Fréttir

Svarta hermannaflugan í fiskeldi?

Matís ohf. í samvinnu við Íslenska matorku ehf. og Háskóla Íslands hefur sett í gang tilraunaræktun á hryggleysingjum til að framleiða ódýr prótein til fóðurgerðar fyrir fiskeldi. Um ræðir lirfu svörtu hermannaflugunnar (e. Black Soldier Fly).

Verkefnið er liður í því að auka samkeppnishæfni fiskeldis á Íslandi með því að nýta vannýtt hráefni og orku til að framleiða ódýr gæðaprótein.

Víða fellur til lífrænn úrgangur og grot sem stundum er urðað með tilheyrandi kostnaði en væri hægt að nýta sem æti fyrir tilteknar lirfur í náttúrulegu hringferli. Egg lirfunnar voru innflutt úr tilraunaræktun samstarfsaðila frá þýskalandi.

Flugurnar lifa við hátt hitastig og munu ekki geta þrifist utandyra hér á landi vegna lágs hitastigs. Þá er líffræði flugunnar með þeim hætti að flugan sjálf hefur ekki munn og nærist ekki og er heldur ekki búin neinum broddi sem stungið geta aðrar lífverur. Eini tilgangur fullorðinnar flugu er að fjölga sér. Lirfan er mjög næringarrík og inniheldur um 42% prótein og 35% fitu sem gerir hana hentuga sem fóðurhráefni.

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikla matarlyst þessara lirfa en minnkun ætis þeirra er á bilinu 50-95%. Tilraunin sem sérfræðingar Matís hafa umsjón með er komin rúmar tvær vikur á veg og styttist í að lirfurnar séu komnar á púpustig, sem er lokastigið áður en þær verða nýttar sem fóðurhráefni. En til að viðhalda hringferlinu verður nokkrum púpum leyft að umbreytast í flugur til að verpa eggjum. Allt fer þetta fram í einangrun við stýrðar aðstæður. Að lokum stendur til að gera tilraunir með fóðrun lirfumjöls á bleikju.

Nánari upplýsingar veita Jón Árnason og Stefán Freyr Björnsson hjá Matís.

Ritrýndar greinar

A pervasive microbial community in waters under the Vatnajökull ice cap, Iceland

Subglacial lakes beneath the Vatnajökull ice cap in Iceland host endemic communities of microorganisms adapted to cold, dark and nutrient-poor waters, but the mechanisms by which these microbes disseminate under the ice and colonize these lakes are unknown. We present new data on this subglacial microbiome generated from samples of two subglacial lakes, a subglacial flood and a lake that was formerly subglacial but now partly exposed to the atmosphere. These data include parallel 16S rRNA gene amplicon libraries constructed using novel primers that span the v3–v5 and v4–v6 hypervariable regions. Archaea were not detected in either subglacial lake, and the communities are dominated by only five bacterial taxa. Our paired libraries are highly concordant for the most abundant taxa, but estimates of diversity (abundance-based coverage estimator) in the v4–v6 libraries are 3–8 times higher than in corresponding v3–v5 libraries. The dominant taxa are closely related to cultivated anaerobes and microaerobes, and may occupy unique metabolic niches in a chemoautolithotrophic ecosystem. The populations of the major taxa in the subglacial lakes are indistinguishable (>99% sequence identity), despite separation by 6 km and an ice divide; one taxon is ubiquitous in our Vatnajökull samples. We propose that the glacial bed is connected through an aquifer in the underlying permeable basalt, and these subglacial lakes are colonized from a deeper, subterranean microbiome.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Microbiological analysis in three diverse natural geothermal bathing pools in Iceland

Natural thermal bathing pools contain geothermal water that is very popular to bathe in but the water is not sterilized, irradiated or treated in any way. Increasing tourism in Iceland will lead to increasing numbers of bath guests, which can in turn affect the microbial flora in the pools and therefore user safety. Today, there is no legislation that applies to natural geothermal pools in Iceland, as the water is not used for consumption and the pools are not defined as public swimming pools. In this study, we conducted a microbiological analysis on three popular but different natural pools in Iceland, located at Lýsuhóll, Hveravellir and Landmannalaugar. Total bacterial counts were performed by flow cytometry, and with plate count at 22 °C, 37 °C and 50 °C. The presence of viable coliforms, Enterococcus spp. and pseudomonads were investigated by growth experiments on selective media. All samples were screened for noroviruses by real time PCR. The results indicate higher fecal contamination in the geothermal pools where the geothermal water flow was low and bathing guest count was high during the day. The number of cultivated Pseudomonas spp. was high (13,000–40,000 cfu/100 mL) in the natural pools, and several strains were isolated and classified as opportunistic pathogens. Norovirus was not detected in the three pools. DNA was extracted from one-liter samples in each pool and analyzed by partial 16S rRNA gene sequencing. Microbial diversity analysis revealed different microbial communities between the pools and they were primarily composed of alpha-, beta- and gammaproteobacteria.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Studies on processing, consumer survey and storage stability of a ready-to-reconstitute fish cutlet mix

