Fréttir

Aðferð Norðmanna yki fé um milljarða

Íslendingar standa Norðmönnum langt að baki þegar kemur að fjármögnun rannsókna- og þróunarverkefna í sjávarútvegi. Væri aðferðafræði Norðmanna fylgt væri fé til rannsókna og þróunar um tveimur milljörðum krónum meira á ári.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, varpaði fram þeirri spurningu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva nýlega hvort líta bæri til Norðmanna varðandi rannsóknir og þróun, og hvort efla mætti íslenskan sjávarútveg með því að taka upp aðferðafræði þeirra við fjármögnun.
Sveinn segir að virðiskeðja sjávarútvegs, útvegur og vinnsla, standi undir sjóðum til sjávarútvegstengdra rannsókna og þróunar í Noregi, auk almennra rannsóknasjóða. Þannig leggja Norðmenn gjöld á útflutningsverðmæti sjávarafurða sem nemur 1,05 prósentum af heildinni og skilar 11,4 milljörðum íslenskra króna. Sambærileg gjaldtaka á Íslandi myndi skila 2,3 milljörðum, en útflutningsverðmæti sjávarafurða hér á landi var 220 milljarðar árið 2010.

Sveinn segir það ekki óeðlilegt í sínum huga, í ljósi mikilvægis sjávarútvegs á Íslandi, að greinin hefði sem öflugust tæki til þróunar. „Ísland stendur höllum fæti í samanburði við Norðmenn hvað þetta varðar, og reyndar á þetta við um fleiri lönd. Samanburðurinn er hins vegar mjög raunhæfur við Norðmenn, þar sem við erum utan við ESB og sjávarútvegur skiptir miklu máli í báðum löndum.“

Árið 2010 hafði AVS, rannsóknasjóður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, úr 306 milljónum að moða, en sjóðurinn er fjármagnaður á fjárlögum hvers árs. Sveinn segir ofmælt að segja að útgerðin fjármagni sjóðina í Noregi en almannafé sé nýtt hér. Útgerð og vinnsla greiði sitt til samfélagsins sem nýtist í gegnum sjóðina.

Sjóði Norðmanna, FHF-sjóðnum, er stjórnað af mönnum sem sjávarútvegur og fiskeldi skipa til verksins, enda stofnaður að frumkvæði greinarinnar. Ráðherra skipar stjórn AVS og ber faglega ábyrgð hérlendis.

Norðmenn reka Útflutningsráð fyrir sjávarafurðir (Eksportudvalget), sem hefur starfsemi í tólf löndum. Hlutverkið er að greina stöðu norskra afurða á mörkuðum, safna upplýsingum um tækifæri og efla kynningu.

„Við höfum í raun ekkert sambærilegt. Eftir að sölusamtökin breyttu um hlutverk er enginn íslenskur aðili sambærilegur. Margir sterkir aðilar eru að markaðssetja fisk og sjávarafurðir en það er minni heildarsýn yfir markaðsmál greinarinnar hérlendis en í Noregi,“ segir Sveinn.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Fréttir

Matís sendir ekki út jólakort í pósti en styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB)

Líkt og undanfarin ár þá sendir Matís ekki út hefðbundin jólakort heldur eingöngu kort á rafrænu formi. Þess í stað styrkir Matís SKB, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Er það ósk Matís að styrkurinn komi að góðum notum og styðji enn frekar við það frábæra starf sem nú þegar fer fram hjá SKB.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SKB, www.skb.is.

Fréttir

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011

Út er komin skýrsla Matís með niðurstöðum úr rannsókn sem sett var upp með það að markmiði að kanna neysluvenjur og viðhorf tengd sjávarfangi hjá Íslendingum á aldrinum 18-80 ára.

