Fréttir

Ráðstefnan FORVARNIR OG LÍFSSTÍLL 13. og 14. nóvember

Mjög áhugaverð ráðstefna fer fram á Grand hótel nk. föstudag og laugardag, 13. og 14. nóvember. Mjög margir starfsmenn Matís koma þar við sögu og flytja áhugaverð erindi og/eða stjórna fundum. Dagskrána má nálgast neðar á síðunni.

FORVARNIR & LÍFSSTÍLL
Ráðstefna fyrir fagfólk og almenning.
13.-14. nóvember 2009

1. HLUTI    SJÚKDÓMAR: 9.00-12.30
Fundarstjóri:   Inga Þórsdóttir.
09.00-09.10    Ráðstefnan sett.
09.10-09.35    Offita barna. Erlingur Jóhannsson.
09.35-10.00    Offita fullorðinna & sykursýki. Gunnar Sigurðsson.
10.00-10.25    Hjarta- & æðasjúkdómar. Thor Aspelund.
10.25-10.40    Kaffihlé
10.40-11.05    Heilabilunarsjúkdómar. Björn Einarsson.
11.05-11.30    Krabbamein. Jón Gunnlaugur Jónasson.
11.30-11.55    Meltingarsjúkdómar. Bjarni Þjóðleifsson.
11.55-12.20    Stoðkerfisvandamál & beinvernd. Björn Guðbjörnsson.

12.20-13.00    Matarhlé

2. HLUTI     ÁHÆTTUÞÆTTIR: 13.30-16.30
Fundarstjóri:   Halla Skúladóttir. 
13.00-14.00    Heart Disease and Nitric Oxide. Louis Ignarro.
14.00-14.25    Næring. Jón Óttar Ragnarsson.
14.25-14.50    Hreyfing. Janus Guðlaugsson.
14.50-15.15    Reykingar & lungnasjúkdómar. Þórarinn Gíslason.
15.15-15.25    Kaffihlé
15.25-15.50    Lífsstíll. Þórólfur Þórlindsson.
15.50-16.15    Aukaverkanir lyfja. Magnús Karl Magnússon.
16.15-16.40    Geðraskanir & forvarnir. Högni Óskarsson
16.40-17.05    Tannsjúkdómar & forvarnir. Sigfús Þór Elíasson.

SÍÐARI DAGUR: LAUGARDAGUR

3. HLUTI        MÁLSTOFUR: 10.00-12.30

Málstofa A     Efnaumhverfi Íslendinga
Fundarstjóri:  Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.

a.     Mataræði Íslendinga. Inga Þórsdóttir. 
b.     Snefilsteinefni í íslenskum jarðvegi & matvælum. Laufey Steingrimsdottir.
c.     Efnainnihald íslenskra matvæla. Ólafur Reykdal.
d.     Matvælaeftirlit á Íslandi í dag. Jón Gíslason.
e.     Eiturefni í íslensku umhverfi & matvælum. Helga Gunnlaugsdóttir.
f.     Sýkla- & hormónalyf í íslenskum matvælum. Sigurður Örn Hansson.

Málstofa B      Framleiðsla & þróun á Íslandi
Fundarstjóri:    Sjöfn Sigurgísladóttir

a.      Lífefnavinnsla & hollustuefni úr íslensku lífríki. Hörður G. Kristinsson.
b.      Lyf úr íslensku lífríki. Elín Soffía Ólafsdóttir?
c.      Erfðabreytt matvæli, kostir & gallar – Einar Mäntylä.
d.      Jarð- & ylrækt. Magnús Á. Ágústsson.
e.      Fiskeldi & ómega-3. Jón Árnason.
f .      Ísland sem heilsuparadís. Grímur Sæmundsen.

12.30-13.00    Matarhlé

4. HLUTI        STEFNUMÓTUN: 13.00-14.30
Fundar- & umræðustjóri: Sigurður Guðmundsson.
13.00-13.30    Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu. Vilmundur Guðnason.
13.30-14.00    Nýtt & heilbrigðara Ísland. Þorgrímur Þráinsson.
14.00-14.30    Framtíðaráskorun. Sigmundur Guðbjarnarson.

