Fréttir

Ráðstefna um uppsjávarfiska

Þann 30 ágúst síðastliðinn var haldinn ráðstefna (workshop) um uppsjávarfiska, á Gardemoen í Noregi. Yfirskrift ráðstefnunar var „Tækifæri og möguleikar í uppsjávarfisksiðnaði. Horft til framtíðar“.

SINTEF í Noregi sá um skipulag ráðstefnunar í samvinnu við Matís, Tækniháskólanum í Danmörku og Chalmers háskóla í Svíþjóð. Efni fyrirlestra fjallaði um meðhöndlun aflans um borð, framleiðslu afurða og aukaafurða, ásamt gæðum og áhrifum uppsjávarfiska á heilsu almennings. Meðal fyrirlesara frá Íslandi voru Ásbjörn Jónsson og Sigurjón Arason frá Matís ásamt Sindra Sigurðssyni gæðastjóra Síldarvinnslunnar.

Ráðstefna var þokkalega sótt og tókst með ágætum. Mikið var skeggrædd um stöðu og framtíðarhorfur í uppsjávarfisksiðnaði og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi til aukinnar framleiðslu á afurðum til neytenda.

Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn Jónsson, asbjorn.jonsson@matis.is.

Fréttir

Breytileiki í fitusamsetningu þorsks

Unnið er að rannsóknum sem auka eiga þekkingu á eiginleikum fitu og stöðugleika hennar m.t.t. ástands fisks við veiði.

Fitusamsetning í þorskholdi (Gadus morhua) eftir árstíma og veiðarsvæðum

Í mögrum fiski eins þorski var þránun á fitu ekki talin vandamál.  Hins vegar inniheldur þorskvöðvi mikið af ómettuðum fitusýrum sem að þrána auðveldlega við geymslu.  Þessar breytingar hafa neikvæð áhrif á bragð og útlit afurða.  Unnið er að rannsóknum sem auka eiga þekkingu á eiginleikum fitu og stöðugleika hennar m.t.t. ástands fisks við veiði.  Ástand fisks ræðast af ýmsum þáttum, svo árstíð, veiðarsvæði, stærð og aldri fisksins.   Bætt þekking á hráefni og stöðugleika þess við vinnslu og geymslu mun auðvelda framleiðslustýringu við fiskvinnslu, þar sem geymsluþol og gæði afurða eru höfð að leiðarljósi. 

Rannsóknirnar eru styrktar af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins en þær munu standa yfir út árið 2011.

Þátttakendur í verkefninu eru Oddi hf, KG Fiskverkun ehf, Þorbjörn, Skinney-Þinganes hf og Matís ohf.  Verkefnisstjóri er Kristín A. Þórarinsdóttir, Matís ohf. 

Heiti verkefnis: Fitusamsetning í þorskholdi (Gadus morhua) eftir árstíma og veiðarsvæðum

Nánari upplýsingar veitir Kristín A. Þórarinsdóttir, s: 422-5081, tölvupóstfang: kristin.a.thorarinsdottir@matis.is.

Fréttir

Mikill munur er á vinnslueiginleikum eldisþorsks og villts þorsks

Nýtt verkefni er nú hafið hjá Matís sem ætlunin er að kanna á áhrif mismunandi söltunaraðferða og íblöndunarefna m.t.t. að draga úr neikvæðu áhrifum dauðastirðnunar á upptöku pækils. 

Mikill munur er á vinnslueiginleikum eldisþorsks og villts þorsks.  Vöxtur eldisþorsks er hraðari og aðstæður í umhverfi aðrar.  Einnig er stýring á slátrun og meðhöndlun önnur við veiðar á villtum fiski.  Í fyrri rannsóknum hefur komið fram að best sé að vinna eldisþorsk fyrir dauðastirðnun en það hefur skapað vandkvæði við framleiðslu á léttsöltuðum afurðum.   Þeir lífeðlisfræðilegu ferlar sem eiga sér stað við dauðastirðnun vinna á móti þyngdaraukningu, m.a. vegna þess að vöðvinn dregst saman.  Vorið 2010, samþykkti AVS (www.avs.is), að styrkja verkefni þar sem kanna á áhrif mismunandi söltunaraðferða og íblöndunarefna m.t.t. að draga úr neikvæðu áhrifum dauðastirðnunar á upptöku pækils.  Ráðist verður í tilraunir með haustinu en áætluð verkefnislok eru í júní 2011.

