Skýrslur

Mineral trial on juvenile Atlantic Salmon (Salmo salar) in freshwater

Útgefið:

27/12/2021

Höfundar:

Wolfgang Koppe, David Sutter, Georges Lamborelle

Styrkt af:

ISF GmbH

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

This report presents the results of an experiment performed by Matis ohf. for ISF, represented by Martin Rimbach.

Skýrslan er lokuð / This report is closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sérstaða matvæla frá íslenskum landbúnaði– Næringarefni og aðskotaefni

Útgefið:

26/12/2021

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins / Icelandic Agricultural Productivity Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Unique position of foods from Icelandic agriculture – Nutrients and food contaminants

Í verkefninu var fengist við að draga saman gögn um efnainnihald matvæla frá íslenskum landbúnaði og varpa með því ljósi á sérstöðu og mikilvægi innlendu framleiðslunnar. Með efnainnihaldi er átt við næringarefni, aðskotaefni og andoxunarefni. Markmiðið með verkefninu var að gera þekkingu á sérstöðu matvæla frá íslenskum landbúnaði aðgengilega varðandi efnainnihald. Ávinningurinn er sá að hægt verður að styrkja ímynd innlends landbúnaðar út frá sérstöðu matvælaframleiðslunnar. Markaðs- og kynningarstarf mun nýta niðurstöðurnar. Innlenda fram-leiðslan styrkist á markaði gagnvart neytendum.


Data on chemical composition of Icelandic foods from agriculture were collected to evaluate the special position and importance of the domestic production. Nutrients, antioxidants and contaminants in foods were covered. The purpose was the make knowledge on the special position of domestic agricultural foods available. It was expected that the image of Icelandic agriculture would be improved based on the special position of domestic foods. The information is useful as a marketing tool and will be regarded as positive by consumers.

Skoða skýrslu

Fréttir

Jólakveðja frá starfsfólki Matís

Takk fyrir árið sem er að líða.

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skýrslur

Summary report of a digestibility trial on Atlantic salmon (Salmo salar) in seawater

Útgefið:

23/12/2021

Höfundar:

Wolfgang Koppe & Georges Lamborelle

Styrkt af:

MOWI Feed

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Skoða skýrslu

Skýrslur

FUNGITIME Notkun sveppapróteins í þróun sjálfbærrar og hollrar matvöru // Application of fungi protein in the development of sustainable and healthy food products

Útgefið:

22/12/2021

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Esther Sanmartin

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Með síaukinni fólksfjölgun og vitundarvakningu um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu í heiminum hefur þörfin fyrir þróun nýrra innihaldsefna einnig aukist. Samhliða þessu heldur matvælaiðnaðurinn áfram að leitast við að mæta kröfum neytenda um gæði og næringargildi matvæla. Út frá þessu hefur verið skoðað hvort nýta megi líftækni til að þróa próteinríkt innihaldsefni í matvæli og mæta þar með vaxandi eftirspurn eftir aukinni sjálfbærni og heilnæmi matvæla.

Í verkefninu FUNGITIME voru þróuð ýmis matvæli sem innihalda svokallað ABUNDA® sveppaprótein sem er framleitt af fyrirtækinu 3F-BIO í Bretlandi. Í ABUNDA® próteinmassanum eru einnig ýmis næringarefni, trefjar, vítamín og steinefni. Markmið verkefnisins var að þróa matvæli sem hafa afburða næringareiginleika samhliða því að mæta öðrum helstu kröfum neytenda. 

Hlutverk Matís í FUNGITIME var að þróa pastavörur með ABUNDA® sveppapróteini. Tvær frumgerðir voru þróaðar með góðum árangri og prófaðar af þjálfuðum skynmatsdómurum. Annars vegar var um að ræða hefðbundna pasta uppskrift þar sem ákveðnu hlutfalli af hveiti var skipt út fyrir ABUNDA®. Hins vegar var þróuð pastauppskrift sem hentar þeim sem kjósa grænkerafæði. Það getur verið ýmsum vandkvæðum bundið að þróa pasta með þessum hætti en sumir eiginleikar pastadeigsins, svo sem viðloðun og teygjanleiki, breytast töluvert þegar uppskrift er breytt á þennan hátt. 

Neytendakannanir leiddu í ljós litla þekkingu neytenda á sveppapróteinum en mikinn vilja til að prófa nýjar vörur sem eru framleiddar á sjálfbærari hátt. Auk þess óska neytendur eftir fleiri vörum án allra aukefna sem gjarnan eru notuð þegar framleiddar eru staðgönguvörur sem eiga að líkja eftir upprunalegum vörum. Því var haft að leiðarljósi í verkefninu að nota engin aukefni í þessari þróun á pasta. 

