Fréttir

Matís vinnur til verðlauna á alþjóðlegri ráðstefnu

Matís tók fyrir stuttu þátt í International Marine Ingredients Conference sem fram fór í Ósló í Noregi. Þar fékk Matís verðlaun fyrir veggspjald sem sýnt var á ráðstefnunni.

Veggspjaldið má sjá hér.

Upplýsingar um fleiri veggspjöld, einblöðunga, bæklinga og fleira útgáfuefni frá Matís má finna hér.

Skýrslur

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, María Guðjónsdóttir, Emilía Martinsdóttir (Matís); Radovan Gospavic, Nasimul Haque, Viktor Popov (WIT); Guðrún Ólafsdóttir, Tómas Hafliðason, Einir Guðlaugsson, Sigurður Bogason (UoI)

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Functionality testing of selected Chill‐on technologies during a transport‐simulation study of palletized cod boxes: qPCR for fish spoilage bacteria, SLP model and QMRA to evaluate pathogen growth in spiked cod

Í þessari rannsókn voru gerðar prófanir á tæknilausnum sem þróaðar voru í EU verkefninu Chill‐on þar sem sett var upp hermitilraun til að   líkja eftir raunverulegum flutningum á fiski frá Íslandi til Evrópu. Hitastigssveiflur, sem fiskurinn varð fyrir, miðuðu að því að herma eftir flutningi frá Íslandi til Frakklands með skipi. Bretti af þorskhnökkum í frauðplastkössum voru flutt til Vestmannaeyja með skipi og til baka aftur til Matís í Reykjavík. Sýni úr þessum brettum voru síðan borin saman við samanburðarsýni sem geymd höfðu verið við undirkældar aðstæður hjá Matís. Þorskhnökkum var jafnframt pakkað í neytendapakkningar (bakka) strax eftir vinnslu og síðan eftir 6 daga og voru geymdir við undirkældar eða kældar aðstæður. Einnig voru gerðar örveruvaxtartilraunir þar sem Listeria monocytogenes, Escherichia coli og Salmonella Dublin var bætt út í þorskhnakka sem geymdir voru í frauðplastkössum við aðstæður sem líktust geymslu‐ og flutningsferli við útflutning. Hitastigsmælingar, skynmat, örveru‐  og efnafræðilegar mælingar voru notaðar til að setja fram gögn til að prófa og sannreyna QMRA/SLP líkönin og magngreiningu á Pseudomonas bakteríum með qPCR tækni.

The aim of the cod wet trials and the corresponding shelf life study was to include scenarios to test and demonstrate the functionality of some Chill‐on technologies in a simulated cod supply chain. Temperature fluctuations were induced according to the actual scenario in the supply chain of cod from Iceland to France via sea freight. The study included sample groups created at the point of processing after packaging in EPS boxes. The reference group was stored at Matís under superchilled conditions. Simulation trials for downward distribution were performed at Matís upon receipt of the pallets shipped to the Westman Isles from Reykjavik (Iceland‐Europe freight simulation) and compared with the reference group. Repackaging of loins in retail trays was performed on days 0 and 6 with storage under superchilled and chilled conditions, respectively. In addition, a pathogen challenge trial was performed by spiking loins (5 kg) with Listeria monocytogenes, Escherichia coli and Salmonella Dublin, followed by storage in EPS boxes under temperature conditions simulating export and distribution. Temperature recordings along with microbial, chemical and sensory analyses from the groups evaluated provided necessary data to test and validate the QMRA/SLP models and the quantitative molecular (qPCR) method to estimate counts of pseudomonads.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bestun á undirbúningi og meðhöndlun sjósýna fyrir sameinda‐ líffræðilegar örverurannsóknir / Optimization of sample preparation – filtration and DNA extraction – for the analysis of sea water samples

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Árni Rafn Rúnarsson, Sveinn Haukur Magnússon, Desiree Seehafer, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneyti

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Bestun á undirbúningi og meðhöndlun sjósýna fyrir sameinda‐  líffræðilegar örverurannsóknir / Optimization of sample preparation – filtration and DNA extraction – for the analysis of sea water samples

