Ritrýndar greinar

Crystal structures of the Bacillus subtilisprophage lytic cassette proteinsXepA and YomS

Ritrýndar greinar

An introduction to current food safety needs

Ritrýndar greinar

Effects of on-board bleeding methods and superchilling on quality of cod and saithe

Ritrýndar greinar

The effects of superchilling on shelf-life and quality indicators of whole Atlantic cod and fillets

Ritrýndar greinar

Investigating commercially relevant packaging solutions to improve storagestability of mechanically flleted Atlantic mackerel (Scomber scombrus) produced under

Ritrýndar greinar

The genetic composition of feeding aggregations of the Atlantic mackerel (Scomber scombrus) in the central north Atlantic: a microsatellite loci approach (Scomber scombrus, L)

The impacts of climate change on marine ecosystems can be seen in the changing distribution, migration, and abundance of species in the oceans. For some species this changing environment may be beneficial and can support population expansions. In the northeast Atlantic (NEA), the Atlantic mackerel (Scomber scombrus) is undergoing an increase in stock size accompanied by changing summer migration patterns, which have resulted in an expansion further north and north west than previously recorded. This study uses microsatellite loci to confirm the differentiation among NEA and northwest Atlantic (NWA) mackerel spawning populations and to assess the level of structuring within these populations. In addition, to enable population-specific exploitation rates to be factored into fisheries management, we identified the origin of individuals composing the expanding feeding aggregations in the central north Atlantic (Greenland, Iceland, Faroes), with all aggregations tested originating from spawning populations in the NEA. This study showed that microsatellite loci were useful to assess the contribution of NEA and NWA populations to mixed feeding aggregations across the north Atlantic for large pelagic fish stocks but were not powerful enough to evaluate the specific contribution of known stocks within NEA and NWA.

Hlekkur að grein

Fréttir

Nýta fiskeldismykju, manna seyru, moltu, brennistein og fleira

Í síðastliðinni viku fór fram undirbúningur og hráefnaöflun fyrir fyrstu jarðræktartilraunir hjá Landgræðslunni og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Starfsmenn Matís hafa staðið í ströngu við að safna hráefnum og útbúa áburðarblöndur fyrir verkefnið Sjálfbær áburðarvinnsla sem styrkt var af Markáætlun Rannís. Í verkefninu er unnið að því að kortleggja magn lífrænna aukahráefna og vandamálaúrgangs sem fellur til á Íslandi með það í huga að nýta hann í landgræðslu og til jarðræktar. Nýsköpunar fyrirtækið Atmonia tekur einnig þátt í verkefninu en fyrirtækið þróar umhverfisvænan framleiðsluferil fyrir köfnunarefnisáburð.

Með aukinni nýtingu þess lífræna hráefnis sem til fellur úr íslenskum iðnaði og blöndun þess við mikilvæg næringarefni, svo sem köfnunarefnis og brennisteins, er hægt að draga verulega úr innflutningi á tilbúnum áburði og um leið loka hringrásinni og minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Meðhöndlun og notkun lífrænna hráefna í áburð fylgir oft mikið umstang auk þess sem slík meðhöndlun er kostnaðarsöm. Mikið magn hráefna þarf jafnan til að uppfylla næringarþörf í landbúnaði og landgræðslu auk þess að næringarsamsetningin er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Í verkefninu verður því leitast við að finna leiðir til að bæta lífræn áburðarefni og draga um leið úr flutningskostnaði og útblæstri.

Í tilraunum sumarsins er áhersla lögð á hráefni sem unnin hafa verið úr svokölluðum vandamálaúrgangi, þ.e. sláturúrgangi, matarleyfum og seyru. Gerðar verða prófanir með fiskeldismykju, manna seyru, þrjár moltutegundir, kjötmjöl, bokashi, kúamykju og kjúklingaskít. Hráefnin verða borin á jarðræktarsvæði í vor, annars vegar óblönduð og hins vegar með viðbættu köfnunarefni og brennistein. Úr slíkri tilraun fæst mikilvægur samanburður, auk samanburðar við tilbúinn áburð. Niðurstöðurnar munu varpa ljósi á gæði þessara hráefna, hvort hægt sé að nota minna hráefni ef næringarsamsetningin er stillt af og hvort þau sé fýsilegur kostur í landbúnaði og landgræðslu.

