Fréttir

Ensím klippir fjölsykrur frá nýjum enda

Mánudaginn 15. nóvember nk. mun Jón Óskar Jónsson, starfsmaður Matís, halda fyrirlestur um meistaraverkefni sitt hjá Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Verkefnið ber heitið „β-Glucan Transferases of Family GH17 from Proteobacteria“ og fólst í rannsóknum á sérstakri gerð ensíma sem ummynda glúkan fjölsykrur með rofi samfara sykruflutningi.

Prófdómari er Dr. Jón M. Einarsson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Genis ehf. Umsjónkennari og leiðbeinandi var Dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ og sviðsstjóri hjá Matís ohf. Meðleiðbeinandi var Dr. Ólafur H. Friðjónsson verkefnastjóri hjá Matís ohf.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 130 í Öskju og hefst klukkan 16.00.

Útdráttur
Ensím sem tilheyra fjölskyldu GH17 í flokkunarkerfi sykrurofsensíma voru rannsökuð úr þremur tegundum baktería: Methylobacillus flagellatus KT, Rhodopseudomonas palustris og Bradyrhizobium japonicum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að slík ensím úr Proteobakteríum sýna transferasa virkni, þ.e. þau klippa β-glúkan fjölsykrur og skeyta bútum á enda þega-sykra með myndun nýrra 1,3 tengja eða mynda greinar með β1,4 eða β1,6 tengjum. Gen ensímanna voru klónuð og tjáð í E. coli. Ensímin voru tjáð sem MalE samruna prótein, en eftir framleiðslu og hreinsun var MalE hlutinn klipptur af með sérvirkum Ulp1 proteasa. Ensímin voru skilgreind með tilliti til virkni þeirra á laminarin fásykrur. Myndefni voru skilgreind með tilliti til stærðar og tengjagerðar með fjölbreyttri aðferðafræði, TLC, Maldi-TOF, electrospray og NMR.  Niðurstöður rannsóknanna leiddu í ljós að tvö þessara ensíma, úr Rhodopseudomonas palustris og Methylobacillus flagellatus KT mynda β(1-3) tengi og eru því lengingarensím. Ensímið úr Bradyrhizobium japonicum sýndi β(1-6) transferasa virkni og er því greinamyndunar-ensím (branching). Unnt var að sýna fram á að ensímið klippir fjölsykrur frá afoxandi enda (reducing end) fjölsykruhvarfefnanna, öfugt við þau bakteríuensím sem hingað til hafa verið rannsökuð. Sá eiginleiki ætti að gera ensíminu úr Bradyrhizobium japonicumkleift að búa til fásykruhringi úr β-glúkan fjölsykrum.

Nánari upplýsingar veitir Jón Óskar, jon.o.jonsson@matis.is.

Fréttir

Hámark sett á magn transfitusýra í matvæli

Undanfarið hefur átt sér stað tímabær umræða um magn transfitusýra í matvælum. Hjá Matís eru framkvæmdar magnmælingar á transfitusýrum sem og á öðrum fitusýrum og innihaldsefnum í matvælum.

Stjórnvöld hafa ákveðið að settar verði reglur um hámarksmagn transfitusýra í matvælum að danskri fyrirmynd.

Rannsóknir sýna að neysla  á transfitusýrurm eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og því eru þessar reglur settar.  Nokkur lönd hafa sett strangar reglur eða viðmið varðandi transfitusýrur í matvælum til að draga úr magni þeirra og sett merkingarskyldu á umbúðir, eins og t.d. Danmörk, Bandaríkin, Brasilía, Sviss og Kanada.

Hvað eru transfitusýrur?
Framleiðsla og notkun á transfitusýrum í matvælum á sér yfir 100 ára sögu, en ferilinn var hannaður af Þjóðverjanum Wilhelm Normann 1901 sem jafnramt var fyrsti framleiðandi slíkra fita á iðnaðarskala.  Transfitusýrur myndast þegar fljótandi fita (aðallega jurtafita) er hert að hluta með því að blanda henni saman við vetnisgas og nikkel undir miklum hita og þrýstingi.  Slík fita hefur mun lengra geymsluþol en fljótandi fita og hefur verið notuð í margar mismunandi afurðir og til steikingar og baksturs í marga áratugi.  Transfitusýrur má einnig finna í fitu jórturdýra frá náttúrunnar hendi. Nýju reglurnar á Íslandi taka aðeins til transfitusýra í iðnaðarhráefni. Hlutfall transfitusýra í fitu jórturdýra er aldrei hátt og þessi fita hefur verið í fæði mannsins um aldir.  

