Skýrslur

Sókn á ný mið / Thawing processes

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Sókn á ný mið / Thawing processes

Verkefni þetta er samstarfsverkefni Brims hf, Matís ohf og 3X Technology ehf og er markmið þess að þróa nýjan búnað og ferla við þíðingu á slægðum bolfiski til vinnslu. Verkefnið var til tveggja ára og var styrkt af Tækniþróunarsjóðnum. Verkefnið inniheldur nokkrar tilraunaskýrslur sem gerðar voru af þátttakendum verkefnisins og voru framkvæmdar í húsnæði Brims á Akureyri. Tilraunirnar gengu í stórum dráttum út á að skoða hitadreifingu þorsks við mismunandi þíðingarhita á vatninu. Settir voru meðal annars hitasíritar í kjarna og roð á þorski til að fylgjast með hitastigum í flakinu. Markmiðið var að reyna að finna út bestu þíðingaraðferðina með tilliti til gæða hráefnisins eftir þíðingu og lageringu í kæli yfir nótt. Aðalbreyturnar í þessum tilraunum voru tími og hiti. Þíðingin var prófuð í svokölluðu snigilkari sem smíðað var af 3X Technology á Ísafirði. Með því að nota snigilkar við þíðingu þá verður mjög auðvelt að stýra þíðingartímanum og einnig að tryggja að það hráefni sem fer fyrst inn kemur fyrst út.   Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að besta útkoman úr uppþíðingunni m.t.t litar og loss flaksins í vinnslunni var að þíða þorskinn upp á sem skemmstum    tíma og hafa hitastig vatnsins (þíðingarhitann) jafnt allt þíðingarferlið. Síðan eftir lageringu í kæli yfir nóttina er hitastig fisksins um núll til ‐1°C. Þetta mun gefa bestu niðurstöðu m.t.t gæða hráefnisins.

This project is a collaboration work between Brim hf, Matis ohf and 3X Technology ehf. The project objectives is to develop a new equipment and processing for thawing fish. This procject is for two years and is supported by Icelandic Centre for Research (Rannis). This project contains several experiment reports and their payoff which was executed by the members of this project. All these experiments were done within Brims accommodation. Their main object was to investigate the temperature gradient of codfish with various thawing temperature. Thawing experiments was executed in so called screw tank, manufactured by the company 3X Technology. By using these tanks you will ensure that the fish whos goes first in the tank will go first out when thawing is over. And thereby all control of time and temperature will be much easier.   The primary conclusion from this project is that the best outcome from the thawing experiment, when taking into account the colour and looseness of the fish fillet, is to have the thawing time as short as possible and the temperature of the water as even as possible throughout the thawing process.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Food safety and added value of Icelandic fishmeal – Determination of toxic and non‐toxic arsenic species in fish meal / Verðmæti og öryggi íslensks fiskimjöls – Greining eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Food safety and added value of Icelandic fishmeal – Determination of toxic and non‐toxic arsenic species in fish meal / Verðmæti og öryggi íslensks fiskimjöls – Greining eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli

Í lífríkinu er mikið til af arseni í lífrænum efnasamböndum sem og á ólífrænu formi og hafa fundist meira en 50 náttúruleg efnaform af arseni. Sjávarfang inniheldur frá náttúrunnar hendi háan styrk heildararsens miðað við t.d. landbúnaðarafurðir. Stærsti hluti arsens í sjávarfangi er hins vegar bundið á lífrænu formi sem kallast arsenóbetaníð, sem er talið hættulaust. Önnur form arsens í sjávarafurðum eru að jafnaði til staðar í lægri styrk, m.a. ólífrænt arsen (arsenít og arsenat) sem er eitrað og fer sjaldan yfir 3% af heildarstyrk arsens í fiski og krabbadýrum. Formgreining arsens í sjávarfangi er mikilvæg vegna þess að upptaka (bioavailability) og eiturvirkni arsens er háð því á hvaða efnaformi það er. Nýlega kallaði EFSA (European Food Safety Authority) eftir upplýsingum um ólífræn og lífræn efnaform arsens í fæðu og eftir efnagreiningaraðferðum til að greina ólífrænt arsen. Í þessari ritgerð koma fram niðurstöður og mat á mælingum á heildarstyrk í yfir 100 sýnum af íslensku fiskimjöli. Meðal annars var skoðað hvort árstíðamunur á heildarstyrk arsens væri til staðar. Sýnin voru fyrst brotin niður með örbylgjun og því næst mæld á ICP massagreini, ICP‐MS (Inductively coupled plasma mass spectrometry). Til að meta hvaða efnaform arsens eru til staðar í mjölinu var fyrst þróuð þrískipt úrhlutunaraðferð. Síðan var áhersla lögð á greiningu eitraðs ólífræns arsens. Áður birt alkalí‐alkóhól úrhlutunaraðferð, til að greina ólífrænt arsen, var aðlöguð og sýnin mæld með HPLC búnaði tengdum við ICP‐MS. Í ljós kom að arsenóbetaníð var í öllum tilfellum ríkjandi efnaform arsens. Ólífrænt arsen reyndist vera undir fjórum prósentum af heildarstyrk í tólf mældum fiskimjölssýnum. Aftur á móti kom í ljós, þegar annarri efnagreiningartækni (HPLC‐HGAFS) var beitt á sýni af stöðluðu viðmiðunarefni (certified reference material), að styrkur ólífræns arsens mældist þrisvar sinnum lægri. Reyndist alkalí‐alkóhól úrhlutunaraðferðin gefa sannfærandi efri mörk á styrk ólífræns arsens. Niðurstöðurnar sýna ennfremur að ekki er nóg að reiða sig á eina aðferð þegar efnaform arsens eru greind og magngreind. Aukinheldur sýna þær nauðsyn á vottuðum styrk ólífræns arsens í stöðluðu viðmunarefni til að kanna áreiðanleika efnagreiningaraðferða. Þörfin fyrir frekari þróun efnagreiningaaðferða á þessu sviði er brýn.

Arsenic is found in the biosphere both in organic and inorganic forms, and there have been recognized more than 50 naturally occurring arsenic species. Seafood products have naturally high concentration of total arsenic compared to e.g. agricultural produce. Arsenic is toxic to humans and animals and is known to be carcinogenic. The toxicity of the arsenic species varies severely and a large portion of the arsenic in seafood is present in the form of the organic compound arsenobetaine, which is considered non‐toxic. Other arsenic species are generally present in lower concentrations, including the most toxic inorganic arsenic species, arsenite, As(III) and arsenate, As(V), which usually do not exceed 3% of the total arsenic in fish and crustaceans. Existent European regulations on limits of arsenic in foodstuff and feed only take into account total arsenic concentration, not the toxic arsenic species. Recently the EFSA (European Food Safety Authority) stressed the need for more data on levels of organic and inorganic arsenic in different foodstuffs and the need for robust validated analytical methods for the determination of inorganic arsenic. In this thesis results from total arsenic concentration from over 100 samples of Icelandic fish meal are presented and evaluated. The samples were microwave digested and measured with inductively coupled plasma mass spectrometry (ICP‐MS). The samples were screened for a seasonal difference in the total arsenic concentration. To evaluate the arsenic species present in the meal a sequential method of extraction was developed. In addition, a special focus was on the determination of inorganic arsenic and a previously published method for an alkaline‐alcoholic extraction of the inorganic arsenic was modified and applied. For determination of arsenic species high pressure liquid chromatography (HPLC) was coupled to the ICP‐MS. The predominant arsenic species found in all samples was the non‐toxic arsenobetaine. Inorganic arsenic was found not to exceed 4% of total arsenic concentration in 12 samples of fish meal. However, a suspicion of co‐elution arose, and when another analytical instrument technique (Hydride generation atomic fluorescence spectroscopy (HPLC‐HG‐AFS)) was applied, concentration of inorganic arsenic was approximately three times lower in a certified reference material, TORT‐2. The alkaline‐alcoholic extraction method was found to give convincing upper limits of the inorganic arsenic concentration in fish meal samples. These results show the necessity of further method development and separate methods when identifying and quantifying species. This furthermore stresses the need for a certified value of inorganic arsenic in a certified material to check the robustness of developed methods.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Production of salted fish in the Nordic countries. Variation in quality and characteristics of the salted products

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Ingebrigt Bjørkevoll, Sigurjón Arason

Styrkt af:

NORA (Journal nr. 510‐036)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Production of salted fish in the Nordic countries.   Variation in quality and characteristics of the salted products

The Nordic countries are the largest exporters of salted gadoid products, whereas countries in South‐Europe and Latin America are the biggest importers. In Norway, Iceland and Faroe Islands, cod is primarily used for the production. The characteristics of the salted fish, such as commercial quality and weight yield vary between the countries and between producers. These attributes are influenced by differences in catching methods, handling and salting methods. This report summarises the variation in these procedures, and in addition, the market segmentation of salted products, from the different countries.