Könnun var sett var upp á netinu og bréf send til úrtaks frá Hagstofu Íslands í júní 2011 og bárust svör frá 525 manns. Markmiðið var jafnframt að skoða breytingar sem orðið hafa á viðhorfum og fiskneyslu Íslendinga frá því síðustu tölur voru birtar árið 2006 fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára. Viðhorf og neysla Íslendinga voru greind eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, mánaðartekjum heimilis fyrir skatt, fjölda í heimili og fjölda barna undir 18 ára í heimili.

Að meðaltali borða Íslendingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62% þrisvar í viku eða oftar. Almennt virðast Íslendingar oftar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum kældum eða frosnum. Viðhorf til þess að borða fisk eru almennt mjög jákvæð og langflestir telja fisk hollan og góðan. Flestir telja að fjölskylda hafi mest hvetjandi áhrif varðandi neyslu fisks og að rýmri fjárhagur, auðveldara aðgengi að ferskum fiski og meira úrval af fiski gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu.

Mikill munur er á fiskneyslu og viðhorfum karla og kvenna. Konur kaupa frekar í matinn og leggja meiri áherslu á hollustu, ferskleika, aðgengi og verð. Þær eru jafnframt frekar þeirrar skoðunar að það sé dýrt að borða fisk. Verulegur munur reyndist á aldurshópum, bæði hvað varðar heildar fiskneyslutíðni, neyslu mismunandi fiskafurða og viðhorf. Fiskneysla eykst með aldri, sem og lýsisneysla. Áhersla á hollustu er minni meðal yngra fólks. Munur kom fram í neysluhegðun og neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir búsetu sem líklega má að stórum hluta útskýra með hefðum og ólíku framboði af fiski. Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskréttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu.

Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í fiskneyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18-26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fiskneyslu utan heimilis. Lýsisneysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðist hafa aukist. Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf-tilbúnum réttum.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér. Aðrar skýrslur og annað útgefið efni frá Matís má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís.

Skýrslur

Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial diversity in the Icelandic fishing grounds

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Kristinn Guðmundsson, Erla Björk Örnólfsdóttir, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Fjölbreytileiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial diversity in the Icelandic fishing grounds

Fjölbreytileiki örvera í hafinu umhverfis Ísland er að mestu óþekktur en litlar sem engar rannsóknir hafa farið fram til þessa. Í þessari rannsókn var sjósýnum umhverfis landið safnað til greiningar á þéttni örvera með örverugreini (flow cytometry) og á fjölbreytileika þeirra með sameindalíffræðilegum aðferðum. Alls var 504 sjósýnum safnað; 483 sýnum úr vorralli Hafrannsóknarstofnunnar, 16 sýnum úr Breiðfirði og 5 sýnum var safnað norður af Vestfjörðum með sérútbúnum sýnatökubúnaði fyrir botnvörpu. Úr vorrallinu voru valin sýni rannsökuð frekar þau komu af Selvogsbanka, Siglunesi og Langanesi ásamt sitt hvoru sýninu vestan af Látrabjargi og af Hornbanka. Örveruþéttni var mest út af Selvogsbanka þar sem heildartalning var rétt um 1.6 milljón frumur/mL af sjó. Reiknað meðaltal allra sýna var hinsvegar 0.68 milljón frumur/mL. Tegundasamsetning örveruflórunnar var ákvörðuð með mögnun og raðgreiningu á 16S geni baktería. Alls voru 528 raðir raðgreindar sem sýndu 174 ólíkar 16S bakteríuraðir í sýnunum og reyndust 52% þeirra tilheyra áður óþekkum bakteríutegundum. Fjölbreytileiki örveruflórunnar var almennt mikill að undanskildu sýni úr hali togara. Átta fylkingar baktería greindust í sýnunum í mismiklum mæli. Cyanobacteria og Cyanobacteria‐líkar raðir voru ríkjandi í öllum sýnum fyrir utan sýni 353‐0m á Selvogsbanka þar sem hlutfall þeirra var einungis 4%. Þar voru Alpha og Gamma‐protebacteria ríkjandi. Af öðrum fylkingum greindust Flavobacteria reglulega ásamt öðrum hópum í minna hlutfalli.   Munur á örverusamsetningu sjósýna var metinn með höfuðþáttagreiningu á fingrafari örverusamfélaga sem var fengin með t‐RFLP tækni. Heilt yfir var meginmunur á sýnum úr hverri sýnalotu þ.e. úr vorralli, Breiðafirði og hali togara. Breytileikinn innan sýna úr vorrallinu hélst í hendur við sýnatökustað þar sem sýni af Selvogsbankanum sýndu meiri innbyrðis líkindi samanborið við sýnin norðan af Siglufirði og vestan af Íslandi sem voru ólíkari innbyrðis. Úr gögnum fingrafara örverusamfélaga í mismunandi sýnum mátti sjá fylgni á milli ákveðinna breyta í fingrafari samfélagana með umhverfisþáttum sem mældir voru við sýnaöflunina. Hitastig hafði þar mest að segja en einnig flúrljómun og selta. Skimað var fyrir Vibrio. Paramaemolyticus í sjósýnum úr hlýjum sjó sunnan af landinu þar sem yfirborðshit sjávar var milli 8‐10°C. Enginn V. parahaemolyticus greindist í þessum sýnum.   Niðurstöður þessara verkefnis má líta á sem mikilvægan grunn til frekari rannsókna á örverum á Íslandsmiðum. Áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði geta haft mikla þýðingu til lengri tíma litið til að meta áhrif fyrirsjáanlegra umhverfisbreytinga vegna hlýnunar jarðar á lífríki sjávar og nytjastofna á Íslandsmiðum. 

