópur um sjávarútveg og fiskeldi (AG-Fisk) sem starfar innan Norðurlandaráðs hefur bent á þessi tækifæri, og sem hluti af formennsku Íslands í ráðinu árið 2023 fjármagnaði AG-fisk verkefni sem ætlað var að stuðla að tengslamyndun innan Norræns sjávarútvegs til að auka vitund og miðla þekkingu um framfarir í fortíð, nútíð og framtíð hvað varðar sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi. Hápunktur verkefnisins var ráðstefna sem haldin var í Reykjavík 13. september 2023, en daginn áður var haldin vinnufundur þar sem tækifæri til aukins Norræns samstarfs voru rædd. Ráðstefnan samanstóð af 13 erindum og sóttu um 150 manns viðburðinn, sem fram fór í Hörpu. Í þessari skýrslu er að finna yfirlit yfir þær framsögur sem fluttar voru á ráðstefnunni. Upptökur frá ráðstefnunni eru einnig aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins.
_____
Seafood is generally a climate-efficient and nutritious type of food. Consumers, however, are often confused as to whether seafood is sustainable or not and what seafood to choose. The Nordic seafood sector has now the opportunity to take the lead in transitioning to low greenhouse gas emissions through energy efficiency measures and shifting to alternative fuels.
The Working Group for Fisheries and Aquaculture (AG-Fisk) within the Nordic council has recognized this, and as part of Iceland’s presidency of the council in 2023, initiated a networking project to raise awareness and share knowledge on past-, present- and future advances in reduction of environmental impacts in Nordic seafood value chains. The highlight of the project was a conference that was held in Reykjavík on 13 September 2023. The conference consisted of 13 presentations and was attended by close to 150 persons. This report contains the proceedings from the conference, representing an abstract of each presentation and the slides presented. Recordings form the conference are also available on the project’s webpage.
Skoða skýrslu
Lang stærstur hluti akuryrkju er keyrður áfram með notkun tilbúins áburðar. Helstu næringarefnin sem litið er til í áburði eru nitur (N), fosfór (P), kalí (K), kalk (Ca) og brennisteinn (S) ásamt fjölmörgum snefilefnum. Lífrænn úrgangur inniheldur þessi sömu næringarefni en er ekki besti áburður sem völ er á hvað varðar styrk næringarefna eða kostnaðar við nýtingu. Í ljósi þess að verð á tilbúnum áburði hefur tvöfaldast milli ára, að um takmarkaðar auðlindir er að ræða og óumhverfisvæna framleiðslu hans, þá er lífrænn úrgangur og hliðarafurðir vinnsla orðnar enn mikilvægari auðlindir sem vert er að nýta í auknum mæli.
Rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásar- hagkerfi var styrkt af Markáætlun Rannís í byrjun árs 2021 þar sem samstarfshópurinn kannar leiðir til að nýta staðbundnar lífrænar auðlindir, aukaafurðir úr ýmiskonar framleiðslu og ferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu. Þessi skýrsla er einn liður í verkefninu þar sem gerð var úttekt á þeim lífræna úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði út frá magni og næringarsamsetningu.
Markmið þessarar skýrslu voru eftirfarandi:
– Að bera kennsl á og reikna út magn lífræns úr- gangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði. reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði.
– Að reikna út magn næringarefna (NPK) í lífrænum úrgangi samkvæmt mælingum sem framkvæmdar voru í verkefninu ásamt innlendum og erlendum heimildum þar sem upplýsinga vantaði.
– Að koma með tillögur og greina hvar helstu tækifæri liggja í aukinni notkun á lífrænum úrgangi til áburðarframleiðslu á Íslandi.
Magn lífræns úrgangs frá dýrum var reiknað út frá fjölda dýra, fóðurþörfum þeirra og fóðurnýtingu. Við útreikninga á magni annarra lífrænna efna var stuðst við bókhald Umhverfisstofnunnar. Næringarinnihald lífrænna hráefna var fundið út ýmist með efnamælingum, heimildaleit eða hvoru tveggja.
Niðurstöður þessa verkhluta varpa ljósi á tækifæri til aukinnar nýtingar lífræns úrgangs til áburðar og þeim fyrirstöðum sem eru til staðar. Niðurstöður gefa til kynna að heildarmagn NPK næringarefna í lífrænum úrgangi sem fellur til á Íslandi eru í svipuðu magni og í innfluttum tilbúnum áburði en magn niturs er þó töluvert lægra. Hvað varðar tækifæri til aukinnar nýtingar ber helst að nefna fiskeldisseyru, sláturúrgang og alifuglaskít. Lífrænn úrgangur er oftast vatnsríkur og styrkur næringarefna lágur. Því þarf meira magn úrgangs með tilheyrandi flutningskostnaði eða frekari vinnslu til að fá svipuð áhrif og með innfluttum tilbúnum áburði.