Þátttakendur í verkefninu er Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf og Matís ohf.  Kristján G. Jóakimsson er verkefnisstjóri en Kristín A. Þórarinsdóttir, kristin.a.thorarinsdottir@matis.is, stýrir þeirri vinnu sem fram fer af hálfu Matís í verkefninu. 

Verkefnaheiti: Léttsaltaðar afurðir úr eldisþorski

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2008 og 2009 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2008 and 2009

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Sonja Huld Guðjónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti og Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2008 og 2009 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2008 and 2009

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt er af Umhverfisráðuneytinu og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2009 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2008. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er gögnum safnað saman í gagnagrunn. Í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Litlar breytingar eru á milli ára í styrk ólífrænna og lífrænna efna en þörf er á ítarlegri tölfræðigreiningu á gögnunum til að hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2008 and 2009. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfill the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began in 1989. Matís ohf is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2009 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2008. Marine monitoring began in Iceland 1989. Cadmium is higher in some locations in Iceland compared to other countries. No significant changes were observed in the concentration of organic or inorganic pollutants investigated. However, a thorough statistical evaluation has to be carried out on the available data to analyze spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla / Factors influencing the quality and value of the Icelandic cod; a value chain perspective

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Ásta M. Ásmundsdóttir, Cecilia Garate, Hrönn Jörundsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Sigurjón Arason, Vordís Baldursdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS), HB‐Grandi, Guðmundur Runólfsson hf, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnunin, Matís

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla / Factors influencing the quality and value of the Icelandic cod;  a value chain perspective

Markmið þessa verkefnis voru að safna ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið gert um efnasamsetningu, vinnslueiginleika og verðmæti þorsks í virðiskeðjunni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:

• Ekki reyndist mikill munur í holdafari þorsks eftir árstíma, en holdastuðullinn var þó aðeins hærri í desember heldur en í kringum hrygningartímann (febrúar‐maí) þegar hann var lægstur. Ekkert samband fannst milli holdafars fisks og fituinnihalds lifrar.

• Jákvætt samband var milli lifrarstuðuls og fituinnihalds lifrar (R2 = 0,55). Sambandið var þó ekki línulegt heldur hækkaði fituinnihaldið hratt við lágan lifrarstuðul en minna eftir því sem lifrarstuðullinn hækkaði. Sömuleiðis hækkaði fituinnihald lifrar með lengd og aldri bæði hjá hængum og hrygnum.

• Fituinnihald lifrar, þyngd fisksins eða holdastuðullinn gefa ekki neinar afgerandi vísbendingar um flakanýtingu. Sömuleiðis hafði vatnsinnihald og vatnsheldni flaka lítil sem engin áhrif á vinnslunýtingu eða los.

• Samantekin niðurstaða af mati á áhrifum kyns, kynþroska og aldurs á flakanýtingu er sú að það er munur á flakanýtingu milli einstakra veiðiferða, sá munur virðist að einhverju leiti háður kynþroska fisksins og er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum lægst á kynþroskastigi 4 (þ.e.a.s fiskur í hrygningu eða hrygndur). Rétt er þó að benda á að talsvert ójafnvægi er í gagnasafninu varðandi dreifingu kynþroska í einstakra veiðiferðum og tiltölulega fá sýni eru af fiski af kynþroskastigum 3 og 4 samanborið við kynþroskastig 1 og 2.

•Gerður var samanburður á styrk PCB7 í þorski beint úr hafi annars vegar og eftir vinnsluna, þ.e.a.s. í frosnum flökum, hins vegar. Ekki reyndist marktækur munur á styrk PCB7 í heilum fiski og frosnum þorskflökum, fiskvinnslan virðist því ekki hafa áhrif á styrk þessara efna í flökunum.