The diversity of microorganisms in the ocean around Iceland is largely unknown and little or no research has been conducted to date. In this study, seawater samples around the country were gathered for analysis concentration and diversity of microorganisms using flow‐cytometry and molecular methods. A total of 504 samples were collected. All samples were analysed with regards to microbial counts while samples from selected areas were investigated further, from Selvogsbanki, Siglunes and Langanes.   Microbial concentrations were highest at Selvogsbanki, where the total counts were around 1.6 million cells/ml. Arithmetic mean of all samples was o.68 million cells/ml. Species composition of microbial flora was determined by amplification and sequencing of the 16S bacterial gene. A total of 528 16S sequences were sequenced, and showed 174 different bacterial sequences. 52% of the sequences belonged to previously unknown bacterial species. Eight divisions of bacteria were detected in the samples. Cyanobacteria and cyanobacteria‐like sequences were predominant in all samples except sample 353‐0m in Selvogsbanki where the ratio was only 4% and alpha and gamma‐ proteobacteria were predominant. Of other ranks identified, Flavobacterium were regularly detected along with other less frequent groups.   The difference in microbial composition in the sea samples was assessed by principal component analysis of the microbial community fingerprint obtained by t‐RFLP technique. Variability within the samples was dependent upon sampling point, samples from Selvogsabanki showed more correlation with other samples from that area  ‐ than with samples from Siglunes or the west coast of Iceland that showed more intrinsic diversity. The community fingerprint and changes in the fingerprint shows correlation to changes in environmental factors measured at sampling. Temperature was the most important environmental factor, along with fluorescence and salinity. Samples from the warmer waters off the south coast were screened for Vibrio parahaemolyticus, but none was detected.   The results of this project can be seen as an important basis for further studies of microorganisms in Icelandic waters. Continued research in this area can be of great importance for the evaluation environmental change and the effects of global warming on the marine environment and exploitable marine species in Icelandic waters.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

UV‐light surface disinfection / Sótthreinsun yfirborða með UV ljósi

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Árni R. Rúnarsson, Eyjólfur Reynisson, Sveinn H. Magnússon, Kristinn Andersen, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

