Fréttir

Haustráðsefna Matís verður á fimmtudag

Matur og framtíð, haustráðstefna Matís, fer fram á Grand Hótel þann 15. nóvember 2007. Á ráðstefnunni, sem er frá 12:30 til 16:30, verður leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna grænmeti sé hollt, hvort þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á Íslandi, hvers vegna fólk vill ekki stressaðan eldisfisk og hvort fólk viti yfirhöfuð hvaðan maturinn þeirra kemur.

Blóðbergsdrykkir og súkkulaðifjöll

Á ráðstefnunni verður ennfremur hægt að kynnast matarhönnun sem er vaxandi þáttur í vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Gestir eiga þess kost á því að bragða á blóðbergsdrykkjum og gæða sér á súkkulaðifjöllum. Smakkað á nýjum eldistegundum Þá geta þeir einnig kynnst fiskeldistegundum sem verða sífellt vinsælli erlendis. Má þar nefna tilapia og barramunda svo dæmi séu tekin. Þeim mun einnig gefast tækifæri á því að smakka á tilapiu, sem er að verða einn vinsælasti fiskur sem neytt er víða um heim.

Nánar um dagskrána hér.

Fundarstjóri er Stefán Pálsson.

Fréttir

Matís finnur áður óþekkta hverabakteríu

Matís hefur fundið áður óþekkta hverabakteríu, sem virðist bundin við Ísland. Tegundin fannst í háu hlutfalli í hver á Torfajökulssvæðinu og hefur nú tekist að rækta hana.

Matís hefur fundið áður óþekkta hverabakteríu, sem virðist bundin við Ísland. Tegundin fannst í háu hlutfalli í hver á Torfajökulssvæðinu og hefur nú tekist að rækta hana.

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á hverabakteríum á vegum Prokaria, líftæknisviði Matís. Nútíma aðferðir gera vísindafólki kleift að greina tegundasamsetningu án þess að rækta bakteríurnar. Áður óþekkt Thermus tegund, sem virðist bundin við Ísland, fannst með slíkum aðferðum. Tegundin fannst í háu hlutfalli í hver á Torfajökulssvæðinu, en hafði þó áður fundist í hverum á Hengilssvæðinu.

Í framhaldinu kviknaði áhugi á að reyna að einangra og rækta þessa séríslensku Thermus tegund. Styrkir fengust úr Rannsóknasjóði og frá Orkustofnun og voru tekin sýni úr hvernum á Torfajökulssvæðinu síðsumars og staðfest að Thermus islandicus væri þar að finna. Ræktunartilraunir á mismunandi ætum, við mismunandi hitastig, sýrustig og súrefnisstyrk hafa nú loks skilað árangri í lífvænlegum stofni sem er nú rannsakaður nánar. Snædís Huld Björnsdóttir starfsmaður Matís hefur unnið að þessu verkefni, en Sólveig Pétursdóttir er verkefnisstjóri.

Ýmsar Thermus tegundir hafa gefið af sér verðmæt DNA ensím sem notuð eru við rannsóknir víða um heim. Hér má nefna ensímið DNA polymerasa, sem er notaður til að magna upp DNA til að fá margar kópíur af ákveðnu geni eða genabút og DNA lígasa úr Thermus veiru sem límir DNA búta. Ekki er því ólíklegt að nýja tegundin geymi áhugaverð ensím.

Skýrslur

Notkun RFID merkja í fiskvinnslu, ferlastýring og rekjanleiki

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Notkun RFID merkja í fiskvinnslu, ferlastýring og rekjanleiki