Áhrif transfitusýra á heilsu
Mettaðar fitusýrur auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og transfitusýrur en þær síðarnefndu eru álitnar verri.  Rannsókn frá 2006 benti til þess að rekja mætti 30.000 til 100.000 dauðsföll í Bandaríkjunum til neyslu transfitusýra.  Þegar transfitusýrurnar eru teknar út úr matvælum eða hlutfall þeirra lækkað þarf að passa uppá að auka sem minnst hlut mettaðra fitusýra.  Á vef Lýðheilsustöðvar eru birtar ráðleggingar um mataræði.

Mælt er með því að fólk velji sem oftast olíu eða mjúka fitu í stað harðrar fitu sem nær bæði yfir  mettaðar fitusýrur og transfitusýrur. Umræða um neikvæð heilsufarsleg áhrif transfitusýra hefur farið mjög vaxandi á síðustu 10 árum og hafa bæði framleiðendur hertra jurtaolía og matvælaframleiðendur lagt sitt af mörkunum að draga úr magni transfitusýra í matvælum.  Það má þó enn bæta stöðuna töluvert og upplýsa neytendur betur.

Magn transfitusýra í íslenskum matvælum
Matís ohf býður upp á mælingar á fjölmörgum fitusýrum í matvælum og eru transfitusýrurnar þar á meðal. Mælingar eru gerðar fyrir fyrirtæki, eftirlitsaðila og einstaklinga. Á árunum 2008 og 2009 var gerð hjá Matís úttekt á fitusýrum í matvælum á íslenskum markaði.  Úttektin náði til 51 sýnis og  var gerð í samstarfi við Lýðheilsustöð og Matvælastofnun og var meðal annars ætlað að afla upplýsinga fyrir íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) sem Matís rekur. Í ljós kom að transfitusýrumagn í matvælum var mjög breytilegt. Transfitusýrur mældist í borðsmjörlíki, bökunarsmjörlíki, steiktum bökunarvörum, jurtaís og örbygjupoppkorni. Aðeins sum vörumerki þessara vara innihéldu transfitusýrur en önnur voru alveg laus við þessar fitusýrur. Þetta sýnir að hægt er að losna við transfitusýrurnar úr þessum vörum og matvælaiðnaðurinn er kominn vel á veg í þessum efnum.

Í úttektinni var kex, sælgæti og matur frá skyndibitastöðum án transfitusýra. Þetta er mikil breyting frá því sem var fyrir um 15 árum. Í rannsókn sem var unnin árið 1995 reynsist vera mikið af transfitusýrum í mörgum matvælum á íslenskum markaði. Niðurstöður rannsóknarinnar frá 1995 má sjá hér:

www.matis.is/media/utgafa/matra/Matra_-02-09_-Fitusyrur.pdf

Hvernig má draga úr magni transfitusýra?
Matvælaiðnaðurinn þarf nú að bregðast við og sjá til þess að transfitusýrur fari ekki yfir 2 g í 100 g af þeim vörum sem eftir er að fást við. Það er mjög misjafnt eftir gerð matvæla hvernig unnið verður að breyttri samsetningu. Í sumar vörur er hægt að nota fljótandi olíur og er það besta lausnin frá næringarsjónarmiði. Í öðrum tilfellum þarf að nota fitu á föstu formi en hún getur verið mikið mettuð. Hálfhert fita inniheldur transfitusýrur en fullhert fita inniheldur ekki transfitusýrur en mikið af mettuðum fitusýrum.  Ein leið matvælaframleiðenda er því að blanda saman fullhertri fitu með olíu til að fá transfitusýrufría fitu með sambærilega eiginleika hálfhertrar fitu. Ætla má að almenningur verði ekki var við breytingar á framboði matvæla þar sem matvælaiðnaðurinn mun einfaldlega velja önnur hráefni til framleiðslunnar.