UV‐light surface disinfection / Sótthreinsun yfirborða með UV ljósi

Áhrif UV‐geislunar til sótthreinsunar er vel þekkt. UV geislun er banvæn örverum, einkum UV‐C geislun með bylgjulengdir í kringum 260nm (short wave). Geislun á þeirri bylgjulengd veldur skemmdum á uppbyggingu erfðaefnis og kemur í veg fyrir DNA umritun o.þ.a.l. örvervöxt. Þrátt fyrir að áhrif UV ljóss til sótthreinsunar séu vel þekkt er notkun þess til sótthreinsunar við matvælavinnslu tiltölulega ný af nálinni. Þessi skýrsla lýsir prófunum á örveruhamlandi áhrifum af UV lampa á örverumagn á vinnslulínu í kjötvinnslu. Niðurstöður prófana sýna að UV ljós veldur tölfræðilega marktækri fækkun örvera á færibandi vinnslulínunnar. Uppsetning UV lampa yfir færiböndum vinnslulína mun því geta minnkað örverumengun frá færiböndum og vinnsluyfirborðum yfir á hráefni.

The effects of UV‐radiation for disinfection are well known. UV radiation is lethal to microorganisms, especially UV‐C radiation with wavelengths around 260nm (short wave). Short wave UV irradiation causes damage to the structure of DNA and prevents DNA transcription, thereby preventing microbial growth. Although the effects of UV light for disinfection are well known, its use for disinfection in the food processing environment is relatively new. This report describes the testing of the inhibitory effects of UV lamps on microbial growth on conveyor surfaces in meat processing. Test results show that UV light causes a statistically significant reduction in microbial load on the conveyor belt. Installation of UV lamps over conveyors in meat processing can therefore be expected to reduce the transfer of microbial contamination from conveyor belts and processing surfaces onto the raw material.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Germicidal effects of UV light on processing line surfaces and pork shelf life / Áhrif UV ljóss á örverumengun vinnsluyfirborða og geymsluþol svínakjötsafurða

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Sveinn Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Germicidal effects of UV light on processing line surfaces and pork shelf life / Áhrif UV ljóss á örverumengun vinnsluyfirborða og geymsluþol svínakjötsafurða

Örverudrepandi áhrif UV‐geislunar hafa verið þekkt um langt skeið en UV geislun við 254nm (UV‐C) veldur skemmdum á erfðaefni frumna og kemur í veg fyrir örveruvöxt. Notkun  UV lýsingar til sótthreinsunar hefur færst í vöxt, m.a. í matvælaiðnaði  ‐  þar sem nýta má UV geislun til sótthreinsunar vinnsluyfirborða og matvæla – og þar með auka öryggi og lengja geymsluþol matvæla. Þessi skýrsla lýsir prófun á áhrifum UV lýsingar á vinnsluyfirborð á geymsluþol kjötafurða. Áhrif UV lýsingar á yfirborð kjötvinnslu  ‐  frátökufæriband og skurðarbretti  ‐  á geymsluþol svínakjötsafurða var skoðuð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að UV lýsing hefur áhrif til lækkunar á örverumagni vinnsluyfirborða. Niðurstöður varðandi áhrif á geymsluþol voru ekki afgerandi en benda til þess að með hreinni vinnslulínu og UV‐lýsingu á vinnsluyfirborð megi auka geymsluþol svínakjötsafurða af vinnslulínunni.

UV radiation at 254nm (UV‐C) causes damage to the genetic material of cells and prevents microbial growth. The use of UV light for disinfection is increasing e.g. in the food production industry – where UV radiation can be used for disinfection of food production surfaces and foods – and thereby increase food safety and extend product shelf life. This report describes the testing of the effects of UV lighting on surfaces in food processing facility on product shelf life. Effects of UV lighting on process line surfaces – conveyor belt and cutting boards – on the shelf life of pork was examined. The results of the study show that UV reduces the bacterial load on process line surfaces. Regarding the effects on pork shelf life the results were not significant but suggest that cleaner process lines and UV lighting on process line surfaces can increase the shelf life of pork products.