Meginhluti saltfiskframleiðslu í heiminum fer fram innan norrænu landanna en stærsti neytendahópurinn er í S‐Evrópu og S‐Ameríku.   Þorskur er megin hráefnið en einnig er framleiddur saltfiskur úr öðrum skyldum tegundum, s.s. ufsa, löngu, ýsu og keilu.    Eiginleikar saltfiskafurð, svo sem gæði og nýting, eru breytilegir milli framleiðslulanda og framleiðenda.    Þessir breytur eru háðar veiðiaðferðum, hráefnismeðhöndlun og söltunaraðferðum.    Skýrslan er samantekt á breytileika í þessum þáttum milli framleiðslulanda, ásamt úttekt á hlutdeild þeirra á saltfiskmörkuðum.

Skoða skýrslu

Fréttir

Rekjanleiki afurða í íslenskum sjávarútvegi

EPCIS staðall notaður við að sýna fram á rekjanleika afurða í íslenskum sjávarútvegi.

Fyrir stuttu fór fram tilraunakeyrsla í karfavinnslu HB Granda í Reykjavík þar sem notast var við EPCIS staðalinn við að sýna fram á rekjanleika afurða með þeim tilgangi að auka öryggi afurða og upplýsingaflæði innan virðiskeðjunnar. Tilraunakeyrslan gekk vel og munu helstu niðurstöður verða kynntar á ráðstefnum beggja vegna Atlandsála á næstu misserum.

Í verkefninu „eTrace“ er verið að skilgreina, þróa og innleiða rekjanleikakerfi sem byggir á EPCIS staðli frá EPCGlobal (www.epcglobalinc.org) sem byggir að hluta til á RFID (Radio Frequency IDentificaton) tækni. EPCIS staðallinn gerir það kleyft að skiptast á upplýsingum um EPC-merktar vörur, innan og á milli fyrirtækja. Í verkefni þessu eru upplýsingar um öryggi matvæla samþáttaðar við aðrar rekjanleikaupplýsingar í rauntíma. Megin tilgangur með svona kerfi er að tryggja fullkominn rekjanleika og auka um leið öryggi afurða og upplýsingastreymi.

Auk Matís eru meðal annars norsku fyrirtækin SINTEF og TraceTracker, háskólinn í Lundi, tæknifyrirtækið Roi4u og sænska fiskveiðieftirlitið þátttakendur í verkefninu, sem styrkt af SafeFoodEra áætluninni.

Tilraunin fór þannig fram að fiskiker HB Granda voru merkt með rafrænu auðkenni (RFID) sem sendir frá sér útvarpsbylgjur. Merkin samanstanda af rafrás (circuit) sem geymir og vinnur úr upplýsingum og loftneti til að senda og taka á móti upplýsingum. Hröð þróun hefur verið í gerð svona merkja á undanförnum árum og er nú svo komið að svona merki rúmast í litlum límmiða. Notast var við handlesara frá Nordic (ID PL3000), og var gögnum hlaðið þráðlaust með Wi-Fi tengingu þar sem veflægt EPCIS kerfi frá TraceTracker tók á móti gögnum.

Þessi rafrænu merki voru svo lesin af fiskikerum, vinnslukerum, frauðplastkössum og vörubrettum í gegnum ferlið til að fá rekjanleika afurða í gegnum vinnsluferlið. Þessi tilraun fór aðeins fram innan veggja HB Granda en ekkert hefði verið því til fyrirstöðu að fylgja vöru alla leið til neytenda. Með þessum reglulega aflestri næst tenging frá veiðum og vinnslu til endanlegrar vöru. Þetta opnar möguleika á stórbættri upplýsingagjöf milli aðila innan virðiskeðjunnar og til neytenda.

Trace_tracker_yfirlitsmynd
Mynd 1. Yfirlitsskjámynd frá karfavinnslunni hjá HB Granda úr hugbúnaði TraceTracker sem þróaður hefur verið í verkefninu.