Verkefni þetta hafði að markmiði að þróa og innleiða RFID merkingar í fiskvinnslu. Verkefnið var styrkt af AVS-sjóðnum. RFID merki eru auðkennimerki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Verkefnið fól m.a. í sér þróun aðferðafræði til að viðhalda lotum frá móttöku fiskikera og í gegnum vinnslu, án þess þó að hægja á vinnslunni, þróun á skrúfanlegum plasttappa með RFID merki til að auðvelda útskiptingu þeirra í fiskikerum og aðlögun RFID lestrar á lyftara. Verkefnið var stutt af niðurstöðum tveggja annarra verkefna, “Vinnsluspá” og “Verkunarspá” og naut jafnframt góðs af vinnu við verkefnið “Framlegðarhámörkun”. Þessi verkefni hafa sýnt fram á tengsl uppruna aflans við vinnslueiginleika og hafa að markmiði að nýta upplýsingar sem skráðar eru í fiskvinnslu til að straumlínulaga og bæta stjórnun virðiskeðju sjávarafurða, frá veiðum og á markað. Forsenda fyrir því að hægt sé að nota mælingarniðurstöður við spálíkanagerð er að tengsl séu þekkt milli mælinga sem framkvæmdar eru á mismunandi stigum framleiðslunnar. Forsendan er með öðrum orðum rekjanleiki sem er tryggður með RFID. Notkun RFID merkja í fiskvinnslu styður þannig þá vinnu og þróun sem átt sér hefur stað í þessum verkefnum, þar sem öryggi og nákvæmni þeirra líkana sem þar eru notuð byggja að stórum hluta á stöðlun í meðferð upplýsinga. Slík stöðlun fæst einmitt með því að innleiða sjálfvirkni í skráningu efnisstrauma í vinnslunni. Notkun RFID merkja er orðin nokkuð útbreidd í smásölu og hefur verslunarkeðjan Wal-Mart m.a. nýtt sér tæknina, sem hefur verið í örri þróun á síðustu árum. Hún er talin gefa mikla möguleika til aukins hagnaðar fyrirtækja í framleiðslu og smásölu, m.a. með minni sóun, bættum möguleikum til framleiðslu-og lagerstýringar og möguleikum á upplýsingagjöf til viðskiptavina. Samstarfsaðilar í verkefninu voru FISK Seafood, Matís, Maritech og Sæplast.

This project was aimed at developing and implementing RFID labels in fish processing. RFIDs are labels that transmit radio signals. The project included sustaining sequences from landing of fish tubs, through stockroom and processing, without slowing down the processing (sustaining sequences from catch to landing had been solved earlier). It also included the development of a plug, containing the RFID label, for easier exchange of labels and adjustments of RFID reading on a fork lift. The project took aim in, and collaborated with, other projects, such as “Processing forecast of cod” and “Contribution margin maximisation” (both funded by the AVS fund and Rannís), which have shown that the origin of catch and season of catch influences the processing properties of the catch. FISK Seafood, Matís, Maritech and Sæplast (Promens-Dalvík) collaborated on the project and it was funded by the AVS-fund, under the ministry of fisheries.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kyngreining fiska

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Dr. Sigurlaug Skírnisdóttir, Msc. Eiríkur Briem, Msc. Hlynur Sigurgíslason, Dr. Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Dr. Sigríður Valgeirsdóttir, Dr. Jónas Jónasson, Dr. Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður (Rannsóknamiðstöðvar Íslands)

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Kyngreining fiska

Markmið verkefnisins var að finna kynbundinn mun á milli erfðaefnis hængs og hrygnu í laxi, lúðu og þorski. Þessar upplýsingar átti síðan að nota til að þróa kyngreiningarpróf fyrir þessar fisktegundir. Útbúin voru genasöfn fyrir hæng og hrygnu fyrir tegundirnar þrjár með frádráttarpörun. Raðirnar sem fengust í genasafninu voru raðgreindar, þreifarar útbúnir eftir þeim og þær síðan settar á örflögur. Síðan voru flögurnar þáttaparaðar við erfðaefni við hænga og hrygnur og bindingin metin fyrir kynin. Í verkefninu fólst mikið tæknilegt og markaðslegt nýnæmi þar sem raðað var saman hátækniaðferðum úr sameindaerfðafræði og upplýsingatækni til að leysa fyrirliggjandi markaðslegt vandamál í kyngreiningu í fiskeldi. Áhættan í verkefninu fólst í því hvort nægilegur kynjamunur sé í erfðamengi þessara fiska til að greina hann með flögugreiningum. Þetta verkefni var mikil áskorun og þótt lokamarkmiðið hafi ekki náðs þá gekk það upp hvað varðar aðferðafræðina og mikilla niðurstaðna var aflað. Verkefnið var því mikilvægt fyrir þroska og aðferðaþróun innan fyrirtækjanna Stofnfisks, Matís-Prokaria og Nimblegen Systems á Íslandi.