14.30-14.45    Kaffihlé.

5. HLUTI    PALLBORÐSUMRÆÐUR: 14.45-17.00
Allir frummælendur sitja fyrir svörum ásamt með eftirfarandi aðiljum:
Lúðvíg Guðmundsson & Hjörtur Gíslason: Megrunaraðgerðir
Karl Andersen: Fyrirbyggjandi aðgerðir með tilliti til hjartasjúkdóma.
Reynir Tómas Geirsson. Offita í meðgöngu.
Unnur Valdimarsdottir. Krabbamein & umhverfi.

Skýrslur

The effect of liquid cooling at processing and different cooling techniques during transport of cod (Gadus morhua) fillets

Útgefið:

01/11/2009

Höfundar:

Hannes Magnússon, Lárus Þorvaldsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Hélène L. Lauzon, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of liquid cooling at processing and different cooling techniques during transport of cod (Gadus morhua) fillets

Tilgangur tilraunanna var að kanna áhrif mismunandi kælitækni og áhrif hitasveiflna á gæði og geymsluþol þorskflaka. Eftirfarandi kælitækni var könnuð: Vökvakæling í pækli við vinnslu miðað við enga kælingu og áhrif hitasveiflna við geymslu í samanburði við stöðugt hitastig (-1°C). Auk þess voru könnuð áhrif þess að nota annars vegar ísmottur og hins vegar þurrís við geymslu flakanna. Fylgst var með breytingum á hitastigi með hitanemum á öllum stigum. Sýni voru gæðametin með skynmati, örveru- og efnamælingum í allt að 14 daga frá veiði (11 daga frá vinnslu og pökkun). Mismunandi meðhöndlun leiddi til mismunandi ferskleikatíma og geymsluþols samkvæmt skynmati. Hópar sem voru vökvakældir við vinnslu höfðu um 2-3 daga skemmra geymsluþol en flök sem ekki voru kæld á þennan hátt. Rekja mátti ástæður þessa til þess að kælipækillinn innihélt töluvert magn örvera m.a. skemmdargerilinn Photobacterium phosphoreum sem er mjög virkur framleiðandi á trímetýlamíni (TMA). Samanburður á vökvakældu flökunum sýndi að notkun á þurrís lengdi geymsluþol um 1-2 daga í samanburði við ísmottur. Geymsla við -1°C hafði ekki merkjanleg áhrif á ferskleikatíma og geymsluþol í samanburði við flök þar sem hitasveiflum var beitt samkvæmt skynmati. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru í samræmi við þessar niðurstöður.

The aim of the experiment was to investigate the effects of different cooling techniques and temperature fluctuations on the storage life of cod fillets. The following cooling techniques were studied: liquid cooling in brine at plant as compared to no special cooling at processing. The effect of real temperature (RTS) simulation during storage was compared to a steady storage temperature at -1°C. Additionally, the influence of using either dry ice or ice packs during storage was studied. The temperature history of each group was studied using temperature loggings. The samples were analyzed with sensory evaluation, microbial and chemical methods for up to 14 days from catch (11 days from packaging). The different treatments of the groups resulted in different lengths of freshness period and maximum shelf life according to sensory evaluation. Liquid cooling resulted in a 2-3 days shorter maximum shelf life than the group that was not receiving liquid cooling. This could be attributed to the fact that the cooling brine carried considerable amounts of microbes including the spoilage bacterium Photobacterium phosphoreum which is an active producer of trimethylamine (TMA). Comparison of the groups receiving liquid cooling showed that dry ice appeared to extend the shelf life of 1-2 days as compared to ice packs. Storage at -1°C did not have much influence on the freshness period or maximum shelf life. These results were confirmed by total volatile bases (TVB-N) and TMA analysis and microbial counts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Útgefið:

01/11/2009

Höfundar:

Rannveig Björnsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Þorleifur Eiríksson, Cristian Gallo, Böðvar Þórisson, Þorleifur Ágústsson, Björn Þrándur Björnsson, Guðbjörg Stella Árnadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Þróun iðnaðarvædds þorskeldis : Stjórn vaxtar og kynþroska með háþróuðum ljósabúnaði / Improved lighting technology for regulating sexual maturation of farmed cod

Heildarmarkmið verkefnisins var að bæta eldistækni í þorskeldi með notkun nýrrar gerðar ljósa í því markmiði að stjórna kynþroska hjá þorski. Um er að ræða ljós sem gefa frá sér eina bylgjulengd sem dreifist betur um vatnsfasann samanborið við halogen ljós sem hefðbundið eru notuð og hefur þessi nýja gerð ljósa reynst mjög árangursrík í forrannsóknum. Jafnframt var kannað hvort ljósastýring strax á seiðastigi gæti hugsanlega ýtt undir þessi áhrif í kvíaeldinu. Stöðug meðhöndlun með ljósunum á seiðastigi hafði ekki áhrif á vöxt seiðanna en vísbendingar voru um færri vaxtargalla seiða. Ljósastýring á seiðastigi virtist þó hafa neikvæð áhrif á vöxt fisksins eftir flutning í sjókvíar auk þess sem mikið var um óútskýrð afföll í þeim hóp. Ljósastýring fiska í kvíum hafði jákvæð áhrif á vöxt fisksins samanborið við fisk sem haldið var við náttúrulega ljóslotu í sjókvíaeldi. Í verkefninu voru jafnframt þróaðar og staðlaðar nýjar aðferðir til mælinga á styrk vaxtarhormóna í þorski og reyndist aðferðin bæði næm og örugg. Ekki tókst að sýna fram á samband vaxtarhraða og styrks vaxtarhormóna í blóði fiskanna í þessari rannsókn en aðferðin veitir mikla framtíðamöguleika við rannsóknir á t.d. vaxtarhraða villts þorsks. Einnig var í verkefninu unnin ítarleg rannsókn á áhrifum sjókvíaeldis á fjölbreytileika og tegundasamsetningu botndýralífs undir kvíum. Vart varð víðtækra breytinga á tegundasamsetningu botndýra þrátt fyrir lítið álag samfara eldi í kvíunum yfir þriggja ára tímabil.

The overall aim of the project was to improve cod farming technology through delaying sexual maturation of cod by the use of a new lighting technology. The novel lights emit only one wavelength that is more effectively dispersed in water compared to the metal halogen lights traditionally used. Continuous manipulation using the novel light technology during the juvenile stage did not affect fish growth or survival. Indications of reduced frequency of deformities were however observed in this group. Light manipulation during the juvenile stage was furthermore found to negatively affect fish growth following transfer to sea cages and significantly higher unexplained loss of fish was observed in this group. Continuous light manipulation during on growing in sea cages resulted in significantly improved growth of the fish compared with fish exposed to ambient light. New methods were furthermore developed for measuring the concentration of growth hormones in cod. A relationship between fish growth and the concentration of growth hormones could not be established. The method however provides an important tool for future studies of the growth of e.g. wild cod. Detailed studies of species diversity in bottom layers below the sea cages were also carried out, revealing extensive changes in species composition during the three-year study.

Skoða skýrslu

Fréttir

Bókakaflar eftir starfsmenn Matís

Nú nýverið var gefin út bókin “Improving seafood products for the consumer” sem fjallar m.a. um hvernig hægt er að auka neyslu fólks á fiskafurðum.

Starfsmenn Matís, þau Emilía Martinsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Helene L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, komu að skrifum í bókina.

Umfjöllun um bókina má finna hér.

Fréttir

Ný reglugerð um næringar- og heilsufullyrðingar: Matís með innlegg

Innan Evrópusambandsins hefur tekið gildi ný reglugerð um næringar- og heilsufullyrðingar í merkingu matvæla. Þess má vænta að reglugerðin verði tekinn inn í EES-samninginn á næstu mánuðum.

Fram að því gilda áfram íslenskar reglur. Á Íslandi má einungis fullyrða um innihaldsefni matvæla ef það er heimilað í viðeigandi reglugerðum eða að leyfi fyrir slíku hafi fengist hjá Matvælastofnun (www.mast.is).