Gert er ráð fyrir að notkun ABUNDA® sveppapróteins í matvörur muni hafa í för með sér ýmsa kosti. Próteinið er af miklum gæðum en framleiðslukostnaðurinn er þrátt fyrir það lágur og framleiðslan að miklu leyti sjálfbær. Próteinmassinn er auk þess heilsusamlegur, trefjaríkur og hentar grænmetisætum og grænkerum. 

FUNGITIME, sem styrkt var af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food, var samstarf nokkurra evrópskra matvælaframleiðenda og rannsóknastofnana, þ.e. 3F BIO og Frito-Lay í Bretlandi,  AZTI, Angulas Aguinaga og Angulas Aguinaga rannsóknarmiðstöðin á Spáni, Fraunhofer IVV í Þýskalandi og Matís á Ísland.


Due to growing world population and the increasing awareness of environmental impact of food chain, the development of new food ingredients from alternative sources is emerging as a global challenge. Besides, consumer demand of products that fulfil their nutrition needs is also a key for the food industry. In this sense, fungal biotechnology could become a driver for food ingredient production, especially for protein production that could fulfil both challenges, the environmental impact, and maintaining, or even increasing nutritional value and consumer acceptance. In order to assure that the designed products meet consumer expectations, consumer attitudes and acceptance were considered from the development to the validation of these food products. 

The aim of the FUNGITIME project was to develop food products with ABUNDA® mycoprotein, with optimal nutri-physiological properties and having high consumer acceptance. ABUNDA® mycoprotein is produced by 3F-BIO in UK. The role of MATIS in Fungitime was to develop pasta products that would be cooked and taste like traditional pasta while offering more protein, more fibre and lower glycemic index to appease the health-minded pasta consumers. The aim was to develop pasta product solutions for different market channels: as a wholesome choice. Furthermore, the role of Matís was to study consumers expectations regarding ABUNDA mycoprotein.

Two different prototypes of ABUNDA® pasta were developed and tested by trained sensory panellists and by consumers in comparison to traditional pasta. Consumer insights were integrated in the development process, evaluating the result of the designs. By this, it was also possible to study consumers attitudes and knowledge towards alternative proteins sources, like the mycoproteins. The application of the pasta in a real situation, pasta specialised restaurant, showed that it might be worthwhile to introduce Pasta ABUNDA® as a more environmentally friendly or sustainable product on the menu if it was to benefit the sale. Main results of the study on consumer expectations showed that mycoprotein products were not very known by the participants. After introduction to the ABUNDA mycoproteins, the participants expressed interest in trying and felt positive towards the more sustainable products and would be willing to try the products.

FUNGITIME, funded by EIT Food, was a fruitful collaboration between European food producers and research institutes, i.e. 3F BIO and Frito-Lay in UK, AZTI, Angulas Aguinaga and Angulas Aguinaga Research Center in Spain, Fraunhofer in Germany, and Matís Iceland.

Skoða skýrslu

Fréttir

Opnunartími Matís um hátíðirnar

Opnunartími Matís um jól og áramót verður sem hér segir:
//
Opening hours at Matís in Reykjavík during the holidays:

23. desember: 8:30–16:00

24. desember:  Lokað/closed

25. desember: Lokað/closed

26. desember: Lokað/closed

27. desember: Lokað/closed

28. desember: 8:30–16:00

29. desember: 8:30–16:00

30. desember: 8:30–16:00

31. desember: Lokað/closed

1. janúar: Lokað/closed

2. janúar: Lokað/closed

3.janúar: Lokað/closed

Eftir það taka hefðbundnir opnunartímar gildi á ný.

Fréttir

Súrþang – gerjað þang til íblöndunar í fiskeldisfóður

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Þang er sjávargróður og er í raun vannýtt auðlind lífmassa sem finnst í miklu magni um allan heim, meðal annars við Íslands strendur. Þang er orðið mun algengara en það var áður í daglegum neysluvörum fólks til dæmis í fæðubótarefnum, snyrtivörum , lyfjum og matvælum. Undanfarin ár hafa allnokkur fjölbreytt verkefni sem snúa að þangi, eiginleikum þess og nýtingu, verið unnin hjá Matís. Meðal þeirra eru verkefnin Súrþang og SeaFeed sem þau Elísabet Eik Guðmundsdóttir og Ólafur H. Friðjónsson hafa stýrt. Við ræddum við Elísabetu Eik um þá möguleika sem felast í rannsóknum af þessu tagi.

