Fréttir

EcoFishMan fundar með hagsmunaaðilum í Kaupmannahöfn

Matís fer með stjórn í Evrópuverkefninu EcoFishMan, sem ætlað er að þróa nýa aðferðafræði sem nýtast mun við umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins.

Verkefnið er þverfaglegt og nýtir upplýsingum um vistfræðilega-, félagslega-, hagfræðilega- og stjórnunarlega þætti fiskveiðistjórnunar, en markmiðið með verkefninu er að gera mönnum kleift að meta og bregðast við áðurnefndum þáttum við útfærslu á fiskveiðistjórnun. Mikil áhersla er lögð á samstarf við hagsmunaaðila á öllum stigum verkefnisins og sem partur af því ferli funduðu þátttakendur í verkefninu með hagsmunaaðilum frá veiðum, vinnslu, rannsóknastofnunum, neytendasamtökum og umhverfisverndarsamtökum víðsvegar að í Evrópu þann 8 september. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn og var verkefnið þar kynnt fyrir hagsmunaaðilunum og leitað eftir framlagi frá þeim inn í áframhaldandi vinnu. Þátttakendur EcoFishMan héldu erindi til að skýra margvíslega þætti verkefnisins og síðan voru umræður um erindin. Í EcoFisMan verða fjögur mismunandi fiskveiðikerfi notuð sem sýnidæmi (case studies) við þróun kerfisins þ.e. íslenskar botnfiskveiðar, portúgalskar botnvörpuveiðarnar á krabbadýrum, botnvörpuveiðar í Norðursjónum og botnvörpuveiðar við Miðjarðarhafið. 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Matís (EcoFishMan) og á vefsíðu verkefnisins, EU_EcoFishMan.

Fréttir

Gæði strandveiðiafla 2011

Sumarið 2011 var þriðja sumarið sem frjálsar handfæraveiðar með takmörkunum á heildarmagni, svokallaðar strandveiðar, voru heimilaðar. Í pottinum voru 8.500 tonn og í heildina tóku 685 bátar þátt í veiðunum.

Gæði strandveiðiafla hafa nokkuð verið til umræðu á síðustu misserum og því óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið eftir því við Matís, Matvælastofnun og Fiskistofu að gerð yrði úttekt á gæðum strandveiðiaflans. Margvíslegum gögnum var safnað við framkvæmd úttektarinnar og má þar meðal annars nefna:

  • Mælingar á hitastigi í afla við löndun víðsvegar um land, alls um 2.500 mælingar.
  • Mælingar fiskmarkaðanna á hitastigi afla í sumar, alls um 10.000 mælingar.
  • Vettvangskannanir þ.s. farið var um borð í 405 strandveiðibáta til að kanna ýmis atriði er snúa að meðferð afla.
  • Viðtöl við þá aðila sem höndla mest með afla strandveiðibáta þ.e. kaupendur, seljendur, fiskmarkaðir, slægingarþjónustur, flutningsaðilar, fiskverkendur o.fl. alls um 30 manns.
  • Heimsóknir í fiskmarkaði víðsvegar um land til að kanna verklag, auk þess sem rætt var við fulltrúa fiskmarkaða.

Niðurstöður úttektarinnar sýna að strandveiðifiskur er mjög misjafn að gæðum. Strandveiðibátar stunda sínar veiðar yfir heitasta árstímann þegar fiskur er í slæmu ástandi af náttúrulegum orsökum, þeir halda sig gjarnan nærri landi þar sem fiskur er smár, meira er um orm og liturinn á roðinu er dekkri (svokallaðir þaraþyrsklingar); þeir landa jafnan óslægðum afla og stærðardreifing er mikil. Aðgengi að ís er takmarkað í sumum höfnum, slægingarþjónusta er almennt ekki lengur fyrir hendi og flutningur á óslægðum afla milli landshluta á þessum árstíma getur farið illa með hráefnið ef aflameðferð hefur ekki verið fullnægjandi. Það er því ýmsum vandkvæðum bundið fyrir strandveiðiflotann að tryggja gæði aflans og sérstaklega mikilvægt að aflameðferð sé til fyrirmyndar.