Í aðdraganda setningar þessarar reglugerðar tók Matís þátt í norrænu verkefni þar sem markmiðið var að Norðurlöndin kæmu fram með sameignlega skoðun á hvers konar merkingar yrðu leyfðar sem “jákvæðar merkingar”. Viðhorfskönnun var gerð meðal norrænna neytenda um heilsufullyrðingar, hvernig neytendur skilja þær og um merkingar matvæla og hvernig áhrif þær hafa í markaðssetningu.

Matís framkvæmdi könnunina á Íslandi og túlkaði niðurstöður ásamt því að halda  fundi með hagsmunaaðilum fulltrúum matvælafyrirtækja og neytendasamtaka. Nú er komin út ritrýnd grein sem skýrir frá niðurstöðum neytendarannsóknanna. Greinin nefnist Perception of Health Claims Among Nordic Consumers og er birt í tímaritinu Journal  of Consumer Policy og má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir.

Fréttir

Nokkrar staðreyndir um fæðubótarefni

Markaðurinn með svokölluðum heilsuvörum, hvort sem það er nú fæðubótarefni, fæðuauki, plöntuextraktar eða annað, hefur farið stækkandi undanfarin ár og var hann þó orðinn stór fyrir.

Oft eru vörur boðnar til sölu sem virka eins og þær eru sagðar virka í auglýsingum en því miður er það þó mjög oft svo að fólk kaupir köttinn í sekknum. Hér fyrir neðan eru fullyrðingar sem oft heyrast þegar tveir eða fleiri koma saman og ræða þessi mál.

B-12 vítamín læknar þynnku: það er ljóst að það gengur á B-vítamínforðann við langvarandi drykkju. Aftur á móti er ekkert í vísindunum um jákvæð áhrif af stærri skömmtum af B-12 vítamíni á þynnku sem kemur í kjölfar einstaka ofdrykkju.

Ginseng gerir þig gáfaðri: til eru mismunandi tegundir af ginseng sem hafa að einhverju leiti mismunandi áhrif. Ekkert er í vísindunum um það hvort ginseng geri mann gáfaðri. Hitt er annað mál að flestar tegundir af ginseng hafa einhver örvandi áhrif og við örvun miðtaukerfis, þ.m.t. heilans, má vel vera að fólki finnist það vera gáfaðra.

Sólhattur læknar flensu: sólhattur læknar ekki flensu. Mjög mismunandi er þó hvort niðurstöður rannsókna styðji að sólhattur geti dregið úr áhrifum flensu, líkt og haldið hefur verið fram með C vítamín. Líkur á eituráhrifum vegna neyslu á sólhatti eru litlar ef neyslan er í samræmi við ráðleggingar og því getur neysla á sólhatti sennilega ekki gert neitt ógagn en spurningin hvort sólhattur geri eitthvert gagn.

A-vítamín bætir sjónina: ef um er að ræða skort á A-vítamíni, sem er ekki tilfellið hjá flestum Íslendingum, þá getur viðbót af A-vítamíni bætt sjónína. Hins vegar getur A-vítamín á formi retínóla (retinol, retinal) verið mjög skaðlegt í stórum skömmtum. Því er mikilvægt að halda sig sem næst ráðlögðum dagskammti (RDS) og neyta ekki meira af A-vítamíni en nauðsynlegt er.

Kreatín gerir þig sterkari: kreatín er oftast á forminu kreatín-fosfat (CP). Adenósín-þrí-fosfat (ATP) er geymslustaður orku í líkamanum. Við aukna neyslu á kreatín-fosfati stuðlum við að því að hafa meira af ATP við áreynslu í stutt, snörp átök (1-10s). Því er talið að við getum bætt ákefð í stuttum, snörpum átökum ef við neytum fæðubótarefna sem innihalda kreatín. Niðurstöður rannsókna, sem nær eingöngu hafa verið gerðar á karlmönnum 18-35 ára, benda til þess að neyslan sé án óæskilegra hliðarverkana fyrir þann hóp. Upplýsingar varðandi aðra hópa liggja ekki fyrir og því ættu börn og unglingar ekki að neyta kreatíns.

