Fréttir

Notkun viðmiðunarefna í efnagreiningum – Námskeið á vegum Norrænu matvælarannsóknarnefndarinnar 25. maí 2011

Námskeið á vegum Norrænu matvælarannsóknarnefndarinnar 26. maí 2011.

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum á rannsóknastofum, gæðastjórum og öllum þeim sem kaupa efnagreiningarþjónustu. Viðmiðunarefni eru notuð við allar tegundir efnagreininga og er aðferðafræði við notkun þeirra sú sama óháð viðfangsefni hverju sinni.

Leiðbeinandi: Lars Jorhem, National Food Administration, Uppsala, Sweden. Hann mun ferðast um öll Norðurlöndin og halda námskeiðið.  Á Íslandi verður námskeiðið haldið á ensku.

Staður og dagsetning:    Fimmtudagurinn 26. maí 2011 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands (austurhús)
Tímasetning:                    10:00 – 16:00 (skráning frá kl 09.30)

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirtalin atriði:

  • Reference Materials (RMs) versus Certified Reference Materials (CRMs): What is the difference?
  • ISO Guides and CRMs, EU legislation, CODEX requirements
  • Interlaboratory studies: Differences and similarities between certification, validation and proficiency testing
  • How are CRMs made?
  • Recovery and bias: Relation to CRMs
  • Selection, use and misuse of CRMs
  • Estimation of bias using NMKL Procedure No. 9 (2007)
  • A short introduction to measurement uncertainty
  • Where to find CRMs and PT programmes?

Skráning fer fram í gegnum Norrænu mavælarannsóknarnefndina og óskast sendar á netfangið: nmkl@vetinst.no fyrir þriðjudaginn 10. maí. Námskeiðið kostar 2000 NOK og greiðist upphæðin beint til Norrænu Matvælarannsóknarnefndarinnar.  Innifalið í námskeiðsgjaldi: Hádegismatur, kaffi og námskeiðsgögn.

Tengiliður vegna námskeiðs á Íslandi er Guðjón Atli Auðunsson, netfang: gudjonatli@nmi.is

Skýrslur

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Ásbjörn Jónsson, Sindri Sigurðsson (SVN), Ásgeir Gunnarsson (SÞ), Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti uppsjávarfisks – LOKASKÝRSLA / Increased value of pelagic species

Meginmarkmið verkefnisins Aukið verðmæti uppsjávarfisks – bætt kælitækni, sem hófst í júní 2008, var að leggja grunn að nýrri aðferð við kælingu og geymslu uppsjávarfisks um borð í nótaskipum. Afleiðing bættrar kælingar er að hærra hlutfall aflans er nýtilegt til manneldisvinnslu. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Síldarvinnslan (SVN) og Skinney Þinganes (SÞ).   Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af uppsjávarafla í skipslest og geymslutanki í landi og samþætting varmaflutningslíkana og gæðaspálíkana, sem gera kleift að spá fyrir um hráefnisgæði út frá umhverfishitasögu. Hitadreifing í lestum uppsjávarskipa með mismunandi útfærslum kælikerfa var kortlögð og geymsluhiti tengdur við gæðamælingar, sem gerðar voru við löndun. Af hita‐ og gæðamælingum er ljóst að gallatíðni í lönduðum afla eykst með hækkandi geymsluhita. Helsti kostur MCS kælikerfis (e. Mixed Cooling System), sem samtvinnar CSW (Chilled Sea Water) og RSW (Refrigerated Sea Water) kælikerfin, er að með kerfinu má draga úr þeirri óumflýjanlegu hitahækkun, sem verður í forkældri skipslest í kjölfar dælingar afla í lestina. Á meðan á verkefninu stóð stórjukust makrílveiðar Íslendinga og má fullyrða að niðurstöður verkefnisins hafi nýst mjög vel til að bæta árangur við manneldisvinnslu á makríl hér við land og hækka þannig afurðaverð verðmætrar tegundar.  

The main aim of the research project Increased value of pelagic species – improved chilling methods, which was initiated in June 2008, was to develop a new method for chilling and storing pelagic species on board purse seiners resulting in more valuable products.   This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of pelagic fish stored in a ship hold and a storage tank onshore and coupling of the heat transfer models and quality forecasting models, which makes it possible to predict spoilage of pelagic species as a function of ambient temperature history. Temperature distributions in ship holds with different cooling systems were mapped and storage temperature related to quality measurements conducted during landing. The fault ratio of landed raw material clearly increased, indicating lower quality, with higher storage temperature. The main advantage of a mixed cooling system (MCS), which combines RSW and CSW systems, compared to using only RSW is a lower temperature increase in a precooled ship hold caused by loading of the catch in the hold. During the project, the emphasis on mackerel fishing increased significantly around Iceland. It can be stated that the results of this project have been widely exploited in order to improve the yield of the mackerel and thereby increase the profitability of that valuable species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hefðbundið skyr. Samanburður á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri – Forkönnun / Traditional skyr. Comparison between homemade and industrial produced skyr – Preliminary study