Í úttektinni er farið yfir þau atriði sem helst hafa áhrif á gæði afla, kannað er hvernig strandveiðiaflinn kom út í sumar varðandi þau atriði í samanburði við aðra dagróðrabáta og loks eru settar fram tillögur um hvernig stuðla megi að úrbótum.

Sá áhrifaþáttur sem hefur hvað mest að segja um gæði strandveiðiafla er kæling. Almennt má segja að strandveiðiflotinn komi vel út í samanburði við hina hefðbundnu dagróðrabáta hvað kælingu varðar og er ekki hægt að greina marktækan mun á milli þessara útgerðaflokka. Einnig benda niðurstöður úttektarinnar til að kæling strandveiðiafla hafi batnað mikið frá fyrra ári. Þess ber þó að gæta að þörf er á að bæta kælingu enn frekar, bæði hjá strandveiðibátum og öðrum dagróðrabátum, til að fullnægja kröfum sem settar eru fram í reglugerðum þ.e. að hitastig í afla sé komið undir 4°C innan 6 klst. eftir veiði.

Aðstaða til blóðgunar er takmörkuð um borð í strandveiðibátum þ.e. aflanum er yfirleitt látið blæða út í ís eða krapa í þeim kerum sem hann berst í land í. En þar sem handfærafiskur er jafnan mjög sprækur þegar hann er dregin um borð gengur blóðtæming betur en ella og því eru kaupendur yfirleitt sáttir við blóðgun aflans. Forsvarsmenn fiskmarkaðanna segjast aldrei hafa fengið kvörtun vegna slælegrar blóðgunar og því má draga þá ályktun að blóðgun sé ekki teljandi vandamál hjá strandveiðiflotanum.

Flokkun og slæging eru einnig atriði sem áhrif hafa á gæði strandveiðiafla. Mikilvægt er að fiskmarkaðir og viðskiptavinir þeirra finni ásættanlegar leiðir til að tryggja að kaupendur fái afhenta þá stærð af fiski sem þeir telja sig vera að kaupa, en talsvert hefur borið á því í sumar að kaupendur hafi verið ósáttir við stærðarflokkun. Þetta er hins vegar vandi sem tengist sérstaklega fjarsölunum, enda getur verið erfitt að upplýsa um flokkun afla sem ekki hefur enn verið landað. Slæging á afla dagróðrabáta hefur einnig verið nokkuð til vandræða í sumar og er mælst til að yfirvöld hugi að breytingum á reglugerðum um slægingu fyrir upphaf næsta strandveiðitímabils.

Hvað varðar aðra þætti sem áhrif hafa á gæði strandveiðiafla þá er eðlilegast að markaðslögmál fái að ráða þ.e. að verð og gæði fari saman, en til að svo megi fara þarf að auka sýnileika gæðaþátta hjá fiskmörkuðunum og auka kynningu. Fyrirkomulag strandveiðanna, þ.e. ólympískar veiðar, getur stuðlað að því að sótt sé í afla af lakari gæðum og því er mikilvægt að haldið sé á lofti fræðslu til sjómanna, jafnt sem annarra í virðiskeðjunni. Átak var gert í fræðslu, mælingum og eftirliti hjá dagróðrabátum sumarið 2011 og er ljóst að það hefur borið nokkurn árangur. Því er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að haldið verði áfram á þeirri braut næsta ár.

Við erum á réttri leið, en betur má ef duga skal!

Skýrslu um gæði strandveiðiafla 2011 má nálgast hér.

Fræðsluvefur fyrir smábátasjómenn: www.alltummat.is/fiskur/smabatar/

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Nýr einblöðungur um Matarsmiðju Matís á Flúðum

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi  heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði.

Nánari upplýsingar um Matarsmiðjuna á Flúðum má finna í nýjum bæklingi hér.

Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Skýrslur

Gæði strandveiðiafla 2011

Útgefið:

15/09/2011

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sveinn Margeirsson, Guðjón Gunnarsson, Garðar Sverrisson, Örn Sævar Holm, Þórhallur Ottesen

Styrkt af:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Gæði strandveiðiafla 2011

Í lok sumars óskaði sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytið eftir því við Matís, Matvælastofnun og Fiskistofu að gerð yrði úttekt á gæðum strandveiðiafla. Matvælastofnun hafði þá þegar, í samstarfi við Fiskistofu, hafið átak sem sneri að aflameðferð almennt hjá öllum dagróðrabátum og nýttist sú vinna í verkefnið. Stýrihópur var myndaður um verkefnið og ákvað hann að sjónum yrði aðallega beint að nokkrum grundvallaratriðum sem áhrif hafa á afurðagæði þ.e. ísun og kælingu, ormum í holdi, stærð og flokkun, blóðgun og slægingu, röðun og frágang í ker, lit roðs og verklag á fiskmörkuðum. Mælingar og önnur gagnasöfnun fór fram í júní, júlí og ágúst. Gögnum var safnað á eftirfarandi hátt:

• Fiskistofa og MAST mældu hita í afla við löndun víðsvegar um land.

• Fiskmarkaðirnir juku hitastigsmælingar í sínum afla og létu verkefninu í té niðurstöðurnar.

• Starfsmenn MAST könnuðu ýmis atriði er snúa að meðferð afla meðal smábátasjómanna.

• Starfsmaður Matís tók viðtöl við þá aðila sem höndla hvað mest með afla strandveiðibáta.

• Starfsmenn Matís heimsóttu fiskmarkaði til að kanna verklag.

Niðurstöður úttektarinnar sýna að strandveiðifiskur er misjafn að gæðum. Strandveiðibátar stunda veiðar yfir heitasta árstímann þegar fiskur er í slæmu ástandi af náttúrulegum ástæðum, þeir halda sig gjarnan nærri landi þar sem fiskur er smár, meira er um orm og liturinn á roðinu er dekkri (þaraþyrsklingur); þeir landa jafnan óslægðum afla og stærðardreifing er mikil. Aðgengi að ís er takmarkað í sumum höfnum, slægingarþjónusta er almennt ekki lengur fyrir hendi og flutningur á óslægðum afla milli landshluta á þessum árstíma getur farið illa með hráefnið ef aflameðferð hefur ekki verið fullnægjandi. Það er því ýmsum vandkvæðum bundið fyrir strandveiðiflotann að tryggja gæði aflans. Sá áhrifaþáttur sem hefur hvað mest að segja um gæði strandveiðiafla er kæling. Almennt má segja að strandveiðiflotinn komi vel út í samanburði við hina hefðbundnu dagróðrabáta hvað kælingu varðar og er ekki hægt að greina marktækan mun á milli þessara útgerðaflokka. Einnig benda niðurstöður úttektarinnar til að kæling strandveiðiafla hafi batnað frá fyrra ári. Þess ber þó að gæta að þörf er á að bæta kælingu enn frekar til að fullnægja kröfum sem settar eru fram í reglugerðum. Flokkun og slæging eru einnig atriði sem áhrif hafa á gæði strandveiðiafla. Mikilvægt er að fiskmarkaðir og viðskiptavinir þeirra finni ásættanlegar leiðir til að tryggja að kaupendur fái afhenta þá stærð af fiski sem þeir telja sig vera að kaupa, en yfirvöld munu þurfa að huga að breytingum á reglugerðum um slægingu til að tryggja hámarksgæði strandveiðiafla. Hvað varðar aðra áhrifaþætti á gæði þá er eðlilegast að markaðslögmál fái að ráða þ.e. að verð og gæði fari saman, en til að svo megi fara þarf að auka sýnileika gæðaþátta hjá fiskmörkuðunum og auka kynningu. Átak var gert í fræðslu, mælingum og eftirliti hjá dagróðrabátum sumarið 2011 og er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að haldið verði áfram á þeirri braut næsta ár.

Skoða skýrslu

Fréttir

Nýr norrænn matur – Þang og þari í matvæli

Í síðustu viku var haldinn fundur í Kaupmannahöfn um möguleika á nýtingu þangs og þara í mat, innan verkefnisins Nýr norrænn matur.  Matþörungar er vannýtt auðlind hér á norðurslóðum og miklir möguleikar í þróun nýrra matvæla úr þangi og þara.

Á meðal þátttakenda voru matreiðslumeistarar, vísindamenn,  þangræktendur og framleiðendur frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.  Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Ny Nordisk Mad (sjá hér).

Nánari upplýsingar veitir Rósa Jónsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Ný sjónvarpsþáttaröð í bígerð – Taste the North Atlantic

Matís er þátttakandi í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun fjalla matarmenningu á Norður-Atlantshafssvæðinu og matreiðslu á afbragðs hráefni frá þessum heimshluta.

