Fréttir

Mennt er máttur

Fyrir stuttu lauk námskeiði sem Matís hélt ásamt öðrum á Höfn í Hornafirði. Hönnun námskeiðsins var unnin í samvinnu Þekkingarnetsins, Skinneyjar-Þinganess og FAS (Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu).

Kennt var að jafnaði tvisvar í viku í húsnæði Skinneyjar-Þinganess sem sérstaklega var útbúið sem kennslustofa. Markmiðið með námskeiðinu var m.a. að auka þekkingu starfsfólks á vinnslu sjávarafla, efla sjálfstraust og auka faglega hæfni þess. Námskeiðsþættir voru m.a. samvinna og liðsheild, stjórnun, gæði í fiskvinnslu, matvælaöryggi og vinnuvernd.

Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson, margeir.gissurarson(at)matis.is.

Upplýsingar um námskeið sem Matís býður upp á má finna hér.

Fréttir

Lífríki undir 300 metra þykkum ís Skaftárkatla

Fyrir stuttu birtust niðurstöður rannsóknar sem starfsmenn Matís tóku þátt í, m.a. ásamt bandarísku geimferðastofnuninni (NASA), að rannsaka lífríki í Skaftárkötlum.

Þarna eru fyrstu upplýsingar um lífríki Skafárkatla sem er undir 300 m þykkum ís.  Þessi grein lýsir lífríkinu í vestari katlinum en verið var að rannsaka nú lífríki í eystri Skaftárkatli en þeir eru tveir og Skaftárhlaup koma frá þeim. 

Rannsóknin er hluti af verkefninu „Leyndadómar Skaftárkatla“.

Til að greina fjölbreytileika lífríkisins var 454 FLX raðgreini notaður en Matís hefur slíkan búnað í húsnæði sínu í Reykjavík. Með þessum búnaði er hægt að skoða fjölbreytileika örvera mun betur og hraðar en áður.

Nánari upplýsingar veitir ViggóMarteinsson, viggo.th.marteinsson@matis.is.

Auk þess má sjá upplýsingar um greinina hér.

Fréttir

Bakteríuflóra á fyrstu stigum lúðueldis

Föstudaginn 9. apríl nk. fer fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands. Þá ver Rannveig Björnsdóttir, starfsmaður Matís, doktorsritgerð sína „Bakteríuflóra á fyrstu stigum lúðueldis“.

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum frá Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Bakteríuflóra á fyrstu stigum lúðueldis

Föstudaginn 9. apríl nk. fer fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands. Þá ver Rannveig Björnsdóttir doktorsritgerð sína „Bakteríuflóra á fyrstu stigum lúðueldis“ (The bacterial community during early production stages of intensively reared halibut (Hippoglossus hippoglossus L.). Andmælendur eru dr. Brian Austin, prófessor og forstjóri Fiskeldisstofnunarinnar við Háskólann í Stirling í Skotlandi og dr. Gunnsteinn Ægir Haraldsson fagstjóri rannsóknartengds náms við Læknadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var dr. Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, sérfræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og aðjúnkt við Læknadeild HÍ, en auk hennar sátu í doktorsnefnd þau dr. Eva Benediktsdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, dr. Helgi Thorarensen, prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, dr. Jakob K Kristjánsson, forstjóri Prokazyme Ltd. og dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís ohf.

Dr. Guðmundur Þorgeirsson prófessor og forseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í stofu 132 í Öskju og hefst klukkan 13:00.

