Skýrslur

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food ‐ Quality, chemical composition and consumer view

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þóra Valsdóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Þór Pétursson, Jónatan Hermannsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf / Icelandic cereal grain crops for food – Quality, chemical composition and consumer view

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli. Í þessum tilgangi voru settar saman gæðakröfur fyrir bygg og tekið var saman efni um innra eftirlit fyrir handbækur kornbænda. Einnig voru gerðar efnamælingar á innlendu korni, stutt var við vöruþróun úr korni og viðhorf neytenda til innlenda byggsins voru könnuð. Gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar eru settar fram og er þeim ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum. Almennan texta um innra eftirlit kornræktenda má staðfæra fyrir einstök býli. Samkvæmt efnamælingum var sterkja í innlenda korninu ekki verulega frábrugðin því sem mældist í innfluttu korni. Mikið var af trefjum í innlenda korninu. Styrkur þungmálma í korni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli var mjög lágur.

A project on the use of Icelandic grain crops for food production was carried out at Matis and the Agricultural University of Iceland in 2009 to 2011. The purpose of the project was to support the increasing use of domestic cereal grain crops for production of foods. To enable this, quality requirements were developed for barley and a handbook on internal control was written for barley processing at a farm. Proximates and inorganic elements were measured, product development was supported and finally the view of consumers towards Icelandic barley was studied.   Quality requirements for barley to be used for food and alcoholic drinks were developed as a frame of reference for businesses. The text for internal control can be adapted for individual farms. The starch in Icelandic grain crops was similar to that of imported crops. The Icelandic grain crops were rich in dietary fiber. The concentrations of heavy metals in the Icelandic crops after the Eyjafjallajökull eruption were very low.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Jóna Freysdóttir, Patricia Hamaguchi, Halldór Benediktsson, Annabelle Vrac, Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Fæðubótarefni úr íslensku þangi / Functional ingredients from Icelandic seaweed

Markmið rannsóknarinnar var að þróa vinnslu á fæðubótarefnum úr íslensku þangi með því að hámarka útdrátt og hreinsunarferil lífefna og mæla lífvirkni þeirra. Bóluþangi var safnað mánaðarlega í eitt ár og efnainnihald og lífvirkni mæld í tilraunaglösum og í frumukerfum. Vinnsla fjölfenóla var sköluð upp og geymsluþol rannsakað. Árstíðabundin sveifla í C‐vítamín innihaldi var mjög skýr og náði hámarki um sumarið. Einnig var mikill munur á magni joðs sem var mun hærra um veturinn samanborið við sýni tekin um sumarið. Andoxunarvirkni fjölfenóla var mjög há, bæði mæld sem ORAC og DPPH og í frumum. Niðurstöður rannsókna í angafrumlíkani benda eindregið til bólguhemjandi áhrifa fjölfenóla úr bóluþangi. Magn fucoxanthins mældist að meðaltali lægst um sumarið en hæst um veturinn þó munurinn væri ekki marktækur. Fucoxanthin úr þangi safnað í janúar og júlí mældist með 90% og 80% andoxunarvirkni í frumum.   Niðurstöður þessa verkefnis sýna eindregið að vel kemur til greina að vinna lífvirk efni úr bóluþangi í fæðubótarefni.

The aim of the project was to develop functional ingredients from brown seaweed (Fucus vesiculosus) for use in nutraceutical and functional foods by optimizing extraction of bioactive compounds and characterize their properties to demonstrate possible health benefits. Fucus vesiculosus was collected monthly for one year for chemical characterization and to study bioactivity using in‐vitro chemical and cellular tests. The polyphenol extraction process was scaled up and shelf life of the extract studied. The seasonal variation in vitamin‐C content was clear reaching maximum level during the summer. A large difference was seen in the iodine content which was much higher in the winter compared to the summer.   The antioxidant activity of the polyphenols was high, measured as ORAC and DPPH and in cell models. The dendritic cell (DC) model showed indications of anti‐inflammatory effect of polyphenols. The amount of fucoxanthin was on average lowest in the summer but highest in the winter. Cellular antioxidant activity of fucoxanthin samples from January and July was 90% and 80%, respectively.    The results of this project indicate that it is feasible to produce functional ingredients from Icelandic seaweed.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce produced by useful fermentation

Útgefið:

