Fréttir

Norðmenn horfa til Íslands þegar kemur að nýtingu á fiskafurðum

Nýting auka afurða af hvítfiski, einkum þorski, hér á landi hefur vakið verðskuldaða athygli í Noregi.

Talið er að um þriðjungi norska aflans sé hent á sama tíma og aflaheimildir fara almennt minnkandi og því aðkallandi fyrir norskan sjávarútveg að leita leiða til að fullnýta aflann.

Í síðasta tímariti norskra fiskvinnslustöðva, Norsk Sjømat, má finna grein eftir Sigurjón Arason yfirverkfræðing hjá Matís og prófessor við Háskóla Íslands, um þann árangur sem Íslendingar hafa náð í verðmætasköpun og bættri nýtingu fiskins. En Matís hefur spilað stórt hlutverki í vöruþróun á „auka afurðum“ auk þess að sem fyrirtækið hefur stuðlað að betri nýtingu með fræðslu til fiskvinnsluaðila og smábátaeigenda. Þá hefur Matís einnig átt í góðu samstarfi við fyrirtæki á sviði tæknilausna fyrir fiskvinnslu með það markmið að hámarka nýtinguna.

Í greininni kemur fram að íslenskar vörur á borð við lýsi, þurrkaðar þorsktungur og ýmsar vöru úr þorskalifur hafi vakið athygli. Enda voru vörur úr niðursoðnum þorsklifrum og hrognum fluttar út fyrir rúmlega 72 milljón evra eða samtals um 18.000 tonn árið 2011 og vörur unnar úr þorskhausum fluttar út fyrir 50 milljónir evra sama ár. Matís, í samstarfi við fyrirtæki hér innanlands og utan, hefur átt stóran þátt í þróun margra nýrra afurða sem skapa nú útflutningsverðmæti fyrir Íslendinga og telja forsvarsmenn Norsk Sjømat að Norðmenn geti tileinkað sér margt sem Íslendingar eru að gera á þessu sviði.

Hér má lesa greinina í heild, á norsku.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

Fréttir

Öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB

Matís hefur birt árlega skýrslu sem fjallar um mengunarvöktun í sjávarfangi, lýsi og fóðri. Skýrslan kynnir niðurstöður efnagreininga á óæskilegum efnum í mikilvægum sjávarafurðum en verkefnið er hluti af sívirku vöktunarverkefni sem er styrkt af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefur verið í gangi frá árinu 2003.

Árið 2012 var lögð áhersla á að mæla svokölluð flúoreruð alkanefni (PFC) og er þetta í annað sinn sem þessi efni eru mæld í íslensku sjávarfangi. Einnig voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík-PCB og bendi PCB efni, eldhemjandi efni (PBDEs), málmar og 12 mismunandi tegundir varnarefna (skordýra og plöntueitur). Eina PFC efnið sem fannst var PFOSA í tveim sýnum, en styrkurinn var lágur. Líkt og fyrri ár vöktunarinnar mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2012. Þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum fyrir díoxín, DL-PCB og NDL-PCB (ESB reglugerð nr. 1259/2011) eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma.

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2012.

Gögnin sem safnað er ár frá ári í þessu verkefni fara í að byggja upp sífellt nákvæmari gagnagrunn um ástand íslenskra sjávarafurða m.t.t. mengunarefna. Skýrslan er á ensku og er aðgengileg á vef Matís þannig að hún nýtist framleiðendum, útflytjendum, stjórnvöldum og öðrum við kynningu á öryggi og heilnæmi íslenskra fiskafurða.

Niðurstöður mælinga á fiskimjöli og lýsi til fóðurgerðar staðfesta nauðsyn þess að fylgjast vel með magni óæskilegra efna, ekki síst þrávirkra lífrænna efna eins og díoxín, PCB efna og varnarefna í þessum afurðum á mismunandi árstímum. Styrkur þrávirku efnanna er háður næringarlegu ástandi uppsjávarfiskistofnanna sem afurðirnar eru unnar úr og nær hámarki á hrygningartíma. Fyrri skýrslur hafa sýnt að þá hættir magni díoxína og díoxín-líkra PCB efna auk einstakra varnarefna til þess að fara yfir leyfileg mörk Evrópusambandsins. Þetta á sérstaklega við um afurðir unnar úr kolmunna.

Höfundar skýrslunnar eru Sophie Jensen, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir og Helga Gunnlaugsdóttir. Verkefnastjóri er Helga Gunnlaugsdóttir.