• Ekkert tölfræðilega marktækt samband var milli styrks járns (Fe), selens (Se), blýs (Pb) eða PCB7 og kyns, aldurs eða kynþroska. Tölfræðilega marktækt samband er milli styrks kvikasilfurs í holdi þorsks (þ.e.a.s í flökum) og aldurs, lengdar og kynþroska. Þekkt er að kvikasilfur safnast fyrir í holdi fiska með aldri og niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við og byggja undir þessar niðurstöður.

The aim of this project is to collect more detailed data about the factors influencing the quality and value of the Icelandic cod during processing, were the end product is frozen fillet. Data were collected from 2007 to 2008 on fillet yield, water content, water capacity, gaping, parasites as well as the chemical composition (nutrients & undesirable substances). These variables are important for the quality and profitability of the cod industry. Emphasis has been laid on connecting these variables to data about fishing ground, season of fishing, sex, sexual maturity in order to increase our understanding on how it is possible to maximize the value of the catch. In addition, the liver from each individual cod was collected and the fat and water content analysed. The results from this study show that there is a nonlinear relationship (R2 = 0,55) between the liver condition index and the fat content of the liver.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Muscle spoilage in Nephrops

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður og NORA

Muscle spoilage in Nephrops

Í verkefninu var unnið með humariðnaðinum á Íslandi við að greina orsakir og skilgreina lausnir til að draga úr vöðvadrepi í leturhumri. Slíkt vöðvadrep hafði aukist mjög á síðustu árum án skýrrar ástæðu. Í upphafi var gert ráð fyrir að líkleg ástæða vöðvadrepsins væri Hematodinium sýking í stofninum en slík sýking hefur valdið töluverðum áföllum í skoska leturhumarstofninum. Staðfest var að ekki voru tengsl milli Hematodinium sýkingar og vöðvadreps. Í framhaldinu varð því að breyta áherslum verkefnisins. Með ítarlegum formfræðirannsóknum á leturhumri tókst að tengja vöðvadrepið við ensímvirkni í hepatopancrea leturhumars. Byggt á þeim niðurstöðum var unnin skilgreining lausna til að draga úr tíðni vöðvadrepsins. Með bættri kælingu og meðhöndlun með ensímhindra hefur tekist að draga verulega úr vöðvadrepi í leturhumri.

This project was carried out in close association with the Icelandic Nephrops fishing and processing industry. The aim was to define reasons and propose solutions to reduce the muscle spoilage in Nephrops. Such muscle spoilage had increased significantly during the last few years without any know reason. The original hypothesis of the project was that there might be a correlation between infection of the parasite Hematodininum and muscle spoilage. Such parasitic infection has resulted in lower quality products in the Scottish Nephrops industry for the last decade. In the project it was confirmed that such infection is not the underlying factor for the muscle spoilage. This resulted in change of direction in the project. Based on morphological analysis of Nephrops it was observed that the muscle spoilage was correlated with enzyme activity in the hepatopancrea. Based on this observation it was possible to propose a code of practice to reduce the onset of the muscle spoilage. The code of practice is based on improved chilling and use of enzyme inhibitor during the storage of the Nephrops from catch to frozen product.

Skoða skýrslu

Fréttir

Varnir fyrir lífvirk, heilsubætandi efni – doktorsvörn frá HÍ

Mánudaginn 6. september fer fram doktorsvörn við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þá ver Þrándur Helgason matvælafræðingur doktorsritgerð sína „Örferjur fyrir lífvirk efni“

Doktorsvörn í matvælafræði frá Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands

Örferjur fyrir lífvirk efni
Mánudaginn 6. september fer fram doktorsvörn við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Þá ver Þrándur Helgason matvælafræðingur doktorsritgerð sína „Örferjur fyrir lífvirk efni“ (Formation of Solid Lipid Nanoparticles as Delivery Systems for Bioactive Ingredients).Andmælendur eru dr. John Coupland prófessor  við Pennsylvania State University og dr. Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri á Matís ohf.  Leiðbeinendur og í doktorsnefnd voru dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, dr. Jochen Weiss, prófessor við University of Hohenheim í Stuttgart í Þýskalandi og dr. D. Julian McClements, prófessor við University of Massachusetts, Amherst í Bandaríkjunum.