01/01/2012

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Alexandra M. Klonowski, Ásbjörn Jónsson, Loftur Þórarinsson, María Pétursdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Vaxtarsamningur Austurlands

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Framleiðsla fisksósu úr íslensku sjávarfangi með gagnlegri gerjun / Fish Sauce  produced by useful fermentation

Fisksósa er tær brúnleitur vökvi sem hefur einkennandi lykt og bragð. Fisksósu má framleiða með gerjun fiskmauks og salts með eða án viðbættra hjálparefna. Fisksósa er gjarnan notuð sem bragðbætir við matargerð. Fisksósa var framleidd með 3 aðferðum úr mismunandi hráefnum s.s. aukafurðum flakavinnslu sem og uppsjávarfiski. Sér meðhöndlað íslenskt bygg var auk annars prófað til fisksósuframleiðslu. Sýni úr fisksósum voru metin í skynmati, þ.e. bragð, lykt, litur og grugg. Efnainnihald, amínósýrusamsetning og lífvirkni sýnanna var mæld. Lagt var mat á heimtur við fisksósu framleiðslu. Viðskiptagreining fyrir fisksósu var framkvæmd. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að tekist hafi að framleiða fisksósu sem hægt er að bera saman við sósur sem seljast víða.

Fish sauce is a brownish liquid with distinctive odour and flavour. Fish sauce can be produced with fermentation w./w.o. added enzymes. Fish sauce is commonly used as condiment. Fish sauce was produced by 3 methods from various raw materials e.g. by‐products of fillet production and pelagic species. Koji developed from Icelandic barley was used in trials of fish sauce preparation. Samples of fish sauces went through sensory analyses. Chemical content, free amino acid proportion and bioactivity of the samples were measured. Yield in fish sauce preparation was estimated and business plan was drafted. Results indicate that preparation of fish sauce similar to commonly traded products was successful.

Skoða skýrslu

Fréttir

Tveir aðilar í samstarfi við Matís tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2012

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur valið bestu verkefni sem unnin voru á árinu 2011 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012. Tveir aðilar í samstarfi við Matís eru tilnefndir. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum nk. febrúar. 

Aðilarnir í samstarfi við Matís eru Darri Eyþórsson og Einar Margeir Kristinsson annars vegar en þeir unnu verkefni með Matís og Háskóla Íslands sem fólst í því að ná fram bættri nýtingu í íslenskri grænmetisrækt. Hugrún Lísa Heimisdóttir er einnig tilefnd fyrir verkefnið sitt “Próteinmengjagreining meltingarvegs þorsklifra” sem unnið er í samstarfi við Matís og Háskólann á Akureyri.

Matís óskar þessum aðilum, sem og öllum sem tilnefndir eru, innilega til hamingju með frábæran árangur og frábær verkefni.

Nánar um verðlaun forseta Íslands (af vef Rannís, www.rannis.is)
Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur valið bestu verkefni sem unnin voru á árinu 2011 til að keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012.Endanlegum frágangi vegna styrkveitinga Nýsköpunarsjóðs námsmanna á styrkárinu 2011 er nú senn að ljúka. Tilgangur sjóðsins er að styrkja háskólanema í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Tæplega 500 umsóknir um styrki til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir bárust í sjóðinn í ár.

Sjóðurinn var styrktur um 50 milljónir frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg lagði til 30 milljónir. Stuðningurinn gerði Nýsköpunarsjóði námsmanna kleift að styrkja 131 verkefni þar sem 190 nemendur lögðu til vinnu í 493 mannmánuði.

Lokapunktur og jafnframt hápunktur ferilsins er úthlutun Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands til þeirra verkefna sem þykja skara fram úr. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna. Að þessu sinni bárust 111 skýrslur til sjóðsins fyrir lokafrestinn og var stjórninni því vandi á höndum að velja þau verkefni sem koma til greina. Verkefnin voru gífurlega fjölbreytt og fór vinnan fram í öllum landshlutum.

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna velur þau verkefni sem tilnefnd eru sem úrvalsverkefni og keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands að ráðleggingum fagráða sjóðsins. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum í febrúar næstkomandi.Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Huldu Proppé, Hulda.P@rannis.is, sími 515-5825 og 821-4332.