Nánari upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir.

Fréttir

Aðstæður til sandhverfueldis eru hagstæðar á Íslandi

Sandhverfa er mjög eftirsóttur fiskur á mörkuðum í Evrópu og að mörgu leyti eru aðstæður til eldis sandhverfu góðar á Íslandi.

Rannsóknir á fóðri fyrir sandhverfu hafa verið af skornum skammti hingað til, en fóðurkostnaður nemur að jafnaði 50 – 60% af framleiðslukostnaði í sandhverfueldi. Matís hefur tekið þátt í nokkrum verkefnum tengdum sandhverfueldi undir forustu Akvaplan Niva á Íslandi.

Verkefnin hafa verið studd af AVS sjóðnum, Tækniþróunarsjóði Rannís og Evrópusambandinu undir samheitinu MAXIMUS. Þátttaka Matís hefur að mestu snúist um að besta fóður í sandhverfueldi en auk þess hefur Matís komið að erfðarannsóknum á íslenska stofni fiskjarins.

Rannsóknirnar hafa verið framkvæmdar í rannsókna aðstöðu Háskólans á Hólum í Verinu á Sauðárkróki, Silfurstjörnunni í Öxarfirði og hjá fyrirtækinu Rodecan á Spáni.

Í fyrstu rannsókninni, sem gerð var í Verinu á Sauðárkróki, var leitast við að finna besta hlutfall próteins og fitu í vaxtarfóðri fyrir sandhverfu. Helstu niðurstöður þeirra rannsóknar voru að hagkvæmast væri að nota fóður sem innihéldi 42,5% prótein og 25% fitu. Á þeim tíma sem rannsóknin var gerð var algengt að prótein innihald í sandhverfufóðri væri 50 – 55% og fituinnihald u.þ.b. 12%. Þessar niðurstöður sýndu að hægt væri að lækka hráefniskostnað í vaxtarfóðri verulega eða um  12% og má leiða að því líkur að breyting á fóðri í samræmi við þessar niðurstöður lækki framleiðslukostnað á sandhverfu um 6%. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru uppistaðan í meistaraverkefni Erik Leksnes og hafa einnig verið birtar í grein í ritrýndu tímariti (Aquaculture, 2012, (350-353), 75-81.).

Til þess að ganga úr skugga um hvort þessar breytingar á fóðri hefðu áhrif á gæði framleiðslunnar var framkvæmt skynmat á afurðunum og kom fram að við lækkun á próteini úr 50% í 42,5% fannst enginn marktækur munur á gæðum afurðanna en væri próteinið lækkað umfram það virtist sem að lýkur ykjust á moldarbragði í afurðinni.

Niðurstöður þessarar rannsóknar eru sem stendur til prófunar í rannsókn hjá sandhverfufyrirtækinu Rodecan á Spáni til þess að sannreyna, að sami árangur og náðist í rannsókninni í Verinu, geti náðst í stórskalaframleiðslu í eldisstöð.

Næsta verkefni  gekk út á að rannsaka viðbrögð sandhverfu við notkun mismunandi prótein hráefna í vaxtarfóðri með það fyrir augum að minnka notkun fiskimjöls. Borin voru saman fóður með mismiklu fiskimjöli þar sem fiskimjölinu var skipt út með blöndu af jurtamjöli.

Fyrst var framkvæmd skymun í rannsókn í Verinu þar sem borin voru saman fóður með mismunandi innihaldi fiskimjöls( 58%, 46% og 33%) en í stað minnkunarinnar á fiskimjölinu var notuð blanda af jurtaprótein hráefnum. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að hægt væri að lækka hlutfall fiskimjöls um 12 prósentustig í fóðrinu án þess að það hefði nokkur áhrif á vöxt eða fóðurnýtingu.

Til þess að skoða þetta nánar er nú í gangi tilraun hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði og prófuð eru fleiri þrep í notkun fiskimjöls. Niðurstöður úr þeirri rannsókn sýna að 33% fiskimjöl í fóðri gefur fyllilega jafn góðan vöxt og fóðurnýtingu og fóður með hærra fiskimjölsinnihaldi. Með því að lækka hlut fiskimjöls úr 58% af fóðrinu í 33% lækkar hráefniskostnaður í fóðri um sem nemur 20% og þar með framleiðslukostnaður um 10%.

Fóður í allar rannsóknirnar var framleitt af Fóðurverksmiðjunni Laxá hf.