Report closed until 01.01.2014 / Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Örveruflóra í íslensku grunnvatni / Microbial flora in Icelandic groundwater

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Sveinn Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Árni Rúnarsson, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Rannsóknasjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Örveruflóra í íslensku grunnvatni / Microbial flora in Icelandic groundwater

Í verkefninu „Vatnsauðlindir Íslands“ var lagt út í töluverðan kostnað við öflun grunnvatnssýna víða um land og einnig við greiningar á ýmsum eðlis‐  og efnafræðilegum eiginleikum sýnanna. Ekki var gert ráð fyrir skoðun á líffræðilegum einkennum vatnsins en þeim möguleika var þó haldið opnum fyrir hluta sýnanna með því að nota síur fyrir örverur til varðveislu við ‐20°C. Í verkefninu „örveruflóra í Íslensku grunnvatni“ var markmiðið að athuga hvort hægt yrði að nota síurnar sem höfðu verið geymdar frystar í nokkur ár til að kortleggja örveruflóru í íslensku grunnvatni. Af þeim 59 síum sem höfðu varðveist við  ‐20°C og tekin til rannsókna, náðist að greina 19 með t‐RFLP greiningu enn einungis 5 með 16S rRNA klónagreiningu. Úr stærstum hluta sýnanna var ekki hægt að ná upp PCR mögnun á tegundagreinandi geni. Þessar lágu heimtur benda til þess DNA örveranna á síum hafi ekki varðveist vel og hafi brotnað niður við langtíma geymslu. Einnig er mögulegt að fjöldi örvera hafi verið lágur og þar með lítið DNA verið til staðar. Það er hinsvegar ekki hægt að útloka að hægt yrði að nota sýnin til að kortleggja örverufjölbreytileikann úr fleiri grunnvatnssýnunum ef viðameiri prófanir verða gerðar eins og t.d. breyting á PCR aðstæðum og notkun á öðrum DNA polymerasa ensímum. Þau sýni sem hægt var að klóna og nota til að raðgreina 16S rRNA gen voru tekin á bilinu 3‐83°C. Niðurstöðurnar sýndu að sýnin samanstanda að miklu leiti af almennum umhverfisbakteríum sem eru algengar í umhverfi s.s. vatni,jarðvegi og gróðri. Mikill fjölbreytileiki var milli sýna og mikið af örverum sem eru enn óræktanlegar.

Within the project “Vatnsauðlindir Íslands” considerable efforts and cost was spent to collect and analyze various physical and chemical properties of groundwater samples from around the country. Biological characteristics were not analyzed within the project but filtered microbial samples were kept and preserved at  ‐20°C for potential future analyses. In this project “Örveruflóra í íslensku grunnvatni”, the aim was to analyze the preserved filters and see if they could be used for mapping the microbiological flora in Icelandic groundwater. OF the 59 filters analyzed, 19 could be analyzed with t‐RFLP and only 5 with 16S cloning. The great majority of the samples did therefore not give any PCR amplification for the 16S gene. These low recoveries indicate that the DNA of the microorganisms on the filters has degraded during the long term storage. It is also possible that the number of bacteria on the filters was low and therefore limited DNA present. It can however not be overlooked that the samples could be used for mapping microbial groundwater diversity with more extensive testing of PCR conditions and different DNA polymerase enzymes. The samples that could be cloned and sequenced where sampled from water of temperatures varying from 3‐83°C. The results showed that the samples consist largely of environmental bacteria common in e.g. soils, water and vegetation. A great diversity was observed between the samples and numerous microorganisms that are still uncultivable.

Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þéttleiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial density in Icealndic waters

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Þéttleiki örvera á Íslandsmiðum / Microbial density in Icealndic waters

Fjölbreytileiki örvera í hafinu umhverfis Ísland er að mestu óþekktur en litlar sem engar rannsóknir hafa farið fram til þessa. Þessi skýrsla lýsir fyrstu samanburðarniðurstöðunum úr rannsókn á örverufjölbreytileika hafsins umhverfis landið. Sjósýnum umhverfis landið var safnað vorið 2010 og 2011. Þéttleiki örvera í þessum sýnum hefur nú verið skoðaður með örverugreini (flow cytometry) og samanburður gerður eftir dýpi, staðsetningu og milli ára. Niðurstöðurnar sýna að fjölbreytileikinn er breytilegur eftir svæðum. Hafið sunnan af landinu sýnir að jafnaði 40‐ 60% meiri örveruþéttleika en hafið fyrir norðan landið. Breytileiki sést einnig í tengslum við vöxt þörunga eða þörungablóma. Niðurstöðurnar eru grunnur fyrir frekari rannsóknir á örverusamsetningu og fjölbreytileika hafsins umhverfis landið – sem nú þegar eru í gangi innan verkefnisins.

The diversity of microorganisms in the ocean around Iceland is largely unknown and little or no research has been conducted to date. This report describes the first comparative results of microbial diversity in the sea around the country. Sea‐samples around the country were collected in the spring of 2010 and 2011. The density of microorganisms in these samples was studied by flow cytometry and comparisons made by the depth, location and year. The results show that diversity varies by region. The sea south of the country has approximately 40‐60% higher microbial density than the sea north of the country. Variation is also seen in relation to the growth of algae or algal blooms. These results are the basis for further research on the microbial composition and diversity of the sea around the country ‐ already underway within project. 

Report closed until 01.01.2014 / Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011 / Attitutes and fish consumption in Iceland 2011

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Dagný Yrsa Eyþórsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla Íslendinga 2011 / Attitutes and fish consumption in Iceland 2011

Markmið rannsóknarinnar var að kanna neysluvenjur og viðhorf tengd sjávarfangi hjá Íslendingum á aldrinum 18‐80 ára. Könnun var sett var upp á netinu og bréf send til úrtaks frá Hagstofu Íslands í júní 2011 og bárust svör frá 525 manns. Markmiðið var jafnframt að skoða breytingar sem orðið hafa á viðhorfum og fiskneyslu Íslendinga frá því síðustu tölur voru birtar árið 2006 fyrir fólk á aldrinum 18‐26 ára. Viðhorf og neysla Íslendinga voru greind eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, mánaðartekjum heimilis fyrir skatt, fjölda í heimili og fjölda barna undir 18 ára í heimili. Að meðaltali borða Íslendingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borðum landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjórum sinnum í viku, en alls tekur um helmingur landsmanna lýsi daglega og 62% þrisvar í viku eða oftar. Almennt virðast Íslendingar oftar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum kældum eða frosnum. Viðhorf til þess að borða fisk eru almennt mjög jákvæð og langflestir telja fisk hollan og góðan. Flestir telja að fjölskylda hafi mest hvetjandi áhrif varðandi neyslu fisks og að rýmri fjárhagur, auðveldara aðgengi að ferskum fiski og meira úrval af fiski gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu. Mikill munur er á fiskneyslu og viðhorfum karla og kvenna. Konur kaupa frekar í matinn og leggja meiri áherslu á hollustu, ferskleika, aðgengi og verð. Þær eru jafnframt frekar þeirrar skoðunar að það sé dýrt að borða fisk. Verulegur munur reyndist á aldurshópum, bæði hvað varðar heildar fiskneyslutíðni, neyslu mismunandi fiskafurða og viðhorf. Fiskneysla eykst með aldri, sem og lýsisneysla. Áhersla á hollustu er minni meðal yngra fólks. Munur kom fram í neysluhegðun og neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir búsetu sem líklega má að stórum hluta útskýra með hefðum og ólíku framboði af fiski. Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja fremur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frekar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafnvel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fiskréttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fiskneyslu.   Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í fiskneyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18‐26 ára á síðustu fimm árum. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fiskneyslu utan heimilis. Lýsisneysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðst hafa aukist. Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf‐tilbúnum réttum.