Verkefnið er til tveggja ára en jarðræktartilraunir verða endurskoðaðar og endurteknar næsta sumar.

Að verkefninu koma: Matís, Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðslan, Hafró og Landsvirkjun.

Ritrýndar greinar

Macromineral and trace element concentrations and their seasonal variation in milk from organic and conventional dairy herds

To study the effects of dairy production system on milk macromineral and trace element concentrations, milk samples were collected monthly in 2019 from 43 conventional and 27 organic farms. Organic milk contained more Ca (1049.5 vs. 995.8 mg/kg), K (1383.6 vs. 1362.4 mg/kg), P (806.5 vs. 792.5 mg/kg) and Mo (73.3 vs. 60.6 μg/kg) but less Cu (52.4 vs. 60.6 μg/kg), Fe (0.66 vs 2.03 mg/kg), Mn (28.8 vs. 45.0 μg/kg), Zn (4.51 vs. 5.00 mg/kg) and Al (0.32 vs. 1.14 μg/kg) than conventional milk. Significant seasonal variation was observed in all determined minerals’ concentrations. Milk I concentration was not consistently affected by production system, whereas organic milk contained less I in June and July than conventional milk. Dietary factors contributing to different milk mineral concentrations between production systems included intakes of maize silage, dry-straights and oils (higher in conventional diets), and pasture, clover and wholecrop (higher in organic diets).

Fréttir

Ársfundur Matís 2021

Ársfundur Matís fer fram fimmtudaginn 6. maí kl. 9-10:30 í streymi hér á vefsíðu Matís og í gegnum Facebook síðu Matís.

Dagskrá fundarins:

Ávarp

  • Kristján Þór Júlíusson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnar fundinn

Erindi

  • Starfsfólk Matís ræðir áherslur fyrirtækisins og ávinning fyrir íslenskt atvinnulíf
  • Samstarfsaðilar segja frá reynslu sinni af samstarfinu

Umræður: framtíð rannsókna og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu

  • Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís
  • Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans

Fundarstjórn

Brynja Þorgeirsdóttir

Smellið hér til að fara á Facebook-viðburðinn.

Fréttir

Spennandi dagskrá á North Atlantic Seafood Forum

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Dagskrá North Atlantic Seafood Forum hefur nú verið birt og er ljóst að ráðstefnan verður einn merkilegasti netviðburður í sjávarútvegi og fiskeldi ársins 2021. Alls verða fluttir yfir 160 fyrirlestrar í 18 málstofum, og er búist við yfir 2500 þátttakendum víðsvegar að úr heiminum og úr hinum ýmsu hlekkjum í virðiskeðju sjávarafurða. Láttu ekki þennan viðburð fram hjá þér fara!

Í mars ár hvert, síðastliðin 15 ár, hafa stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst til Bergen til að sitja ráðstefnu North Atlantic Seafood Forum (NASF). Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu hefur jafnan verið stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv. Þrátt fyrir að kostnaður við þátttöku hafi verið umtalsverður hafa á milli 800 og 1.000 manns sótt viðburðinn ár hvert, sem sýnir hversu mikilvæg þessi ráðstefna er fyrir markhópinn. Sökum COVID hefur nú verið ákveðið að NASF21 verði netviðburður, sem gefur tækifæri til að auka fjölda þátttakenda og lækka ráðstefnugjaldið verulega.

Ráðstefnan fer fram dagana 8-10 júní og er búist við að þátttakendur verði a.m.k. 2.500 talsins. Dagskrá ráðstefnunnar hefur nú verið birt og er hún sérlega spennandi að þessu sinni, en sjá má dagskrána á https://nor-seafood.com/program/.

