Fréttir

Fagur fiskur – sjónvarpsþættir með meira áhorf en fréttir

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Þættirnir eru sýndir á RÚV á sunnudagskvöldum kl. 19:35, og hafa það að markmiði að kynna fyrir áhorfendum alla þá ótrúlegu möguleika í því frábæra hráefni sem finnst í hafinu í kringum landið.

Mastersverkefni Gunnþórunnar í matvælafræði við Háskóla Íslands fjallaði um stöðu fiskneyslu hjá ungu fólki á Íslandi. Niðurstöður verkefnisins sýndu að mikil þörf væri fyrir að efla bæði þekkingu fólks og neyslu þess á sjávarfangi.

Út frá þessu verkefni kviknaði sú hugmynd að gera sjónvarpsþætti þar sem sjávarfang landsins væri í aðalhlutverki. Þær Gunnþórunn og Brynhildur fengu Svein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Sagafilm í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika. Hugmyndin var þróuð áfram og útfærð af Áslaugu, Sveini og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra hjá Sagafilm.

Gerð þáttana var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Hægt er að nálgast uppskriftir, fróðleik og horfa á þættina á heimasíðunni www.fagurfiskur.is, einnig er hægt að kíkja á Facebook síðu þáttanna.