Almenningur hefur vaxandi áhuga á gerð fitunnar í matvælum. Mikið er spurt um transfitusýrur og hvernig hægt sé að finna út hvort matvæli innihaldi þessar fitusýrur. Mælingar á fitusýrum gefa alltaf öruggasta svarið en hægt er að styðjast við upplýsingar á umbúðum. Ef innihaldslýsingin tilgreinir aðeins olíur sem fituhráefni er ekki um transfitusýrur að ræða.

Hjá Matís starfar Ólafur Reykdal sem er einn sérfræðinga okkar Íslendinga um transfitusýrur. Nánari upplýsingar veitir Ólafur, olafur.reykdal@matis.is.

Fréttir

Iðnaðarverkfræði og mjólkurvinnsla – Hvað á þetta tvennt sameiginlegt?

Miðvikudaginn 10. nóvember nk. heldur Sigríður Sigurðardóttir fyrirlestur meistaraverkefni sitt í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Verkefnið heitir Iðnaðarverkfræði og mjólkurvinnsla.  Fyrirlesturinn verður fluttur í Verinu Vísindagörðum miðvikudaginn 10. nóvember kl. 14:00.

Markmið þessa verkefnis er að kanna með hvaða hætti megi beita aðferðum iðnaðarverkfræðinnar til hagræðingar við mjólkurvinnslu. Verkefnið var unnið fyrir Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga (MKS) og í samstarfi við Matís ohf en samstarf fyrirtækjanna tveggja hafði reynst ákaflega vel í rannsóknarverkefni um vinnslu á mjólkurpróteinum sem fæst úr mysu sem fellur til við ostaframleiðslu. Því var áhugi innan samlagsins á áframhaldandi samstarfi við Matís. Í upphafi voru margar hugmyndir um möguleg verkefni kynntar fyrir forsvarsmönnum MKS enda er ýmsum gögnum safnað við framleiðsluna og því gætu víða leynst tækifæri til hagræðingar. Hugmyndirnar voru meðal annars skoðun á lagerhaldi til hagræðingar í rekstri, skoðun á árstíðarsveiflum í mjólk með það að markmiði að auka arðsemi og nýtingu og úttekt á því hvaða tækjabúnaður og breytingar eru nauðsynlegar í framleiðsluferlinu til þess að framleiða mysuprótein úr þeirri mysu sem fellur til við ostagerðina. Lausnir á öllum þessum verkefnum má fá með aðferðum iðnaðarverkfræðinnar. En þau verkefni sem á endanum var ákveðið að ráðast í voru eftirfarandi:

  1. Athugun á vaktaskipulagi Samlagsins
  2. Hermun á ostaframleiðslunni til að staðfesta flöskuháls
  3. Gerð stýririta til þess að draga úr sveiflum í þyngd lokaafurðar

Fyrirlesturinn verður fluttur í Verinu Vísindagörðum, á Sauðárkróki, og er öllum heimill aðgangur. Verkefnið vann Sigríður fyrir mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga innan Líftæknismiðju Matís í Verinu vísindagörðum á Sauðárkróki sumarið 2008.

Leiðbeinendur Sigríðar voru þeir Páll Jensson PhD, prófessor í iðnaðarverkfræði við HÍ og Sveinn Margeirsson PhD, sviðsstjóri hjá Matís.

Fulltrúi deildar er Gunnar Stefánsson, dósent í iðnaðarverkfræði við HÍ.

Fréttir

Actavis nýtir sér sérhæfða rannsóknarþjónustu Matís

Samheitalyfjaframleiðandinn Actavis nýtir sér þjónusturannsóknir hjá Matís. Actavis er eitt af 5 stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heiminum og hefur samstarf Matís og Actavis gengið mjög vel.