Þang inniheldur mikið af lífvirkum efnum og hefur heilsubætandi áhrifum verið lýst fyrir mörg þeirra, þar á meðal bætibakteríuörvandi áhrifum (prebiotic). Rannsóknir á þangi eru í miklum vexti í heiminum enda er það aðgengilegt í miklu magni víðsvegar um heiminn. Víða er hægt að uppskera þang með sjálfbærum hætti og ræktun þess þarfnast hvorki lands né ferskvatns. Hjá Matís hefur áhersla verið lögð á að rannsaka flókin kolvetni og lífvirk efni í þanginu, með það að markmiði að skapa verðmæti í gegnum nýjar afurðir eða aðferðir. Efni í þangi hafa alls kyns lífvirkni, t.d. geta þau verið andoxandi, haft áhrif á bólgusvörun, unnið gegn bakteríusmitum og fleira. Lífvirkni er þegar eitthvað hefur áhrif á lifandi ferla og við erum að reyna að skoða og finna hvaða góðu áhrif þau geta haft.  

Í verkefnunum Súrþang og SeaFeed hefur helst verið unnið að þróun á gerjunaraðferð fyrir þang með það að markmiði að nýta gerjað þang, svokallað súrþang, til íblöndunar í fiskeldisfóður. Þessi rannsóknar- og þróunarverkefni hafa verið unnin í samvinnu við Laxá fiskafóður, Háskólann í Helsinki, Quadram Institute í Bretlandi og Þangverksmiðjuna Thorverk, með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís, EIT Food, AVS og Matvælasjóði.

Hver voru helstu markmiðin með rannsóknunum?

Meginmarkmið verkefnanna voru að þróa afurð með jákvæða heilsufarslega eiginleika úr þangi til notkunar í fiskeldisfóðri og koma þannig vannýttum lífmassa inn í fæðukeðjuna. Slíkar rannsóknir sáum við fyrir okkur að myndu nýtast hinum ört vaxandi þangiðnaði vel og stuðla að aukinni verðmætasköpun úr þangi. Fóðurframleiðendur gætu þá einnig þróað nýjar fóðurblöndur og fiskeldisfyrirtæki gætu nýtt fóður úr íslenskum efnivið

Gerjun, góðgerlar og bætt þarmaflóra

Vinnsla súrþangs hefst með þurrkuðu og möluðu þangi sem er forunnið fyrir gerjun með aðferð sem felur í sér að þangið er bleytt upp í vatni og hitað í 70°C. Við það losna kolvetni úr þanginu og út í lausnina og á sama tíma drepst stór hluti af náttúrulegri örveruflóru þangsins.

Eftir forvinnslu þangsins er það gerjað með mjólkursýrugerli af ættkvíslinni Lactobacillus en stofninn sem er notaður getur nýtt sér mannítól, sykrualkóhól sem finnst í þörungum í miklu magni, til vaxtar og efnaskipta.

Gerjunarferlið gerir þangið auðmeltanlegra og fásykrur (oligosaccharides) í því verða aðgengilegri.  Við greiningu á kolvetnainnihaldi súrþangsins eftir gerjun kom í ljós að greinóttar fásykrur eru ennþá til staðar í afurðinni en ekki étnar af gerjunarbakteríunum.

Það er mikilvægt vegna þess að sykrurnar gegna bætibakteríuörvandi hlutverki. Með öðrum orðum örva þær vöxt góðgerla í þörmum eldisdýra. Lactobacillus stofninn sjálfur telst til góðgerla og þessi blanda góðgerla og bætibakteríuörvandi fásykra gerir súrþang að afurð með fjölþætta virkni.

Staðan í dag gefur góða von fyrir framtíðina

Afurðir verkefnanna hafa verið prófaðar með fiskeldistilraunum þar sem lax var fóðraður á hefðbundnu fiskimjölsfóðri með gerjuðu þangi af tveimur tegundum og án þangs til samanburðar. Fylgst var með vexti fiskanna og áhrifa fóðurbætisins á þarmaflóru þeirra auk þess sem gerðar voru efnagreiningar og skynmat á laxaafurðinni.