A convenience ready-to-reconstitute cutlet mix containing 30% fish protein powder was developed to improve the nutritional quality of the product. Consumer survey was based on the home use test (HUT) method. The acceptance of the fish cutlet mix (FCM) was studied using a 9-point hedonic scale ranging from 1 (extremely dislike) to 9 (extremely like). Product’s characteristics and stability were studied during 6 months of storage at 27 ± 2 °C. The FCM packed in a polyethylene bag and cardboard box was stable during the storage period. There were no changes in colour, moisture gain and water activity, and TBARS values remained low. The FCM was accepted by the consumers in the study (n = 85). The average liking was high (7.5 ± 1.3) and it was influenced by frequency of fish and chicken consumption, educational level and household size. People who ate fish once a week liked the product more than other consumers. Also those with higher educational level and bigger household size. The results in this paper are important information for companies planning to develop ready-to-eat products fortified with fish proteins. The products could be means of increasing fish consumption in countries/areas where there is no tradition of consuming fresh or frozen fish.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Shelf life of air and modified atmosphere (MA) packaged fresh tilapia (Oreochromis niloticus) fillets stored under chilled and superchilled conditions

Optimal packaging and storage conditions for fresh tilapia fillets were established by evaluating sensory and microbiological changes, as well as monitoring physicochemical properties. Nile tilapia (Oreochromis niloticus) farmed in recirculation aquaculture system was filleted, deskinned, and packaged in air and 50% CO2/50% N2 prior to chilling and superchilling storage at 1°C and −1°C. Sensory analysis of cooked samples revealed a shelf life of 13–15 days for air-packaged fillets during storage at 1°C and 20 days at −1°C. At the end of shelf life in air-packaged fillets, total viable counts (TVC) and pseudomonads counts reached log 8 colony-forming units (CFU) g−1. In 50% CO2/50% N2-packaged fillets, the lag phase and generation time of bacteria were extended and recorded counts were below the limit for consumption (<log 8 CFU g−1) after 23 days of storage at both 1°C and −1°C. However, modified atmosphere (MA) packaging negatively affected color characteristics of the fillets soon after packaging (day 6). Color is an important indicator of tilapia fillets quality and a major factor in influencing retail purchase decisions. In view of that, air packaged at −1°C storage temperature was the optimal condition for fresh tilapia fillets. Total volatile basic nitrogen (TVB-N) and trimethylamine (TMA) were not good indicators of spoilage of tilapia fillets in this study.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Actinobacteria – An ancient phylum active in volcanic rock weathering

A molecular biological analysis of Icelandic volcanic rocks of different compositions and glassiness revealed the presence of Actinobacteria as an abundant phylum. In outcrops of basaltic glass they were the dominant bacterial phylum. A diversity of Actinobacteria were cultured from the rocks on rock-agar plates showing that they are capable of growing on rock-derived nutrient sources and that many of the taxa identified by molecular methods are viable, potentially active members of the community. Laboratory batch-culture experiments using a Streptomyces isolate showed that it was capable of enhancing the release of major elements from volcanic rocks, including weathered basaltic glass, crystalline basalt and komatiite, when provided with a carbon source. Actinobacteria of a variety of other sub-orders were also capable of enhancing volcanic rock weathering, measured as Si release. However, most strains did not significantly increase the weathering of the silica-rich rock, obsidian. These data show that Actinobacteria can contribute to volcanic rock weathering and, therefore, the carbonate-silicate cycle. Given their ancient lineage, it is likely they have played a role in rock weathering for over two billion years.

Hlekkur að grein

Skýrslur

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Útgefið:

01/06/2013

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Sæmundur Elíasson, Stefán Freyr Björnsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vesturlands

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Í þessu verkefni voru framkvæmdar þrjár tilraunir með mismunandi markmið. Markmið fyrstu tilraunarinnar var að kanna gæði ígulkerahrogna og prófa snöggfrystingu hrogna með útflutning í huga. Í annarri tilrauninni voru notaðar greinóttar dextrin sykrur (cluster dextrin, Glico) og alginate til þess að styrkja ytra byrði hrognanna, tilgangurinn var að finna efni sem gæti komið í stað alums til að hrognin héldu sér betur frá vinnslu til kaupanda. Í þriðju tilrauninni var markmiðið að kanna hvort hægt væri að vinna ígulkerahrogn með hitameðhöndlun sem magnvöru og jafnframt hvort hægt væri aðskilja vinnsluna í tíma, þ.e. hvort opna mætti kerin og pakka hrognunum í stærri einingar svo hægt væri að meðhöndla þau annars staðar en þar sem kerin væru opnuð.

In this project three experiments were undertaken. The goal in the first one was to explore the quality of gonads (sea urchin roes) and try to instant-freeze it for export. In the second experiment clusterdextrin and alginate was used to make the surface of the roes stronger. The purpose of that experiment was to find a substitude for alum for the gonads to keep their shape during the time from prosessing to buyer. In the third experiment the goal was to explore if it was possible to process gonads with heating in a large quantity and if it was possible to separate the stages of processing so tha the gonads could be collected and packed in one location, then further processed in another.