Skoða skýrslu
Erfðablöndun við eldislax getur breytt erfðasamsetningu villtra stofna, leitt af sér breytingum í lífsögulegum þáttum og jafnvel valdið hnignun stofna. Á Íslandi er sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna vaxandi atvinnugrein. Framleiðsla á eldislaxi hefur farið úr því að vera nánast engin árið 2010 upp í 43.000 tonn árið 2022. Samkvæmt núgildandi ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar (áhættumat erfðablöndunar) er talið að hægt sé að ala 106.500 tonn af frjóum laxi án þess að það valdi neikvæðum áhrifum á nytjastofna villtra laxa.
Í erfðarannsókn frá 2017, þar sem notast var við 15 örtungl (e. microsatellites), fundust merki um erfðablöndun í ám í nálægð við sjókvíaeldi á Vestfjörðum. Í þessari rannsókn voru laxasýni tekin í ám hringinn í kringum landið og sýnafjöldi var tæplega tíu sinnum meiri. Alls voru 6.348 laxaseiði úr 89 ám rannsökuð og áhersla lögð á svæði í nálægð við sjókvíaeldi.
Flest sýni tilheyrðu hrygningarárgöngum 2014-2018 þegar framleiðsla á eldislaxi var um 6.900 tonn að meðaltali. Sýni voru erfðagreind með 60.250 samsætum (SNP-erfðamörkum) og erfðaupplýsingar 250 eldislaxa nýttar til samanburðar. Stuðull erfðamunar (FST) milli íslenskra laxa og eldislaxa var 0,14 að meðaltali (miðað við 34.700 SNP) og 0,62 fyrir þau erfðamörk sem sýndu mestan aðskilnað milli hópanna tveggja (196 SNP). Erfðablöndun var greind með fjölþáttagreiningu (PCA) og í líkönum forritanna ADMIXTURE, STRUCTURE og NewHybrids.
Alls greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar (afkvæmi eldislaxa og villtra laxa) í 17 ám (2,1% sýna, innan 18% áa). Eldri blöndun (önnur kynslóð eða eldri) greindist í 141 seiðum í 26 ám (2,2% sýna, innan 29% áa). Fyrstu kynslóðar blendingar voru algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum sem er í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna.
Erfðablöndun greindist yfirleitt í minna en 50 km fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar fundust í allt að 250 km fjarlægð. Aftur á móti var eldri erfðablöndun tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun var mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32% (72 af 228) seiðanna. Þörf er á frekari rannsóknum á kynslóðaskiptingu blendinga, umfangi og orsökum dreifingar eldri blöndunar.
Rannsóknin greindi sem fyrr segir áhrif frá upphafsárum núverandi eldis, meðan framleiðslumagn var lítið, og eldri tilrauna í sjókvíaeldi. Niðurstöðurnar í þessari skýrslu sýna að erfðablöndun hefur orðið við hlutfallslega lítið eldismagn.
In book: The World of Sea Cucumbers, Challenges, Advances, and Innovations. 1st Edition, pp. Editors: Annie Mercier, Jean-Francois Hamel, Andrew Suhrbier, Christopher Pearce. ISBN: 9780323953771.
Litur á tálknum hefur um langan tíma verið notaður til að meta ferskleika á fiski, en þekkt er að við geymslu breytist litur og þau dökkna. Þegar ofurklæling á laxi var tekin upp sem bætti gæði framleiðslu, fylgdi böggull skammrifi aðferðinni þar sem tálknin dökknuðu við kælinguna; en litabreytingin getur valdið erfileikum á markaði og gefið ranglega til kynna að ferskleiki sé ekki nægilega góður.
Það var því mikilvægt að fá svör við því hvers vegna þessi litabreyting á sér stað við ofurkælingu, sem er skilgreind sem kæling undir 0 °C og minna eða jafnt og en 20% af vatnsinnihaldi vöðvans sé frosið. Rannsóknarspurningin var því hvort það væri saltið eða kuldinn í kælimiðli sem orsökuðu litabreytingu. Niðurstaða verkefnisins er ótvírætt að kælingin er orsakavaldur og litur tálkna breytist við að frjósa við kælingu sem er miðuð við að kælimiðill sé -2,5 °C og kælitími um 80 mínútur.
____
The colour of the gills has long been used to evaluate the freshness of fish, but it is known that during storage, the colour changes and they darken. When super chilling of salmon was introduced which improved the quality of production, a problem followed by the gills darkening during chilling; but the colour change can cause difficulties in the market and incorrectly indicate that freshness is not satisfactory.