Ef stiklað er á stóru yfir dagskrána, þá vekja eftirfarandi málstofur sérstaka athygli:

  • Áhrif laxalúsar á fiskeldi
  • Fiskeldisfóður og þróun þess
  • Framboð og eftirspurn í fiskeldi
  • Nýjar framleiðsluaðferðir í fiskeldi
  • Framboð og markaðir fyrir hvítfisk
  • Konur í sjávarútvegi
  • Framboð og eftirspurn í rækju
  • Fjárfestingar í sjávarútvegi
  • Framboð og markaðir uppsjávartegunda
  • Umfjöllun um lykilmarkaði fyrir sjávarafurðir í umsjón Norwegian Seafood Council
  • Sjálfbærni og sjávarafurðir

Íslensk fyrirtæki og einstaklingar skipa nokkuð stóran sess í dagskránni. Þar er fyrst að nefna að Valka og Marel eru meðal helstu styrktaraðila ráðstefnunnar. Þá verða eftirtaldir Íslendingar eða aðilar tengdir Íslandi með á mælendaskrá:

  • Jón Birgir Gunnarson hjá Völku mun fjalla um flökun fyrir dauðastirðnun
  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hjá Marel mun fjalla um stafræna byltingu í virðiskeðju fiskeldis
  • Bjorn Hembre hjá Arnarlax mun fjalla um laxeldi á Íslandi
  • Sturlaugur Haraldsson hjá Norebo mun fjalla um framboð á hvítfiski frá Rússlandi
  • Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum mun fjalla um nýtingu aukahráefna og velta upp spurningunni hvort 100% nýting sé möguleg
  • Guðmundur Gíslason mun koma fram fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða (Ice Fish Farm), Bjorn Hamre fyrir hönd Arnarlax (Icelandic Salmon) og Stein Ove Tveiten fyrir hönd Arctic Fish í málstofu fjárfesta.
  • Jóhannes Pálsson mun fjalla um áhrif Brexit á uppsjávargeirann
  • Ólafur Ragnar Grímsson eða Guðlaugur Þór Þórðarson munu fjalla um sjálfbærni í sjávarútvegi

Þátttaka á NASF síðustu ára hefur ekki verið á allra færi þar sem skráningargjaldið eitt og sér hefur verið nálægt 200 þús. kr. auk þess sem ferðir og uppihald í Bergen kostar sitt. Engu að síður hafa yfir 800 manns séð ástæðu til að sækja ráðstefnuna síðustu ár. Þar sem nú verður um netviðburð að ræða er unnt að upplifa NASF fyrir umtalsvert lægri kostnað. Ráðstefnugjaldið er um 43.000 ISK (290 EUR) á þátttakanda, en svo er magnafsláttur í boði fyrir fyrirtæki sem skrá fleiri þátttakendur.

Einn mikilvægasti hluti þess að taka þátt í NASF hefur ávallt verið það tækifæri sem felst í því að safna saman helstu áhrifavöldum í sjávarútvegi á einn stað til að stofna til og viðhalda samstarfi. Góð og trygg viðskiptasambönd byggja jafnan á persónulegum samskiptum og þar hefur NASF gengt mikilvægu hlutverki. Í þetta sinn verður leitast við að mæta þeim þörfum með því að bjóða upp á að tengja aðila saman á örfundum. Mismunandi „pakkar“ eru í boði þegar kemur að slíkum tengingum, en sá „pakki“ sem líklegast er að flestir velji sem áhuga hafa á að nýta þetta tækifæri kostar 500 EUR. Fyrir þann „pakka“ fá fyrirtæki sitt nafn og kynningu upp á „vegginn“ og þá geta allir almennir þátttakendur bókað fund með því fyrirtæki.

Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um NASF21 er bent á að hafa samband við Jónas R. Viðarsson í jonas@matis.is eða í síma 4225107.

IS