Heildar niðurstaða þessara rannsókna er að hægt að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi verulega, með því að breyta samsetningu fóðursins sem gefið er, án þess að það komi niður á framleiðslunni eða gæðum afurða. Miðað við hráefnaverð um þessar mundir sýna niðurstöðurnar að hægt er að lækka framleiðslukostnaðinn um 15 – 20 prósent samanborið við það að nota það fóður sem flestir framleiðendur sandhverfu eru að nota í dag.

Nánari upplýsingar veitir Jón Árnason verkefnastjóri hjá Matís.

Fréttir

HÍ og Matís sameinast um eflingu menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis – Háskóli Íslands og Matís ohf. gera með sér samstarfssamning

Háskóli Íslands og Matís ohf. gerðu í dag samning sín á milli um víðtækt samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís undirrituðu samninginn.

Með samningnum er grunnur lagður að frekari eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Samkomulagið er mikilvægt skref í formlegu samstarfi Matís ohf. og Háskóla Íslands um samnýtingu aðfanga, innviða rannsókna og mannauðs. Það felur í sér ásetning um að vera í fararbroddi á þeim fræðasviðum sem samningurinn tekur til.

Við undirritun samnings í húsakynnum Matís í morgun
Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ.

Á sama tíma var gerður sérstakur samningur milli Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ og Matís um samstarf í kennslu og rannsóknum.

Háskóli Íslands og Matís hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið um kennslu en starfsmenn Matís hafa í gegnum tíðina kennt við HÍ og munu gera það áfram. Báðir aðilar hafa byggt upp mikla þekkingu á  matvælafræði, líftækni, erfðafræði og fleiri greinum. Sem dæmi þá hafa starfsmenn sem starfa bæði hjá Matís og HÍ birt tæplega 90 vísindagreinar í ritrýndum tímaritum á sl. þremur árum og á sama tímabili hafa 10 nemendur varið doktorsritgerðir sínar og 15 meistaranemendur útskrifast þar sem verkefnin hafa verið unnin í samstarfi Matís og Háskóla Íslands. Í dag eru átta doktorsnemendur og 19 nemendur í meistaranámi við HÍ að vinna sín rannsóknaverkefni með Matís. Auk þess hafa Matís og HÍ sótt um og eru saman í nokkrum alþjóðlegum verkefnum.

Mikilvægt er að samnýta þessa þekkingu í tengslum við í nýsköpun og aukna verðmætasköpun í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Matís er leiðandi á Íslandi í rannsóknum  á sviði matvælaframleiðslu, og matvælaöryggis. Stefna Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu á sviði matvæla, líftækni og erfðatækni. Til að framfylgja stefnu sinni er nauðsynlegt að Matís vinni í samstarfi við Háskóla Íslands að kennslu og þjálfun nemenda.

Háskóli Íslands hefur mótað sér stefnu til ársins 2016, þar sem m.a. er lögð áhersla á doktorsnám, framúrskarandi rannsóknir og kennslu, auk áherslu á samstarf við stofnanir og fyrirtæki eins og Matís ohf. Á vegum HÍ eru stundaðar víðtækar rannsóknir og kennsla á þeim fræðasviðum sem Matís ohf. fæst við, einkum á vettvangi heilbrigðisvísinda- og verkfræði- og náttúruvísindasviða skólans.

Helstu atriði samnings Háskóla Íslands og Matís ohf. eru:

  • Efla fræðilega og verklega menntun háskólanema á þeim fræðasviðum sem samningurinn tekur til.
  • Auka rannsóknir á sviði matvælafræði, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggis og vera jafnframt í fararbroddi í nýsköpun á þessum fræðasviðum.
  • Vera leiðandi á völdum sérfræðisviðum og hafa faglega sérstöðu í því skyni að laða að nemendur og fræðimenn á alþjóðlegum vettvangi.
  • Tryggja að gæði rannsókna samningsaðila séu sambærileg á við það sem best gerist á alþjóðlegum vettvangi.
  • Nýta möguleika til samreksturs tækja í þágu sameiginlegra verkefna.
  • Fjölga nemendum í grunn- og framhaldsnámi á fræðasviðum samningsins.

Auk þess munu samningsaðilar leitast við að tengja starfsemi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og starfsstöðva Matís ohf. utan Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veita Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Fréttir

Íslenskir nemendur eftirsóttir erlendis

Á opnum fundi um mikilvægi langtímarannsókna í matvælaiðnaði sem haldinn var af Matís í samstarfi við PepsiCo kom fram að erlend stórfyrirtæki, á borð við PepsiCo., eru farin að horfa til Íslands í leit að nemendum í matvælafræði til að vinna með þeim að rannsóknum.