The goal of the project was to develop a sex determination method for the three fish species, cod, salmon and halibut. Gene libraries for female and male fishes were produced for the three fish species by using the subtraction hybridization method from whole genomic DNA. Probes were designed for all the sequences obtained and the probes were put on microarrays. The microarrays were hybridized with DNA from both male and female fishes and the difference scored. The risk of the project was to determine if there is enough gene difference between the sexes of these three fish species to be analyzed by using microarrays. The project did not reveal sex determination genes, but this assignment was a big challenge for the three companies Stofnfiskur, Matís-Prokaria and Nimblegen Systems. Many new methods and technical solutions were solved during the project and a large set of results were built up. The project was an important part of the fast growing and development of the companies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Soffía Vala Tryggvadóttir, Margrét Bragadóttir, Haraldur Einarsson, Höskuldur Björnsson, Sveinbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

“Feitt er agnið” – beita úr aukaafurðum / Bait from fishery byproducts

Markmið verkefnisins var að þróa og framleiða samsettar beitur fyrir línuveiðar úr vannýttu hráefni með nýþróaðri snjótækni sem fengist hefur einkaleyfi fyrir. Efnasamsetning beituhráefnis og notkun þörunga sem þráavörn í beitu var skoðuð, auk þess sem framkvæmdar voru veiðitilraunir. Í tengslum við verkefnið var beitningavél hönnuð og smíðuð og tilraunir sem gerðar voru með hana vorið 2007 enduðu með 97% beitingu. Notkun þörunga sem andoxunarefni í beitu skilaði ekki miklum árangri. Beitan var töluvert þránuð strax í upphafi geymslutilraunar svo líklegast náðu þörungarnir ekki að virka sem skildi. Íshúðun með C-vítamíni virtist gefa einhverja vörn, þó svo lofttæmdar umbúðir skipti mestu máli. Töluvert af tilraunum sem voru gerðar á beitunni miðuðu að því að bera beituna saman við hefðbundna beitu úr sama efni. Yfirleitt fékkst minni afli á pokabeituna sem rekja má að hluta til geymslu, en vanda þarf meira til geymslu á pokabeitu en hefðbundinni beitu. Þessar tilraunir miða að því að athuga hvort pokabeitan virki að einhverju leyti fráhrindandi á fisk sem nálgast hana. Við túlkun á niðurstöðum verður hins vegar að hafa í huga að nota má hráefni í pokabeitu sem ekki er hægt að nýta í hefðbundna beitu, betri nýting fæst á beituhráefni og líklega er best að pokabeitan fari frosinn í sjóinn. Undir lok verkefnisins bentu veiðitilraunir til þess að pokabeita gæfi svipaða veiði og hefðbundin beita. Í síðustu veiðiferðinni sem farin var í nóvember 2006 fékkst betri ýsuafli á pokabeitu en venjulega beitu, en galli á uppsetningu tilraunar rýrir nokkuð sannleiksgildi niðurstöðunnar. Auk þess gaf C-vítamínbætt pokabeita heldur meiri afla en pokabeita án C-vítamíns.

The aim of the project was to develop and produce effective bait for long line fishing from under-utilized raw material using newly developed snow technology that has been patented. The chemical composition of bait raw material and the use of seaweed as an antioxidant in the bait were studied and fishing experiments were done. In connection with the project a baiting machine was designed and produced. Experiments using the machine gave 97% of baited hooks. The use of seaweed as an antioxidant was not successful. The antioxidant activity of the seaweed was probably limited because the bait raw material was already oxidized in the beginning of the storage study. Icing the bait with vitamin C did give some protection although the most important factor seems to be the vacuum packaging. The aim of the fishing experiment was to study the attractiveness of the artificial bait. Most of the fishing experiments were done by studding the artificial bait against the traditional bait using the same raw material. The catch was often less from the artificial bait compared to traditional bait. This can possibly be explained by lower storage stability of the artificial bait due to oxidation. Using artificial bait mainly based on waste from fish processing plants and/or pelagic fish instead of expensive traditional bait material is however promising. The latest fishing experiments showed better results given similar catch for both the artificial and traditional bait. In the last experiment in November 2006 the haddock catch was better for the artificial bait that the traditional bait although it has to be mentioned that the experimental design was incomplete. Artificial bait with vitamin C added gave also better result than the artificial bait without vitamin C.