Endanlegum frágangi vegna styrkveitinga Nýsköpunarsjóðs námsmanna á styrkárinu 2011 er nú senn að ljúka. Tilgangur sjóðsins er að styrkja háskólanema í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir. Tæplega 500 umsóknir um styrki til sumarvinnu við nýsköpun og rannsóknir bárust í sjóðinn í ár.

Sjóðurinn var styrktur um 50 milljónir frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Reykjavíkurborg lagði til 30 milljónir. Stuðningurinn gerði Nýsköpunarsjóði námsmanna kleift að styrkja 131 verkefni þar sem 190 nemendur lögðu til vinnu í 493 mannmánuði.

Lokapunktur og jafnframt hápunktur ferilsins er úthlutun Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands til þeirra verkefna sem þykja skara fram úr. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna. Að þessu sinni bárust 111 skýrslur til sjóðsins fyrir lokafrestinn og var stjórninni því vandi á höndum að velja þau verkefni sem koma til greina. Verkefnin voru gífurlega fjölbreytt og fór vinnan fram í öllum landshlutum.

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna velur þau verkefni sem tilnefnd eru sem úrvalsverkefni og keppa um Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands að ráðleggingum fagráða sjóðsins. Verðlaunaafhendingin fer fram á Bessastöðum í febrúar næstkomandi. Yfirlit yfir verkefnin sem hlutu tilnefningu að þessu sinni má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Proppé hjá Rannís.

Fréttir

Starfsmenn Matís meðhöfundar í nýjasta riti Food and Chemical Toxicology

Helga Gunnlaugsdóttir og Sveinn H Magnússon skrifa greinar í nýjasta ritinu en skrifin eru afrakstur verkefnisins „Greiningu áhættu- og ávinnings vegna neyslu matvæla“.

Heftið í heild sinni má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir.

Fréttir

Afgangsvarmi skapar tækifæri

Ragnar Jóhannsson, fagstjóri í viðskiptaþróun hjá Matís, segir að stefnt sé að því að nýta þann afgangsvarma sem til falli í miklum mæli, til dæmis heitt vatn og ýmis efnasambönd eins og koltvísýring, í sambandi við orkuvinnslu á Reykjanesi. 

Viðtal var tekið við Ragnar í Iðnaðarblaðinu nú fyrir stuttu. Í viðtalinu kemur m.a. fram unnið sé að því hjá Matís að fjármagna verkefni tengt þeim auðlindun sem nú eru ekki nýttar í kringum jarðvarmaorkuver. Stefnt er að því að leita fjarmagns í gegnum styrkjakerfi Evrópusambandsins og tengja saman fyrirtæki í Evrópu sem hafa svipaðar aðstæður. Stefnt er að því að nýta afgangsvarma og ýmis efni sem falla til og skapa úr þeim verðmæti og nýta sem hráefni milli fyrirtækja, byggja upp þekkingu á fullnýtingu orkuauðlindarinnar þannig að sem allra minnst fari til spillis.

Viðtalið í heild sinni má finna hér en það birtist í Iðnaðarblaðinu 19. desember sl.

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Jóhannsson.

Fréttir

Alþjóðlegt samstarf í brennidepli í ársskýrslu Matís 2011

Senn líður að því að ársskýrsla Matís komi út en stefnt er á að skýrslan komi úr prentun seinni partinn í janúar. Ef þú hefur áhuga á því að vita þegar skýrslan verður gefin út eða um annað sem fram fer hjá Matís þá getur þú skráð þig á póstlistann okkar hér.

Alþjóðlegt samstarf er fyrirferðamikið í skýrslunni sem tekur til fimmta heila starfsárs Matís. Í ársskýrslunni 2011 er veitt innsýn í hvernig Matís hefur, þrátt fyrir ungan aldur, skapað sér tengsl og orðspor erlendis. Markvisst og meðvitað hefur Matís á árinu sem er að ljúka aukið áherslu á erlend verkefni, enda styrkja þau starfsemina hér á landi, efla íslenskt vísindastarf almennt, styrkja atvinnulífið og á endanum skilar ávinningurinn sér til hins almenna Íslendings í formi fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra og sóknarfæra fyrir landið.