Á mynd 1 hér að ofan sést einn veiðidagur, sem skilaði 38 kerum af ísuðum karfa. Þessi ker fara í gegnum vinnsluna í Reykjavík þar sem þau verða að 12 kerum af flökuðum karfa. Í þessu verkefni var 7 kerum fylgt í gegnum pökkunina þar sem þau enduðu í 329 frauðplastkössum sem staflað var á 5 bretti. Á bak við hvern lið á þessar mynd eru víðtækar upplýsingar um hvern einasta hlut með rekjanlegt auðkenni.

Þetta kerfi gerir það mögulegt að tengja aðrar upplýsingar við tilkomandi rekjanlegan hlut eða atburð í vinnslunni sjálfri. Þannig var til að mynda lesið af hitastigssíritum með sömu handlesurum og rafrænu auðkennin og þannig hægt að tengja hitastigsniðurstöður beint við ákveðin ker eða kassa í ferlinu, eða jafnvel heilar lotur af afurðum ef svo ber undir. Einnig gefst kostur á að tengja upplýsingar frá gæðakerfum, eftirlitsaðilum og vottunaraðilum beint við viðkomandi hóp auðkenna og þannig er hægt að sýna öðrum aðilum í virðiskeðjunni fram á mæliniðurstöður fyrir óæskileg efni, hitastigsferil, tengingu afurða við kvóta eða vottunarupplýsingar.

Með svona kerfi næst „fínni“ rekjanleiki en nú er fyrir hendi. Með núverandi rekjanleikakerfum er yfirleitt hægt að rekja vörur niður á skip og veiðidag, en svona kerfi gæti rekið vörur jafnvel niður á ákveðin veiðihol. Með auknum upplýsingum ætti að vera hægt að stjórna vinnslu afurða betur og ná fram enn betri nýtingu, einnig opnar svona kerfi möguleika á aukinni sjálfvirkni í framleiðslu og aukinni upplýsingagjöf til kaupenda.

Með stöðlun upplýsinga næst að samkeyra upplýsingar úr mismunandi kerfum, en eins og staðan er í dag eru yfirleitt mörg kerfi í notkun við veiðar, vinnslu og sölu afurða. Hugmyndin er að þau kerfi sem eru fyrir hendi sendi frá sér upplýsingar á stöðluðu formi til EPCIS kerfis, þannig stjórnar hver aðili fyrir sig í virðiskeðjunni hvaða upplýsingar hann vill sýna öðrum aðilum eins og sýnt er á mynd 2. Þannig opnast möguleikar fyrir að stórauka upplýsingagjöf milli aðila í virðiskeðjunni og til neytenda.

Trace_tracker_rekjanleiki
Mynd 2. Yfirlit fyrir ætlaða virkni EPCIS rekjanleikakerfis. Við flæði afurða í virðiskeðjunni verða til margþættar upplýsingar sem geta nýst við upplýsingagjöf til viðskiptavina en eru líka nauðsynlegar til að uppfylla reglugerðir. Upplýsingar á stöðluðu formi eru settar í EPCIS gagnagrunn af hverjum aðila fyrir sig í virðiskeðjunni, sá aðili stjórnar svo hvaða upplýsingum hann vill deila með öðrum aðilum í keðjunni, sem og neytendum.

Ljóst er að kröfur um rekjanleika afurða eru alltaf að aukast. Notkun rafrænna auðkenna og sjálfvirk gagnatekja er góð aðferð tryggja rekjanleika þeirra. Ætla má að íslensk fiskveiðifyrirtæki og vinnsluaðilar fari meira útí sjálfvirka gagnasöfnun um leið og fiskiker verða merkt með rafrænu auðkenni. Þá munu sjálfvirkar aflestrarstöðvar leysa af handlesara eins og notaðir voru í þessari tilraun.

Slík virkni eins og EPCIS staðallinn bíður uppá, þar sem upplýsingar frá mismunandi stöðum eru samþættar og tengdar við viðkomandi auðkenndan hlut eða vinnslu getur nýst matvælaframleiðendum, söluaðilum sem og neytendum á margvíslegan hátt. En eins og staðan er í dag tapast oft mikilvægar upplýsingar í virðiskeðjunni eða aðgengi að þeim er torveldað með ósamþættum kerfum og þar að leiðandi mjög tímafrekt að finna réttar upplýsingar fyrir viðkomandi auðkennisnúmer.