Ágrip úr rannsókn
Niðurstöður doktorsverkefnisins varpa skýrara ljósi á þróun bakteríuflóru á fyrstu stigum lúðueldis og hugsanleg áhrif samsetningar flórunnar á lifun og þroska frá frjóvgun eggja til loka startfóðrunar. Mikil og skyndileg afföll eru vandamál á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins og ekki hvað síst fyrstu vikurnar í fóðrun þegar lirfurnar þurfa á lifandi fóðurdýrum að halda. Niðurstöður sýna enn fremur að breytingar á umhverfisþáttum höfðu veruleg áhrif á fjölda og samsetningu bakteríuflórunnar þar sem unnt reyndist að örva ósérhæft ónæmi lirfa við meðhöndlun fæðudýra með vatnsrofnum fiskipróteinum og bætt lifun fékkst við meðhöndlun fóðurdýra með bakteríustofnum sem voru ríkjandi í meltingarvegi lirfa með góða afkomu. Niðurstöður benda einnig til þess að ríkjandi hluti flóru lirfa og fóðurdýra þeirra geti að stórum hluta verið ræktanlegur.

Verkefnið var unnið í samstarfi Matís ohf. og Háskólans á Akureyri og í nánu samstarfi við Fiskey hf. Aðrir samstarfsaðilar voru Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Háskólinn í Tromsø í Noregi, Iceprotein ehf. og Háskólinn á Hólum.

Verkefnið var styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís, AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi, Líftæknineti í auðlindanýtingu, Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri og Háskólasjóði KEA. 

Um doktorsefnið
Rannveig Björnsdóttir er fædd árið 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum  að Laugarvatni árið 1980, Cand. mag. prófi  frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsø í Noregi árið 1988 og Cand.scient. prófi í ónæmisfræði og sjúkdómum fiska frá sama skóla árið 1990. Rannveig hefur frá árinu 1991 starfað í hlutastarfi sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og síðar sem deildarstjóri og fagstjóri fiskeldis hjá Matís ohf. og í hálfu starfi sem lektor og síðan dósent við Sjávarútvegsdeild og síðar Auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Rannveig hóf doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2004. Rannveig er dóttir hjónanna Björns Benediktssonar heitins, sem stóð fyrir uppbyggingu Silfurstjörnunnar hf. í Öxarfirði og Ástu Björnsdóttur, húsfreyju. Rannveig á eina uppkomna dóttur, Hugrúnu Lísu.

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, sími 858 5108, netfang: rannveig.bjornsdottir@matis.is eða rannveig@unak.is

Skýrslur

Virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands / Supply chain of Icelandic containerised fish to the UK

Útgefið:

01/04/2010

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands / Supply chain of Icelandic containerised fish to the UK

Skýrsla þessi greinir frá framgangi og niðurstöðum verkefnisins „virðiskeðja íslensks gámafisks til Bretlands“ sem styrkt er af AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins er að stuðla að úrbótum í virðiskeðju gámafisks með það að markmiði að auka gæði og verðmæti afurðanna. Í fyrsta hluta verkefnisins er gerð tölfræðileg úttekt á því hvort verð og gæði gámafisks fari saman, en niðurstöður úr þeirri greiningu benda til þess að framboð hafi ráðandi áhrif á fiskverð og að áhrif gæða falli þar algjörlega í skuggann. Ein meginforsenda þess að unnt sé að hvetja til úrbóta í virðiskeðju gámafisks er að hægt sé að sýna fram á að aukin gæði hafi í för með sér fjárhagslegan ávinning. Því voru framkvæmdar tilraunir með að auka upplýsingagjöf um væntanlegt framboð, auk þess sem bætt var við þær upplýsingar sem fylgdu afla inn á gólf uppboðsmarkaðanna. Þetta var gert í þeirri von að það ýtti undir meðvitund kaupenda um gæði og það myndi hafa jákvæð áhrif á fiskverð. Þessi tilraun bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur. Það er mat verkefnisaðila að lykillinn að því að auka gæði og verðmæti gámafisks sé að vekja meiri áhuga meðal seljenda jafnt sem kaupenda á gæðum. Þannig verði kaupendur frekar reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir bestu gæðin og því skapist markaðstengdur hvati meðal seljenda á að afhenda aðeins bestu mögulegu gæði. Með það að markmiði stóðu verkefnisaðilar fyrir innleiðingu gæðamats við flokkun fisks á mörkuðunum í Bretlandi og er vonast til að það muni nýtast kaupendum við að greina hvaða útflytjendur standi sig best. Einnig var opnuð vefsíða www.matis.is/gamafiskur sem hefur það markmið að miðla upplýsingum til allra í virðiskeðju gámafisks um þau málefni sem líkleg eru til að hafa áhrif á gæði og verðmæti.