Dr. Inga Þórsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni, sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og hefst kl. 13:00.

Ágrip úr rannsókn
Aukning á fæðutengdum sjúkdómum eins og offitu, hjarta- og æðasjúkdómum og háþrýstingi hefur valdið því að áhugi hefur aukist mjög fyrir því að þróa matvæli sem innihalda lífvirk efni sem geta hjálpað til við að halda þessum sjúkdómum í skefjum.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að draga má verulega úr slíkum sjúkdómum með því að gera ákveðin lífvirk efni að hluta af daglegri fæðu.  Vandamál er fólgið í því að mörg af þessum lífvirku efnum eru mjög óstöðug og þola illa venjulega vinnslu og geymslu á matvælum.  Þetta á sérstaklega við um efni eins og omega-3 fitusýrur, b-carotene og lykópen sem brotna niður og nýtast ekki.  Vandamál tengd stöðugleika gera það að verkum að mun minna er notað af þessum efnum en æskilegt er í almenn matvæli.  Tilgangur þessa verkefnisins var að þróa sérstakar örferjur sem burðarefni fyrir heilsuaukandi lífvirk efni sem bæta má í matvæli til að tryggja stöðugleika þeirra og árangursríka upptöku við meltingu.  Örferjurnar voru gerðar úr efnum sem algeng eru í matvælum eins og ákveðnum fitum, fosfólípíðum og ýruefnum sem voru sérhönnuð til að auka stöðugleika og bæta upptöku lífvirkra efna.  Í verkefninu voru stöðugleiki efna og virkni þeirra metin.

Um doktorsefnið
Þrándur Helgason fæddist 1980 og lauk BS prófi í matvælafræði við Háskóla Íslands árið 2004. Hann varði meistaraprófsritgerð í matvælafræði við Háskóla Íslands árið 2006  og var í framhaldi af því ráðinn í stöðu doktorsnema við Háskóla Íslands í samstarfi við University of Massachusetts þar sem hann vann mikinn hluta af tilraunavinnu. Árið 2009 fluttist hann til Stuttgart í Þýskalandi þar sem rannsóknum var haldið áfaram. Þrándur er sonur hjónannna Helga Jóhannessonar og Elínu Sigurbjargar Jónsdóttur. Eiginkona Þrándar er Hanna Salminen.

Nánari upplýsingar veita Þrándur Helgason, netfang thrandur@hi.is, sími 00491606034768 eða Kristberg Kristbergsson, prófessor, netfang kk@hi.is, sími 525-4052.

Sjá einnig á vef Háskóla Íslands:

Sjá einnig á vef Háskóla Íslands: www.hi.is/

Fréttir

Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan haldin 6. og 7. september – Matís einn styrktaraðila og forstjóri með erindi

Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan verður haldin 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðstefnan er með vefinn www.sjavarutvegsradstefnan.is þar sem hægt er að sækja dagskrá og aðrar upplýsingar.

Sjávarútvegsráðstefnan ehf.
Í byrjun ársins var Sjávarútvegsráðstefnan ehf. stofnuð en hlutverk félagsins er að halda árlega sjávarútvegsráðstefnu og er tilgangur hennar að:

  • stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg
  • vera vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi

Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan verður haldin 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðstefnan er með vefinn www.sjavarutvegsradstefnan.is þar sem hægt er að sækja dagskrá og aðrar upplýsingar.

Hugmyndin
Hugmyndin að sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn. Í dag eru ýmsar ráðstefnur og fundir innan sjávarútvegsins en þá yfirleitt tengt einstökum félögum, samtökum eða efni. Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu.

Sjávarútvegsráðstefnan er fyrir alla!
Markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og vonast er að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka sem ráðstefnugestir hafa sem veganesti í lok hennar.