Gott rekjanleikakerfi veitir einnig möguleika að fræða neytendur enn frekar um vöru, sýna fram á sótspor hennar, fæðumílur auk atriða eins og hvernig varan var unnin og að hún sé veidd úr sjálfbærum fiskistofni. Aðrir þættir geta einnig verið mikilvægir neytendum, eins og hvort varan sé holl, hvort hún innihaldi þekkta ofnæmisvalda, eru umbúðirnar endurnýtanlegar, hvort starfsmönnum hafi verið umbunað með réttlátum hætti og hvort varan sé örugg og lögleg. Með því að geta svarað spurningum sem þessum á auðveldan hátt myndast traust á viðkomandi vörumerki.

Nýjungar eins og tvívíddar strikamerki ásamt nýlegum farsíma gera það mögulegt að neytendur geta fengið upplýsingar um vöru strax við búðarhilluna. En með því að taka mynd af tvívíðu strikamerki (eða hefðbundnu strikamerki) á afurðum detta þeir inná heimasíðu afurðar þar sem hægt er að fræða þá um viðkomandi þætti. Mikilvægt er að þær upplýsingar sem standa neytendum til boða séu tengdar rekjanleikakerfinu, til að sýna fram á mest viðeigandi upplýsingar fyrir tiltekna afurð fyrir sig.Auknar kröfur eftirlitsaðila, upplýstari neytendur og hröð farsímaþróun gerir það að verkum að ör þróun er um þessar mundir í öllu því sem snýr að rekjanleika afurða og framsetningu upplýsinga. Því er mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að taka þátt í svona tilraunum til að sjá hvaða tæknimöguleikar eru handan við hornið.

Nánari upplýsingar veitir Valur Norðri Gunnlaugsson.

Fréttir

Matís með erindi á fræðslufundi MAST um transfitusýrur

Matvælastofnun heldur fræðslufund um transfitusýrur þriðjudaginn 30. nóvember 2010 kl. 15:00 – 16:00. 

Á fundinum verður fjallað um áhrif transfitusýra á lýðheilsu, greiningu transfitusýra í íslenskum matvælum og væntanlega reglugerð um takmörkun á magni transfitusýra í matvörum hérlendis.

Hvað er transfitusýrur, hvers vegna finnast þær í matvælum og í hvaða matvælum eru meðal þeirra spurninga sem teknar verða fyrir á fundinum. Fjallað verður um greiningar á transfitusýrum í íslenskum matvælum og þróunina í transfitusýruneyslu. Heilsufarsleg áhrif af neyslu transfitusýra verða skoðuð og fyrirhuguð reglugerð um transfitusýrur kynnt, ásamt framkvæmd eftirlits.

Gestafyrirlesarar verða Hólmfríður Þorgeirsdóttir frá Lýðheilsustöð, verkefnisstjóri nýrrar landskönnunar á mataræði sem nú stendur yfir, og Ólafur Reykdal frá Matís, sem nýverið hlaut Fjöregg MNÍ 2010 fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði.

Fyrirlesarar:
    Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð
    Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís
    Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa – Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum.

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin).

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar á www.mast.is.

Fréttir

Vottun íslenska þorskstofnsins

Vottun í framkvæmd – kynningarfundur 19. nóvember. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 19. nóvember frá kl. 14-16 í Víkinni sjóminjasafni, Grandagarði 8, Reykjavík.

Tilgangur fundarins er að kynna stöðu í verkefninu um vottun ábyrgra veiða Íslendinga, hagnýtar upplýsingar sem tengjast vottuninni og nýtingu hennar í markaðslegum tilgangi. 