This is a report on the progress and results from the project „supply chain of Icelandic containerized fish to the UK“. The objective of the project is to contribute to improvements in the supply chain of containerized fish from Iceland with the aim to improve quality and value. Financial benefits are a necessary condition in order to motivate improvements in the supply chain of containerized fish. Experiments were therefore made where information on expected supply and labelling of bins at auction markets were improved. This however did not return the expected results i.e. it did not affect average prices. The key to increasing quality and value of Icelandic containerized fish is to raise awareness for quality amongst suppliers and processors. Processors need to identify the suppliers that are supplying the best fish and they also need to reward them with higher prices. This would create a market-based incentive for suppliers to supply only top-quality fish. In order to contribute to this an intake quality score system has been implemented at Fishgate and Grimsby Fish Market, collecting data on the performance of individual suppliers. Also, a web-based supply chain guide www.matis.is/supplychainguide has been published, where relevant information for each link in the supply chain will be gathered.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effect of different precooling media during processing and cooling techniques during packaging of cod (Gadus morhua) fillets

Útgefið:

01/04/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín Líf Valtýsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, The Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research, University of Iceland Research Fund

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of different precooling media during processing and cooling techniques during packaging of cod (Gadus morhua) fillets

Tilgangur tilraunanna var að kanna áhrif mismunandi kælimiðla við forkælingu fyrir pökkun á hitastýringu, gæði og geymsluþol þorskflaka. Eftirfarandi kælimiðlar voru kannaðir og bornir saman við enga sérstaka forkælingu fyrir pökkun:

  1. pækill með lágu saltinnihaldi, 2) krapaís með lágu saltinnihaldi.

Auk þess voru könnuð áhrif þess að nota annars vegar ísmottur og hins vegar þurrís við geymslu flakanna. Fylgst var með breytingum á hitastigi með hitanemum á öllum stigum. Sýni voru gæðametin með skynmati, örveru- og efnamælingum í allt að 13 daga frá vinnslu og pökkun (16 daga frá veiði). Flökin voru geymd við ofurkældar aðstæður (undir 0 °C) mestan hluta geymslutímans. Lægra hitastig krapaíss en pækils leiddi til lægra hitastigs flaka við pökkun auk þess sem hiti vökvapækilsins reyndist hækka hratt þegar hlé var gert á vinnslu. Mismunandi meðhöndlun leiddi til sambærilegs ferskleikatíma samkvæmt skynmati. Hins vegar reyndist notkun vökvapækils við forkælingu fyrir pökkun leiða til 1 – 2 daga skemmra geymsluþols samanborið við enga forkælingu eða forkælingu með krapaís. Rekja má ástæður þessa til þess að pækillinn innihélt töluvert magn örvera, m.a. H2S-myndandi gerla sem eru virkir framleiðendur á trímetýlamíni (TMA). Samanburður á vökvakældu flökunum sýndi að notkun á þurrís lengdi geymsluþol um 1 dag í samanburði við ísmottur. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru í samræmi við þessar niðurstöður.