Þessi þáttaröð hefur nú þegar vakið talsverða athygli og má sjá umfjöllun hérhér og hér.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Gunnþórunn Einarsdóttir.

Fréttir

Matís tekur þátt í hátíðinni FULL BORG MATAR

FULL BORG MATAR / Reykjavík Real Food Festival

er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matarmenningu. Matís tekur þátt og býður m.a. gestum og gangandi að koma í höfuðstöðvar Matís að Vínlandsleið 12 (Grafarholt) fimmtudaginn 15. sept. kl. 14-17 (auglýsing).

Á opnu húsi hjá Matís verða örfyrirlestrar um smáframleiðslu matvæla og um þau verkefni sem Matís hefur komið að með einstaklingum, t.d bændum og fyrirtækjum um allt land. Einnig verða nokkur fyrirtæki og frumkvöðlar með kynningu á starfssemi sinni og munu bjóða upp á „smakk“ á þeim vörum sem hafa verið framleiddar. Matís mun svo einnig opna nýtt vefsvæði, www.kjotbokin.is, en það er allsherjar upplýsingaveita um allt sem snýr að kjöti.

Matís er með öfluga starfssemi um allt land og á nokkrum stöðum má finna s.k. Matarsmiðjur Matís.Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins. Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi  heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði.

Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Hátíðin FULL BORG MATAR verður haldin í fyrsta sinn dagana 14. – 18. september með von um að hún öðlist fastan sess í árlegu matardagatali þjóðarinnar.  Fjölmörg tækifæri eru fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök að tengjast hátíðinni auk þess sem neytendur ættu flestir að finna þar eitthvað sem freistar bragðlaukanna.

Markaður, veisluréttir veitingastaðanna og opið viðburðadagatal
Boðið verður upp á sölu og markaðstorg fyrir matvörur og veitingar í miðborg Reykjavíkur en þar verður hægt að selja og kynna vörur og þjónustu beint til neytenda. Veitingastaðir munu bjóða upp á hátíðarmatseðla úr íslenskum hráefnum á meðan hátíðinni stendur en þeir veitingastaðir sem standa að best útfærðu matseðlunum fá sérstaka viðurkenningu í lok hátíðar.  Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta tengst hátíðinni með því að setja upp viðburði sem kynntir verða í sameiginlegu dagatali hátíðarinnar. Lögð er áhersla á að fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir finni farveg fyrir vörur sínar og þjónustu og að hátíðin verði bæði aðgengileg og spennandi fyrir neytendur. 

Hátíðin er opinn vettvangur um allt sem tengist mat og matarmenningu þjóðarinnar og allar hugmyndir eru vel þegnar. Ef þú ert með hugmynd að viðburði eða efni sem fróðlegt væri að tengja hátíðinni þá endilega hafðu samband. 

Samstarfaðilar
Hátíðina væri ekki hægt að halda nema fyrir stuðning samstarfsaðila sem lagt hafa mikla aðstoð og vinnu í undirbúning.

Bakhjarlar hátíðarinnar eru ReykjavíkurborgSamtök IðnaðarinsMarkaðsráð KindakjötsIceland Responsible FisheriesSölufélag Garðyrkjumanna og Svínaræktarfélag Íslands. 

Haft hefur verið samstarf og samráð við fjölda einstaklinga, samtaka og stofnana við undirbúning hátíðarinnar en helst má þar nefna Íslandsstofu, Samtök Ferðaþjónustunnar, Beint frá býli, Matís og Matvís félag iðnaðarmanna í matvæla og veitingagreinum. 

Skrifstofa verkefnastjórnar
Skrifstofa verkefnastjórnar er staðsett í húsnæði Nýsköpunar og frumkvöðlasetursins Innovit í Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík

Sími: 820 1980; netfang: info@fullborgmatar.is.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri.