Dagskrá:
14.00 Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda og formaður fagráðs sjávarútvegs hjá Íslandsstofu
Félag um merki og vottun
Gjald og innheimta

14.10  Kristján Þórarinsson, varaformaður Fiskifélags Íslands og formaður tækninefndar um ábyrgar veiðar
Bakgrunnur og staða vottunar
Tæknileg framkvæmd verkefnisins

14.30  Mike Platt, Global Trust
Hagnýtar upplýsingar um framkvæmd vottunar og umsóknarferli í vottun
Umsóknarferlið fyrir rekjanleikavottun (Chain of Custody)

14.50
  Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu
Hagnýtar leiðbeiningar um notkun upprunamerkisins, með og án vottunar
Kynning og markaðssetning

15.10  Fyrirspurnir og umræður


Pallborð: Eggert B. Guðmundsson, Kristján Þórarinsson, Finnur Garðarsson, Guðný Káradóttir og Mike Platt
 Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundarins.Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

www.responsiblefisheries.is

Fréttir

Málþing Erfðanefndar landbúnaðarins – Matís með erindi

Erfðaauðlindir íslenskra ferskvatnsfiska – verðmæti og hættur. Málþing Erfðanefndar landbúnaðarins í tilefni af ári líffræðilegrar fjölbreytni fer fram í Þjóðminjasafni Íslands frá kl. 13-16, föstudaginn 26. nóv. nk.

Fundarstjóri:  Skúli Skúlason Rektor Háskólans á Hólum

Dagskrá

13:00-13:05   Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum,  Setning málþings

13:05-13:25 Áslaug Helgadóttir, prófessor við LbhÍ     Gildi erfðaauðlinda í landbúnaði  nýting þeirra og varðveisla.

13:25-13:45 Kristinn Ólafsson, MATÍS/Veiðimálastofnun    Stofngerðir íslenska laxins.

13:45-14:05   Leó Alexander Guðmundsson, Veiðimálastofnun    Erfðabreytileiki laxins í Elliðaánum í tíma og rúmi.

14:05-14:25   Bjarni Kr. Kristjánsson, Háskólinn á Hólum   Fjölbreytileiki bleikju.

14:30-16:00   Pallborðs umræður

Markmið málþingsins er að kynna nýjustu þekkingu á erfðum íslenskra laxfiska með hliðsjón af veiðinýtingu og umgengni við auðlindina. 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Fréttir

Starfandi forstjóri Matís með erindi á málstofu í efna- og lífefnafræði við Háskóla Íslands

Hörður G. Kristinsson, starfandi forstjóri Matís, mun halda fyrirlestur á morgun, föstudag 19. nóvember kl. 12:30 í stofu 158, VR-II í HÍ. Umfjöllunarefnið er “Marine bioactive ingredients” sem útleggja má á íslensku “Lífvirk efni úr sjó”.

MÁLSTOFA í efna- og lífefnafræði

Seminar – Department of Chemistry

Marine bioactive ingredients

Dr. Hörður G. Kristinsson
Starfandi forstjóri, Matís ohf

Staður (Place)                  Stofa 158, VR-II, náskóli Íslands
Dagsetning (Date)           Föstudagur 19. Nóvember, 2010
Tími (Time)                       12:30

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku  (The talk will be given in English)

Abstract.Vast amounts of marine based raw materials are still in large part underutlized. Major opportunities exist with these raw material sources as they are rich in various natural and highly functional compounds, which with proper extraction, isolation and processing techniques can find use in various foods, specialty feeds, neutraceuticals, cosmeceuticals and even medical products. The market for natural products is growing very rapidly, particularly products which possess bioactive properties which can have positive effects on health and performance.  The past few years have seen significant advances in the isolation and production of novel ingredients from underutilized raw materials. This includes the production of enzymes, cartilage compounds such as chondroitin sulfate, glucosamine, bioactive fish peptides, protamine and various seaweed based compounds, to name a few.  Some of these ingredients have very unique functions compared to their non-marine counterparts, and display very high activity.  This includes the ability to inhibit the angiotensin I converting enzyme, strong free radical scavenging ability as well as good ability to chelate metals and high reducing power.  In addition, the peptides have been shown to inhibit lipid oxidation in food systems, thus showing good potential as natural food antioxidants.  Human and animal clinical trials are also ongoing with select peptide products.The industry is realizing that very significant value addition can be realized with underutlized raw materials. Currently many of these ingredients are being moved from pilot to commercial stage and represents a promising way to utilized previously poorly or unutilized raw materials.

Nánari upplýsingar veitir Hörður í síma 422-5000.

Fréttir

Rannsóknir á humri leiða í ljós að enginn stofnerðafræðilegur munur virðist vera á milli veiðisvæða við Ísland

Nýlega birtust í vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins niðurstöður erfðarannsókna á humri sem sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar unnu að í samstarfi við Matís og styrktar af verkefnasjóði sjávarútvegsins.