Efni ráðstefnunnar
Á hverju ári verður tekið fyrir nýtt efni og á fyrstu ráðstefnunni verður lögð áhersla á eftirfarandi þema: markaðir og vöruþróun, tækifæri til verðmætasköpunar, vörumerkið Ísland, umhverfismerkingar og ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Á ráðstefnunni verða haldin tæplega 30 erindi um ýmis málefni sjávarútvegsins.

Fréttir

Áhugaverður fyrirlestur við Háskóla Íslands

Á morgun, föstudaginn 27. ágúst, heldur starfsmaður Matís og mastersnemi við HÍ, Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, fyrirlestur um arsen í fiskimjöli.

Fyrirlesturinn ber heitið: Greining eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli (Determination of toxic and non-toxic arsenic species in fish meal).

Fyrirlesturinn fer fram í stofu158 í byggingu VR-II föstudaginn 27. ágúst kl. 12.30.

Abstrakt
Í lífríkinu er mikið til af arseni í lífrænum efnasamböndum sem og á ólífrænu formi og hafa fundist meira en 50 náttúruleg efnaform af arseni. Sjávarfang inniheldur frá náttúrunnar hendi háan styrk heildararsens. Stærsti hluti arsens í sjávarfangi er hins vegar bundið á lífrænu formi, svokallað arsenobetaníð, sem er talið hættulaust. Önnur form arsens í sjávarafurðum eru að jafnaði til staðar í lægri styrk, m.a. ólífrænt arsen (arsenít og arsenat) sem er eitrað. Í þessari ritgerð koma m.a. fram niðurstöður og tölfræðileg úrvinnsla á mælingum á heildarstyrk í yfir 100 sýnum af íslensku fiskimjöli. Meðal annars var skoðað hvort árstíðamunur á heildarstyrk arsens fyrirfyndist. Síðan var áhersla lögð á greiningu eitraðs ólífræns arsens og voru mismunandi aðferðir prófaðar og metnar. Áður birt alkalí-alkóhól úrhlutunaraðferð, til að greina ólífrænt arsen, var aðlöguð og sýnin mæld með HPLC búnaði tengdum við ICP-MS. Í ljós kom að arsenóbetaníð var í öllum tilfellum ríkjandi efnaform arsens. Ólífrænt arsen reyndist vera undir fjórum prósentum af heildarstyrk í tólf mismunandi fiskimjölssýnum. Alkalí-alkóhól úrhlutunaraðferðin gaf sannfærandi efri mörk á styrk ólífræns arsens. Þörfin fyrir frekar þróun efnagreiningaaðferða á þessu sviði er brýn.

Nánari upplýsingar veitir Ásta, asta.h.petursdottir@matis.is.

Fréttir

Stjórnendur Whole Foods Market í heimsókn hjá Matís

Frá því snemma í morgun hafa nokkrir af lykil stjórnendum Whole Foods Market verslunarkeðjunnar verið í heimsókn hjá Matís og kynnt sér í þaula starfssemi fyrirtækisins.

Whole Foods Market (www.wholefoodsmarket.com/) er stór bandarísk verslunarkeðja sem hóf starfsemi í Texasríki árið 1980. Verslunarkeðjan er með starfsemi í yfir 270 búðum í Bandaríkjunum og á Englandi og er hún hvað þekktust fyrir sölu á matvælum sem eins lítið hefur verið átt við í framleiðslu og mögulegt er. Til dæmis er úrval verslunarkeðjunnar á lífrænt ræktuðum matvælum með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Einnig hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að vita hvaðan matvæli koma og haft sérstakan áhuga á upprunamerkingum og rekjanleika matvæla. Heimsókn Whole Foods Market til Matís var m.a. einmitt í þeim tilgangi að kynnast betur rekjanleika og upprunamerkingum á matvælum en Matís hefur skipað sér í fremstu röð í rannsóknum í þessum málaflokki.

Einnig höfðu gestirnir mikinn áhuga á gagnabanka Matís um aðskotaefni í íslensku sjávarfangi (sjá hér) og hversu hreint sjávarfangið okkar er.

Meðfylgjandi eru tvær myndir frá heimsókninni; hér og hér.

Einnig má finna hér skemmtilegt myndband frá Whole Foods Market um íslenskan fjárbúskap.

IS