Íslendingar greiða talsvert til sameiginlegra rannsóknarsjóða í Evrópu og með erlendu vísindasamstarfi má í raun sækja það fjármagn til baka, með góðri ávöxtun ef vel er unnið. Grunnur að því er sterkur kjarni vísindafólks og hann er til staðar hjá Matís. Við finnum í vaxandi mæli að til okkar er horft af erlendum aðilum, enda hefur árangur af erlendum samstarfsverkefnum okkar verið góður. Við höfum margt eftirsóknarvert fram að færa og getum styrkt stöðu Íslands með þekkingu sem við sækjum okkur í gegnum þetta samstarf. Með alþjóðlegum verkefnum fáum við aðgang að aðstöðu sem við annars hefðum ekki og tengslum við sérfræðiþekkingu á afmörkuðum sviðum.

Með auknu alþjóðlegu vísindasamstarfi má segja að brotið sé blað. Íslendingar gjörþekkja útflutning á vörum í gegnum aldir og er þar skemmst að minnast sjávarútvegsins. Þar er bæði um að ræða hráefnisútflutning og einnig meira unnar vörur. Í vísindastarfinu má tala um að við færum okkur úr útflutningi á hráefnum yfir í hagnýtingu íslenskrar þekkingar á matvælaframleiðslu, undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Því „þekkingarhráefni“ breytum við í enn verðmætari vöru sem við bæði getum nýtt okkur í frekari sókn erlendis og einnig hér heima, til framþróunar í matvælaframleiðslu. Þess ávinnings njóta, auk okkar hjá Matís, aðrir innlendir rannsóknaraðilar, stofnanir, háskólar og fyrirtæki.

Uppbygging Matís og áherslur fyrirtækisins gera okkur kleift að sækja fram á erlendum vettvangi. Við höfum yfir að ráða sérþekkingu á mörgum þáttum í sjávarútvegi og einnig má nefna einstakar aðstæður til líftæknirannsókna hér á landi vegna t.d. hverasvæðanna, jökla og náttúrunnar bæði á landi og í sjó. Margar atvinnugreinar gætu því notið góðs af því erlenda starfi sem Matís hefur hrundið af stað en ekki hvað síst eru tækifærin skýrust í sjávarútvegi. Nýjar áherslur á því sviði eru m.a. markaðstengd verkefni og áherslur sem snúa að umhverfismálum og umhverfisáhrifum. Við Íslendingar eigum sannarlega möguleika á að skapa okkur enn sterkari stöðu á afurðamörkuðum heimsins með fiskafurðir okkar. Alþjóðastarf Matís mun hjálpa til í þeirri vinnu á komandi árum.

Svipaða sögu er að segja um íslenskan landbúnað. Þeirri grein munu opnast möguleikar í náinni framtíð erlendis, ekki hvað síst með auknu vísinda- og rannsóknarstarfi. Matís horfir einnig til þeirra möguleika.

Vísindamenn okkar skynja að á erlendum vettvangi höfum við orðspor til að byggja á. Ekki bara vegna þess að við erum Íslendingar heldur vegna þess sem við getum, þekkjum og kunnum.

Fréttir

Aðferð Norðmanna yki fé um milljarða

Íslendingar standa Norðmönnum langt að baki þegar kemur að fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi. Væri aðferðafræði Norðmanna fylgt væri fé til rannsókna og þróunar um tveimur milljörðum krónum meira á ári.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, varpaði fram þeirri spurningu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva nýlega hvort líta bæri til Norðmanna varðandi rannsóknir og þróun, og hvort efla mætti íslenskan sjávarútveg með því að taka upp aðferðafræði þeirra við fjármögnun.
Sveinn segir að virðiskeðja sjávarútvegs, útvegur og vinnsla, standi undir sjóðum til sjávarútvegstengdra rannsókna og þróunar í Noregi, auk almennra rannsóknasjóða. Þannig leggja Norðmenn gjöld á útflutningsverðmæti sjávarafurða sem nemur 1,05 prósentum af heildinni og skilar 11,4 milljörðum íslenskra króna. Sambærileg gjaldtaka á Íslandi myndi skila 2,3 milljörðum, en útflutningsverðmæti sjávarafurða hér á landi var 220 milljarðar árið 2010.