Við skynmat voru sýni af laxi úr öllum fóðurhópum metin í þrísýni af 8 þjálfuðum skynmatsdómurum með tilliti til 17 þátta sem lýsa bragði, lykt, áferð og útliti lax og fannst enginn marktækur munur á bragði, lykt eða áferð milli fóðurhópanna þriggja. Til samræmis við skynmatið fannst enginn marktækur munur á bragði eða áferð á laxi úr mismunandi fóðurhópum í neytendakönnun hjá almenningi.

Mælingar voru einnig gerðar á lit, próteininnihaldi, fitu og vatni í laxinum en enginn marktækur munur reyndist vera á hópunum þegar litið var til þessara þátta. Einnig hafa verið mældir þungmálmar í laxinum en vitað er að þang inniheldur gjarnan mikið af þungmálmum og þá sérstaklega joði. Greinilegt var að hátt joðinnihald ákveðinna þangtegunda berst yfir í laxinn. Hátt joðinnihald getur hér haft jákvæð áhrif þar sem joðskortur er útbreiddur víða um heim og telst til alvarlegra heilsufarsvandamála. Hins vegar er joð sá þáttur sem takmarkar hversu mikið þang má hafa í fóðri svo að það hafi ekki slæm eða óheilsusamleg áhrif, samkvæmt gildandi reglugerðum um hámarks gildi þungmálma í fóðri. Aðrir helstu þungmálmar á borð við arsen, blý, kadmín og kvikasilfur, voru allir langt undir viðmiðunarmörkum í fóðri og var lítill sem enginn munur á þessum efnum í laxi sem fóðraður hafði verið á þangi miðað við lax fóðraðan á hefðbundnu fóðri

Sýnt var fram á að þarmaflóra laxa sem fengu súrþang í fóður innihélt marktækt minna af bakteríum af ættkvíslum sem innihalda þekkta sjúkdómsvalda í fiskum í samanburði við þarmaflóru viðmiðunarhóps sem fóðraður var á hefðbundnu fóðri án súrþangs. Þessar niðurstöður gefa góða von um að íbæting súrþangs í fóður hafi í raun haft jákvæð áhrif á þarmaflóru eldislax.

Eins og staðan er í dag hefur gerjunaraðferðin verið þróuð og afurðin prófuð í fiskeldi. Frekari rannsóknir standa yfir til að svara nokkrum útistandandi spurningum og bæta gæði og öryggi fóðurbætisins frekar. Verið er að vinna að frekari þróun afurðarinnar og áætlað er að endurtaka fiskeldistilraun til staðfestingar á árinu 2022.

Hvað er mest spennandi við rannsóknir á þangi að þínu mati?

Mest spennandi við sviðið í heild er að við erum að taka lífmassa sem við eigum og liggur þarna á lausu sem við erum ekki að nýta og við erum að búa eitthvað til úr honum. Við erum að skapa verðmæti með því að búa til afurð á endanum en við erum líka bara að nýta hann. Eins og staðan er í dag hér á Íslandi erum við alls ekki að ofnýta þangið okkar, við erum að nýta mjög lítinn hluta af því sem við gætum nýtt. Þangið er uppskorið á vistvænan hátt og það vex einungis villt hérlendis þar sem engir innlendir aðilar stunda þangræktun eins og staðan er í dag. Það er heilmikill efniviður þarna sem í liggja allir þessir möguleikar og allar þessar afurðir. Það er það sem er mest spennandi og drífur þetta áfram. Við erum öll að reyna að vinna í átt að grænni framtíð. Og nýta það sem jörðin gefur okkur, ekki ofnýta heldur nýta það vel.

Elísabet fór í skemmtilegt viðtal um rannsóknir sínar á þangi í Samfélaginu á Rás 1 fyrr á árinu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér: Samfélagið

Fróðleiksmola og lifandi myndefni frá verkefnavinnu og rannsóknum á þangi, þara og þörungum má finna á Instagram síðu Matís hér: Instagram.com/matis.

Verkefni á borð við umrædd þangverkefni eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn Líftækni og lífefni. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun þegar kemur að líftækni og lífefnum má horfa á kynningu á efninu hér: Líftækni og lífefni á Íslandi – framtíðaráherslur og samstarfsmöguleikar

Skýrslur

Ný náttúruleg andoxunarefni úr hafinu / New natural antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

