Fréttir

Vilt þú starfa hjá Matís í Reykjavík?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís er metnaðarfullur og lifandi vinnustaður þar sem unnið er að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði og rík áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Um þessar mundir eru lausar þrjár stöður hjá fyrirtækinu og við leitum að drífandi einstaklingum til að sinna þeim.

Aðstoð á rannsóknarstofu / Laboratory assistant

Sérfræðingur í matvælaörverufræði / Specialist in food microbiology

Sérfræðingur á rannsóknarstofu / Laboratory Specialist

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf.

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember. 2021

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.