Erfðasýni sem tekin voru af humri (Nephrops norvegicus) frá aðskildum veiðisvæðum við Suðvestur- og Suðausturland hafa sýnt að enginn afgerandi munur virðist vera í erfðabyggingu tegundarinnar frá einu svæði til annars þó að allt upp í 300 sjómílna fjarlægð sé á milli svæða (sjá mynd með frétt). Merkingar hafa fyrir löngu sýnt fram á að humar er mjög staðbundin tegund sem gengur ekki frá einu veiðisvæði/hrygningarsvæði til annars. Einnig hafa sveiflur í aflabrögðum, humarstærð og nýliðun verið ólíkar í gegnum tíðina, t.d. á vestustu og austustu veiðisvæðum og var það hvatinn að þessari rannsókn.

Niðurstöður erfðafræðirannsóknanna gefa því eindregið til kynna að á 4-8 vikna lirfustigi berist humarlirfur milli svæða með straumum í efri lögum sjávar og taki sér síðan bólfestu í holum á leirbotni þegar lirfustigi lýkur. Ennfremur er ljóst að líffræðilegir þættir svo sem nýliðun, humarstærð og afli á sóknareiningu munu áfram skipa þýðingarmikinn sess við stjórnun veiðanna. Greinina má lesa hér.

1. mynd. Sýnatökustaðir 1-5. Veiðisvæði humars 2005-2009. Dekkstu svæðin sýna mestan afla (tonn/sjm2). Rauðar örvar tákna Norður-Atlantshafsstrauminn og bláar strandstrauminn. Sjá mynd.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson, gudjon.thorkelsson@matis.is.

Fréttir

Málþing á vegum Samtaka Iðnaðarins 23. nóv. – Matís tekur þátt

Mikil nýsköpun hefur átt sér stað við framleiðslu skólamáltíða á undanförnum árum en enn eru mikil sóknarfæri til úrbóta.

Samstarf milli ólíkra fagsviða, sem koma að framkvæmd skólamáltíða með einum eða öðrum hætti, getur leitt af sér ýmsar framfarir.

Á málþinginu verður gerð grein fyrir lagaákvæðum og opinberum leiðbeiningum um skólamáltíðir, kynntar niðurstöður  verkefnis um skólamáltíðir á Norðurlöndum, stefna sveitarfélaga, reglur um innkaup á matvælum og sjónarmið foreldra. Í pallborðsumræðum verður rætt um aðstöðu í skólaeldhúsum, framleiðslu máltíða í miðlægum eldhúsum og fræðslu og ráðgjöf til sveitarfélaga og starfsfólks í mötuneytum. Til málþingsins er boðið starfsfólki sveitarfélaga sem er ábyrgt fyrir skólamötuneytum, skólastjórnendum, starfsfólki skólaeldhúsa, framleiðslueldhúsa og birgja, foreldrum og öðru áhugafólki um skólamáltíðir.

Staður: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík
Tími: 23. nóvember kl. 15-17

Dagskrá:
15.00 –  Setning – Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð
15.15 – Reynsla af skólamáltíðum á Norðurlöndum – Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins
15.30 – Innkaupastefna Reykjavíkur og tilraunverkefni um hverfainnkaup – Ingibjörg H. Halldórsdóttir, verkefnisstjóri um samræmda matseðla hjá Reykjavíkurborg
15.40 – Útboð skólamáltíða og þjónustusamningar, kröfur til gæða og eftirfylgni – Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri Hafnarfjarðarbæjar
15.50 – Sjónarmið foreldra – Bryndís Haraldsdóttir, Heimili og skóli
16.00 – Pallborðsumræður

Auk fyrirlesara:
Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar
Unnsteinn Ó. Hjörleifsson, matreiðslumaður, Árbæjarskóla
Guðrún Adolfsdóttir, ráðgjafi, Rannsóknarþjónustunni Sýni
Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri nýsköpunar og neytenda, Matís
Herdís Guðjónsdóttir, formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands
Fundarstjóri, Atli Rúnar Halldórsson, ráðgjafi

17.00 – Fundarlok

Aðgangur er ókeypis en tilkynna þarf þátttöku í síma 591-0100 eða á netfangið mottaka@si.is.

IS