„Allt frá því Matís varð til hefur fyrirtækið annast fyrir okkur örverurannsóknir á hráefnum og fullbúinni vöru, auk rannsókna á umhverfissýnum. Samstarfið er því fastur liður í framleiðslu Actavis og verið farsælt frá upphafi,” segir Herborg Hauksdóttir, ábyrgðarhafi í gæðatryggingardeild lyfjaframleiðslufyrirtækisins Actavis. Hún segir þjónustusamning við Matís spara fyrirtækinu kostnaðarsama uppbyggingu á eigin rannsóknaraðstöðu.

Herborg segir að uppfærslur á aðferðum við örverumælingar hafi ávallt gengið vel með liðsinni starfsfólks Matís. „Við vinnum undir kröfum lyfjayfirvalda, bæði hérlendis og á öðrum markaðssvæðum okkar, um að gera örverumælingar og völdum að nýta okkur bæði fyrsta flokks aðstöðu og starfsfólk hjá Matís í þennan verkþátt. Mælingarnar eru mjög sérhæfðar og yfir þeirri sérhæfingu býr Matís,” segir Herborg.

Auk örverumælinga á hráefnum og fullbúinni vöru hjá Actavis sér Matís um mælingar á umhverfissýnum þar sem til að  mynda vatn er vaktað, sem og aðrir umhverfisþættir innan fyrirtækisins. „Við lútum mjög ströngum kröfum um  lyfjaframleiðslu og því veljum við okkur líka þá bestu rannsóknarþjónustu sem við eigum völ á,” segir Herborg Hauksdóttir hjá Actavis.

Fréttir

Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum

Verkefni er nú lokið hjá Matís, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. og 3X Technology ehf. sem hefur það að markmiði að auka verðmæti bolfiskafla með því að þróa feril sem eykur nýtingu og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum s.s hryggjum sem fellur frá flökunarvélum og afskurði sem fellur frá snyrtilínum.

Megináherslur í verkefninu eru þróun og smíði á eftirtöldum einingum til að hægt sé að framleiða hágæða marning úr hryggjum. Um eftirtaldar einingar/verkþætti er um að ræða:

Hryggjarskurðarvél  > Marningsþvottavél  >  Marningspressa  >  Marningspökkunarvél

Lýsing á marningskerfinu:  Hryggjum er sturtað inn á innm.borð fyrir framan hryggjaskurðarvélarnar. Hryggjunum er raðað inn í skurðarvélarnar, dálkarnir eru skornir frá og fara fram úr vélinni inn á færiband sem flytur þá í burtu. Skottin detta niður undir vélinni og eru flutt inn á marningsvélina þar sem þau eru mörð niður í annarsvegar marning og hinsvegar bein og rusl. Marningurinn er fluttur áfram í þvottatromluna þar sem hann er skolaður og síðan fluttur áfram til marningspressuna þar sem hún pressar vatnið úr marningnum. Eftir pressuna er hugmyndin að marningurinn nái að vera með staðlað vatnsinnihald (stilling framan á pressunni). Síðan er marningurinn fluttur með færibandi til marningspökkunarvélina þar sem hún skammtar réttu magni í þar til gerðar marningsöskjur.

Endanleg markmið línunnar er að ná að hvíta marninginn og auka þannig verðgildi hans.

Hvítun marningsins fæst með því að skola hann hressilega með vatni í þvottatromlunni og þar á eftir að „skvísa“ vatnið út aftur í marningspressunni.

Aukin nýting og gæði marnings sem unninn er úr aukaafurðum

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Matís ohf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology ehf.

Skýrslu úr verkefninu má finna hér.

Verkefnið var til eins árs og var styrkt af AVS (www.avs.is) rannsóknasjóðnum.

Nánari upplýsingar veitir Róbert Hafsteinsson, robert.hafsteinsson@matis.is.

Fréttir

Nýjar tæknilausnir til beitningar og meðhöndlunar á fiski

Nú er lokið verkefninu „Vinnsluferill línuveiðiskipa“ sem hafði það að markmiði að þróa og hanna nýjar tæknilausnir til beitningar og meðhöndlunar á fiski eftir veiði um borð í línuveiðiskipum með það að leiðarljósi að hámarka hráefnisgæði, auka vinnuhagræði og draga úr kostnaði við ferlið.