Skoða skýrslu

Fréttir

Rafrænar upplýsingar um matvöru til neytenda

Ýmsir telja að rafrænar merkingar muni leysa hefðbundin strikamerki af hólmi á næstu árum. Matís hefur sl. ár tekið þátt í þróunarverkefni sem miðar að því að merkja fiskiker með rafrænum hætti. Slíkar merkingar munu gefa aukna möguleika á hagnýtingu rekjanleika og m.a. gera fyrirtækjum kleift að senda rafrænar upplýsingar til kaupenda um það hvar afurðin er veidd, hvar hún hefur verið verkuð og hvaða leið hún hefur farið á markað.

Kröfur framleiðenda og neytenda um aukið upplýsingaflæði og betri merkingar á matvælum eru sífellt aukast. Segja má að þróun á rafrænum merkingum fyrir fiskiker sé angi af þeirri þróun. Sem dæmi má nefna að talið er að með rafrænum merkingum verði jafnvel mögulegt fyrir ísskápa framtíðarinnar að taka á móti upplýsingum og miðla til neytenda, hvort sem það eru upplýsingar um síðasta söludag á matvöru, um innihald ofnæmisvaldandi efna eða hvaða meðlæti eigi við með íslenskum þorski. Þá eru bundnar vonir við að ísskápar framtíðarinnar geti átt þráðlaus samskipti við gagnagrunna matvælaframleiðenda, sem t.d. munu geta varað neytendur við ef upp koma matarsýkingar sem tengst geta þeim matvælum sem eru í ískápnum.

Nú þegar er hafin tilraunaframleiðsla á ísskápum framtíðarinnar, til dæmis hjá Innovation Lab í Danmörku. Segir fyrirtækið að ísskáparnir verði komnir í almenna sölu eftir 5-10 ár.

Þróun á rafrænum merkingum fyrir fiskiker, sem er styrkt af AVS sjóðnum, er unnið í samstarfi við FISK Seafood, Sæplast og Maritech. Niðurstöður verkefnisins eru væntanlegar á næstu vikum.

Fréttir

Gæðaúttekt á Matís

Í vikunni fór fram gæðaúttekt Swedac og Einkaleyfastofu á rannsóknaraðferðum Matís, en slíkar úttektir voru gerðar árlega hjá Rf og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar um margra ára skeið.

Úttektin fór fram þann 15.10. 2007 á rannsóknastofu Matís að Skúlagötu 4 og þann 18.10. 2007 var gerð sambærileg úttekt í útibúi Matís í Neskaupstað. Í útibúi Matís á Akureyri fór hins vegar fram gæðaúttekt í apríl á þessu ári.

Að sögn Margrétar Geirsdóttur, gæðastjóra Matís, gekk úttektin vel og hefur rannsóknastofa Matís nú 27 faggiltar örveruaðferðir og 7 efnaaðferðir á sínum lista. Um er að ræða mismunandi örverurannsóknir á matvælum, vatni, fóðri, umhverfissýnum, lyfjum og efni til lyfjagerðar ásamt sérhæfðum efnamælingum á matvælum, vatni og umhverfissýnum og mælingar á varnarefnum í grænmeti og ávöxtum.

Faggilding er viðurkenning á því að fyrirtæki viðhafi bestu starfsvenjur og hafi tæknilega hæfni til að tryggja að þær mælingar sem þar eru gerðar standist allar alþjóðlegar kröfur í sambandi við gæðaumhverfi, vinnureglur og strangt gæðaeftirlit. Faggildingin er unnin út frá ISO 17025 staðlinum um starfsemi rannsóknastofa, en ákvæði um faggildingu var tekið upp í íslenskri reglugerð árið 1994.

Það eru Einkaleyfastofan og Swedac, sænska faggildingarstofnunin, sem veita Matís faggildinguna. Faggildingaraðili kannar með árlegri heimsókn hvort gæðakerfið og þær mæliaðferðir sem notaðar eru við efna- og örverurannsóknir standist þær skuldbindingar sem faggilding krefst og lýst er í ISO 17025 staðlinum.

Auk þess hefur rannsóknastofa Matís faggildingu frá New York State Department of Health fyrir örverumælingar í átöppuðu vatni.

Listi yfir faggildar rannsóknaraðferðir Matís (pdf-skjal)

Á myndinni má sjá þrjá fulltrúa Swedac ásamt nokkrum starfsmönnum á Matvælaöryggissviði Matís á Skúlagötu.

Fréttir

Aukin umsvif á Ísafirði

Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hefur fjölgað starfsfólki á starfsstöð sinni á Ísafirði. Jón Atli Magnússon hefur tekið til starfa á starfsstöðinni en hann mun sinna verkefnum á sviði vinnslu- og eldistækni.

