Fréttir

Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heimsótti Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti Matís í upphafi vikunnar ásamt Iðunni Garðarsdóttur aðstoðarmanni ráðherra, Benedikt Árnasyni ráðuneytisstjóra og fleira starfsfólki ráðuneytisins.

Hópurinn hitti Odd Má Gunnarsson, forstjóra Matís, auk fleira starfsfólks og fékk kynningu á starfseminni. Sérstaklega var rætt um landbúnað, sjávarútveg, menntamál og umhverfismál en ljóst er að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í starfi fyrirtækisins sem kallast vel á við nýkynntar áherslur ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fjögur árin. Að lokum gekk hópurinn svo um húsakynni Matís þar sem fagstjórar og starfsfólk faghópa kynnti starfsemina, verkefnin sem unnin eru og aðstöðuna sem er til staðar.    

Heimsóknin var hin ánægjulegasta og hlakkar starfsfólk Matís til áframhaldandi farsæls samstarfs við ráðuneytið með Svandísi Svavarsdóttur í broddi fylkingar.