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2009 and 2010 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2009 og 2010

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Hrönn Jörundsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneytið og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2009 and 2010 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2009 og 2010

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af umhverfisráðuneytinu og sávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2010 og í kræklingi sem safnað var á 10 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2009. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2009, ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2009. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvort þær eru enn til staðar. Ítarleg tölfræðigreining á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2009 and 2010. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2010 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2009. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2009 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur, no noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2009. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is ongoing on all available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lágmörkun á vöðvadrepi í leturhumri með ensímhindrun og undirkælingu / Minimizing spoilage in Nephrops in Iceland

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Guðmundur Gunnarsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Heiða Pálmadóttir, Páll Steinþórsson, Vigfús Ásbjörnsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Lágmörkun á vöðvadrepi í leturhumri með ensímhindrun og undirkælingu / Minimizing spoilage in Nephrops in Iceland

Tilgangur þessa verkefnis var að hámarka virkni ensímhindra (hasenósa) með mikilli undirkælingu til minnkunar á vöðvadrepi í leturhumri við Ísland. Metin voru áhrif ensímhindra á gæðaþætti humarsins virkni mismunandi kælimiðla um borð í fiskiskipum við humarveiðar. Afurð verkefnisins er svo skilgreining á vinnsluferli fyrir humariðnaðinn með notkun á ensímhindra og mikilli undirkælingu.

The aim of this project was to maximize the effects of using food grade protein inhibitor (EDTA) with combination of effective ice/seawater cooling to minimize muscle spoilage in nephrops in Iceland. To analyse different effects on nephrops quality factors when using the food grade protein inhibitor (EDTA) and to measure the effects of using different cooling media. The end product of this project is a simple code of practice information for the lobster industry in Iceland on how to use the combination of the food grade protein inhibitor (EDTA) with different cooling media to get the most effects on reducing muscle spoilage in nephrops in Iceland.

Skýrsla lokuð til 01.09.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Markmið tilraunarinnar var að meta áhrif krapaískælingar eftir flökun og/eða pökkun í lofttæmdar umbúðir á gæðarýrnun ferskra karfaflaka. Flökin voru geymd við ‐1 °C í 6 daga til að herma eftir vel útfærðum sjóflutningi í frauðplastkössum og svo við 2 °C líkt og gerist eftir afhendingu erlendis og geymslu í smásölu. Fylgst var með vöru‐  og umhverfishitastigi frá pökkun og framkvæmt skynmat, örveru‐ og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur að vorlagi og unninn 6 dögum eftir veiði. Niðurstöður sýna að gæði hráefnisins voru ekki sem best við pökkun þar sem þránunarferli (PV og TBARS) var komið vel af stað. Þetta skýrir væntanlega hvers vegna engin af þessum kæliaðferðum leiddi til geymsluþolsaukningar. Einnig kom í ljós að enginn ávinningur fékkst við að kæla flökin óvarin í krapaís þar sem örveruvöxtur og myndun TVB‐N og TMA í flökunum gerðist hraðar við frekari geymslu. Hins vegar virðist vera ákjósanlegra að kæla lofttæmd pökkuð flök í krapaís því þessi aðferð leiddi til hægari vaxtar skemmdarörvera, lægra magns TMA og hægara þránunarferlis. Photobacterium phosphoreum er mikilvæg í skemmdarferli ferskra karfaflaka, óháð pökkunaraðferð.

The aim of this study was to evaluate the effect of slurry ice cooling in process (post‐filleting) and packaging method (+/‐ oxygen) on the quality deterioration of skinned redfish fillets during storage in expanded polystyrene boxes simulating well‐performed sea freight transportation (6 days at ‐1 °C) followed by storage at the retailer (2 °C). Also, to assess the use of vacuum‐packaging to protect the fillets from direct contact with the cooling medium (slurry ice) and to achieve superchilling following extended treatment. Temperature monitoring as well as sensory, chemical and microbial analyses were performed. The fish was caught in the spring and processed 6 days post catch. The results show that quality of the fillets was not optimal at packaging, due to the detection of primary and secondary oxidation products. This may have been the reason why shelf life extension was not achieved by any of the methods evaluated. Further, there was no advantage of cooling the fillets unpacked since this method stimulated microbial growth and formation of basic amines. On the other hand, slurry ice cooling of vacuum‐packaged fillets led to a slower microbial development, the lowest TMA level and delayed autoxidation. Finally, the importance of Photobacterium phosphoreum in the spoilage process of redfish fillets, independently of the packaging method, was demonstrated.

Skoða skýrslu
IS