The aim of the experiment was to investigate effects of two cooling media during precooling at processing on temperature control, quality and storage life of cod fillets. The two cooling media compared to no special precooling during processing (NC) were: 1) liquid brine (LC) and 2) slurry ice (SIC). In addition, the influence of using either dry ice or ice packs during storage was studied. The samples were kept at superchilled conditions during most of the trial. The environmental and product temperature history of each group was studied using temperature monitors. The samples were analysed with sensory evaluation, microbial and chemical methods for up to sixteen days from catch (thirteen days from processing). Lower temperature of the slurry ice than the liquid brine resulted in lower fillet temperature at packaging and the liquid brine temperature increased rapidly during a processing break, which seems to be a weakness of the liquid brine tank. Results from sensory, microbial and chemical analysis all showed that immersing the skinless cod fillets in liquid cooling brine prior to packaging resulted in one to two days reduction of shelf life in comparison with fillets that were not immersed in liquid brine (no cooling) or in slurry ice. This could be attributed to the fact that the cooling brine carried considerable amounts of microbes including H2Sproducing bacteria which are active producers of trimethylamine (TMA). Comparison of the groups receiving liquid cooling showed that dry ice appeared to extend the shelf life of one day as compared to ice packs. The length of the freshness period was, however, similar in all experimental groups according to sensory evaluation. These results were confirmed by total volatile bases (TVB-N) and TMA analysis and microbial counts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Photoperiod and genetics of growth and maturity in cod (Gadus morhua)

Útgefið:

01/04/2010

Höfundar:

Guðmundur Óli Hreggviðsson, Ólafur H. Friðjónsson, Þorleifur Ágústsson, Sigríður Hjörleifsdóttir, Kjell Hellman, Filipe Figueiredo, Helgi Thorarensen

Styrkt af:

Technology Development Fund, The Icelandic Centre for Research

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Photoperiod and genetics of growth and maturity in cod (Gadus morhua)

Eitt af megin vandamálum þorskeldis er ótímabær kynþroski sem leiðir af sér hægari vöxt og mun lengri eldistíma. Forrannsóknir sem framkvæmdar voru í kerjum á landi bentu til þess að ný tegund ljósa, svonefndra CC ljósa, sem varpa ljósi af einni bylgjulengd (grænt ljós) hefði   mun meiri áhrif á vöxt (allt að 60% vaxtaraukning) og tímasetningu kynþroska en hefðbundin halógen ljós. Í þessari rannsókn var kannaður hver væri þáttur arfgerðar og tjáningu ákveðinna lykilgena í svörun við ljóslotu, ákvörðun ótímabærs kynþroska og tengsl við aukinn vöxt þorsks í eldi. Kannað var hvort, líkamsstærð, þyngd og ótímabær kynþroski væru fjölskyldulægir eiginleikar.      Að loknu sex mánaða innanhúss foreldi frá klaki við tvenns konar lýsingu, annars vegar við hvítt halógen ljós og hins vegar við samfellt CC‐ljós var þorskurinn stríðalinn í sjókvíum. Í sjókvíunum var hann einnig undir mismunandi ljóslotumeðferð annars vegar við samfellt CC‐ljós og hins vegar við náttúrlegt ljós. Að loknu tveggja ára sjóeldi var fisknum slátrað, svipgerðir vaxtar og kynþroska ákvarðaðar og hann greindur í systkinahópa, alls u.þ.b. 2000 fiskar úr hvorri meðferð fyrir sig. Í ljós kom að CCL ljós hafði greinleg áhrif til seinkunar kynþroska og var það mun meira áberandi hjá hængum. Kynkyrtlar þroskuðust verulega hægar og alls ekki til fulls miðað við þorsk sem var alinn við náttúrulega ljóslotu á sama tíma. Þá var nokkur breytileiki milli systkinahópa hvað varðaði áhrif ljóss á þroskun kynkyrtla. Á hinn bóginn gætti þessarar seinkunar kynþroska ekki í auknum vaxtarhraða svo nokkru næmi. Fjölskyldulægni vaxtarsvipgerða var einnig könnuð og kom fram greinlegur munur á meðalþyngd milli systkinahópa. Svörun við CCL meðferðar var hins vegar mjög misvísandi og virtist breytileg milli systkinahópa. Virtist CCL meðferð auka vaxtarhraða í sumum hópum en hægja á vaxtarhraða í öðrum. Þetta gat svo verið breytilegt eftir kynjum. Þá var kannað hvort formeðhöndlun seyða með CCL ljósi á strandeldiskeiði gerði þorskinn næmari fyrir áhrifum CCL ljóss á sjókvíastigi. Svo reyndist ekki vera.   Einangruð voru ákveðin lykilgen í vaxtar‐ og kynþroskastýringu ásamt innröðum þeirra að nokkru eða öllu leyti. Þetta voru gen fyrir vaxtarhormón (GH), viðtaka vaxtarhormóns, viðtaka fyrir vakningarþátt vaxtarhormóns (Growth hormone releasing factor (GHRF)) og viðataka insúlínlíks vaxtarþáttar2 (IGF2). Í innröðum þriggja þessara gena, GH, GHR og IGF2, fundust breytilegar stuttraðir og var þróuð aðferð til erfðamarkagreiningar sem byggði á þessum röðum. Áhrif ljóslotu á vaxtarsvipgerð voru einnig metin með mælingum á tjáningu tveggja þessara gena, GH og GHR. Hlutfallsleg tjáning GHR reyndist ekki vera meiri í stærri fiski og ekki fannst neitt samband milli seinkunnar á kynþroska af völdum CCL og tjáningar á GHR. Tjáning GH var einnig könnuð í fiski á sjókvíastiginu. Marktækur munur í tjáningu GH mældist einungis í einum sýnatökupunkti, snemma á fyrsta ári í sjókvíunum í hópnum sem hlaut CCL meðferð. Þessi aukning átti sér ekki stað í tilsvarandi breytingum í þeim sviðgerðareinginleikum vaxtar og kynþroska sem mældir voru á sama tíma.