C vítamín dregur úr skaða af völdum reykinga: best er fyrir líkamann ef fólk reykir ekki. C vítamín er andoxari og getur því dregið úr skaðlegum áhrifum, t.d. súrefnis, á frumuhimnur líkamans. Skaðleg áhrif vegna oxunar eru meiri hjá reykingamönnum vegna sígarettureyksins en hjá þeim sem ekki reykja. Það virðist sem neysla á C vítamíni, allt að 100mg á dag, geti komið að gagni við að draga úr oxunarskaðsemi reykinga. Þess ber þó að geta að skaðsemi reykinga er ekki eingöngu bundinn við þennan þátt.

Króm dregur úr sykurlöngun: króm er mikilvægur hlekkur í insúlínviðbrögðum líkamans en insúlín hefur, m.a. áhrif á magn sykurs í blóði. Hjá þeim sem eru með sykursýki geta insúlínviðbrögðin verið skert og því er talið að viðbótar króm geti hjálpað þeim við blóðsykurstjórnun. Aukin neysla á krómi er ekki talin geta stuðlað að betri blóðsykurstjórnun, og þar með sykurlöngun, hjá þeim sem eru með eðlilega stjórnun á blóðsykri (þ.e. ekki með sykursýki af neinni tegund).

D vítamín styrkir bein: D vítamín er fituleysanlegt vítamín sem margir vilja frekar kalla hormón-líkt efni vegna hlutverks þess í líkamanum. D- vítamín hefur m.a. áhrif á það hversu vel við nýtum kalk úr fæðunni. Kalk er mikilvægt í uppbyggingu og viðhaldi beina og því eru það gömul og ný sannindi að D vítamín og kalk eru nauðsynleg í hæfilegu magni til að móta og viðhalda sterkum beinum. Hreyfing eykur einnig styrk beina.

Kalíum er vöðvaslakandi: kalíum (K) gegnir mikilvægu hlutverki í starfssemi taugakerfis og vöðva. Kalíum hefur m.a. hlutverki að gegna í taugaboðum til vöðva um að slaka skuli á herptum vöðva. Styrk kalíum er mjög vel stjórnað í líkamanum og ef fólk er á annað borð ekki með neina sjúkdóma sem brengla kalíumjafnvægi líkamans, m.a. hjartavöðva, er alger óþarfi, og reyndar óæskilegt, að neyta mikils magns af kalíum sem fæðubótarefnis í þeirri trú að það hafi vöðvaslakandi áhrif

Koffín er fitubrennsluefni: koffín hefur á óbeinan hátt örvandi áhrif á miðtaugakerfið, þ.m.t. heila. Við örvun miðtaugakerfis erum við líklegri til að hreyfa okkur og sú hreyfing er í raun ástæða þess að við brennum meiri orku og þar með meiri fitu frekar en bein fitubrennsluáhrif koffíns. Þess ber þó að geta að neikvæðar hliðarverkanir geta fylgt neyslu á koffínríkum matvælum og er ófrískum konum, konum með börn á brjósti, börnum og þeim sem eru viðkvæmir fyrir koffíni ráðlagt frá því að neyta koffíns í miklu magni.

E vítamín kemur í veg fyrir bólur: margir neyta E vítamíns í meira magni en ráðlagður dagskammtur segir til um í þeirri von að E vítamínið hafi verndandi áhrif gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum. Varðandi bólumyndun þá er sá sjúkdómur vegna annarra þátta (m.a. stærri fitukirtlar vegna uppsafnaðrar húðfitu) og ekkert í vísindunum næringarfræðinnar sem styður þá tilgátu að E vítamín geti komið í veg fyrir bólumyndun.