It was therefore important to obtain answers as to why this discoloration occurs during supercooling, which is defined as cooling below 0 ° C and less or equal to 20% of the water content of the muscle being frozen. The research question was whether it was the salt or the cold in the refrigerant that caused the colour change.The result of the project is unequivocally that the cooling is the cause and the colour of the gills changes when it freezes during cooling, which is based on a refrigerant of -2.5 ° C and a cooling time of about 80 minutes.
Skoða skýrslu
This report is commissioned by Seafish and the Grimsby seafood cluster in the UK with the aim to get and overall understanding of connections and dependencies in ownership of the largest seafood companies in Iceland, and how these can potentially affect supply to the UK.
Quota consolidation has been a feature of Iceland‘s fisheries sector since 1991, when the government introduced individual transferable quotas (ITQs) across all species. This allowed some companies to buy up quotas from others, and catch them in a way which, in theory, ought to be more efficient. The concept is that overall economic return from the resource will be maximised by allowing for such optimisation. Now, almost three decades later, the economy of scale has resulted in extreme consolidation across the seafood sector, where smaller companies have merged into larger ones or been bought up by the big vertically integrated seafood companies.
The catching and processing sectors have been going through major development phase in recent years, as vessels and processing technologies have advanced and become much more efficient. This however comes with a price tag that only the larger companies can afford, which in return has escalated consolidation. As example, in 1991 the ten largest companies owned 24% of the overall quota in cod-equivalent but have now possession of 52% of the quota; and the twenty largest companies own 72%.
In order to maintain diversity in the industry and to avoid ending up with only a handful of companies possessing the entire quota, the government placed a cap (quota ceiling) on how much individual companies are allowed to own of the quota. For the main ITQ system this cap is 12% in cod-equivalent and for the coastal fleet (vessels below 15 meters) the quota ceiling is at 5%. However, at present, if a company holds a stake of less than 50% in another firm, that latter firm’s quota holdings do not count towards the quota ceiling. As results, many of the larger companies have now cross-ownership that are not very transparent. Clusters of connected companies have therefore emerged, which are dependent on each other.
In the spring of 2019, the government formed a committee that was to review and suggest on how “connected companies” should be defined with regard to the quota ceiling. The committee returned its suggestions in end of 2019. The main results were that majority ownership should still be needed to count quotas against the ceiling. Increased transparency is however suggested, obligating companies that possess more than 6% of the quota (2.5% of the coastal fleet quota) to disclose cross-ownership with the Directorate of fisheries.
This report gives a brief overview of cross-ownership and dependencies between the largest seafood companies in Iceland and concludes how these may affect supply to the UK, particularly in regard to supplies of fresh whole fish. The report also provides information on major investments that have occurred in the last few years that are likely to effect supply of fresh whole fish to UK.
Skoða skýrslu
This report provides an overview of the main findings of work package 1 in the SUPREME project, which is funded by the Norwegian Research Council (Forskningsrådet). The primary objective of the project is to increase the resource utilization and value creation from whitefish rest-raw materials from the Norwegian sea-going fleet into valuable ingredients and WP1 focuses on mapping and logistics management. WP1 has previously published a report on supply chain process mapping, and this report follows up on that work by presenting a Supply Chain Network analysis and providing recommendations for improved logistics to increase utilisation of rest-raw materials (RRM) from the Norwegian sea going fleet.
The total utilisation of whitefish is fairly good compared to most other countries, but it is still possible to improve. The report provides and overview of where, when and in what format whitefish is landed in Norway, and the extent of current RRM utilisation. The whitefish landings are mostly concentrated over just a three-month period (February – April) and overwhelming majority of the catches are landed in just a handful of municipalities. It is therefore evident that in order to increase utilisation the focus should be on improvements where most of the raw material is available. Major part of the catches of the sea-going fleet is landed frozen, headed and gutted; and then exported in the same format. Much of the heads and viscera are not landed in these cases, and other raw materials do not become available in Norway. It is difficult for the sea-going fleet to make changes on their supply chain, as for example onboard technology, human resources and storage space limits the possibilities to preserve and land heads and viscera. In addition, the logistics are also very challenging in Norway.
Among the solutions suggested in this report is for the authorities to provide additional incentives for landing RRMs, particularly in the municipalities with significant whitefish landings. This could for example be in the form of adding to the infrastructure in the harbours, or by facilitating that a collector vessel would tranship RRMs to land. Probably the most practical and applicable solution identified in the report is however a rather “low-hanging fruit” that concerns improving information sharing between the different links in the supply chain. Sharing information between the fishing vessels and the processing companies would have mutual benefits in increasing revenue and increasing utilization.