The aim of the study was to investigate seafood consumption and attitudes among 18‐80 year old Icelanders. A total of 525 people completed a web‐ based survey. The aim was also to study changes in attitudes and fish consumption in the last five years among people 18‐26 years. The data was analysed by gender, age, residence, education, income, number of household members and number of children below 18 years. On average, the fish consumption frequency (fish as main course) is around two times a week. Haddock is the most frequently consumed fish species and is consumed around one time per week. Fish oil is consumed four times a week on average, but 50% of the participants consume fish oil every day. Fresh fish is more frequently consumed than frozen fish and ready fish meals, chilled or frozen, are rarely bought. Attitudes towards consuming fish are generally very positive. Most people consider family to have the most encouraging influence on their fish consumption and that less stringent finances, easier access to fresh fish and more variety of fish could positively influence their fish consumption. Fish consumption pattern and attitudes differ by gender. Women more frequently purchase food and emphasise more healthy food, freshness, access and price.   Large differences were found between different age groups, both regarding fish consumption frequency, fish products and attitudes. Fish consumption and fish oil consumption frequency increase with age. Emphases on healthy food are less among younger people. Consumption habits and consumption of different fish species and products differ by residence around the country. This can largely be explained by different traditions and different fish supply. Most people, especially in older age groups consider it expensive to consume fish. They are, however, more likely to consider fish money worth compared to younger people. The youngest age group appears though to be ready to pay more for fish as their opinion is that more variety of ready fish meals and fish courses at restaurants could positively influence their fish consumption. The last five years, positive changes in fish consumption and attitudes among people 18‐26 years have occurred. This group now consumes fish more frequently, the varity in their choice of seafood has increased. The consumption of fresh fish, sushi, salted cod and chilled oven ready fish meals has increased among this group.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verklag um borð í grásleppubátum / Procedures on board lumpfish vessels

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Óskar Torfason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Verklag um borð í grásleppubátum / Procedures on board lumpfish vessels

Megin tilgangur með verkefninu “Grásleppa, verðmæti úr vannýttu hráefni” er að skapa atvinnu á Vestfjörðum í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegráðherra að gera grásleppusjómönnum skylt að koma með allan afla, þ.m.t. slægða grásleppu, að landi frá og með árinu 2012. Í tengslum við verkefnið var ákveðið að gera könnun á því hvernig grásleppufloti Vestfirðinga væri búinn til að takast á við nýjar kröfu, og hver viðhorf útgerðarmanna væru til breytinga á starfsumhverfi. Rætt var við útgerðarmenn á Stöndum, við Djúp og á sunnanverðum Vestfjörðum. Viðtölin voru byggð á spurningalista þar sem meðal annars var leitað eftir upplýsingum um núverandi búnað, hvaða breytingar hefðu fylgt í kjölfar nýrra reglna og viðhorf þeirra til breytinga. Sérstakar áherslur voru lagaðar á viðhorf til slægingar á sjó eða í landi og hugmyndir útgerðarmanna um verð fyrir grásleppuna eftir hrognatöku.

The main purpose of the project „Lumpfish, the value of underutilized species“ is to create jobs in the Westfjords following the decision of the minister of fisheries that lumpfish fishermen must bring the whole catch, including head/skin and fillets of lumpfish ashore, on and after coming fishing season of 2012. In connection with the project it was decided to carry out a survey of capability of the lumpfish fleet of Westfjords to meet the new requirements, and to seek ship owner’s attitude to inevitable changes because of new regulation.     A list of questions was used for the survey to underline current situation in the fishing fleet and fishing captains attitude to further steps to be taken in changed environment. Special emphasis was on their attitude to gutting lumpfish on board the boats or at factories ashore, and their idea of price for the lumpfish after collecting the roes. 

Skoða skýrslu
IS