Farið var í sjóferð um borð í Stefni ÍS 28 til að prófa kæli og blóðgunarkörin þar um borð sem smíðuð og framleidd eru af 3X Technology. Tilgangur þeirrar ferðar var að finna út hvaða vinnsluaðferð skilaði bestum árangri m.t.t gæði hráefnisins. Prófaðar voru mismunandi aðferðir (mismunandi hópar) með blóðgun, slægingu og kælingu hráefnisins um borð. Til að meta gæðin var síðan lagt mat lit og los flakana í vinnslu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði.

Helstu niðurstöður þessa verkefnis gáfu til kynna að með því að láta fiskinn blæða í sjó, með miklum vatnsskiptum, eftir að búið er að slægja fiskinn og áður en hann fer í kælingu, gefur betri litar holdgæði á flakinu. Þegar los flakana var skoðað í skynmatinu, þá reyndist ekki nægjanlega marktækur munur á milli hópana, þ.e.a.s engin ein vinnsluaðferð skar sig úr í gæðum m.t.t loss.

AVS_linuveidiskip_2

Línuritið hér fyrir neðan sýnir plott þriggja hitanema fyrir hóp nr 1. Einn nemi í hvorum fisk fyrir sig. Fiskarnir voru síðan raðaðir í 440L kar niðri í lest, einn fiskur staðsettur neðst, einn í miðju og einn efst. Sjá má einnig af línuritinu hversu snögg kæling fisksins verður niður í ca -0,5°C á 25 mínútum við að nota krapa-kælikerin. Síðan er fisknum komið fyrir niður í lest þar sem hitastigið helst áfram vel niður fyrir núll gráðurnar þar til í vinnslu er komið nokkrum dögum seinna.

AVS_linuveidiskip_1

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Matís ohf, 3X Technology ehf, Vísir hf, Brim hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og Samherji hf. AVS rannsóknasjóður (www.avs.is) og Tækniþróunarsjóður styrkja þetta verkefni.

Út kom skýrsla vegna verkefnisins en hún er lokuð. Skýrsluágrip má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Róbert Hafsteinsson, robert.hafsteinsson@matis.is.

Fréttir

Matís vinnur til verðlauna á alþjóðlegri ráðstefnu

Matís tók fyrir stuttu þátt í International Marine Ingredients Conference sem fram fór í Ósló í Noregi. Þar fékk Matís verðlaun fyrir veggspjald sem sýnt var á ráðstefnunni.

Veggspjaldið má sjá hér.

Upplýsingar um fleiri veggspjöld, einblöðunga, bæklinga og fleira útgáfuefni frá Matís má finna hér.

Skýrslur

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, María Guðjónsdóttir, Emilía Martinsdóttir (Matís); Radovan Gospavic, Nasimul Haque, Viktor Popov (WIT); Guðrún Ólafsdóttir, Tómas Hafliðason, Einir Guðlaugsson, Sigurður Bogason (UoI)

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Í þessari rannsókn voru gerðar prófanir á tæknilausnum sem þróaðar voru í EU verkefninu Chill‐on þar sem sett var upp hermitilraun til að   líkja eftir raunverulegum flutningum á fiski frá Íslandi til Evrópu. Hitastigssveiflur, sem fiskurinn varð fyrir, miðuðu að því að herma eftir flutningi frá Íslandi til Frakklands með skipi. Bretti af þorskhnökkum í frauðplastkössum voru flutt til Vestmannaeyja með skipi og til baka aftur til Matís í Reykjavík. Sýni úr þessum brettum voru síðan borin saman við samanburðarsýni sem geymd höfðu verið við undirkældar aðstæður hjá Matís. Þorskhnökkum var jafnframt pakkað í neytendapakkningar (bakka) strax eftir vinnslu og síðan eftir 6 daga og voru geymdir við undirkældar eða kældar aðstæður. Einnig voru gerðar örveruvaxtartilraunir þar sem Listeria monocytogenes, Escherichia coli og Salmonella Dublin var bætt út í þorskhnakka sem geymdir voru í frauðplastkössum við aðstæður sem líktust geymslu‐ og flutningsferli við útflutning. Hitastigsmælingar, skynmat, örveru‐  og efnafræðilegar mælingar voru notaðar til að setja fram gögn til að prófa og sannreyna QMRA/SLP líkönin og magngreiningu á Pseudomonas bakteríum með qPCR tækni.