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Nadine Knocke, Aðalheiður Ólafsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Hefðbundið skyr. Samanburður á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri – Forkönnun / Traditional skyr. Comparison between homemade and industrial produced skyr – Preliminary study

Skyr er ein fárra íslenskra vara sem má með sanni segja að sé hefðbundin. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á hefðbundnu, heimagerðu skyri, eru frá því á fyrri hluta 20. aldar. Þessi skýrsla gerir grein fyrir forrannsókn á heimagerðu og verksmiðjuframleiddu skyri þar sem áhersla var lögð á mat á skynrænum eiginleikum og greiningu á örverflóru með nýlegum erfðafræðilegum aðferðum. Merkjanlegur munur greindist í skynrænum þáttum. Þá var fjöldi mjólkursýrugerla og gersveppa töluvert hærri í heimagerðu skyri. Sömu tegundir mjólkursýrugerla greindust hjá mismunandi framleiðendum og voru þær sömu og hafa greinst í fyrri rannsóknum. Gersveppir af sömu ættkvíslum fundust á báðum búunum en ekki í verksmiðjuframleiddu skyri. Þó svo að um sömu gerlategundir sé að ræða er hugsanlegt að mismuandi svipgerðir megi finna milli búa. Því væri áhugavert að kanna hugsanlegan efnaskipta- eða arfgerðabreytileika milli stofna frá mismunandi framleiðslustöðum og áhrif þeirra á eiginleika skyrs.

Skyr is one of few Icelandic products which can be stated as traditional. Little research has been executed on traditional skyr, of which most from the first part of the 20th century. In this preliminary study, homemade and industrial skyr is compared based on sensory properties and microbiological composition. Significant difference was found on several sensory attributes. Number of lactic acid bacteria and yeasts was much greater in homemade than industrial skyr. Same species of lactic acid bacteria were identified as in previous studies, however only some of previously identified yeast genera were found. Larger part of DNA needs to be sequenced and culture independent methods employed for a more specific identification. Such analysis could give possibilities on establishing metabolic or genotype difference between different production locations.

Skýrslur

Sérstaða hefðbundins skyrs / Uniqueness of traditional skyr

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Sérstaða hefðbundins skyrs / Uniqueness of traditional skyr

Skyr er mikilvægur hluti af íslenskri arfleifð, allt frá landnámi, en mjólkurafurð undir þessu sama heiti var þá þekkt á öllum Norðurlöndunum. Skyrgerð virðist þó eingöngu hafa varðveist á Íslandi. Miklar breytingar hafa orðið á framleiðslu skyrs á síðustu öld með tilkomu verksmiðjuframleiðslu þess og hefur skapast umræða um að hefðbundið skyr eigi undir högg að sækja. Í þessari samantekt verður gerð grein fyrir upplýsingaöflun um hefðbundna framleiðslu á skyri, könnun á því hvar og hvernig það er framleitt í dag, yfirlit yfir rannsóknir, viðmið og lýsingar á hefðbundinni skyrgerð, auk þess verður greint frá undirbúningi umsóknar um alþjóðlega viðurkenningu á hefðbundnu skyri. Slík viðurkenning getur leitt til virðisaukningar afurðarinnar og stuðlað að viðhaldi og vexti verkþekkingar sem er nú á undanhaldi. Slíkt getur eflt staðbundna matvælaframleiðslu, aukið fjölbreytni hennar og þar með fjölgun verðmætra starfa.

Skyr is an important part of Icelandic heritage, dating back to the settlement of the country. At that time skyr production existed as well in the other Nordic countries but seems to have vanished except for Iceland. With industrial production starting in the 20th century, processing of skyr has changed, and growing concern is of the maintenance of traditional skyr production. In this summation, overview of existing knowledge on traditional skyr production is made as well as opportunities for international recognition are discussed. Such recognition could be a tool for maintaining the traditional production and processing knowledge, as well as give opportunities for local food production in rural areas.