Hann er þriðji starfsmaðurinn hjá Matís á Ísafirði en fyrir eru Þorleifur Ágústsson og Jón. G. Schram.

Jón Atli útskrifast sem vélaverkfræðingur (B.Sc.) frá Háskóla Íslands síðar í þessum mánuði. Hann hefur margvíslega aðra menntun og starfsreynslu úr atvinnulífinu. Hann er með vélstjórnarréttindi frá VMA (3. stig) og starfaði í nokkur ár sem vélstjóri hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör í Hnífsdal, en sl. tvö ár starfaði Jón sem þróunarstjóri 3X Technology (áður 3X Stál). Síðast en ekki síst þá stofnaði Jón 5 kinda sauðfjárbú er hann var 15 ára gamall sem hann rak meðfram námi.

Jon_Atli

Eiginkona Jóns er Ilmur Dögg Níelsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau soninn Jóhann Ása.

Fréttir

Matís vekur athygli á Matur-inn

Matís á Akureyri tók þátt í matvælasýningunni Matur-inn sem fram fór í Verkmenntaskólanum um síðustu helgi. Þar kynnti Matís starfsemi sína á Akureyri; rannsóknir á mengunarefnum og óæskilegum efnum í matvælum. Þá var ÍSGEM gagnagrunnurinn kynntur til sögunnar, en hann er með upplýsingar um efnainnihald 900 fæðutegunda.

Matur-inn

Verkefni Matís vöktu verulega athygli gesta á sýningunni, en hana sóttu ríflega 10.000 manns. Fannst mörgum gestum sem skoðuðu bás Matís merkilegt hve umfangsmikið rannsóknastarf færi fram á vegum fyrirtækisins í bænum.

Fréttir

Ýsa var það, heillin!

Í nýrri skýrslu Matís, þar sem birt er samantekt á þeim upplýsingum sem fyrir liggja um neyslu Íslendinga á hinum ýmsu fisktegundum, kemur m.a. fram að Íslendingar elska ýsu öðrum fiskum fremur. Og kemur líklega fáum á óvart!

Skýrslan nefnist “Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum
og -afurðum
” og er hluti af AVS verkefninu “Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða – Áhættusamsetning og áhætturöðun”. Að sögn skýrsluhöfundar, Kolbrúnar Sveinsdóttur, er markmiðið með skýrslunni að gera ítarlega og aðgengilega samantekt á nýjustu upplýsingum sem tiltækar eru um fiskneyslu Íslendinga. Slíkar upplýsingar hafa ekki legið á lausu hingað til.

Á meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að fiskneysla eldra fólks er meiri en þeirra yngri og að eldri aldurshópurinn borðar einnig fjölbreyttara úrval fisktegunda og -afurða heldur en þeir yngri. Nokkur munur virðist einnig vera á fiskneyslu höfuðborgarbúa annars vegar og landsbyggðarfólks hins vegar, bæði hvað varðar tíðni fiskneyslu og þær fiskafurðir sem borðaðr eru.

Fiskur er oftar á diskum fólks á landsbyggðinni og oftast er þá um hefðbundnar afurðir s.s. ýsu, þorsk og saltfisk að ræða og oftar en ekki er um frystar afurðir að ræða. Höfuðborgarbúar borða meira af ferskum fiski og hálf-tilbúnum fiskréttum, sem ugglaust stafar af betra aðgengi að slíkri vöru en er í boði úti á landi.  Þeir eru einnig líklegri til að borða fisk utan heimilis heldur en landsbyggðarfólk.

Kolbrún segir að samantektin byggi að mestu á upplýsingum sem aflað var í viðhorfs- og neyslukönnun AVS verkefnisins “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” sem gerð var árið 2006, þar sem rúmlega 2000 manns svöruðu spurningum um fiskneyslu sína og viðhorf.

Kolbrún leggur áherslu á nauðsyn þess að upplýsingar af þessu tagi þurfi að ná yfir alla aldurshópa og nefnir sem dæmi að fólk, eldra en 65 ára, sé töluvert viðkvæmara fyrir ýmsum áhættuþáttum en aðrir.
 

Lesa skýrslu 37-07: Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðum

Skýrsla Matís 08-07: Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun

Skýrsla Matís 05-07: Viðhorf og fiskneysla ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára – Lýsandi tölfræðiúrvinnsla

IS