Lítið er vitað um örverur eða fjölbreytileika örverusamfélaga á Íslandsmiðum en þær gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfi hafsins. Nauðsynlegt er að rannsaka örverufræði hafsins í kring um Ísland með nýjum og öflugum aðferðum sem byggja á sameindalíffræði. Við slíka vinnu skiptir gæði sýna og sýnaundirbúningur mjög miklu máli. Í þessari rannsókn var gerð forkönnun á sjósýnum, sýnatöku og sýna‐ meðhöndlun áður en sýni verða tekin í miklu magni. Fyrst voru sýni tekin úr smábátahöfninni í Reykjavík til forathugunar og svo var haldið lengra með sýnum úr rúmsjó. Skoðaðar voru heimtur með tilliti til DNA magns og hversu vel tókst til að magna upp erfðaefni örveranna með PCR. Niðurstöðurnar sýndu að besta aðferðin var aðkeypt DNA einangrunarsett sem einangraði mest af DNA og var magnanalegt með PCR. Ódýrari og fljótvirkari aðferð með sjálfvirku einangrunartæki og heimatilbúnum hvarfefnum reyndist einnig mjög vel þar sem sambærilegar niðurstöður fengust úr PCR mögnun þó svo að lægri DNA heimtur fengust. Út frá þessum niðurstöðum er unnt að setja upp verkferla sem byggja á sjálfvirkri DNA einangrun sýna en notkun aðkeyptra einangrunarsetta á erfiðari sýni. Fyrirhugað er að nota þessar niðurstöður við sjósýni úr vorralli Hafrannsóknarstofnunarinnar.

The knowledge on microbial diversity and community structure in Icelandic seawater is scarce at present despite their important role in ocean ecology. The agenda is to increase our knowledge in this field by applying recent and powerful analytical tools. In order to do that it is essential to have access to high quality samples and sample preparation procedures. In the present study sea sample preparation was studied with aim of comparing different methods and optimizes the workflow. Samples from a harbour in Reykjavík and open sea samples were used for this purpose. The results showed that an extraction method based on an Epicentre kit gave the best results regarding DNA recovery from the samples and suitability in a PCR amplification. However, a method based on semi‐automatic protocol and in house reagents proofed to be more cost effective and showed comparable performance with PCR suitability of the samples although a lower DNA recovery was obtained. From these results it is now possible to establish an efficient work flow for microbial diversity analysis of sea samples using an automated method as a first choice with the option of more costly method for more challenging samples.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel / Catching, processing and export of live ocean clam

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Siggeir Stefánsson, Jónas R. Viðarsson, Þorgrímur Kjartansson, Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

AVS (verkefni R 061-08)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel / Catching, processing and export of live ocean clam

Árið 2006 hófu aðstandendur Íslensks kúffisks ehf. á Þórshöfn að kanna möguleikana á að veiða og vinna lifandi kúfskel fyrir Evrópumarkað, en víða í mið og suður Evrópu eru góðir markaðir fyrir lifandi samlokuskeljar. Þar sem um var að ræða algjörlega nýja vöru var ljóst að þetta krefðist þróunar á veiðum, vinnslu, flutningi og markaðssetningu sem væri ólík því sem áður hefur þekkst við nýtingu á kúffiskstofninum hér við land. Þurfti því að fara fram umfangsmikið rannsóknarstarf áður en unnt yrði að markaðssetja fullkláraða vöru. Mikil vinna var lögð í þróun á veiðum, vinnslu, geymslu, flutning og kynningu á skelinni fyrir mögulegum kaupendum. Segja má að afrakstur þessarar vinnu hafi almennt verið mjög góður og er nú svo komið að tekist hefur að finna lausnir á flestum þeim úrlausnarefnum sem lagt var af stað með í upphafi. Lifandi kúfskel er tilbúin sem fullkláruð vara. Hún stenst fyllilega samanburð við aðrar lifandi samlokuskeljar sem seldar eru á mið og suður Evrópumarkaði hvað varðar gæði, heilnæmi og afhendingaröryggi. Hins vegar hefur sala á vörunni látið standa á sér. Þrátt fyrir að á öllum verkefnistímanum hafi fengist mjög jákvæðar viðtökur dreifingaraðila, matreiðslumeistara, veitingahúsaeigenda, smásala og almennra neytenda á mikilvægum markaðssvæðum þá hefur ekki enn tekist að vinna þá markaði sem stefnt var að í upphafi. Aðal ástæðan fyrir sölutregðunni stafar af því hve íhaldssamir neytendur lifandi samlokuskelja eru. Þeir eru einfaldlega ekki tilbúnir til að prufa aðrar skeljar en þær sem þeir þekkja. Verkefnisaðilar mun þó halda áfram að vinna í markaðsmálum varðandi lifandi kúfskel þar sem þeir vita að varan er fyllilega samkeppnishæf við aðrar samlokuskeljar sem seldar eru á Evrópumarkaði.