Light and photoperiod is a powerful environmental regulator of growth and sexual maturation in fish. Initial studies had indicated that a new type of lights, Cold Cathode‐lights (CCL), had much greater effect on growth and sexual development than white halogen light traditionally used in fish farming. In this study we investigated selected candidate gene expression in cod in response to CC‐light photoperiod treatment and possible genetic contribution to this response. This effect was evaluated by quantitatively comparing phenotypic traits under the different treatments. On December 2008 (“*”), significant differences were found fish farmed under natural light, in combination with gene expression studies and genotypic family assignments.   After hatching the fish was reared from 6 months in indoor tanks under two different light regimes, white halogen light and CC‐light. The fish was then transported to sea cages and divided into two groups, one that received continuous CC‐light and another that received only natural light treatment. The fish was reared in these sea cages for additional two years until harvesting. Approximately 2000 individuals from each treatment were genotyped and assigned to different full sib groups. Total body weight, length and gonadal weight were also measured for all individuals. Physiologically, the fish responded clearly to CCL treatment regarding maturity related traits, with less gonadal development in the CCL treated fish. The difference was substantial and the same trend could be observed in all families. The degree of response however differed somewhat between families to some which may signify underlying genetic differences. The effect of CCL treatment on growth related traits was less clear. Apparent growth responses to CCL treatment varied greatly between families and they appeared to be either negative or positive, depending on family and sex. Opposite effect were even observed within families on different sexes. In this project genes associated with growth and maturity were retrieved partly or completely from cod (Gadus morhua). These genes were: Growth hormone (GH), growth hormone receptor (GHR), growth hormone releasing factor (GHR F) and insulin like growth factor 2 receptor (IGF2R). A number of their introns were also obtained and variable microsatellite regions could be identified in intron regions of three of these genes, GH, GHR F, and IGF2R. A method was developed based on the GH and GHR gene sequences to amplify and evaluate expression of these genes in different tissues of cod. GHR expression levels were measured at different sampling points both during the indoor stage where different size groups and treatments were compared and at the outdoor stage where different light treatments were mainly compared. Differences in expression levels between different size groups and between different light treatment groups were insignificant. The light influence is on the GH gene expression, was only observed in the beginning of March early at the sea cage stage and could not be associated with increased growth or delayed reproductive development. The CCL (Cold‐Cathode Light) has a single green wavelength that diffuses more effectively throughout the water column than white light. It may therefore mask natural light more efficiently. Still it may be necessary to train fish for the CCL lights and at the indoor stage one half of the juveniles received CCL treatment before transportation to the sea cages. When imprinted and not imprinted were compared negligible difference in gonadal development were, however, observed strongly indicating that prior imprinting to sea cage rearing had no effect.  