Samkvæmt Dr. Gregory Yep frá PepsiCo stendur matvælaiðnaðurinn almennt frammi fyrir því að of fáir matvælafræðingar hafa verið útskrifaðir úr námi á síðustu árum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem er eftir sérfræðiþekkingu í greininni.  Upptökur frá fundinum má finna hér að neðan.

Hér á landi stefndi í sömu átt, en með samstilltu átaki Matís og Háskóla Íslands hefur verið spornað við þróuninni að nokkru leyti en samstarfið hefur skilað sér í metnaðarfullu meistaranámi við HÍ. Þar að auki hefur Matís boðið nemendum á öllum námsstigum háskóla að vinna að rannsóknum innan fyrirtækisins og þannig gefið nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum bæði á akademískan og starfstengdan hátt.

Samstarfið hefur skilað úrvals vísindamönnum á sviði matvælafræða og hafa margir þeirra hafið störf hjá Matís meðfram námi og að námi loknu. Þá eru mörg dæmi er um að starfmenn og fyrrum nemendur hjá Matís hafi verið boðin störf hjá öðrum fyrirtækjum, vegna þekkingar sinnar og hæfni sem þeir öðluðust í starfsnáminu. Þá hefur afraksturs þessa samstarfs í formi nýjunga og virðisaukningar á matvælum og matvælatengdum vörum orðið til þess að íslenskir matvælafræðingar eru virkilega eftirsóttir sem og íslenskt hugvit á sviði matvælafræða.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Dr. Gregory L. Yep, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar, PepsiCo.
Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Fleiri Matís myndbönd má finna á Youtube svæði Matís.

Ritrýndar greinar

Structural characterisation of a complex heteroglycan from the cyanobacterium Nostoc commune

An alkali-extractable O-methylated ribofuranose-containing heteroglycan, Nc-5-s, was isolated from wild-growing field colonies of the cyanobacterium Nostoc commune collected in Iceland, using ethanol fractionation and anion-exchange chromatography. The average molecular weight was estimated to be 1500 kDa. Structural characterisation of the heteroglycan was performed by high-field NMR spectroscopy (1D proton, 2D-COSY, 2D-NOESY, 2D-TOCSY, 113C-HSQC, HMBC, H2BC and HSQC-NOESY) as well as monosaccharide analysis after methanolysis by GC and supported by linkage analysis by GC–MS.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

A Laboratory of Extremophiles: Iceland Coordination Action for Research Activities on Life in Extreme Environments (CAREX) Field Campaign

Existence of life in extreme environments has been known for a long time, and their habitants have been investigated by different scientific disciplines for decades. However, reports of multidisciplinary research are uncommon. In this paper, we report an interdisciplinary three-day field campaign conducted in the framework of the Coordination Action for Research Activities on Life in Extreme Environments (CAREX) FP7EU program, with participation of experts in the fields of life and earth sciences. In situ experiments and sampling were performed in a 20 m long hot springs system of different temperature (57 °C to 100 °C) and pH (2 to 4). Abiotic factors were measured to study their influence on the diversity. The CO2 and H2S concentration varied at different sampling locations in the system, but the SO2 remained the same. Four biofilms, mainly composed by four different algae and phototrophic protists, showed differences in photosynthetic activity. Varying temperature of the sampling location affects chlorophyll fluorescence, not only in the microbial mats, but plants (Juncus), indicating selective adaptation to the environmental conditions. Quantitative polymerase chain reaction (PCR), DNA microarray and denaturing gradient gel electrophoresis (DGGE)-based analysis in laboratory showed the presence of a diverse microbial population. Even a short duration (30 h) deployment of a micro colonizer in this hot spring system led to colonization of microorganisms based on ribosomal intergenic spacer (RISA) analysis. Polyphasic analysis of this hot spring system was possible due to the involvement of multidisciplinary approaches.

Hlekkur að grein

Fréttir

Svarta hermannaflugan í fiskeldi?

Matís ohf. í samvinnu við Íslenska matorku ehf. og Háskóla Íslands hefur sett í gang tilraunaræktun á hryggleysingjum til að framleiða ódýr prótein til fóðurgerðar fyrir fiskeldi. Um ræðir lirfu svörtu hermannaflugunnar (e. Black Soldier Fly).

Verkefnið er liður í því að auka samkeppnishæfni fiskeldis á Íslandi með því að nýta vannýtt hráefni og orku til að framleiða ódýr gæðaprótein.