Skýrsla lokuð til 01.07.2016

Skoða skýrslu

Fréttir

Langtíma rannsóknir – fjárfesting til framtíðarvaxtar

Fáum vísindamönnum dylst mikilvægi langtíma rannsókna fyrir samfélagið í heild sinni hvort sem það er vegna verðmætasköpunar eða ávinnings hvað lýðheilsu varðar, svo dæmi séu tekin.

Matís horfir til langs tíma í sínum rannsóknum og eru nú þegar dæmi um sprota frá Matís sem stofnaður hefur verið þar sem grunnurinn var og er langtímarannsóknir á sjávarþörungum. Slíkt krefst gríðarlegs tíma og útsjónarsemi eigi vel að fara og algjörlega nauðsynlegt er að tryggja nægilegt fjármagn til að standa straum af kostnaði sem til fellur.

Næstkomandi þriðjudag 4. júní býður Matís til morgunverðarfundar kl. 08:30 á Hilton Reykjavik Nordica Hotel en þar mun dr. Gregory L. Yep, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá PepsiCo. halda fyrirlestur ásamt dr. Herði G. Kristinssyni, rannsóknastjóra Matís.

Dagskrá

  • 08:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • 08:40 Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís
    Investment in knowledge based value creation / Fjárfesting til framtíðarvaxtar
  • 09:00 Dr. Gregory L. Yep, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar, PepsiCo.
    Food and Beverage Innovation / Nýsköpun í matvælaiðnaði
  • 09:40 Umræður

    Fundarstjórn: Svana Helen Björnsdóttir, formaður stjórnar Samtaka Iðnaðarins
    (auglýsingu má finna hér)

PepsiCo. þarf ekki að kynna fyrir neinum enda fyrirtækið einna þekktast fyrir sjálfar Pepsí vörurnar, sem seldar eru hér á landi undir vörumerki Ölgerðarinnar. Færri vita aftur á móti að PepsiCo. framleiðir, markaðssetur og selur mun fleiri vörur á heimsvísu. Innan banda PepsiCo. eru vörulínur t.d. Tropicana, Quaker Oats, Frito-Lay og Gatorade. Fyrirtækið er það stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum og annað stærsta á heimsvísu, á eftir Nestlé, sem er einnig í samstarfi við Matís.

Á hverju árið eru seldar á heimsvísu vörur frá PepsiCo. að andvirði 108 milljarða dollara, rúmlega 13 þúsund milljarða íslenskra króna og því mál jóst vera að fyrirtækið er gríðarstórt og öflugt.

Þrír aðilar eru að koma til landsins frá PepsiCo. en helstan ber að nefna dr. Gregory L. Yep en hann er aðstoðarforstjóri rannsókna og þróunar hjá fyrirtækinu. Það er margt hægt að læra af fyrirtæki eins og PepsiCo. og verður fróðlegt að heyra sýn Dr. Yep á rannsóknir og þróun í matvælaframleiðslu á heimsvísu, þá sérstaklega núna þegar umræðan um fæðuöryggi er hávær.

Morgunverðarfundurinn fer fram eins og áður sagði á Hilton Reykjavik Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2, þriðjudaginn 4. júni kl. 08:30-10:00.


Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Mælst er til að fólk sé mætt tímanlega og fái sér léttan morgunverð áður en fundur hefst.

Æskilegt er að fólk skrái þátttöku sína á pepsico@matis.is


Nánari upplýsingar hér: www.matis.is/pepsico

Fréttir

Herði G. Kristinssyni, rannsóknastjóra Matís, boðið að sitja í evrópska lífhagkerfisráðinu

Rannsóknastjóra Matís var fyrir stuttu boðið að setjast í evrópska lífhagkerfisráðið en það er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag. Matís óskar Herði innilega til hamingju.

Þegar talað er um evrópska lífhagkerfið er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og lífefnaiðnað. Ríki evrópu leggja mikið upp úr því að auka samstarf þeirra sem framleiða, hafa umsjón með og nýta lífrænar auðlindir eða stunda aðra starfsemi byggða á þeim. Er hér átt við greinar eins og matvælaframleiðslu, sjávarútveg, landbúnað, skógrækt, fiskeldi og aðrar skyldar greinar.

Mjög erfitt getur verið að varpa ljósi, með orðum, á hvað lífhagkerfi er. Gott getur því verið að grípa til mynda enda vel þekkt að mynd er á við 1000 orð.

Nánari upplýsingar um evrópska lífhagkerfi og áherslur Evrópuríkja hvað það varðar má finna m.a. á eftirfarandi vefsvæðum:

Fréttir

Nýsköpun í sjávarútvegi – norrænt samstarf

Norræna nýsköpunarmiðstöðin, Nordic Innovation, býður til ráðstefnu í Hörpu 5.-6. júní nk. til að fjalla um norrænan sjávarútveg, stöðu hans og framtíð.

Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um hvernig norrænn sjávarútvegur getur haldið samkeppnisforskoti sínu en einnig verður fjallað um þau 14 verekefni sem unnin hefur verið að um þessi mál undir regnhlíf norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Nordic Innovation.

IS