Skýrslur

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Jón Kjartan Jónsson, Turid Synnøve Aas and Trine Ytrestøyl, Manfred Phiscker

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Colouring of Arctic charr / Litun bleikjuholds

Tilraun var framkvæmd  með það að markmiði að meta virkni lífræns litarefnis, Ecotone™, og ólífræns litarefnis, Lucantin® Pink, á litun bleikjuholds. Einnig voru áhrif 25% og 30% fitu í fóðri á virkni litarefnanna rannsökuð. Allir  tilraunaliðir voru prófaðir í þrítekningu. Meðal þungi  tilraunafiska var 564 g við upphaf tilraunar og 1381 g við lok tilraunar eftir 131 dag. Hitastig á tilraunatímanum var að meðaltali 8 C̊ og selta eldisvökva 20 ‰ .Meltanleiki astaxanthins í Lucantin® Pink reyndist mun hærri en í Ecotone™. Munur á holdlit sem mældur var með mismunandi aðferðum reyndist mun minni og bendir það til betri nýtingar á litnum í Lucantin® Pink. Lítil áhrif á holdlitun fundust af mismikilli fitu í fóðri og gilti það um bæði litarefnin. Lífræna litarefnið er dýrara í innkaupi en það ólífræna og af því leiðir að u.þ.b. 5,5 % dýrara er að lita bleikju með Ecotone™ samanborið við Lucantin® Pink. Fram kom við greiningu á litarefni í fóðri í upphafi og við lok tilraunar 16 vikum seinna að verulegt tap var á litarefni úr fóðrinu og virtist það tap vera óháð tegund litarefnis.

A feeding trial was conducted to compare the pigmenting efficiency of the biological colorant Ecotone™ containg astaxanthin and prepared from the red yeast Phaffia rhodozyma, and the synthetic colorant Lucantin® Pink in Arctic charr. Both colorants were incorporated into diets containing either 25 or 30% lipid. All treatments were run in triplicate. The initial average weight of the fish was 564 g and the final weight 1381 g after a trial period of 131 days at 8 C̊ and 20 ‰ salinity. The digestibility of astaxanthin seems to be very much dependent upon the astaxanthin source. Differences in flesh colour indicate a better utilization of astaxanthin from the synthetic source (Lucantin® Pink) as compared to the biological source (Ecotone™). There was only a minor effect of lipid content on utilisation of the astaxanthin. The biological astaxanthin source is more expensive than the synthetic source, resulting in about 5,5% higher production cost of fish produced with the “organic” colorant Ecotone™ as compared to fish produced with the synthetic source of astaxanthin (Lucantin® Pink). The astaxanthin content in all diets proved to be very unstable when the feed was stored under conditions that are common in production of Arctic charr (10 – 20  ̊C indoors). The loss of astaxanthin ranged from 21‐40% and tended to be higher in diets containing Ecotone™. Thus, it is very important to avoid high temperatures, light and oxygen during storage of the feed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Addition of collagen to heavy salted and lightly salted, chilled and frozen cod fillets

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Hannes Magnússon, Irek Klonowski, Ásbjörn Jónsson, Frank Hansen, Egil Olsen, Sigurjón Arason

Styrkt af:

NORA

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Addition of collagen to heavy salted and lightly salted, chilled and frozen cod fillets

Áhrif viðbætts gelatíns sem unnið var úr fiski, voru könnuð á nýtingu, efnasamsetningu og gæði kældra, frystra og saltaðra þorskflaka.   Gelatíninu var blandað í saltpækil sem síðan var sprautað í flökin. Söltuð flök voru pækluð eftir sprautun, síðan þurrsöltuð í 3 vikur og að lokum útvötnuð.  Til samanburðar voru notuð flök sem sprautuð voru eingöngu með saltpækli. Meginniðurstöður voru þær að áhrif gelatíns á nýtingu og efnasamsetningu væru óveruleg. Breytingar voru fyrst og fremst af völdum hækkaðs saltinnihalds. Öðru máli gegndi um skemmdarferla í kældum afurðum. Örveruvöxtur og myndun niðurbrotsefna var meiri í þeim flökum sem sprautuð voru með gelatíni. Ekki var þó hægt að greina sjónrænan mun á útliti flaka eftir samsetningu pækils. 

The effects of added fish gelatine on yield, chemical composition and quality of chilled, frozen and salted cod fillets were evaluated. The gelatine was mixed with salt brine and injected to the fillets. Salted fillets were brined after injection, dry salted for 3 weeks and finally rehydrated. Fillets injected only with salt brine were used as control. Effects of added gelatine on yield and chemical composition were not significant. Alterations were primarily due to the increased salt content by injection. Conversely, the growth of microorganisms and degradation within chilled fillets was accelerated by addition of gelatine. However, no significant differences were observed in visual appearance of the fillets. 