Víða fellur til lífrænn úrgangur og grot sem stundum er urðað með tilheyrandi kostnaði en væri hægt að nýta sem æti fyrir tilteknar lirfur í náttúrulegu hringferli. Egg lirfunnar voru innflutt úr tilraunaræktun samstarfsaðila frá þýskalandi.

Flugurnar lifa við hátt hitastig og munu ekki geta þrifist utandyra hér á landi vegna lágs hitastigs. Þá er líffræði flugunnar með þeim hætti að flugan sjálf hefur ekki munn og nærist ekki og er heldur ekki búin neinum broddi sem stungið geta aðrar lífverur. Eini tilgangur fullorðinnar flugu er að fjölga sér. Lirfan er mjög næringarrík og inniheldur um 42% prótein og 35% fitu sem gerir hana hentuga sem fóðurhráefni.

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikla matarlyst þessara lirfa en minnkun ætis þeirra er á bilinu 50-95%. Tilraunin sem sérfræðingar Matís hafa umsjón með er komin rúmar tvær vikur á veg og styttist í að lirfurnar séu komnar á púpustig, sem er lokastigið áður en þær verða nýttar sem fóðurhráefni. En til að viðhalda hringferlinu verður nokkrum púpum leyft að umbreytast í flugur til að verpa eggjum. Allt fer þetta fram í einangrun við stýrðar aðstæður. Að lokum stendur til að gera tilraunir með fóðrun lirfumjöls á bleikju.

Nánari upplýsingar veita Jón Árnason og Stefán Freyr Björnsson hjá Matís.

Ritrýndar greinar

A pervasive microbial community in waters under the Vatnajökull ice cap, Iceland

Subglacial lakes beneath the Vatnajökull ice cap in Iceland host endemic communities of microorganisms adapted to cold, dark and nutrient-poor waters, but the mechanisms by which these microbes disseminate under the ice and colonize these lakes are unknown. We present new data on this subglacial microbiome generated from samples of two subglacial lakes, a subglacial flood and a lake that was formerly subglacial but now partly exposed to the atmosphere. These data include parallel 16S rRNA gene amplicon libraries constructed using novel primers that span the v3–v5 and v4–v6 hypervariable regions. Archaea were not detected in either subglacial lake, and the communities are dominated by only five bacterial taxa. Our paired libraries are highly concordant for the most abundant taxa, but estimates of diversity (abundance-based coverage estimator) in the v4–v6 libraries are 3–8 times higher than in corresponding v3–v5 libraries. The dominant taxa are closely related to cultivated anaerobes and microaerobes, and may occupy unique metabolic niches in a chemoautolithotrophic ecosystem. The populations of the major taxa in the subglacial lakes are indistinguishable (>99% sequence identity), despite separation by 6 km and an ice divide; one taxon is ubiquitous in our Vatnajökull samples. We propose that the glacial bed is connected through an aquifer in the underlying permeable basalt, and these subglacial lakes are colonized from a deeper, subterranean microbiome.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Microbiological analysis in three diverse natural geothermal bathing pools in Iceland

Natural thermal bathing pools contain geothermal water that is very popular to bathe in but the water is not sterilized, irradiated or treated in any way. Increasing tourism in Iceland will lead to increasing numbers of bath guests, which can in turn affect the microbial flora in the pools and therefore user safety. Today, there is no legislation that applies to natural geothermal pools in Iceland, as the water is not used for consumption and the pools are not defined as public swimming pools. In this study, we conducted a microbiological analysis on three popular but different natural pools in Iceland, located at Lýsuhóll, Hveravellir and Landmannalaugar. Total bacterial counts were performed by flow cytometry, and with plate count at 22 °C, 37 °C and 50 °C. The presence of viable coliforms, Enterococcus spp. and pseudomonads were investigated by growth experiments on selective media. All samples were screened for noroviruses by real time PCR. The results indicate higher fecal contamination in the geothermal pools where the geothermal water flow was low and bathing guest count was high during the day. The number of cultivated Pseudomonas spp. was high (13,000–40,000 cfu/100 mL) in the natural pools, and several strains were isolated and classified as opportunistic pathogens. Norovirus was not detected in the three pools. DNA was extracted from one-liter samples in each pool and analyzed by partial 16S rRNA gene sequencing. Microbial diversity analysis revealed different microbial communities between the pools and they were primarily composed of alpha-, beta- and gammaproteobacteria.

Hlekkur að grein

IS