The aim of the cod wet trials and the corresponding shelf life study was to include scenarios to test and demonstrate the functionality of some Chill‐on technologies in a simulated cod supply chain. Temperature fluctuations were induced according to the actual scenario in the supply chain of cod from Iceland to France via sea freight. The study included sample groups created at the point of processing after packaging in EPS boxes. The reference group was stored at Matís under superchilled conditions. Simulation trials for downward distribution were performed at Matís upon receipt of the pallets shipped to the Westman Isles from Reykjavik (Iceland‐Europe freight simulation) and compared with the reference group. Repackaging of loins in retail trays was performed on days 0 and 6 with storage under superchilled and chilled conditions, respectively. In addition, a pathogen challenge trial was performed by spiking loins (5 kg) with Listeria monocytogenes, Escherichia coli and Salmonella Dublin, followed by storage in EPS boxes under temperature conditions simulating export and distribution. Temperature recordings along with microbial, chemical and sensory analyses from the groups evaluated provided necessary data to test and validate the QMRA/SLP models and the quantitative molecular (qPCR) method to estimate counts of pseudomonads.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bestun á undirbúningi og meðhöndlun sjósýna fyrir sameinda‐ líffræðilegar örverurannsóknir / Optimization of sample preparation – filtration and DNA extraction – for the analysis of sea water samples

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Árni Rafn Rúnarsson, Sveinn Haukur Magnússon, Desiree Seehafer, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneyti

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Bestun á undirbúningi og meðhöndlun sjósýna fyrir sameinda‐  líffræðilegar örverurannsóknir / Optimization of sample preparation – filtration and DNA extraction – for the analysis of sea water samples

Lítið er vitað um örverur eða fjölbreytileika örverusamfélaga á Íslandsmiðum en þær gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfi hafsins. Nauðsynlegt er að rannsaka örverufræði hafsins í kring um Ísland með nýjum og öflugum aðferðum sem byggja á sameindalíffræði. Við slíka vinnu skiptir gæði sýna og sýnaundirbúningur mjög miklu máli. Í þessari rannsókn var gerð forkönnun á sjósýnum, sýnatöku og sýna‐ meðhöndlun áður en sýni verða tekin í miklu magni. Fyrst voru sýni tekin úr smábátahöfninni í Reykjavík til forathugunar og svo var haldið lengra með sýnum úr rúmsjó. Skoðaðar voru heimtur með tilliti til DNA magns og hversu vel tókst til að magna upp erfðaefni örveranna með PCR. Niðurstöðurnar sýndu að besta aðferðin var aðkeypt DNA einangrunarsett sem einangraði mest af DNA og var magnanalegt með PCR. Ódýrari og fljótvirkari aðferð með sjálfvirku einangrunartæki og heimatilbúnum hvarfefnum reyndist einnig mjög vel þar sem sambærilegar niðurstöður fengust úr PCR mögnun þó svo að lægri DNA heimtur fengust. Út frá þessum niðurstöðum er unnt að setja upp verkferla sem byggja á sjálfvirkri DNA einangrun sýna en notkun aðkeyptra einangrunarsetta á erfiðari sýni. Fyrirhugað er að nota þessar niðurstöður við sjósýni úr vorralli Hafrannsóknarstofnunarinnar.