Skoða skýrslu

Fréttir

Ný norræn matargerð – enduruppgötvun þörunga

Þörungar eru mikilvægur hluti af matarræði almennings í mörgum löndum Asíu. Notkun þeirra í matargerð hefur hinsvegar ekki náð fótfestu á vesturlöndum nema að litlu leyti.

Fræðslufundur félagsins Matur-saga-menning í samvinnu við Nýpuhyrnu, Ólafsdalsfélagið og ReykjavíkurAkademíuna

Ný norræn matargerð – enduruppgötvun þörunga
Fimmtudaginn 28. apríl n.k. heldur Ole G. Mouritsen prófessor við Syddansk Universitet opinn fyrirlestur um nýtingu þörunga í matargerð.

Þörungar eru mikilvægur hluti af matarræði almennings í mörgum löndum Asíu. Notkun þeirra í matargerð hefur hinsvegar ekki náð fótfestu á vesturlöndum nema að litlu leyti.

Þörungar geta verið afbragðs matvæli, bragðgóð, stútfull af mikilvægum steinefnum, snefilefnum, vítamínum, próteinum, joði og heilsusamlegum fjölómettuðum fitusýrum. Þar að auki innihalda þörungar gnótt af trefjum og þar af leiðandi fáar hitaeiningar. Þörungar munu án efa verða stærri hluti af matarræði okkar í framtíðinni. Það sem er ekki síður mikilvægt er að þetta “sjávargrænmeti” getur hjálpað okkur að endurnýja og ná jafnvægi í matarræði okkar til að vinna á móti aukningu í lífstílstengdum sjúkdómum, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, offitu auk geðsjúkdómum.

Ole G. Mouritsen, er höfundur bóka um matargerðalist og vísindin á bak við hana. Rannsóknir hans tengjast breiðu sviði grunnvísinda og nýtingu þeirra í líftækni og líflæknisfræði. Hann er virtur félagi í danska vísindasamfélaginu og hefur hlotnast fjöldi af virtum verðlaunum fyrir verk sín.

Fyrirlesturinn verður  í sal Norræna Hússins, kjallara,
 fimmtudag 28. apríl 2011 kl. 19:30.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Nánar á www.matarsetur.is og www.nordichouse.is

Fréttir

Matís með á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Sjávarútvegssýningin fer fram 3.-5. maí næstkomandi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja verða á sýningunni þar á meðal DIS, Maritech, 3X, HB-Grandi, Marel, Promens og Matís svo fáein séu nafngreind.

Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er þessi vettvangur mikilvægur mörgum íslenskum fyrirtækjum til að færa út kvíarnar og auka samstarf.

Matís verður í sameiginlegum bás með Íslandsstofu og er básinn nr. 839 í Hall 6.

Starfsmenn Matís sem verða í Brussel þessa daga eru Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís, Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Gæðakröfur fyrir bygg til matvælaframleiðslu

Notkun á innlendu korni til manneldis hefur aukist verulega á síðustu árum. Þessi þróun kallar á stöðug gæði kornsins og bæði kaupendur og seljendur hafi lýsingar á gæðakröfum til að styðjast við.

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands hafa verið unnin verkefni til að auðvelda nýtingu á innlenda korninu til manneldis og hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkt þessi verkefni. Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar. Í þeim er lýst lágmarkskröfum til þroska byggsins, þurrkunar, hreinsunar, efnainnihalds og örvera. Gæðakröfunum er ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum með bygg til matvælaframleiðslu. Mismunandi kröfur eru settar fram um matbygg og bygg til ölgerðar.

Gæðakröfurnar í heild sinni má finna hér (pdf-skjal).

Íslenskt bygg - fjölbreytt vöruúrval
Fjölbreytt úrval er af byggvörum á Íslandi sem framleiddar eru úr íslensku  byggi.

Fréttir

Rannsóknir og atvinnusköpun í erfðatækni – Málstofa 27. apríl

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins efna til málstofu um erfðatækni, notagildi og möguleika til atvinnusköpunar.

Grand Hótel Reykjavík 27. apríl kl. 9.00 – 12.00

Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á www.si.is

Dagskrá:
Upphaf erfðatækninnar –
 Guðmundur Eggertsson, Háskóla Íslands
Plöntukynbætur í fortíð, nútíð og framtíð- Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands
Erfðatækni í matvælaframleiðslu – Helga M. Pálsdóttir, Matvælastofnun
Erfðatækni í lyfjaframleiðslu – Einar Mäntylä, ORF Líftækni
Erfðatækni sem rannsóknatæki – Ólafur S. Andrésson, Háskóla Íslands
Erfðatækni og umhverfi – Arnar Pálsson, Háskóla Íslands

Pallborð

FundarstjóriÞorsteinn G. Gunnarsson, KOM almannatengsl

IS