Skoða skýrslu

Fréttir

Fiskmarkaðir fyrir almenning

Því ekki fiskmarkaði, rétt eins og grænmetismarkaði og bændamarkaði? Matur, saga, menning 25. mars kl. 17.

Ísland er þekkt fyrir frábæran fisk og góð fiskimið, en einhverra hluta
vegna tíðkast ekki hér á landi að almenningur geti keypt ferskan fisk á
hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði. Þótt margir hafi sýnt hugmyndinni um
fiskmarkað áhuga, hefur henni ekki verið fylgt eftir í framkvæmd hingað
til. Nú lítur út fyrir að hreyfing sé að komast á málið bæði í Reykjavík
og víðar, og að þess sé ekki lagt að bíða að gestir og gangandi geti
nálgast ferskan fisk á þennan lifandi og skemmtilega hátt.

Þær Þóra Valsdóttir, matvælafræðingur hjá Matís ohf og Brynhildur
Pálsdóttir, matarhönnuður hjá Listaháskóla Íslands, kynna áhugaverða
samantekt um möguleika fiskmarkaða á Íslandi á fundi félagsins Matur saga
menning, fimmtudaginn 25. mars kl 17.00 í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar,
Hringbraut  121, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Á undan fundinum, þ.e. frá kl 16.30-17.00 verður aðalfundur
félagsins haldinn samkvæmt áður boðaðri dagskrá.

Fréttir

Matís á sænska orkuþinginu í Stokkhólmi

Matís hefur verið virkt nú um nokkurt skeið í orkulíftækni og hefur sviðið Líftækni og Lífefni hjá Matís fengið styrki frá ýmsum aðilum til að leita að sérstökum ensímum og örverum sem nýta má í orkulíftækni.

Nú eru í gangi verkefni styrkt af Tækniþróunarsjóði og Nordic-Energy sjóðnum til að finna og endurbæta hitakærar örverur með erfðatækni til framleiðslu á etanóli úr lífmassa.  Lífmassinn inniheldur fjölsykrur eins og sellulósa og xylan sem hefðbundnar gerjunarbakteríur er ekki færar um að nýta en slíkur lífmassi fellur til í iðnaði og landbúnaði í miklum mæli og er vannýttur í dag.  Hitakærar örverur get brotið og gerjað slíkan lífmassa niður og markmiðið með vefefninu er að gera þær öflugri, m.ö. o. arðbærar.

Í byrjun þessa árs fékk Matís og Háskólinn í Lundi stóran styrk frá sænska rannsóknasjóðnum FORMAS til viðbótar áðurnefndum styrkjum til að þessa verkefnis.  Í framhaldi af því var Matís boðið að kynna verkefnið á sænska orkuþinginu

Þingið er árlegur viðburður í Svíþjóð með yfir 500 fyrirlestrum sem snerta öll svið orkunýtingar og öflunar.  Verkefni Matís fékk  góð viðbrögð og þess má geta að bás FORMAS skartaði meðal annar stórri mynd af hverasvæði sem var eins konar tilvitnun í verkefni Matís.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óli Hreggviðsson, gudmundur.o.hreggvidsson@matis.is.

Fréttir

Háskóli Íslands og Matís undirrita samstarfssamning

Markmiðið að vera í fararbroddi í nýsköpun í matvælafræði, matvælaverkfræði og líftækni.

Háskóli Íslands og Matís ohf. undirrituðu í gær samning um að efla verklega kennslu og vísindastarf á sviði matvælafræði, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggis.  Hugmyndin með samningnum er að efla fræðilega og verklega menntun nemenda Háskóla Íslands og auka rannsóknir á framangreindum sviðum. Þá er markmiðið að nýta möguleika til samreksturs tækja í þágu sameiginlegra verkefna en Háskólinn og Matís hyggjast kaupa og reka sameiginlega ýmiskonar búnað til rannsókna.