The knowledge on microbial diversity and community structure in Icelandic seawater is scarce at present despite their important role in ocean ecology. The agenda is to increase our knowledge in this field by applying recent and powerful analytical tools. In order to do that it is essential to have access to high quality samples and sample preparation procedures. In the present study sea sample preparation was studied with aim of comparing different methods and optimizes the workflow. Samples from a harbour in Reykjavík and open sea samples were used for this purpose. The results showed that an extraction method based on an Epicentre kit gave the best results regarding DNA recovery from the samples and suitability in a PCR amplification. However, a method based on semi‐automatic protocol and in house reagents proofed to be more cost effective and showed comparable performance with PCR suitability of the samples although a lower DNA recovery was obtained. From these results it is now possible to establish an efficient work flow for microbial diversity analysis of sea samples using an automated method as a first choice with the option of more costly method for more challenging samples.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel / Catching, processing and export of live ocean clam

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Siggeir Stefánsson, Jónas R. Viðarsson, Þorgrímur Kjartansson, Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

AVS (verkefni R 061-08)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel / Catching, processing and export of live ocean clam

Árið 2006 hófu aðstandendur Íslensks kúffisks ehf. á Þórshöfn að kanna möguleikana á að veiða og vinna lifandi kúfskel fyrir Evrópumarkað, en víða í mið og suður Evrópu eru góðir markaðir fyrir lifandi samlokuskeljar. Þar sem um var að ræða algjörlega nýja vöru var ljóst að þetta krefðist þróunar á veiðum, vinnslu, flutningi og markaðssetningu sem væri ólík því sem áður hefur þekkst við nýtingu á kúffiskstofninum hér við land. Þurfti því að fara fram umfangsmikið rannsóknarstarf áður en unnt yrði að markaðssetja fullkláraða vöru. Mikil vinna var lögð í þróun á veiðum, vinnslu, geymslu, flutning og kynningu á skelinni fyrir mögulegum kaupendum. Segja má að afrakstur þessarar vinnu hafi almennt verið mjög góður og er nú svo komið að tekist hefur að finna lausnir á flestum þeim úrlausnarefnum sem lagt var af stað með í upphafi. Lifandi kúfskel er tilbúin sem fullkláruð vara. Hún stenst fyllilega samanburð við aðrar lifandi samlokuskeljar sem seldar eru á mið og suður Evrópumarkaði hvað varðar gæði, heilnæmi og afhendingaröryggi. Hins vegar hefur sala á vörunni látið standa á sér. Þrátt fyrir að á öllum verkefnistímanum hafi fengist mjög jákvæðar viðtökur dreifingaraðila, matreiðslumeistara, veitingahúsaeigenda, smásala og almennra neytenda á mikilvægum markaðssvæðum þá hefur ekki enn tekist að vinna þá markaði sem stefnt var að í upphafi. Aðal ástæðan fyrir sölutregðunni stafar af því hve íhaldssamir neytendur lifandi samlokuskelja eru. Þeir eru einfaldlega ekki tilbúnir til að prufa aðrar skeljar en þær sem þeir þekkja. Verkefnisaðilar mun þó halda áfram að vinna í markaðsmálum varðandi lifandi kúfskel þar sem þeir vita að varan er fyllilega samkeppnishæf við aðrar samlokuskeljar sem seldar eru á Evrópumarkaði.

In 2006 the owners of Íslenskur kúffiskur ehf. in Þórshöfn began to explore the possibilities of catching, processing and exporting live ocean clam from Iceland for the European market, where there is a strong demand for live bivalves. Ocean clam is traditionally not a part of the bivalve species that have been sold alive at these markets in the past, which meant that considerable research and development work had to be done regarding the whole value chain of the clam before it could be ready as a marketable product. The main emphasis of the R&D work was on catching, processing, storage, transportation and marketing. After having worked on solving various challenges in the value chain of the ocean clam for over three years the overall results look promising, as solutions have been developed for most of the tasks that had been defined in the beginning. Live ocean clam is now ready as a final product that is compatible with other bivalves sold in central and south Europe regarding quality, food safety and delivery reliability. The target markets have however not accepted the product with the same enthusiasm as originally hoped for. The target markets seem to be more conservative than expected when it comes to trying out new alternatives. The outcome of the project is that challenges regarding catching, processing, storing and transportation of live ocean clam have been solved. The final product is therefore ready, but unfortunately the market has not accepted it as hoped for. The project participants will though continue to look for promising markets and are convinced that live ocean clam will become a valuable export product for the Icelandic seafood industry sometime in the future.

Skoða skýrslu
IS