Fréttir

Samstarfsaðili óskast á Akureyri

Í Borgum á Akureyri leigir Matís húsnæði og langar til að bjóða spennandi samstarfsaðila að leigja hluta þess rýmis undir starfsemi sína.

Húsnæðið sem í boði er er samtals 24,4 fm að stærð og er sérhönnuð rannsóknastofa með glugga fyrir skammhliðinni allri, tveimur opnanlegum gluggafögum, stinkskáp, stórum vaski, bekkjum við alla veggi, skáp undir vaskaborðinu og gaslögnum (ýmsar tegundir af gasi notað í húsinu og hægt að tengja við þær).

Í Borgum er fjöldi framsækinna fyrirtækja og stofnanna og má þar nefna Nýsköpunarmiðstöð Íslands (IMPRA), Orkustofnun og Háskólann á Akureyri. Mikil tækifæri liggja því í samstarfi og  samlegðaráhrifum fyrir framsýn þekkingarfyrirtæki í þessu umhverfi þverfaglegrar þekkingar.

Hér má sjá nokkra myndir af húsnæðinu en einnig er möguleiki á leigu á skrifstofurými.

Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri
Húsnæði til leigu í Borgum, Akureyri

Nánari upplýsingar veita Rannveig Björnsdóttir, stöðvarstjóri Matís á Akureyri og Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri Reksturs og viðskiptaþróunar hjá Matís.

Fréttir

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði

Út er komin skýrsla sem Matís vann fyrir Neytendasamtökin. Í skýrslunni eru niðurstöður úttektar á frystum fiski í verslunum. Úttektin var unnin á tímabilinu júlí til nóvember 2011.

Könnuð voru gæði á frystum og pökkuðum fiski í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar á umbúðum fiskvaranna voru skráðar og síðan voru gerðar mælingar á þyngd fisks og umbúða, íshúð, vatnstapi við uppþýðingu, vatnsinnihaldi, próteinum, salti, fosfötum og suðunýtingu.

Skýrsluna má finna hér.

Nánari upplýsingar á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is.

Fréttir

Ný útgáfa af Icelandic Agricultural Sciences (IAS)

Út er komið hefti nr. 24/2011 í Icelandic Agricultural Sciences (IAS) og eru þar margar áhugaverðar vísindagreinar um íslenskan landbúnað og landnotkun. Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís situr í ritnefnd IAS en auk þess eru í þessari útgáfu greinar eftir nokkra starfsmenn Matís.

Vísindaritið Icelandic Agricultural Science, eða IAS, er alþjóðlegt fagrit um lífvísindi tengdum landbúnaði og landnotkun.

IAS hefur nú fengið nýja heimasíðu www.ias.is. Á þeirri síðu má m.a. nálgast allar vísindagreinar sem birst hafa í ritinu frá upphafi árið 1988 á rafrænu formi.

IAS er eina alþjóðlega vísindaritið sem gefið er út hérlendis um rannsóknir sem tengjast skógrækt, fiskirækt, landgræðslu, landbúnaði og annarri landnýtingu.

Á sínum tíma breytti ritstjórn IAS nafni ritsins yfir á ensku og jók enn kröfur um gæði vísindagreina. Allar greinar sem birtast í ritinu eru á ensku og eru ritrýndar af a.m.k. einum erlendum sérfræðingi (og einum innlendum), auk ritstjórnar. Í sambandi við þessa breytingu hafa nokkrir forstjórar stofnana sem standa að útgáfu ritsins, svo sem skógræktarstóri, samþykkt að meta ritið í stofnanasamningum sínum sem „ ritrýnt alþjóðlegt fræðirit”.

Fréttir

Íslenski sjávarklasinn – Fiskast best á markmiðum?

Margt forvitnilegt verður á kynningarfundi um Íslenska sjávarklasann sem fram fer fimmtudaginn 17. nóvember kl. 15-16:30 (nánar hér). Þar verður m.a. fjallað um verðmætasköpun í líftækni en Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís og sviðsstjóri líftækni- og lífefnasviðs Matís, situr í panel fundarins.

Á fundinum verða kynnt tækifæri sem felast í hundruðum smárra og stórra fyrirtækja í sjávarklasanum og hvernig hægt er að auka samstarf og nýta tækifærin sem best.

Dagskrá

  • Birna Einarsdóttir forstjóri Íslandsbanka og Sigsteinn Grétarsson aðstoðarforstjóri Marels opna fundinn.
  • Þór Sigfússon hjá Íslenska sjávarklasanum kynnir umfang klasans og markmið.
  • Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður, sýnir hvernig Íslenski sjávarklasinn birtist í íslenska þorskinum.
  • Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, fjallar um íslenska sjávarklasann frá sjónarhóli útgerðarmanns og hvernig megi efla allan klasann.
  • Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, flytur ávarp og hvatningu.

Einnig verða kynntir níu einstaklingar sem eru hluti af sjávarklasanum á Íslandi og vinna að jafn ólíkum verkefnum og köfun eftir lyfjasprotum á hafsbotni, útflutningi á ýsu í raspi, alþjóðlegri fjármálaþjónustu í sjávarútvegi, roði sem lækningavöru, líftækni sem getur skapað mikil verðmæti, tækni sem bætir vébúnað í skipum og margt fleira.