15/12/2021

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson, Rósa Jónsdóttir, Brynja Einarsdóttir, Ásta María Einarsdóttir, Bergrós Ingadóttir, Sara Marshall, Una Jónsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Mikil eftirspurn er eftir öflugum nýjum náttúrulegum efnum til að auka stöðugleika matvæla og er stór markaður fyrir slíkar afurðir. Markmið þessa verkefnis var að þróa og framleiða ný náttúruleg andoxunarefni úr íslensku sjávarfangi sem afurðir til að auka stöðugleika mismunandi sjávarafurða.  Þróaðar voru aðferðir til að framleiða andoxunarafurðir úr íslensku þangi og beinamarningi og umfangsmiklar andoxunarmælingar gerðar á afurðunum líkt og ORAC, DPPH, málmbindigeta og afoxunargeta (e. reducing power). Jafnframt voru gerðar forprófanir með því að bæta andoxunarafurðum í  mismunandi sjávarafurðir eins og laxaflökog  þorskflök. Fylgst með geymsluþoli sjávarafurðanna m.a. með þránunarmælingum og litarmælingum. Framleiðsluferli andoxunarafurða úr þangi var skalað upp og þau prófuð í mismunandi sjávarafurðum í samvinnu við framleiðslufyrirtæki. Þá var markaðsgreining gerð þar sem einblínt var á þörungaextrökt, fiskipeptíð og prótein. Andoxunarafurðirnar sem voru þróaðar höfðu allar mikla og fjölþætta virkni í tilraunaglasi. Virknin reyndist hins vegar mismikil þegar andoxunarafurðirnar voru prófaðar í mismunandi matvælum og heldur lægri en virknin sem mældist í tilraunaglösum. Geymsluþolsprófanir (skynmat  og örverumælingar) voru gerðar á völdum matvælum og sýndu fram á jákvæð áhrif andoxunarefnanna. Sum prófin sem voru gerð lofa góðu en nýting þessara nýju andoxunarafurða á stærri skala er háð mati á  efnahagslegu hagkvæmi.


Currently, there is a great demand for natural antioxidants with high activity to increase product stability, and the market is big for those products. The goal of the project was to develop and produce new natural antioxidants from Icelandic marine based raw materials to be used to increase the storage stability of different food products.

Methods were developed to produce antioxidants from seaweed and seafood by-products. In-vitro activity of the antioxidants was tested (ORAC, DPPH, metal chelation and reducing power activity) as well as their activity in selected food products to narrow down which antioxidant products to take to commercial trials. Furthermore, the food products were analysed for e.g. development of lipid oxidation and changes in colour. Shelf-life studies including sensory evaluation and microbial analysis, were also conducted in select food trials. The production of selected antioxidant products was scaled up to give enough quantity to do commercial trials with selected antioxidants, conducted in collaboration with different food companies. Finally, an analysis of the market, focusing on seaweed extracts and cod/fish peptides/proteins as food ingredients, was done. Both the antioxidants developed from seaweed and fish by-products had very good in-vitro antioxidant activity. However, results from food application trials showed varied results, depending on the antioxidant and food products tested. While some of the trials showed promising results, it remains to be seen if production costs of the new antioxidants can be brought to levels justifying their use in different food products.  

Fréttir

Vilt þú starfa hjá Matís í Reykjavík?

Matís er metnaðarfullur og lifandi vinnustaður þar sem unnið er að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði og rík áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Um þessar mundir eru lausar þrjár stöður hjá fyrirtækinu og við leitum að drífandi einstaklingum til að sinna þeim.

Aðstoð á rannsóknarstofu / Laboratory assistant

Sérfræðingur í matvælaörverufræði / Specialist in food microbiology

Sérfræðingur á rannsóknarstofu / Laboratory Specialist

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf.

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember. 2021

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fréttir

Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heimsótti Matís

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti Matís í upphafi vikunnar ásamt Iðunni Garðarsdóttur aðstoðarmanni ráðherra, Benedikt Árnasyni ráðuneytisstjóra og fleira starfsfólki ráðuneytisins.

Hópurinn hitti Odd Má Gunnarsson, forstjóra Matís, auk fleira starfsfólks og fékk kynningu á starfseminni. Sérstaklega var rætt um landbúnað, sjávarútveg, menntamál og umhverfismál en ljóst er að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í starfi fyrirtækisins sem kallast vel á við nýkynntar áherslur ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fjögur árin. Að lokum gekk hópurinn svo um húsakynni Matís þar sem fagstjórar og starfsfólk faghópa kynnti starfsemina, verkefnin sem unnin eru og aðstöðuna sem er til staðar.    

Heimsóknin var hin ánægjulegasta og hlakkar starfsfólk Matís til áframhaldandi farsæls samstarfs við ráðuneytið með Svandísi Svavarsdóttur í broddi fylkingar.

IS