In 2006 the owners of Íslenskur kúffiskur ehf. in Þórshöfn began to explore the possibilities of catching, processing and exporting live ocean clam from Iceland for the European market, where there is a strong demand for live bivalves. Ocean clam is traditionally not a part of the bivalve species that have been sold alive at these markets in the past, which meant that considerable research and development work had to be done regarding the whole value chain of the clam before it could be ready as a marketable product. The main emphasis of the R&D work was on catching, processing, storage, transportation and marketing. After having worked on solving various challenges in the value chain of the ocean clam for over three years the overall results look promising, as solutions have been developed for most of the tasks that had been defined in the beginning. Live ocean clam is now ready as a final product that is compatible with other bivalves sold in central and south Europe regarding quality, food safety and delivery reliability. The target markets have however not accepted the product with the same enthusiasm as originally hoped for. The target markets seem to be more conservative than expected when it comes to trying out new alternatives. The outcome of the project is that challenges regarding catching, processing, storing and transportation of live ocean clam have been solved. The final product is therefore ready, but unfortunately the market has not accepted it as hoped for. The project participants will though continue to look for promising markets and are convinced that live ocean clam will become a valuable export product for the Icelandic seafood industry sometime in the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2009

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2009

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Sömuleiðis er markmiði að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn sem og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2009. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2009 voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og málmum árið 2009 og mældist mjög lítið af þessum efnum í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2009. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfir leyfilegum mörkum fyrir viss efni.

This monitoring of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2009 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for six consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data. Thus the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. In the year 2009, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and metals in the edible part of fish, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2009 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring programmes in the years 2003 to 2008. This year (2009) special emphasis was laid on gathering information on PBDE and metals. The results reveal that these compounds are in very low amounts in fish and fish products and most PAHs are below detection limits. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, María Guðjónsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, Technology Development Fund and EU IP Chill-on (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Stutt geymsluþol fisks er takmarkandi þáttur í útflutningi ferskra fiskafurða frá Íslandi. Fjallað er um upphafsgæði hráefnis, aðferðir við kælingu, vinnslu, pökkun og aðstæður við geymslu og flutning ásamt áhrifum allra þessara þátta á ferskleika og geymsluþol fiskafurða. Hitastigsstýring er mjög mikilvæg til að viðhalda gæðum fisks. Forkæling flaka í vinnslu hefur verið notuð til að lækka hitastig fyrir pökkun. Samt sem áður verður að gæta þess að tæknin við forkælingu stofni ekki örveruástandi vörunnar í hættu og verði þar með til að hún skemmist fyrr eftir pökkun. Samverkandi áhrif sem verða af ofurkælingu og loftskiptri pökkun (MAP) geta lengt ferskleikatímabil og geymsluþol fiskafurða verulega. Ennfremur eru pökkunaraðferðir skoðaðar þar á meðal nýjar umhverfisvænni pakkningar. Að lokum er rætt um áhrif flutningaleiða ferskra fiskafurða á lokagæði þeirra til neytenda á markaði. Skýrsla þessi veitir yfirsýn yfir rannsóknir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Matís ohf síðastliðna þrjá áratugi á viðfangsefninu. Ennfremur er rætt um hvernig þessar niðurstöður geti nýst fiskiðnaðinum.

