Skýrslur

UV‐light surface disinfection / Sótthreinsun yfirborða með UV ljósi

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Árni R. Rúnarsson, Eyjólfur Reynisson, Sveinn H. Magnússon, Kristinn Andersen, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

UV‐light surface disinfection / Sótthreinsun yfirborða með UV ljósi

Áhrif UV‐geislunar til sótthreinsunar er vel þekkt. UV geislun er banvæn örverum, einkum UV‐C geislun með bylgjulengdir í kringum 260nm (short wave). Geislun á þeirri bylgjulengd veldur skemmdum á uppbyggingu erfðaefnis og kemur í veg fyrir DNA umritun o.þ.a.l. örvervöxt. Þrátt fyrir að áhrif UV ljóss til sótthreinsunar séu vel þekkt er notkun þess til sótthreinsunar við matvælavinnslu tiltölulega ný af nálinni. Þessi skýrsla lýsir prófunum á örveruhamlandi áhrifum af UV lampa á örverumagn á vinnslulínu í kjötvinnslu. Niðurstöður prófana sýna að UV ljós veldur tölfræðilega marktækri fækkun örvera á færibandi vinnslulínunnar. Uppsetning UV lampa yfir færiböndum vinnslulína mun því geta minnkað örverumengun frá færiböndum og vinnsluyfirborðum yfir á hráefni.

The effects of UV‐radiation for disinfection are well known. UV radiation is lethal to microorganisms, especially UV‐C radiation with wavelengths around 260nm (short wave). Short wave UV irradiation causes damage to the structure of DNA and prevents DNA transcription, thereby preventing microbial growth. Although the effects of UV light for disinfection are well known, its use for disinfection in the food processing environment is relatively new. This report describes the testing of the inhibitory effects of UV lamps on microbial growth on conveyor surfaces in meat processing. Test results show that UV light causes a statistically significant reduction in microbial load on the conveyor belt. Installation of UV lamps over conveyors in meat processing can therefore be expected to reduce the transfer of microbial contamination from conveyor belts and processing surfaces onto the raw material.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Germicidal effects of UV light on processing line surfaces and pork shelf life / Áhrif UV ljóss á örverumengun vinnsluyfirborða og geymsluþol svínakjötsafurða

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Sveinn Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Germicidal effects of UV light on processing line surfaces and pork shelf life / Áhrif UV ljóss á örverumengun vinnsluyfirborða og geymsluþol svínakjötsafurða

Örverudrepandi áhrif UV‐geislunar hafa verið þekkt um langt skeið en UV geislun við 254nm (UV‐C) veldur skemmdum á erfðaefni frumna og kemur í veg fyrir örveruvöxt. Notkun  UV lýsingar til sótthreinsunar hefur færst í vöxt, m.a. í matvælaiðnaði  ‐  þar sem nýta má UV geislun til sótthreinsunar vinnsluyfirborða og matvæla – og þar með auka öryggi og lengja geymsluþol matvæla. Þessi skýrsla lýsir prófun á áhrifum UV lýsingar á vinnsluyfirborð á geymsluþol kjötafurða. Áhrif UV lýsingar á yfirborð kjötvinnslu  ‐  frátökufæriband og skurðarbretti  ‐  á geymsluþol svínakjötsafurða var skoðuð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að UV lýsing hefur áhrif til lækkunar á örverumagni vinnsluyfirborða. Niðurstöður varðandi áhrif á geymsluþol voru ekki afgerandi en benda til þess að með hreinni vinnslulínu og UV‐lýsingu á vinnsluyfirborð megi auka geymsluþol svínakjötsafurða af vinnslulínunni.

UV radiation at 254nm (UV‐C) causes damage to the genetic material of cells and prevents microbial growth. The use of UV light for disinfection is increasing e.g. in the food production industry – where UV radiation can be used for disinfection of food production surfaces and foods – and thereby increase food safety and extend product shelf life. This report describes the testing of the effects of UV lighting on surfaces in food processing facility on product shelf life. Effects of UV lighting on process line surfaces – conveyor belt and cutting boards – on the shelf life of pork was examined. The results of the study show that UV reduces the bacterial load on process line surfaces. Regarding the effects on pork shelf life the results were not significant but suggest that cleaner process lines and UV lighting on process line surfaces can increase the shelf life of pork products.

Report closed until 01.01.2014 / Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu – Skýrsla fyrir árið 2009

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Ágúst Andrésson, Óli Þór Hilmarsson, Ásbjörn Jónsson, Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu – Skýrsla fyrir árið 2009

Verkefnið er um að gera verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar‐  og kjötvinnslu. Tæknilegt markmið var að aðlaga og þróa vinnsluaðferðir sem breyta hliðarafurðum úr ódýrum mannamat, fóðri og úrgangi í dýrar sérvörur sem seldar verða til viðskiptavina í öðrum löndum. Markmið í rannsóknum og menntun var að taka þátt í og efla klasasamstarf og stuðla að þjálfun ungra vísindamanna. Verkefnið er til tveggja ára. Þetta er skýrsla um fyrra ár verkefnisins en þá var unnið að rannsókna‐  og þróunarverkefnum um vörur úr görnum og vömb um, bætta nýtingu á blóði og innmat. Einnig hófst frostþurrkun á líffærum til lyfja‐ og lífefnaframleiðslu.

The project is about creating more value from slaughter and meat processing by‐products. The technical aim is to adapt and develop processes to convert by‐products from being low value food, feed and waste to high value products for export. The aim is also to train young scientists by allowing them to take part in the project. This is a status report from the first year of the project.   The project included:

‐ Development of casing processes

‐ Better utilization of organs and bloods

‐ Freeze drying of products for biotechnological development

Lokuð skýrsla / Report closed

Skoða skýrslu
IS