Mikilvægt er fyrir neytendur að gera sér grein fyrir því að margt af því sem er í sölu hér á landi, sem og annars staðar, er e.t.v. gagnslaust þó svo að neyslan skapi enga hættu sé farið ráðleggingum varðandi magn. Sem neytendur verðum við að vera gagnrýnin á þær upplýsingar sem okkur eru veittar og spyrja hvaðan þessar upplýsingar koma. Ef greinilegt er að upplýsingarnar eru ekki studdar með vísindalegum gögnum og viðskiptasjónarmið ráða hvernig upplýsingarnar eru framsettar, þá er æskilegt að þessum upplýsingum sé tekið með varúð. Við val á fæðubótarefnum, fæðuauka, plöntuextröktum og öðrum slíkum efnum er oft gott að hafa eftirfarandi að leiðarljósi:

Ef auglýstir eiginleikar vöru eru of góðir til að vera sannir, þá eru þeir líklega ósannir!

Nánari upplýsingar veitir höfundur, Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Fiskur á Íslandsmiðum: mjög lítið af lífrænum mengunarefnum og varnarefnum

Út er komin skýrsla frá Matís ohf. sem ber heitið Undesirable substances in seafood products – results from the monitoring activities in 2007.

Skýrslan sýnir niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum á árinu 2007 og er hluti af sívirku vöktunarverkefni sem styrkt er af Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu og hefur verið í gangi frá árinu 2003. Líkt og fyrri ár vöktunarinnar sýna niðurstöður ársins 2007 að ætilegur hluti fisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur mjög lítið magn af lífrænum mengunarefnum eins og díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum og varnarefnum (skordýraeitri og plöntueitri), samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfirstíga leyfileg mörk fyrir viss efni.

Gögnin sem safnað er ár frá ári í þessu verkefni fara í að byggja upp sífellt nákvæmari gagnagrunn um ástand íslenskra sjávarafurða m.t.t. mengunarefna. Skýrslan er á ensku og er aðgengileg á vef Matís þannig að hún nýtist framleiðendum, útflytjendum, stjórnvöldum og öðrum við kynningu á öryggi og heilnæmi íslenskra fiskafurða.

Í þessari skýrslu er ítarlegri úttekt á þungmálmum og fjölda annarra ólífrænna snefilefna í ætilegum hluta fisks en áður hefur verið gerð hér á landi, en Matís hefur komið sér upp fullkomnari tækjabúnaði til slíkra mælinga en áður var. Með þessum tækjabúnaði, s.k. ICP-MS er á tiltölulega einfaldan hátt hægt að greina mikinn fjölda ólífrænna snefilefna með meiri nákvæmni en áður. Niðurstöður mælinga á þungmálmum sýna að ætilegur hluti fisksins var ávalt undir leyfilegum hámörkum Evrópusambandsins fyrir blý, kvikasilfur og kadmíum. Niðurstöður mælinga á þeim ólífrænu efnum sem flokkast sem nauðsynleg snefilefni í fæðu manna verða notaðar í næringarefnagagnagrunn Matís, ISGEM sem aðgengilegur er á vef Matís, en einnig til að meta gildi fiskafurða sem uppsprettu slíkra efna í fæðu Íslendinga. Líkt og fyrri ár vöktunarinnar sýna niðurstöður ársins 2007 að ætilegur hluti fisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur mjög lítið magn af lífrænum mengunarefnum eins og díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum og varnarefnum (skordýraeitri og plöntueitri), samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt.

Niðurstöður mælinga á fiskimjöli og lýsi til fóðurgerðar staðfesta nauðsyn þess að fylgjast vel með magni þrávirkra lífrænna efna eins og díoxíns, PCB efna og varnarefna í þessum afurðum á vorin. Styrkur efnanna er háður næringarlegu ástandi uppsjávarfiskistofnanna sem afurðirnar eru unnar úr og nær hámarki á hrygningartíma.  Þá hættir magni díoxína og díoxín-líkra PCB efna auk einstakra varnarefna til þess að fara yfir leyfileg mörk Evrópusambandsins.  Þetta á sérstaklega við um afurðir unnar úr kolmunna.

Höfundur skýrslunnar er Hrönn Ólína Jörundsdóttir og verkefnastjóri er Helga Gunnlaugsdóttir.

Skýrsluna má nálgast hér.