Háskóli Íslands og Matís ætla sér með samstarfinu að vera í fararbroddi í nýsköpun á þeim fræðasviðum sem tengjast matvælafræði, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Með samningnum mun verkleg leiðbeining meistara- og doktorsnema Háskóla Íslands fara fram hjá Matís en hugmyndin er að tryggja að gæði rannsókna hjá HÍ og Matís séu sambærileg við það sem best gerist á alþjóðlegum vettvangi á framangreindum fræðasviðum.

Með samstarfinu á einnig að tryggja faglega sérstöðu í því skyni að laða að nemendur og fræðimenn á alþjóðlegum vettvangi. Þá er ætlunin er að fjölga nemendum í grunn- og framhaldsnámi í matvælafræði, matvælaverkfræði og líftækni.

Matís er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis. Stefna Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu á sviði matvæla, líftækni og erfðatækni.  Til að framfylgja stefnu sinni er nauðsynlegt að Matís vinni í samstarfi við HÍ að kennslu og þjálfun nemenda.

Háskóli Íslands hefur mótað sér stefnu til ársins 2011, þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu doktorsnáms, framúrskarandi rannsóknir og kennslu, auk áherslu á samstarf við stofnanir og fyrirtæki  eins og Matís. Á vegum HÍ eru stundaðar víðtækar rannsóknir og kennsla á þeim fræðasviðum sem Matís fæst við, einkum á vettvangi heilbrigðisvísinda- og verkfræði- og náttúruvísindasviða skólans.

Í gær varð Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, jafnframt gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og var samningur þess efnis undirritaður. Markmið samningsins er að styrkja kennslu og rannsóknir í matvælafræði.

Meðfylgjandi er mynd frá undirskrift samningana í gær

Háskóli Íslands og Matís undirrita samstarfssamning: Markmiðið að vera í fararbroddi í nýsköpun í matvælafræði, matvælaverkfræði og líftækni

Fremri röð frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís og gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Aftari röð frá vinstri: Jóhann Guðmundsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þórður Kristinsson, sviðsstjóri Kennslusviðs Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu Háskóla Íslands, Ingibjörg Gunnarsdóttir, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands, Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís, Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri hjá Matís, Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísindasviðs Háskóla Íslands.

Fréttir

Eru heilsufarsfullyrðingar um matvæli ofmetnar?

Nú fyrir stuttu bárust fréttir af niðurstöðum könnunnar en þar kemur fram að sumir neytendur telja að matvæli sem fullyrt er um heilsusamlega eiginleika séu ekki eins náttúruleg, bragðist ekki eins vel og séu ekki eins áhugverður kostur og þau matvæli sem ekki bera heilsufarsfullyrðingar.

Emilía Martinsdóttir, fagstjóri hjá Matís, stóð að könnun ásamt öðru fagfólki frá Norðurlöndum. Niðurstöður úr könnuninni voru helst þær að neytendum hættir til að þykja fullyrðingar, t.d. á umbúðum, um heilsusamlega ávinning ekki eins mikilvægar og upplýsingar um hvað efnin í vörunni gera fyrir líkamann í raun og veru. Því má skilja þetta sem svo að neytendur vilji fá vitneskju um vísindalegar staðreyndir málsins frekar en fallegar yfirlýsingar um hvað varan sem slík gerir.

Dæmi: „Vara X lækkar blóðþrýsting“ myndi ekki gefa vöruframleiðanda eins mikið og að segja „Vara X inniheldur efni Y sem niðurstöður rannsókna benda til að geti haft jákvæð áhrif á heilsu“.

Nánari upplýsingar má finna hér og einnig hjá Emilíu Martinsdóttur, emilia.martinsdottir@matis.is.

IS