Að fundi loknum býður TM til fyrirtækjastefnumóts í anddyri höfuðstöðva Marels.

Sjávarklasinn

Nánari upplýsingar á www.sjavarklasinn.is/

Fréttir

Vegna umræðu í Kastljósi 14. nóv. sl.

Í inngangi og í þáttabroti um Hreindýrafélagið í Kastljósi 14. nóv. sl. kom fram að Yfirdýralæknir og Matís hafi lagst gegn því að hreindýr verði flutt á Vestfirði. Hér má víst telja að verið sé að rugla saman Matvælastofnun (MAST) og Matís ohf.

Matís er þekkingar- og rannsóknafyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun i matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir stór sem smá fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla. Matís kemur ekki að almennu eftirliti hvort sem það er matvælum eða dýrum. Matís hefur því ekki skoðun á því hvort heppilegt eða æskilegt sé að flytja hreindýr á Vestfirði.

Verði hreindýr hins vegar flutt á Vestfirði og þau veidd þar, getur Matís aðstoðað veiðimenn og aðra í nærsamfélaginu við að búa til verðmætar afurðir úr dýrunum. Til dæmis getur Matís aðstoða við að koma á fót heppilegum matvælavinnslum fyrir  úrvinnslu á hreindýrakjöti. Margar þekktar afurðir eru úr slíku hráefni, ferskt hreindýrakjöt er hátíðarmatur sem allir þekkja, hráverkaðar pylsur úr hreindýrakjöti eru framleiddar í Noregi og alþekktar eru kæfur og paté úr kjöti eða lifur dýranna.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Matís er bakhjarl LEGO hönnunarkeppninnar

Grunnskólabörn leysa loftlagsvanda í LEGO-hönnunarkeppni. Hátt í 100 krakkar á aldrinum 10-15 ára hafa skráð sig til leiks í LEGO-hönnunarkeppni grunnskólabarna, First Lego League, sem haldin verður á morgun, laugardaginn 12. nóvember, á Háskólatorgi.

Markmiðið með keppninni er að vekja áhuga grunnskólanema á vísindum og tækni ásamt því að byggja upp sjálfstraust þeirra, leiðtogahæfni og lífsleikni. Á hverju ári er keppninni valið  ákveðið  þema sem  er ofarlega á baugi í heiminum. Í ár verður þemað fæðuöryggi. Ólafur Ögmundarson er fulltrúi Matís í dómnefnd og fer vel á því þar sem hann þekkir virðis- og flutningskeðju matvæla mjög vel.

Segja má að keppnin felist í fimm mismunandi verkefnum. Í fyrsta verkefni smíða keppendur vélmenni úr tölvustýrðu LEGO-i sem er forritað til að leysa tiltekna þraut. Í öðru lagi eiga keppendur að gera vísindalega rannsókn á ákveðnu efni. Í þetta sinn snýst verkefnið um fæðuöryggi (e. food factor) og eiga þátttakendur að flytja tiltekna vöru frá einum stað til annars á sem hagkvæmastan hátt. Í þriðja lagi halda keppendur ítarlega dagbók um undirbúning fyrir keppnina og í fjórða lagi eiga þeir að flytja frumsamið skemmtiatriði. Í fimmta lagi þurfa liðin að gera grein fyrir því hvernig þau forrituðu vélmennið sitt., en þar reynir á þekkingu þátttakenda á eigin búnaði.

Níu lið frá jafnmörgum skólum víðs vegar af landinu hafa skráð sig til leiks og eru á bilinu 6-10 manns í hverju liði ásamt einum fullorðnum liðsstjóra. Öll lið fengu senda þrautabraut og keppnisboli átta vikum fyrir keppni til þess að undirbúa sig.

Dagskrá keppninnar hefst kl. 9 á laugardagsmorgun og reiknað er með að sigurvegarar verði krýndir um kl. 15. Það lið sem ber sigur úr býtum á kost á að keppa á Evrópumóti First Lego League. Auk verðlauna fyrir sigur í keppninni eru m.a. veitt verðlaun fyrir besta lausn í hönnun á vélmenni og forritun, besta rannsóknarverkefnið, bestu dagbókina, besta skemmtiatriðið og bestu liðsheildina. Allir þátttakendur fá FLL medalíu í viðurkenningarskyni.

Keppnin hefur farið fram hér á landi undanfarin 6 ár og hefur jafnan vakið mikla athygli. Hlutfall verk- og tæknimenntaðs fólks er stundum notað sem mælikvarði  þegar kannað er hve vel þjóðir eru búnar undir að takast á við framtíðina. Ef fjölga á fólki með slíka menntun í  íslensku þjóðfélagi er mikilvægt að efla áhuga á tækni og vísindum meðal æsku  landsins. LEGO-hönnunarkeppnin er nýstárleg leið til þess.

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands heldur utan um keppnina en bakhjarlar hennar eru Nýherji, Verkfræðingafélag Íslands, Samtök iðnaðarins og Matís.