Fréttir

Nautakjöt, lambakjöt, hvalkjöt, svínakjöt…………?

Hjá Matís er boðið upp á þjónustu sem nýtist öllum. Vel er þekkt þjónustan sem fyrirtækjum stendur til boða en minna er vitað um þá þjónustu sem einstaklingum er boðið upp á. Ef þú ert að hugsa um að kaupa þér hund………

……..myndir þú þá ekki eyða undir 10 þús. kr. og fá að vita með erfðagreiningum hvaðan hundurinn kemur? Eða viltu vita hvort kjötið sem þú neytir er nauta-, lamba-, svína- eða hvalkjöt? Hér er skemmtilegt viðtal í síðdegisútvarpi Rás 2 um erfðagreiningar á kjöti.

Nautakjöt sem var lambakjöt

Erla Ragnarsdóttir: Já, við ætlum fyrst að skoða ja…

Linda Blöndal: Svolítið skemmtilegt mál.

Erla: Já, svolítið skemmtilega sögu. Kona nokkur pantaði sér nautasteik á veitingahúsi sem að er svosem ekki í frásögur færandi. Hún finnur hinsvegar strax að þetta sé ekki nautakjöt og kvartar en fær lítil viðbrögð. Veitingamaðurinn er handviss um það að hann sé að bera þarna á borð nautakjöt. Steikin er semsagt nautasteik en konan lætur sér ekki segjast, er orðin viss um að hún sé að borða hvalkjöt og gengur hart að veitingamanninum og skilar kjötinu. Og veitingamaðurinn vill auðvitað fá niðurstöðu í málið.

Meira hér.

Fréttir

Áhugaverð erindi um tækifæri og ógnir í bleikjueldi

13. og 14. október var haldin ráðstefna um bleikjueldi á Norðurlöndunum, möguleika, tækifæri, hindranir, ógnir og annað sem tengist atvinnugreininni. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, hélt þar erindi.

Erindi Sjafnar fjallaði m.a. um hvernig væri hægt að auka eftirspurn eftir eldisbleikju og tækifærin sem liggja hjá okkur Íslendingum. Matís getur spilað stórt hlutverk í markaðssetningu á eldisbleikju með þeirri þekkingu sem finna má hjá starfsmönnum fyrirtækisins.

Erindi Sjafnar má nálgast hér.

Fréttir

Matvæladagur MNÍ 2009

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) efnir til árlegs Matvæladags þann 15. október nk. Haldin verður ráðstefna um íslenska matvælaframleiðslu og gjaldeyrissköpun. Hörður G. Kristinsson hjá Matís flytur þar áhugavert erindi: Lífefni úr íslenskri náttúru – Ný tekjulind

Matvælaframleiðsla hefur skipt Íslendinga miklu gegnum aldirnar og mun nú gegna lykilhlutverki við enduruppbyggingu efnahagslífsins. MNÍ vill leggja sitt af mörkum með því að greina matvælaframleiðslu á Íslandi og setja hana í efnahagslegt samhengi.

Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík og hefst kl 13 fimmtudaginn 15. október. Flutt verða sjö erindi sem veita innsýn í getu matvælaframleiðslunnar til að standa undir innlendri atvinnustarfsemi og afla þjóðarbúinu tekna en jafnframt verða dregin fram tækifærin við sjóndeildarhringinn. Þátttöku á ráðstefnuna þarf að tilkynna á vefsíðu MNÍ, www.mni.is. Þátttökugjald er 3.500 kr en 2.000 kr fyrir námsmenn.

Á ráðstefnunni verður Fjöregg MNÍ afhent en það er veitt fyrir lofsvert framtak á sviði matvælaframleiðslu og manneldis. Gripurinn er hannaður og smíðaður af Gleri í Bergvík og hefur frá árinu 1993 verið gefinn af Samtökum iðnaðarins. MNÍ gefur út tímaritið Matur er mannsins megin með ítarlegri umfjöllun um matvæli, næringu og efni Matvæladags ár hvert. Tímaritinu er dreift um allt land.

Dagskrána má finna hér.

IS