Sveinn segir það ekki óeðlilegt í sínum huga, í ljósi mikilvægis sjávarútvegs á Íslandi, að greinin hefði sem öflugust tæki til þróunar. „Ísland stendur höllum fæti í samanburði við Norðmenn hvað þetta varðar, og reyndar á þetta við um fleiri lönd. Samanburðurinn er hins vegar mjög raunhæfur við Norðmenn, þar sem við erum utan við ESB og sjávarútvegur skiptir miklu máli í báðum löndum.”

Árið 2010 hafði AVS, rannsóknasjóður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, úr 306 milljónum að moða, en sjóðurinn er fjármagnaður á fjárlögum hvers árs. Sveinn segir ofmælt að segja að útgerðin fjármagni sjóðina í Noregi en almannafé sé nýtt hér. Útgerð og vinnsla greiði sitt til samfélagsins sem nýtist í gegnum sjóðina.

Sjóði Norðmanna, FHF-sjóðnum, er stjórnað af mönnum sem sjávarútvegur og fiskeldi skipa til verksins, enda stofnaður að frumkvæði greinarinnar. Ráðherra skipar stjórn AVS og ber faglega ábyrgð hérlendis.

Norðmenn reka Útflutningsráð fyrir sjávarafurðir (Eksportudvalget), sem hefur starfsemi í tólf löndum. Hlutverkið er að greina stöðu norskra afurða á mörkuðum, safna upplýsingum um tækifæri og efla kynningu.

„Við höfum í raun ekkert sambærilegt. Eftir að sölusamtökin breyttu um hlutverk er enginn íslenskur aðili sambærilegur. Margir sterkir aðilar eru að markaðssetja fisk og sjávarafurðir en það er minni heildarsýn yfir markaðsmál greinarinnar hérlendis en í Noregi,” segir Sveinn.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Fréttir

Matís sendir ekki út jólakort í pósti en styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB)

Líkt og undanfarin ár þá sendir Matís ekki út hefðbundin jólakort heldur eingöngu kort á rafrænu formi. Þess í stað styrkir Matís SKB, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Er það ósk Matís að styrkurinn komi að góðum notum og styðji enn frekar við það frábæra starf sem nú þegar fer fram hjá SKB.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SKB, www.skb.is.

Fréttir

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011

Út er komin skýrsla Matís með niðurstöðum úr rannsókn sem sett var upp með það að markmiði að kanna neysluvenjur og viðhorf tengd sjávarfangi hjá Íslendingum á aldrinum 18-80 ára.

Könnun var sett var upp á netinu og bréf send til úrtaks frá Hagstofu Íslands í júní 2011 og bárust svör frá 525 manns. Markmiðið var jafnframt að skoða breytingar sem orðið hafa á viðhorfum og fiskneyslu Íslendinga frá því síðustu tölur voru birtar árið 2006 fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára. Viðhorf og neysla Íslendinga voru greind eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, mánaðartekjum heimilis fyrir skatt, fjölda í heimili og fjölda barna undir 18 ára í heimili.

Að meðaltali borða Íslendingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62% þrisvar í viku eða oftar. Almennt virðast Íslendingar oftar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum kældum eða frosnum. Viðhorf til þess að borða fisk eru almennt mjög jákvæð og langflestir telja fisk hollan og góðan. Flestir telja að fjölskylda hafi mest hvetjandi áhrif varðandi neyslu fisks og að rýmri fjárhagur, auðveldara aðgengi að ferskum fiski og meira úrval af fiski gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu.

Mikill munur er á fiskneyslu og viðhorfum karla og kvenna. Konur kaupa frekar í matinn og leggja meiri áherslu á hollustu, ferskleika, aðgengi og verð. Þær eru jafnframt frekar þeirrar skoðunar að það sé dýrt að borða fisk. Verulegur munur reyndist á aldurshópum, bæði hvað varðar heildar fiskneyslutíðni, neyslu mismunandi fiskafurða og viðhorf. Fiskneysla eykst með aldri, sem og lýsisneysla. Áhersla á hollustu er minni meðal yngra fólks. Munur kom fram í neysluhegðun og neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir búsetu sem líklega má að stórum hluta útskýra með hefðum og ólíku framboði af fiski. Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskréttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu.

Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í fiskneyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18-26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fiskneyslu utan heimilis. Lýsisneysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðist hafa aukist. Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf-tilbúnum réttum.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér. Aðrar skýrslur og annað útgefið efni frá Matís má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís.

IS