Öllum er velkomið að fylgjast með keppninni á Háskólatorgi.

Nánari upplýsingar um keppnina veitir Ingi Rafn Ólafsson, Markaðs- og kynningarstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, ingirafn@hi.is og GSM: 772-1400.

Frétt tekin af vef Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ.

Fréttir

Matís og stjórnvöld í Tansaníu í samstarf

Nú fyrir stuttu undirrituðu stjórnvöld í Tansaníu og Matís samstarfssamning um verkefni upp á um 40 milljónir króna tengt rannsóknum á fiski, fiskvinnslu og úttekt á félagslegri stöðu fiskveiðisamfélaga við Tanganyika vatn í Tansaníu.

Um er að ræða samstarfsverkefni milli Matís, VJI ráðgjöf, Ráðgarðs skiparáðgjöf og GOCH verkfræðifyrirtækis í Tansaníu.  Áætlað er að verkinu ljúki að mestu um mitt næsta ár.

Nánari upplýsingar veitir Oddur Már Gunnarsson hjá Matís.

Tansanía samstarf

Matís er reglulegur þátttakandi í þróunarsamvinnuverkefnum úti um heim. Í þessu samstarfi er t.d. stuðlað að uppbyggingu þekkingar í matvælaiðnaði í þróunarlöndum með samstarfi Matís við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Háskóla Sameinuðu þjóðanna og annarra er vinna að þróunarsamvinnu. Til dæmis hefur Matís verið í Kenía og haldið þar námskeið fyrir fiskeftirlitsfólk á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og í Mósambík þar sem starfsmenn Matís hafa framkvæmt úttektir á rannsóknastofu í Maputo og aðstoðað og leiðbeint gæðahóp rannsóknastofunnar við undirbúning faggildingar, en Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt stjórnvöld í Mósambík við uppbyggingu opinbers gæðaeftirlits í sjávarútvegi. Vinna við gæðamál rannsóknastofanna í Maputo, Beira og Quelimane hluti af því samstarfi.

Þekking og reynsla af gæðakerfi Matís er nýtt til að leggja lokahönd á verklagsreglur og skjöl sem tilheyra gæðakerfum og svo er ákveðið hvaða skref eru nauðsynleg til að ná endanlegum markmiðum, sem er að sækja um faggildingu.

Fréttir

Innleiðing matvælalöggjafar EES á Íslandi

Í árslok 2011 rennur út undanþáguatkvæði sem Íslendingar hafa frá reglugerð í matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Í umræðu undanfarna mánuði hafa ákveðin hugtök um matvæli verið til umfjöllunar og er mikilvægt að þessi hugtök séu notuð rétt til að fyrirbyggja misskilning

Þessi hugtök eru annars vegar matvælaöryggi og hins vegar fæðuöryggi.

  • Matvælaöryggi (Food safety) fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum
  • Fæðuöryggi (Food security) fjallar um aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum

Nánari upplýsingar um ofangreind hugtök og um hlutverk Matís í innleiðingu nýrrar matvælalöggjafar EES á Íslandi veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sveinnm@matis.is.

Í Bændablaðinu 27. október sl. (bls. 14) er fréttaskýring um innleiðingu matvælalöggjafar EES á Íslandi.

Fréttir

Kæling ferskfisks bætt með varmaflutningslíkönum

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla – varmafræðileg hermun vinnslu- og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að endurbæta verklag og búnað fyrir vinnslu og flutning á sjávarafurðum.

Notast var við ferlagreiningu, tilraunir og tölvuvædd varma- og straumfræðilíkön til að ná settum markmiðum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu- og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi og Eskja.

Dæmi um afurðir verkefnisins eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði.

Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Nýju kringdu frauðkassarnir hafa leyst eldri gerðir frauðkassa Promens Tempra af hólmi (sjá mynd 1) og hafa þar með aukið samkeppnisfærni íslenskra ferskfiskafurða, sér í lagi þeirra flugfluttu.

Hermun kæliferla 1
Mynd 1. Silungsflök í nýrri gerð kringdra frauðkassa frá Promens Tempra.

Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol ferskra fiskflaka í hornkössum heils bretti í flugflutningskeðju getur verið um 1 – 1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur. Niðurstöður verkefnisins hafa ekki aðeins nýst flugflutningskeðjum heldur hafa þær einnig stuðlað enn frekar að auknum möguleikum á öruggum flutningi ferskfiskafurða með skipum.

Hermun kæliferla 2
Mynd 2. Hitakort í lóðréttu sniði gegnum fjögurra raða stafla frauðkassa á bretti undir hitaálagi hermt með varma- og straumfræðihugbúnaðinum ANSYS FLUENT.

Fréttir

Geta sveppir verið betri á bragðið en „hollustu góðir“?

Fjallað var um Matarsmiðju Matís á Flúðum á skemmtilegan hátt í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 fyrir stuttu. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi að sveppir sem þar er verið að prófa að þurrka væru betri en hollustan í þeim gæfi til kynna; þeir væru í raun meira en bara „hollustu góðir“ á bragðið!

Fréttina má finna hér.

IS