The limited shelf life of fresh fish products is a large hurdle for the export of fresh products from Iceland. The influence of raw material quality, cooling methods, processing, packaging and storage conditions on freshness and shelf life extension is discussed. Temperature control is important to maintain fish quality. Pre-cooling of fillets in process has been used to lower the temperature prior to packaging. However, the cooling technique applied should not compromise the microbiological quality of the product and render it vulnerable to faster spoilage postpackaging. Synergism of combined superchilling and modified atmosphere packaging (MAP) can lead to a considerable extension of the freshness period and shelf life of fish products. Further, alternative and environmentally-friendly packaging methods are considered. Finally, the impact of transportation mode of fresh fish products on their resulting quality is examined. This report provides an overview of the findings on fish research carried out at Matís (Icelandic Fisheries Laboratories) over the last three decades and further discusses their practicality for the fish processing industry.

Skoða skýrslu

Fréttir

Fagur fiskur vekur athygli á Norðulöndum

Nú nýverið birtist grein um Fagur fiskur þættina sem sýndir voru á RUV við fádæma góðar undirtektir.

Fréttin birtist á vef Ny Nordisk Mat og er svohljóðandi:

ISLAND: På islandsk TV kan man nu hver søndag kl. 19.35 på RUV, kanal 1, se ”Smukke Fisk” – ”Fagur Fiskur” på islandsk – der skal inspirere til at spise Islands mange fisk på lige så mange måder.  Ideen startede hos Matís med et videnskabeligt speciale, hvor Gunnþórunn Einarsdóttir konkluderede, at unge mangler både viden og opmuntring til at spise fisk. Sammen med produktdesigner Brynhildur Pálsdóttir og SAGA Film er det nu blevet til en række TV udsendelser, hvor fisken spiller hovedrollen. Se website her: www.fagurfiskur.is/.
Nánar á: www.nynordiskmad.org

Nánar um Fagur fiskur á Facebook, á www.fagurfiskur.is og hjá Gunnþórunni Einarsdóttur, starfsmanni Matís og upphafsmanni Fagur fiskur, gunnthorunn.einarsdottir@matis.is.

Fréttir

Unnið að framleiðslu fiskisósu

Brimberg ehf. á Seyðisfirði hefur forgöngu um nýtt verkefni, í samstarfi við Gullberg, Síldarvinnsluna og Matís ohf., er miðar að framleiðslu á fiskisósu

Vinna við verkefnið hófst í október á Seyðisfirði með þátttöku starfsmanna Matís og japansks sérfræðings frá japönskum samstarfaðila Matís, Matvælaframleiðslurannsóknarsetri á Hokkaido eyju í Japan. Japanski sérfræðingurinn sýndi Íslendingum rétt handtök í upphafi verkunar fiskisósunnar. Ómar Bogason hjá Brimbergi er verkefnisstjóri í verkefninu. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði og Vaxtarsamningi Austurlands.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, arnljotur.b.bergsson@matis.is.

Fréttir

Langar þig að eignast hreinræktaðan hund?

Langar þig til þess, með erfðagreiningu, að vita „hverra hunda“ hann er? Matís framkvæmir erfðagreiningar á dýrum, þ.m.t. hestum, hundum, fiskum ofl.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Fréttir

Ólafur Reykdal, starfsmaður Matís, hlýtur Fjöregg MNÍ 2010

Nú stendur yfir Matvæladagur MNÍ 2010 og er mikill fjöldi sem lagt hefur leið sína á hótel Hilton.

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands hefur veitt verðlaun fyrir lofsvert framtak á matvælasviði árlega frá árinu 1993 á Matvæladegi MNÍ.

Nú rétt í þessu var Fjöreggið afhent á Matvæladegi MNÍ. Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og starfsmaður hjá Matís, hlaut Fjöreggið 2010 fyrir þátttöku sína í rannsóknum á íslensku byggi til manneldis. Hann hefur um árabil verið í forsvari fyrir rannsóknir á næringarefnainnihaldi og eiginleikum byggs og unnið að gæðakröfum til viðmiðunar fyrir notkun á byggi í matvælaframleiðslu og bjórgerð. Þessar rannsóknir hafa stutt við nýsköpun og frumkvöðlastarf í ræktun, vinnslu og á framleiðslu á afurðum úr byggi.

Matís óskar Ólafi innilega til hamingju!

IS